Tíminn - 08.04.1983, Side 1

Tíminn - 08.04.1983, Side 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 8. apríl 1983 79. tölublað - 67. árgangur Steingrímur Hermannsson í tilefni af verðbólguspá VSÍ: „VERÐUR AD LðGBINDA AD- GERDIR TIL LENGRI TÍMA” — atvinnuvegunum verdur ekki bjargad mikið lengur með bráðabirgðaaðgerðum ■ „Fyrst og fremst vil ég scgja um þessa 110% verðbólguspá Vinnuveitendasambandsins, að vonandi hafa menn kjark eftir kosningar til þess að taka á þessum málum og draga úr verð- bólgunni, þannig að hún nálgist ekki þessar tölur, sem væri hroðalegt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Tímann er hann var spurður álits á verð- bólguspá V.S.Í. „Náttúrlega sýnir þessi spá og sannar það sem við framsóknar- menn höfum alltaf sagt, að það varð að taka á þessum málum 1. mars og sýnir einnig og sannar að það verður að breyta þessu víxlverkunarkerfi sem gerir ekk- ert annað en að hækka laun þeirra sem hafa hæstu launin meira en annarra,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Ætli ég fái ekki í kringum 10 þúsund króna hækk- un næst þegar hækkað verður, en verkamaðurinn kannski 2 til 3 þúsund. Þetta er náttúrlega fáránlegt og nær ekki nokkurri átt, en gegn brcytingum hefur verkalýðshreyfingin lagst, af skammsýni verð ég því miður að segja, og Alþýðubandalagið hef- ur ekki fengist til að taka á þess- um málum. Ég held að mönnum sé orðið það Ijóst að svona þjark gengur ekki lengur og þess vegna höfum við framsóknarmenn lagt á það áherslu að það verður að lög- binda aðgerðir í efnahagsmál- um, og það til lengri tíma.“ Steingrímur sagðist telja að slík lögbinding ætti að verða fyrsta verkefni þeirrar ríkis- stjórnar sem tæki við að loknum kosningum. „Ég vil leyfa mér að halda því fram,“ sagði Steingrímur, „að ef aðgerðir í efnahagsmálum verða ekki lögbundnar, þá verður at- vinnuvegunum ekki bjargað mikið lengur með alls konar bráðabirgðaaðgerðum. Fjár- magnið bara brennur upp í þessu og endar ná ekki saman." Aðspurður um hvað hann teldi raunhæft markmið nýrrar ríkis- stjórnar varðandi það að ná verðbólgunni niður, sagði Steingrímur: Náttúrlega þegar hraðinn er orðinn þetta rnikill á verðbólgunni og mitt ár farið að nálgast, þá tel ég að ef við, í stað þeirra 70 til 80% verðbólgustigá sem í'jóðhagsstofnun spáir á ársgrundvelli, getum komið henni niður í 60% á þessu ári, og á næsta í segjum 40% og síðan þarnæsta ár 20% verðbólgu, þá teldi ég það gott. Ég tel að efvið ætlum að halda því markmiði, að halda hér fullri atvinnu, þá gctum við þetta ekki mikið hraðar. -AB Óvenju margir svanir hafa gert sig heimakomna á tjöminni í Reykjavík undanfarna daga og halda sig gjama allt að tuttugu í hóp. Hér eru þeir að forvitnast um hvað vegfarendur hafi helst að bjóða upp á matarkyns. Tímamynd Árni Sæberg ■ Hugmyndir um hyggingu skýjakljúfa við Skúlagötu í Reykjavík í ætt við svipaöar stórbyggingar í stórborgum er- lendis eru ekki svo fjarri raun- veruleikanum eins og í fyrstu mætti ætla, ef eitthvað er að marka umræður sem áttu sér stað í horgarstjórn í gærkveldi. Var þar enn verið að ræða hyggingaráform á Ióð þeirri við Skúlagötu sem Hafnarbíó stendur nú á, en til stendur að rífa næstu daga. Lýsti Davíð Oddsson, borg- arstjóri, því yfir að frá sínum bæjardyrum séð væri ekkert því til fyrirstöðu að byggja sjö hæða hús á þcssum stað eins og orðrómur væri nú uppi um. Vel mætti byggja verulega hærra, jafnvel turn, eins og borgarstjóri komst að orði, og virtist með því vera að skír- skota til bygginga í ætt við skýjakljúfa erlcndis. Taldi hann að umrædd lóð þyldi mjög vel slíkt mannvirki. - Kás Sjá nánar bls. 2 SKÝJAKUÚFAR REISUR VIÐ SKIÍIAGÖTUNA? Steingrímur um tillögu Hjörleifs um bráöabirgdalög: „RUSINAN í PVLSUENDANUM í MEÐFERÐ HANS f ALMAUNU” ■ „Þessi tillaga Hjörleifs í ál- málinu er í rauninni rúsínan í pylsuendanum í meðferð hans í álmálinu,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Tímann. er hann var spurður álits á tillögu Hjörleifs Guttormssonar iðnað- arráðherra um setningu bráða- birgðalaga um einhliða hækkun raforkuverðsins til ISAL. Steingrímur sagðist telja þetta helþera sýndarmennsku hjá I Hjörleifi, því mikill meirihluti á Alþingi hefði fyrir þingrof lýst sig andvígan frumvarpi Hjörleifs í álmálinu, sem hann vildi nú láta löggilda með bráða- | birgðalögum, en slíkt væri aldrei gert nemá allsterkar líkur væru á að meirihluti Alþingis styddi bráðabirgðalögin. v Steingrímur sagðist engan veginn útiloka einhliða aðgerðir gagnvart Alusuisse, en hann benti á að málsmeðferð Hjörleifs undanfarin þrjú ár, væri slík, að ekki væri hægt að leggja málið fyrir alþjóðlegan gerðardóm, sem óneitanlega myndi verða kvaddur til þess að úrskurða um lögmæti einhliða aðgerða eins og þeirra sem Hjörleifur legði til. -AB Sjá nánar bls. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.