Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 7 ■ Er hann Edward Muttock nógu mikill fituhlunkur til að taka þátt í hinni sérstæðu sundkeppni? Lynn tekur mittismál hans, - og svo brá hún málbandinu tvisvar sinnum utan um sjálfa sig. „Málfreyja” ad störfum — þ.e.a.s. stúlka sem tekur mál ■ Hún Lynn Eden sem við sjáum hér við mælingastörf í sérstakri sundkeppni í Sydney í Ástraliu tekur sig vel út í sundbolnum sínum, og það er víst að hún er ekki 120 sm í mittið, eins og herrann sem hún er að mæla. Þessi „málfreyja" fékk það hlutverk að mæla og vigta karla, sem tóku þátt í sund- og dýfingarkeppni í Sydney, þar sem þátttakendur urðu að vera að minnsta kosti 100 kg. og minnst 120 sm í mittismál. Mennirnir voru margir hverjir hinir myndarlegustu og þeir tóku þátt í þessu til að vekja athygli á góðgerðarstarf- semi og fjársöfnun sem þama var í gangi. Á eftir „fituhlunka- keppninni“ kom svo venjuleg sundkeppni, þar sem keppend- ur voru hvorki mældir né vegnir. því að notfæra sér okkar þjón- ustu er hægt að fá greinargóða lýsingu á eigninni og með því fyrirbyggja deilur um atriði, sem annað hvort kaupandi eða seljandi hefur ekki kynnt sér nægilega við skoðun,“ sagði Gunnar. „Fasteignasalar taka okkur vel“ - Gangið þið ekki inn á verksvið fasteignasala? „Okkar þjónusta er viðbót við þá þjónustu sem þeir veita. Þeim ber að gæta hagsmuna beggja, kaupenda og seljenda, og mega þess vegna ekki, svo dæmi sé tekið, benda á vankanta, sem geta orðið til að lækka verð íbúðar. Við hins vegar komum inn sem algjörlega hlutlaus aðili, sem getur bentjí hvort tveggja og svo er það kaupendanna sjálfra að meta út frá því. Við höfum sett okkur í sam- band við marga fasteignasala og þeir hafa flestir tekið okkur fagn- andi og nokkuð margir bent á þjónustu okkar,“ sagði Gunnar. Kostar 2-5.000 kr. - Hvað kostar þjóousta ykkar? „Það fer eftir því hve ítarlega skoðun þarf að gera. Ef aðeins er um almenna skoðun að ræða tökum við 2000 krónur, en ef skoðunin er vandasöm, eins og stundum er í gömlum húsum, getur verðið farið í 5000 krónur, en varla meira.“ Gunnar sagðist að lokum ekki vita til að fleiri fyrirtæki á íslandi veittu víðlíka þjónustu, að minnsta kosti væru þau ekki á skrá. Hann sagði hins vegar að erlendis væru svona fyrirtæki sjálfsagður hlutur, sérstaklega í Bandaríkjunum. - Sjó erlent yfirlit BREZKA vikuritið The Ec- onomist birti 2. þ.m. athygl- isverða forustugrein um Falk- landseyjar, en þa var liðið rétt ár síðan argentískur her steig þar á land og lagði eyjarnar undir sig. Eins og eftirminnilegt er, brugðu Bretar, sem höfðu Íagt hald sitt á eyjarnar fyrir meira en 100 áíum, hart við og sendu flota, flugher og landher á vettvang. Þessi her Breta stökkti Argentínumönnum á brott eftir verulegt mannfall og gífurlegan kostnað beggja. Alls féllu um 900 manns í Falklandseyjastríði, þar af 255 Bretar. Stríðskostnaður Breta einna var áætlaður um 1600 mill- jónir sterlingspunda. Þegar innrás Argentínumanna hófst, var Margaret Thatcher talin óvinsælasti forsætisráðherr- ann, sem Bretar höfðu haft um langt skeið. Hún tók forustuna í styrjöldinni og gerði það með svo miklum myndugleik og ein- beitni, að Bretar hrifust af henni. í lok Falklandscyjastríðsins var húm miklu ástsælli en Churchill í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Hún hefði unnið þingkosningarnar þá með mikl- um yfirburðum. Churchill tapaði hins vegar þingkosningunum, sem fóru fram í lok síðari heims- styrjaldarinnar. BRETAR fögnuðu þannig ákaft sigrinum í Falklandseyja- styrjöldinni. Eiginlega virðist þeim hafa fundizt, að þeir væru orðnir heimsveldi á nýjan leik. ■ Mynd þessi af brezku járnfrúnni birtist nýlega íThe Times með grein um Falklandseyjamálið. I vinstra horni myndarinnar sjást hermálaráðherra og utanríkisráðherra Breta. hvatt til að fara þangað. Áhugi á því virðist þó býsna lítill, enda lítil skilyrði fyrir hendi eins og er til að taka á móti innflytjendum. Áætlanir hafa verið gerðar um það, að næstu þrjú árin muni kostnaður Breta vegna herset- unnar á Falklandseyjunum og fyrirhugaðra framkvæmda þar, nema 2.8 milljörðum strerlings- punda, eða meira en 1.5 milljón sterlingspunda á hvern íbúa eyj- anna. Miklu minni kostnaður myndi fylgja því að flytja þá til Bretlandseyja og búa þeim. af- komuskilyrði þar. ÞETTA viðhorf veldur því, að fleiri og flciri Bretar snúast orðið á þá sveif, að heppilegast verði fyrir Bretland að sleppa tilkalli til eyjanna og sættast við Suður- Ameríkumenn, sem aldrei muni geta sætt sig við nýlenduyfirráð Breta í álfu þeirra. Verkamannaflokkurinnn hef- ur þcgar lýst þeirri skoðun sinni, að fela eigi Sameinuðu þjóðun- um að leysa deiluna um Falk- landseyjar. Sú hugmynd, sent reifuð er í áðurncfndri grein í The Econo- mist, virðist eiga vaxandi fylgi. Hún er á þá leiö, að Falklands- eyjar vcrði látnar falla undir milliríkjasamning um stjórnun Suður-heimskautssvæðisins. Samkvæmt þcssum samningi, sem tók gildi 1961, fara 14 ríki mcð sameiginlega stjórn á 5.4 milljóna fermtlna svæði á Suður- hcimsskautinu og umhverfi þess. Þau skuldbinda sig til að hafa Vaxandi vandræði Breta vegna Falklandseyja Fá Rússar aðild að stjórnun þeirra? Hér hefði verið gefið eftirminni- legt fordæmi, sem myndi stuðla að því, að ríki, sem hyggði á árás, hugsaði sig um tvisvar áður en það legði út í hana. Þetta rættist því miður ekki, því að skömmu síðar hófu Isra- elsmenn innrásina í Líbanon. Nú eru líka að renna tvær grímur á Breta vegna sigursins í Falklandseyjastríðinu. Flest bendir orðið til þess, að hann muni reynast þeim fjárhagslega býsna dýr. Bretar hafa nú 3500 manna herlið á Falklandseyjum og reikna með, að þeir þurfi að hafa þennan herafla á eyjunum næstu átta árin. Þessu herliði verður að borga betur en títt er um breska hermenn, þar sem dvölin þar þykir sérlega erfið, m.a. vegna einangrunarinnar. Margir hermenn, sem hafa verið sendir til Falklandseyja, hafa reynt hvers konar undan- þáguleiðir til að komast þaðan. Unnið er nú að því að koma upp bústöðum og öðrum dvalar- skilyrðum fyrir þetta herlið. Það mun reynast geysilega dýrt, m.a. vegna langra flutninga. Vandamál hermannanna eru þó smávægileg í samanburði við vanda þeirra heimamanna, sem eftir eTU. Þeir voru um 1800, þegar stríðið hófst, og hafði farið fækkandi um nokkurt skeið. Síðan mun þeim hafa fækkað talsvert. Styrjöldin virðist hafa aukið mjög brottfararhuginn. Sam- göngur við eyjarnar eru nú ininni en áður, þar sem nær öll sam- skipti eyjaskeggja við umheim- inn voru áður við meginland Suður-Ameríku, en þau féllu niður í stríðinu og hafa ekki verið tekin upp aftur. Það hefur nokkuð bætt úr þessu, að Bretar verða að halda uppi samgöngum vegna herset- unnar, en þær eru strjálari en samskipti við meginlandið voru áður. Mestum ugg veldur þó óvissan ■ Brezkir hermenn hafa enn ekki lokið leit að jarðsprengjum, sem Argentínumenn grófu í jörðu. cngan vígbúnað þar, skipta með sér nýtingu auðlinda og halda uppi samvinnu um rannsóknir. Falklandseyjar teljast ekki til Suðurheimsskautssvæðisins, en eru hins vegar ekki fjær því en það, að ekki gæti talizt óeðli- legt, að þær féllu undir samning- inn. Meðal aðildarríkja að samn- ingnum eru bæði Bandaríkin og Sovétríkin. Af öðrum ríkjum má meðal annars nefna Japan, Nýja Sjáland, Ástralíu, Argent- ínu og Noreg. Samkvæmt ákvæðum samn- ingsins ber að endurskoða hann 1991. Þá gæti aðild Falklands- eyja komið til greina. um framtíðina. Enginn friður hefur verið saminn milli Bret- lands og Argentínu og margt bendir til, að Argentínumenn geti ráðizt á eyjarnar aftur, ef brezki herinn fer þaðan. Þá eykst allltaf umtal um, að Bet^ar kunni að afsala sér yfir- ráðum yfir eyjunum. Margaret Thatcher hefur reynt að draga úr þessum ugg og boðað að Bretar muni aldrei láta Falklandseyjar af hendi. Þvert á móti, muni þeir veita þangað auknu fjármagni til eflingar at- vinnulífinu. Jafnframt verði fólk Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.