Tíminn - 08.04.1983, Page 8

Tíminn - 08.04.1983, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Guömundur Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Krístín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (í þróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýslngar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verö í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bergi Þannig kvað Jónas Hallgrímsson, þegar ljóst var orðið, að ekki næðist fram sú tillaga Fjölnismanna að endurreisa Alþingi á Þingvöllum. Sú hugmynd Fjölnismanna að endurreisa Alþingi á Þingvöllum átti ekki eingöngu að rekja rætur til sögufrægðar staðarins. Fjölnismenn óttuðust einnig, að það myndi hafa óheppileg áhrif á störf Alþingis, ef það yrði sett niður við hliðina á embættismannavald- inu, en svo var framkvæmdavaldið nefnt í þá daga. Að mati Fjölnismanna yrði Alþingi sjálfstæðari og örugg- ari fulltrúi þjóðarinnar, ef hæfileg fjarlægð væri á milli þess og embættismannavaldsins. Þessi ótti þeirra Fjölnismanna þurfti þó ekki að rætast, ef Alþingi gætti nægilega sjálfstæðis síns og þess valdahlutverks, sem því er ætlað í stjórnskipun- inni. Því miður hefur þessi ótti þó rætzt alltof mikið og einkum þó hin síðari ár. Ýmsir armar framkvæmda- valdsins, eins og bankavald og ráðuneytavald, hafa gripið inn í störf Alþingis meo ýmsum hætti, og viö þetta hafa svo bætzt þrýstihópar stéttanna, sem ætla sér stöðugt meiri völd. Sérfræðingar Vinnuveitendasambands íslands hafa nýlega sent frá sér þá spá, að framfærsluvísitalan muni • hækka um 110% á þessu ári, ef svo fer sem nú horfir. Að sönnu eru slíkar spár að meira og minna leyti óáreiðanlegar, en útilokað er samt að mótmæla því, að framvindan geti orðið á þennan veg, verði ekki sterklega og tafarlaust gripið í taumana. Engin stofnun og engin samtök hafa vald og myndugleika til að grípa hér nægilega í taumana önnur en Alþingi. Slíkt vald hefur það samkvæmt stjórnskip- unarlögunum. í raun réttri hefur það ekki aðeins þetta vald, heldur ber því öll skylda til að beita því undir þeim kringumstæðum, sem hér eru nú. Allir ættu að geta séð fyrir afleiðingarnar, ef verðbólgan fer upp í 110%. Pá verður hér hrun og atvinnuleysi. Þá bíða þjóðarinnar hörmungar, þrátt fyrir hin góðu skilyrði til batnandi lífs, sem hér eru fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið. Framsóknarflokkurinn hefur sett eitt atriði ofar öllum í kosningastefnuskrá sinni að þessu sinni. Þetta atriði er það, að Alþingi gegni skyldu sinni og beiti valdi sínu og myndugleik til að snúaþjóðinni af braut óðaverðbólgunnar og færa verðbólguna niður í áföng- um samkvæmt tveggja ára áætlun. Fyrsta áfangann verður strax að stíga eftir kosning- arnar 23. apríl, því að ella bíður 1. júní 20% verðbólgualda. Hun myndi færa atvinnuvegina í kaf. Hver trúir á úrræði þau, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna boða undir þessum kring- umstæðum, en þau eru á þá leið, að aðilar vinnumark- aðarins setjist að samningaborði og komi sér saman um lausn kjaramálanna? Slíkir samningar myndu taka svo langan tíma, að allt myndi hrynja á meðan, og flest bendir til, að þeir myndu enda með ósamkomulagi. Enn síður er raunhæf sú leið Alþýðubandalagsins að berjast áfram fyrir viðhaldi vísitölukerfisins. Nú gildir ekki annað en að Alþingi taki í taumana og geri skyldu sína. Hinir nýju þingmenn verða að sýna í verki, að þjóðin hafi eignazt haukþing á bergi í stað hrafnaþings ícolsvarts í holti. - P.P. skrifað og skrafad Þjóðfélagsgerðin orðin of flókin ■ Jóhann Einvarðsson al- þingismaður ritar grein í Ingólf, sem gefinn er út af Kjördæmissambandi fram- sóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi og segir ma: „Eitt er það sem takast þarf á við hjá ekki fjölmenn- ari þjóð, en það er að þjóð- félagsuppbyggingin er að verða ansi flókin og mikil. Þaö er svo komið, að stór hluti teknanna fer til opin- bers reksturs á einn eða ann- an hátt. Stór hluti þeirra ákvarðana sem í raun ætti að vera heima hjá hverri fjöl- skyldu fyrir sig, er í raun tekinn af opinberum aðilum. Þessi þróun verður að snúa við ég held við verðum að einfalda þjóðfélagsuppbygg- inguna. Það væri hægt að hafa mörg orð um þetta, en við þurfum ekki annað en að líta á tryggingarkerfið, heil- brigðiskerfið, skattakerfið, innflutningskerfið og fleira og fleira til að sjá, að þetta er orðið alltof flókið og viða- mikið fyrir ekki stærra þjóð- félag. Við verðum að einfalda gjaldtöku til ríkissjóðs, við verðum að einfalda samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og koma meiri ábyrgð til sveit- arfélaganna sjálfra, sveitar- stjórnarmanna, sem í raun standa miklu nær hinum al- menna borgara og fylgjast því miklu betur með þörfum hans á hverjum tíma, ekki síst hinum staðbundnu þörfum, heldur en ríkisvald- ið. Því er svo komið í dag, að stór hluti þess starfs sem fer fram í hverri sveitarstjórnar- skrifstofu fer í það að ganga frá samskiptum milli ríkis og sveitarfélaga. Sjávarútvegurinn er undirstaðan En við megum ekki gleyma undirstöðuatvinnuvegunum, útgerðinni og fiskiðnaðinum. Við skulum gera okkur grein fyrir því að við stöndum í mjög harðnandi samkeppni á útflutningsmörkuðum okk- ar og þar má nefna Kanada- menn og Norðmenn. Norðmenn t.d. eru farnir að nota olíugróðann sinn til þess að styrkja útveginn og er talið, að þeir styrki útveg- inn og fiskiðnaðinn í Noregi núna allt að 40% af aflaverð- mæti. Því er augljóst, að barátta okkar á mörkuðum verður erfið við þessi skil- yrði. Við búum við hækkandi olíuverð í hlutfalli við afla- verðmæti og miðum fyrst og fremst við það, að aðrar at- vinnugreinar og þjóðin reyndar í heild lifi á fisk- iðnaði. Þess vegna held ég, að við verðum að einbeita okkur að enn meiri vöruvöndun í fisk- iðnaði heldur en þó hefur verið. Við verðum enn að auka vinnslumöguleika sjá- varafla hér heima og á þann hátt að reyna að standa vörð um hið góða nafn, sem er á íslenskum sjávarafurðum er- lendis. Það er augljóst mál, að endalaust verður ekki hægt að millifæra frá útvegi og fiskiðnaði til annarra þátta í þjóðfélaginu og það er aug- ljóst mál, að endalaust verð- ur ekki tekinn afli úr sjó. íslenskir fiskifræðingar hafa getið sér gott orð og íslenskir stjómmálamenn á seinni árum reynt að færa sér þekk- ingu þeirra í nyt, t.d. við takmörkun á veiðum til þess .að tryggja veiðistofnana. Þá skulum við ekki gleyma því, að nú eru veiðitækin miklu mun afkastameiri en voru fyrir örfáum árum og við verðum þess vegna, um leið og afli verður takmarkaðri vegna hættu á ofveiði, að tryggja fullnýtingu þess afla sem á land berst. Glæpastarfsemi Fyrir nokkru var frá því sagt í blöðum, að gert hafi verið upptækt hálft tonn af svínakjöti í skipi sem kom frá útlöndum og átti að smygla þessu inn í Iandið. í gær skýrir Þjóðviljinn svo frá að í einni verslun í Reykjavík hafi verið gerður upptækur smyglvarningur, sem þar var til sölu. Það sem fannst í 'versluninni af ólöglega inn- fluttum varningi var 112 kg. af nautakjöti, 61 kíló af öndum, 52 kg. af kalkún, 5 kg. af spægipylsu og 2 kg. af skinku. Ekki var innflutning- urinn falinn betur en svo að matvaran var í erlendum um- búðum. Kannski það geri hana girnilegri í augum kaup- enda? Smyglað kjöt fannst í fleiri verslunum og gefa kaupmenn þá skýringu að einhverjir menn hafi bankað upp á hjá þeim og boðið ólöglegan varning til sölu og þeir tekið við honum. Nú munu vera um 2 tonn af smygluðu kjöti hjá tollgæslunni, sem tekið hefur verið úr verslunum í Reykjavík. Auk þess að vera brot á tollalögum er innflutningur á hráu kjöti bannaður, og hefur verið lengi af heilbrigðisástæðum. Það er harðbannað að flytja hrátt kjöt til landsins vegna hættu á gin- og klaufaveiki. Það er undarleg andskot- ans ónáttúra hjá þeim sem smygla, versla með og kaupa smyglað kjöt, að halda að allt sé betra sem frá útlandinu kemur. Þau lögbrot sem kaupmenn gera sig seka um með þessu athæfi eru mjög alvarleg, því að minnsta kosti þeir hljóta að vita hvers kon- ar athæfi þeir eru að fremja. Ef þeim er ekki kunnugt um tollalöggjöf og þau lög sem sett eru til varnar heilbrigði manna og búfjár er bágt að sjá hvemig hægt er að veita þeim leyfi til að versla með matvöru. Gin- og klaufaveiki hefur aldrei borist til fslands en mönnum ætti að vera kunn- ugt af fréttum hvílíkur vá- gestur hún er í landbúnaðar- löndum og er skemmst að minnast þeirra erfiðleika sem Danir eiga í vegna þessa skæða búfjársjúkdóms. Það mætti ætla að á íslandi lifðu menn við sult og seyru og að standa þurfi að grófum lögbrotum til að verða sér úti um ætan bita. En því er ekki að heilsa sem betur fer, og eru einhverjar aðrar hvatir sem liggja að baki því að menn Ieggist í glæpastarfsemi til að versla með og éta útlent kjöt. En óttaleg nesjamennska er það að halda ávallt að allt sé svo miklu betra sem kemur erlendis frá en það sem fram- leitt er í landinu. OÓ starkadur skrifar ■ BORGARLÆKNIR hefur vakið athygli á því í grein, sem hann ritar í Sveitastjórnarmál, hversu mjög kostnaður við sjúkrahús borgarinnar hefur aukist á undanförnum árum. Fram kemur hjá borgarlækni, að miðað við fast verðlag hefur þessi kostnaður aukist á rúmum áratug um 164%, en á sama tíma hefur legudögum Reykvíkinga á helstu sjúkrastofn- unum borgarinnar fjölgað um aðeins 38%. Þessi mikla kostnaðaraukning er þess vegna ekki tilkomin vegna fjölgunar sjúklinga, heldur af öðrum orsökum. Það er kerfið sjálft sem er alltaf að verða dýrara og dýrara. Þannig mun meginskýring- in á þessum stóraukna kostnaði vera að sögn borgarlæknis starfsmannafjölgun, einkum vegna þess að breyttir kjarasamn- ingar starfsfólks hafí krafist fleira starfsfólks og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Sé þetta orðað með öðrum hætti, þá virðist mestur hluti þessa kostnaðarauka ekki tilkominn vegna sjúklinganna heldur starfsfólksins. Þcssar upplýsingar um stórhækkun sjúkrahússkostnaðar hljóta að vekja til umhugsunar um útþenslu heilbrigðiskerfis- ins, sem tekur sífellt meira Ijármagn til sín. Er þessi útþensla og kostnaðarbylgja nauðsynleg, eða er hægt að hamla þama Utþensla kerfisins á móti án þess að draga nokkuð úr nauðsynlegri þjónustu við sjúklinga? Óneitanlega era margir, sem telja að svo sé - að það sé hægt að einfalda kerflð án þess að það komi á nokkurn hátt niður á sjúkiingunum. A því hefur hins vegar ekki verið gerð nægiieg athugun. í grein borgarlæknis kemur m.a. fram, að á áðurnefndu tímabili, rúmum áratug, fjölgaði legudögum á helstu sjúkra- stofnunum í Reykjavík um 32%. A sama tíma fjölgaði hins vegar unnum ársverkum við sjúkrahús og aðrar heilbirgðis- stofnanir í landinu um 84%. Fjölgun starfsfólks er því hátt í þrcföld fjölgun legudaga. Hér er sýnilegt að kerfið þenur sig út langt umfram það sem eðlilegt má teljast. Það fer ekki á milli mála að íslenska þjóðin þarf að gæta mun betur að því á komandi árum en oft áður, hvernig hún ver fjármunum sínum. Þjóðartekjur minnkuðu í fyrra og sú þróun heldur áfram nú á þessu ári. Það hefur verið landlægt hjá íslendingum að eyða fjármunum sínum jafn óðum í stað þess að safna í góðæri til mögru áranna, og þess vegna þolum við verr skyndilegan samdrátt í tekjum en elia. Þetta varð auðvitað átakanlegast á tímum viðreisnarstjórnarinnar 1967- 1968, þegar kom til fjöldaatvinnuleysis í iandinu. Sem betur fer hefur enn tekist að koma í veg fyrir slíkt, nú síðast með fyrirgreiðslu við útgerðina í landinu. En það eru auðvitað bráðabirgðaaðgerðir, og taka þarf á málunum af festu og framsýni strax að kosningum loknum ef tryggja á áfram fulla atvinnu. Þegar samdráttur verður áttar fólk sig oft betur á gildi peninganna og nauðsyn þess að ígrunda vel hvernig fjármagn- inu er varið. Þetta á ekki síður við um fjármagn hins opinbera en annað, og í því efni þarf auðvitað að skoða alla þá þætti ríkisgeirans, þar sem Ijóslega virðist vera um óþarfa útþensiu að ræða. I opinberri stjórnsýslu verður að hafa það að lciðarljósi að veita borgurunum nauðsynlega þjónustu um ieið og lögö er áhersla á að nýta peninga skattborgaranna sem best. Slíkt gerist ekki án aðhalds, því það er eðli stórra stofnana, hvort sem þær eru á vegum opinberra aðila eða annarra, að þenjast út af sjálfu sér án þess að cnúilega þurfí að koma betri þjónusta í staðinn. Þess vegna er stöðug skoðun á rekstrinum og aðhald nauðsynlegt, og á það jafnt við um sjúkrahúsarekstur sem annað. -Starkaður

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.