Tíminn - 08.04.1983, Page 9

Tíminn - 08.04.1983, Page 9
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 á vettvangi dagsins Haraldur Ölafsson: HVAÐ TEKUR VK>? ■ Kosningabaráttan er að komast á lokastig. Ekki verður sagt með sanni, að hún hafi einkennzt af glæsilegum mál- flutningi eða tilþrifum. Samt sem áður eru þessar kosningar eins og aliar kosn- ingar í lyðræðisríki þýðingarmiklar, og áríðandi að allir, sem rétt hafa á að velja fulltrúa á alþingi, komi á kjörstað og neyti kosningaréttarins. Margtuggin er sú staðhæfing, að þjóð sitji uppi með þá ríkisstjórn, sem hún áskilið. Viðverðum að gera okkur Ijóst, að um leið og við kjósum þingmann erum við einnig að kjósa ríkisstjórn. Stjórnin, sem tekur við af þessari, verður mynduð á grund- velli kosningaúrslitanna. Jafnvel þótt viðræður fari fram fyrir kosningar um hugsanlegt stjórnarsamstarf, þá geta kjósendur kollvarpað öllum slíkum fyrir- ætlunum með því að kjósa öðru vísi en flestir bjuggusts við. Venjulega er það sá flokkur, sem mest vinnur á sem hefur stjórnarforystu eftir kosningar. Ekki er þetta þó algild regla og ýmsar undan- tekningar frá henni. Kosningasigur Sjálf- stæðisflokksins 1974 gerði óhjákvæmi- legt annað en flokkurinn fengi forsætis- ráðherraembættið. Hins vegar æxlaðist það svo eftir ósigur Framsóknarflokksins 1978, að honum var falin forysta í ríkisstjórn. Sögulegar sættir og „þjóð- frelsismálin” Ég er oft spurður að því, bæði á vinnustaðafundum og annars staðar, hvers konar stjórn verði mynduð eftir aprílkosningarnar. Þessu verður ekki svarað fyrr en að kosningum loknum. Ég tel, að úrslit kosninganna muni algerlega ráða því hvaða flokkar taka sig saman um að stjórna landinu. Auðvitað er flokkum misjafnlega gefið um að vinna með einstökum öðrum flokkum, en stundum brýtur nauðsyn lög og ótrúleg- ustu stjórnarmynstur verða til. Enn sem komið er hafa alþýðuflokksmenn einnir, eða a.m.k. sumir þeirra borið fram þá bæn til sjálfstæðismanna, að fá að mynda með þeim viðreisnarstjórn. Viðreisnar- stjórnin sáluga hafði nær því gengið að Alþýðuflokknum dauðum, og einhvern veginn skilur maður ekki þessa þrá, að vekja upp draug og senda hann á sjálfan sig. Enginn vafi leikur á því, að innan Sjálfstæðisflokksins eru öfl, sem líta hýru auga til samstarfs við Alþýðu- bandalagið. Hugmyndin um hinar „sögulegu sættir", þ.e. að vekja upp nýsköpunarstjórnina, á sér ýmsa for- mælendur þar í flokki. Það sem einkum hefur komið í veg fyrir að sá draugur væri vakinn upp, er mismunandi afstaða- til Keflavíkurstöðvarinnar. Nú ætti hún ekki lengur að standa í veginum. Al- þýðubandalagið hefur verið í ríkisstjórn í átta ár síðan 1971, án þess að hrófla við nokkrum sköpuðum hlut í Keflavík. Þjóðviljinn hefur fengið að birta hat- ursáróður um Bandaríkin dag eftir dag og tekizt, sem betur fer, að gera lesendur sína algerlega ónæma fyrir honum. Og þótt Kúbu sé oft að góðu getið í því blaði, þá eru ekki einu sinni hörðustu mussukommar svo skyni skroppnir að láta sér detta í hug, að hið fagra land framtíðarinnar geti risið á grundvelli haturs og heilaþvottar á þessari sólskins- eyju. Alþýðubandalaginu hefur tekizt að verða að viðundri í því, sem það kallar „þjóðfrelsismálin". Eftir að hafa reynt að einoka eðlileg viðbrögð íslenzku þjóðar- innar gegn erlendum herstöðvum í land- inu og saka aðra flokka, og alla, sem ekki hafa viljað taka undir hvers kyns uppákomur flokksins á undanförnum áratugum, um landráð og svik við ís- lenzka menningu, þá er útkoman sú, að rétt um hundrað manns koma að boði „herstöðvaandstæðinga" niður að al- þingishúsi hinn 30. marz sl. til að mót- mæla erlendum herstöðvum. Ömurlegra dæmi um gjaldþrot Alþýðubandalagsins í utanríkismálum er ekki hægt að hugsa sér. Þessi flokkur virðist hafa valið sér það hlutskipti að segja alltaf nei, án tillits til þjóðarhagsmuna hverju sinni. Hann hélt mótmælafund þegar fullnaðarsigur vannst í landhelgisdeilunni með Oslóarsamningnum. Og þegar Ólafur Jóhannesson gerði einhvern bezta samning, sent íslendingar hafa gert við aðra þjóð unt langan aldur, Jan Mayen-samninginn við Norðmenn, reyndu nokkrir Alþýðubandalagsmenn að slá sig til riddara á því að segja nei. Þá gripu þó. skynsamir menn innan flokksins í taumana, og farið var að öllu með gát, þótt flestir þingmenn flokksins létu undan miklum þrýstingi og greiddu atkvæði gegn samningnum. Það liggur í augum uppi, að hvað málefni varðar þá geta sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmcnn myndað ný- sköpunarstjórn, en hins vegar er trúlegt, að kjósendur flokkanna séu ekki ýkja hrifnir af þess konar samstarfi. En hvcr veit nema við sitjum uppi með stjórn, þar sem annar aðilinn sér um ríkisfor- sjána í félags- og tryggingaráðuneytun- um, en hinn fær að raskazt mcð mennta- málin eftir langa fjarveru, og svo auðvit- að utanríkismálin. Stefnumálin ráða En auðvitað eru þetta vangaveltur einar. Auðvitað ráða úrslit kosninganna stjómarmynstrinu. Það er afar ólíklegt að auðvelt reynist að mynda stjórn eftir aprílkosningarnar ef aðrar kosningar eiga að vera um mitt sumar. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens getur setið sem bráðabirgðastjórn fram yfir síðari kosn- ingarnar, þótt ekki sé það góður kostur. En ólíklegt þykir mér, að nokkrir tlokk- ar bindi sig milli kosninganna. Þá er sennilegast, að annað hvort sitji Gunnar áfram, eða þá, að einhver flokkurinn fórni sér og myndi minnihlutastjórn, cr sitji aðeins í nokkrar vikur. ' Sú spurning,sem við framsóknarmenn verðumað svara er sú, hvaða stjórnar- mynstur við teljum æskilegast að kosn- ingum loknum. Við höfum á undanförn- unt árum unnið með öllum flokkum, sem átt hafa fulltrúa á þingi. Stjórnar- samstarfið við sjálfstæðismenn 1974-78 varð flokknum ekki hagstætt, enda þótt margt hafi vel tekizt þá. Framsóknar- menn og sjálfstæðismenn eru miklir andstæðingar í stjórnmálum. Mörgpólit- ísk grundvallaratriði valda því. En þessir stærstu flokkar landsins hafa þó hvað eftir annað unnið saman og sýnt meiri ábyrgð- artilfinningu en hinir minni flokkar, sem stundum hugsa fremur um kjósendafylgi en þjóðarhag. Framsóknarmenn munu á þessu ári, eins og áður, meta á hvern hátt þeir geti bezt unnið að sínum stefnumálum og hafna stjórnarsamstarfi eða taka þátt í því á þeim grundvelli. Við munum ekki hvika frá þeirri stefnu, að barizt skuli gegn verðbólgunni af fullum krafti; að komið verði á jafnvægi í peningamálum og gengismál- um; að jafnrétti allra manna verði tryggt, og þeir sem þurfandi eru fái aðstoð; að fjölskyldan verði efld og viðurkennt hið mikilvæga hlutverk hennar í sambandi við uppeldi þjóðarinnar; að atvinnu- vegirnir beri sig og þannig verði komið í veg fyrir atvinnuleysi; að friðarviðleitni verði eitt meginhlutverk okkar í utanrík- ismálum; að menntastofnanir þjóðarinn- ar verði efldar og stuðlað að blómlegu menmngarlífi; að nauðsynlcgar stjórn- kerfisbrcytingar verði gerðar til að auka eftirlitshlutverk alþingis. Við viljum gott þjóðfélag í góðu landi, þar sem samvinna helzt í hendur við einkaframtak, og öryggi og ábyrgð fara saman. 5. Össur Guðbjartsson 3. Magnús Reýnir Guðmundsson 4. Magdalena Sigurðardóttir 1. Steingrímur Hermannsson 2. Ólafur Þ. Þórðarson FRAMBOÐSLISTI FRAMSÓKN- ARMANNA Á VESTFJÖRÐUM ■ Framboðslisti framsóknarmanna á Vestfjörðum var að fullu frágenginn á aukakjördæmisþingi á ísafirði hinn 4. mars s.l. Varðandi efstu sæti listans var farið eftir úrslitum skoðanakönnunar sem fram fór í kjördæminu nema hvað 6. Karl Loftsson 7. Magnús Björnsson 1. Steingrímur Hermannsson, ráð- herra, Garðabæ. 2. Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismað- ur, Kópavogi. 3. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari ísafirði 8. Benedikt Kristjánsson Gunnlaugur Finnsson fyrrverandi al- þingismaður, óskaði eftir að taka ekki sæti á listanum, en hann hlaut 3. sætið í skoðanakönnuninni. Framboðslistinn er þannig skipaður: 9. Sigurgeir Magnússon 10. Guðmundur Ingi Kristjánsson 4. Magdalena Sigurðardóttir, hús- móðir, ísafirði. 5. Össur Guðbjartsson, bóndi, Lága- núpi. 6. Karl Loftsson, Hólmavík. 7. Magnús Björnsson, Bíldudal. 8. Benedikt Kristjánsson, Bolungar- vík. 9. Sigurgeir Magnússon, Patreksfirði 10. Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.