Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 08.04.1983, Qupperneq 12
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 ■ Félagsstarf eldri borgara á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur er nú rekið á 4 stöðum í höfuðborginni. Mið- stöð félagsstarfsins er í Noröur- brún 1, en það hús var tekið í notkun árið 1972 og hefur verið rekiö þar tjölbreytt félagsstarf síðan með opnu húsi, spila- dögum, margvíslegri handa- vinnu, leirkerasmíð, málun, enskukennslu, smíði, hársnyrt- ingu, fótsnyrtingu o.fl. Enn fremur er nú rekið starf fyrir Reykvíkinga 67 ára og eldri í Lönguhlíð 3. Furugerði I og í Oddfellow-húsinu við Vonarstrœti. í vetur komu góðir gestir í heimsókn í öll hús Félagsmála- stofnunar, þar sem rekið er starf fyrir aldraða, í þjónustuíbúðir við Dalbraut, Lönguhlíð 3, Droplaugarstaði og Norðurbrún 1. Voru hcr á ferð stjórn og ellimálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavík. en þær hafa að undanförnu farið stað úr stað í Reykjavík, þar sem aldnir hafa búið eða komið saman, t.d. vistheimilin á Grund, Hrafnistu og einn- ig í Hafnarbúðir. Hafa þærhaldið kvöld- vökur á þessum stöðum, séð um alla dagskrá upp á eigin spýtur við mikinn fögnuð og þakklæti fjölda áheyrenda. Pegar kvöldvökur voru haldnar á Droplaugarstöðum og Furugerði 1, af- henti formaður Bandalagsins, frú Unnur S. Ágústsdóttir, félagsstarfinu að gjöf vönduð píanó, scm vígð voru á báðttm þcssum stöðum við hátíðlega athöfn. Á Droplaugarstöðum vígði magister Björn Bjarnason píanóið, en hann er þar vistmaður. Hann spilaði verk eftir bæði Chopin og Liszt nótnalaust við mikinn fögnuð áheyrenda. Nýlega gaf Húsmæðrafélag Reykja- víkur, sem er citt af aðildarfélögum Bandalagsins, Droplaugarstöðum 10 fótanuddtæki og Soroptimistaklúbbur Árbæjar gaf heimilinu veglega bókar- gjöf. Á vistheimilinu Droplaugarstöðum dveljast nú 68 vistmenn og hjúkrunar- sjúklingar og tæplega 90 manns búa í Furugerði 1, en þar er jafnan rekið þróttmikið félagsstarf og öldrunarþjón- usta, sem borgarbúar geta nýtt sér. Ekkert hljóðfæri hefur verið til á þessum stöðum og komu því gjafir þessar í góðar þarfir. Vetrarstarfi eldri borgara fer nú senn að ljúka á þessum vetri og tekur þá sumardagskráin við. Ákveðið hefur ver- ið að eldri borgarar eigi kost á orlofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði í sumar, einnig á 3 utanlandsferðum, 3 daga ferð að Egilsstöðum og Eiðum, 2 daga ferð á Snæfellsnes og að Skólaskóla ásamt mörgum dagsferðum. ■ í marsmánuði s.l. gerðist það á eyjunni Sýrakúsu að upplýst var í sjónvarpsfréttum að 5 manns hefðu látist eftir að taka inn verkjalyfið Zomax. Nokkru seinna var lyfið tekið af markaði, þó að ekki hafi verið óyggjandi sannað að mennirnir hafi látist af því <tð taka lyfið. Lyfjafram- leiðandinn, scnt er dcild í Johnson & Johnson fyrirtækinu haíði haft íhyggju áöur en þessar fréttir bárust að setja bctri aðvaranir á lyfið. Á það átti að setjasérstakar aðvaranir til þcirra, sem hefðu ofnæmi fyrir aspirini eða öðrum Verkjalyf tekin af markadi erlendis ■ Stjóm bandalags kvenna í Reykjavík. Fremst situr Unnur S. Ágústsdóttir, en standandi eru frá h. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Svanlaug A. Árnadóttir, Sigrún Sturludóttir, og Vigdís Kinarsdóttir. meðölum, semefnafræðilegaværu líkt saman sett og Zomax. Zomax er notað við verkjum og sérstaklcga til að minnka liðagigtarbólgu. Forsvars- tnenn fyrirtækisins sögðu dánartöluna ekki óeðlilcga háa, en tóku þó lyfið af markaði á meðan cndurskoðun á því fer fram. Þeir gáfu þær upplýsingar að líklega heföi 11 manns í Bandaríkjun- um látist vegna þcss að taka það inn, en þar hefðu urn 15 milljónir manna notað lyftð, síðan það var sett á markað í nóventber 1980. Fleiri lyf en Zomax hafa nýlega verið tekin af markaði vegna hættu á dauðsföllum, t.d. lyfið Oraflex, sem cinnig vargefið við bólgum. Áður en lyf eru sett á markað eru gerðar tilraunir með þau á 500-3000 einstaklingum. Þessi fjöldi getur þó verið ónógur til þess að í honum komi fram óalgeng en alvarleg aukaáhrif, þó að hann gcti sýnt ýmis hagstæð áhrif af lyfinu. Ef lyfið Zomax hefur valdið dauða 11 eða 12 Bandáríkjamanna af 15 ntilljónum, sem hafa tekið það er augljóst að mjög erfitt er að fínna slíka hættu fyrirfram. Það getur oft verið erfitt að sanna að slæmt ofnæmistilfelli stafi af lyfi, sem sjúklingur hefur tekið. Þeir sem taka nteðul eru yfirleitt veikir fyrir að taka ef til vill fleiri en eitt meðal. Margir sjúklingar telja líka að óhugsandi sé að vanlíðan geti stafað af lyfi', sem hefur verið sent á markað. Ekkert lyf er algjörlega hættulaust. Pencillin, t.d. sem hefur orðið til björgunar fleiri mannslífa en flest önnur lyf, veldur á hverju ári dauða 300 manna í Bandaríkjunum. Einn einstaklingur þolir ekki það, sem annar þoiir og því verður ofnæmis- gjarnt fólk sérstaklega að sýna aðgát við lyfja töku, og taka alls ekki lyf, sem hafa valdið því útbrotum eða öðrum ofnæmiseinkennum. Lyfin Zomaz og Oraflex hafa ekki verið seld hér á landi skv. upplýsingum Lyfjaeftirlits ríkisins. — er að koma í verslanir ■ Nú er íslenska grænmetið að byrja að koma á markaðinn. Agúrkur komu á markað fyrir páska og í gær lækkaði heildsöluverð á þeim úr 70 kr. í 50 kr. Salat er komið á markað og steinselja, radísur og paprika er rétt að byrja að koma. Salatið kostar í heildsölu ca. 14 kr. stk. og steinselja kostar 9 kr. búntið, radísur 9 kr. búntið og paprika kostar 108 kr. kg. Einnig er á markaðnum útlend paprika, en hún er dýrari en sú íslenska. fslenskir tómatar koma ekki strax á markað, sennilega ekki fyrr en í maí, en þó fer það eftir veðráttu. Það flýtir fyrir vexti þeirra, ef veður verður bjart. Fyrrgreindar upplýsingar fékk ég hjá Níelsi Marteinssyni, sölustjóra hjá sölufélagi garðyrkjumanna. AKB Bjöm Bjarnason vígir nýja píanóið. Félagsstarf aldraðra í borginni: ar gjafir íslenska grænmetid

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.