Tíminn - 08.04.1983, Síða 20

Tíminn - 08.04.1983, Síða 20
V Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niöurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ÁRMULA3 SIMI 81411 % 'J abriel rHÖGGDEVFAR u , y 3rsh I uti r sími365io. Bændur fengu 5 lítra af gasolíu fyrir mjólkurlítrann við upphaf olíukreppu: FA Nl) 1.5 LÍTRA AF OLÍU FYRIR HVERN MJÓLKURLÍTRA ■ Við upphaf hinnar svonefndu olíukrcppu gátu bændur fengið 5 lítra af gasolíu fyrir hvern mjólk- urlítra, en á s.l. hausti aðeins liðlega 1,5 lítra af olíu fyrir mjólkurlítrann. Raunverulegt verð gasolíu hefur því liðlega þrefaldast á þessu tímabili. Jafn- framt hefur hlutur útgjalda vegna orkukaupa í framleiðslu- kostnaði - bensín, gasolía og rafmagn - tvöfaldast á þessu sama tímabili og er þá ekki tniðað við aukna orkunotkun. Þessi beini orkukostnaður var um 7% af framleiðslukostnaðin- um árið 1981. Framangreint kom m.a. fram í erindi Bjarna Guðmundssonar, deildarstjóra á Bændaskólanum á Hvanneyri á ráðstefnu sem haldin var í gær um „Orkunotk- un og orkusparnað t landhúnaði" af orkusparnaðarnefnd iðnaðar- ráðuneytisins, landbúnaðar- ráðuneytinu og Búnaðarfélagi íslands. Bjarni gat þess að orku- málum íslcnsks landbúnaðar hafi lítið verið sinnt, þótt al- menn umræða um orkumál hafi verið lífleg hin síðari árin. Beina orkunotkun við hefðbundinn búrekstur (þ.e. þrjá framan- greinda liði) segir Bjarni talda um eða innan við 2% af allri orkunotkun landsmanna. Tekið skal fram að þá er ekki átt við einkanotkun til sveita, svo sem húsahitun. Um Va hlutar þessarar orku er innflutt éldsneyti, þ.e. olíur á aflvélar. „Þetta segir nokkuð um það hve viðkvæmur landbúnaður okkar er gagnvart röskun olíuviðskipta. Meðalolíubirgðir íslcndinga árin 1980-81 jafngiltu 66 daga notkun. En Norrænu bændasamtökin hafa lagt til að bændur eigi jafnan til tveggja ára forða af eldsneyti. Nauðsynlegt er því að* kanna, hvernig auka megi viðbúnað í orkumálum landbúnaðarins með innflutt ■ Frá ráðstefnu þeirri um „Orkunotkun og orkusparnað í landbúnaði“, sem haldin var í Reykjavík í gær á vegum orkusparnaðarnefndar, landbúnaðarráðuneytisins og Búnaðarfélags íslands. Tímamynd Árni Sæberg. eldsneyti í huga“, sagði Bjarni. Ótrygga og takmarkaða raf- orku hvað hann og valda erfið- leikum við búskap í mörgum sveitum, þannig að þar þurfi einnig að hafa nokkurn viðbún- að. í því skyni hafi bændur þegar aflað sér varaaflsstöðvar til raf- orkuvinnslu. Bjarni kvað dreifikerfi raforku um landið líka víða hafa sett bændum mikil takmörk um notk- - un rafmagns við búrekstur. Vissulega kvað hann þörf á að spara raforku, en víða þyrfti líka að beita rafmagni mun meir. Það geti bæði létt vinnu og sparað olíukaup. Þar nefndi hann sem dæmi, raflýsingu í gripahúsum sem víða sé mjög léleg, rafknúin hjálpartæki við fóðrun, rafmagn til súgþurrkunar, sem beinlínis spari vinnu við heysnúning og rakstur, svo og flutninga heima við gripahús, útmokstur á búfjár- áburði og fleira. -HEI „VARLA FREKARI LAGLAUNA- BÆTUR FYRIR K0SNINGAR” — segir Þröstur Ólafsson, aðstodarmaður fjármálarádherra ■ „Ég geri síður ráð fyrir því að greiddar verði út frekari lág- launabætur fyrir kosningar,“ svaraði Þröstur Olafsson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra m.a. spurður hvenær vænta mætti að 2. áfangi láglaunabót- anna - seni rætt hafði verið um að greiða út í mars - kæmi til greiðslu og hvort það yrði kannski ekki fyrir kosningar. En samkvæmt reglugerðinni sem gefin var út í dcsember voru þá grciddir 55/i#n hlutar af bótunum og rætt um að næstu áfangar yrðu greiddir í marS s.l. og júnímánuði n.k. - Upphaflega var fyrirhugað að gera það. En síðan breyttist þetta töluvert með þeirri óá- nægju sem kom í Ijós, þannig að menn gáfu sér ansi góðan tíma til að skoða málin. Ég geri því ekki ráð fyrir að greiðslum verði haldið áfram alveg á næstunni. - Er kannski hætt við þetta allt saman? - Nei, það er ekki hætt við þctta mál. Hinsvegarerákaflega erfitt að fá menn saman til skrafs og ráðagerða núna rétt áður en stjórnin fer frá, þannig að ég geri ekki ráð fyrir að neitt samkomu- lag náist, eða að farið verði að vinna í þessu máli frekar fyrir kosningar. Aðspurður kvað Þröstur ekki samkomulag um að nota áfram þá reglugerð sem bætur voru greiddar eftir í desember með þeim breytingum sem á henni voru gerðar í marsmánuði s.l. Fjáröflun í þessu skyni svo og annarra efnahagsaðgerða var lokið í endaðan febrúar s.l., en áætlað var að alls færu 180 millj- ónir króna til greiðslu láglauna- bótanna. Af þeirri upphæð voru 55 milljónir greiddar í desember og tæpar 23 milljónir króna í viðbótargreiðslum í mars s.l. Þröstur var spurður hvort ný ríkisstjórn eftir kosningar geti kannski alveg hætt við frekari bótagrciðslur. - Ég geri ráð fyrir því, að ef ný ríkisstjórn vill hætta við þetta mál - eins og ýmiss fleiri - að þá gæti hún gert það. Þetta eru bara ákvæði í fjárlögum um að þarna séu peningar til efnahagsaðgerða upp á svo og svo m.ikla upphæð. En þá peninga mætti nota til ýmissa annarra hluta, eða láta þá bíða ef menn vilja það. -HEI dropar Sautján DONG ■ Tveir ónafngreindir mekt- armcnn, sem báðir eru látnir fyrir all löngu, voru kunnir af kvennafarssögum sínum, logn- um eða sönnum. Eitt sinn hitt- ust þeir efst við Bankastræti, stöidruðu við um stund og skiptust á afrckssögum af kvennmálum. Ekki leið á löngu þar til þeir voru famir að metast um hvor væri meiri kvennamaður og stefndi í illdeilur þar um. Hvor- ugur kærði sig um slagsmál svo að áður en til handalögmála kom ákváðu þeir að gera á því könnun hvor hefði átt vingott við fleiri konur. Gengu þeir niður á Hótel Borg, en þar voru þeir báðir fastagestir í hádeginu, og ef á veginum urðu konur sem þeir höfðu kynnst náið, átti annar að kalla DING en hinn DONG. Enginn úrskurður lá fyrir þegar komið var að dyrum veitingahússins, staðan var 15- 15. Koma þá ekki út eiginkona og stálpuð dóttir annars mekt- armannsins, sem að sjálfsögðu verður mjög kátur og kallar: DING, og lítur á kunningja sinn með sigurbros á vör. Kunninginn lítur á mæðgurn- ar, kinkar til þeirra kolli kunn- uglega, og segir siðan stundar- hátt: “DONG DONG - ég vann 17-16.“ Kosið á Litla-Hrauni ■ Skoðanakönnun var fram- kvæmd á Litla-Hrauni á dög- unum og tóku þátt í henni bæði starfsmenn hæiisins og fang- 1 1 XII lil ;i 11 arnir. Niðurstöður urðu á þá leið að A-lista kusu 3 starfs- menn og 1 fangi. B-lista kusu 4 starfsmenn og 2 fangar. C-lista kusu 8 starfsmenn og 11 fangar. D-lista kusu 12 starfs- menn og 10 fangar. G-lista kusu 4 starfsmenn og 11 fangar. V-lista kaus enginn starfsmanna, en 2 fangar. Loks fékk Fylkingin eitt atkvæði og einn seðill var auður. Samanlagt fær því A-listi 4 atkvæði eða 6%, B-listi 6 at- kvæði eða 8%, C-listi 19 at- kvæði eða 27%, D-listi 22 atkvæði eða 31%, G-listi 15 atkvæði eða 21%, V-listi 2 atkvæði eða 3% og Fylkingin 1 atkvæði eða 1.5%. Athygli vekur að D-listinn á áþekku fylgi að fagna utan klefadyranna og innan, en G- listi og C-listi einkum innan- dyra. Krummi ... ...sér að á Litla-Hrauni eiga þeir Svavar og Vilmundur fylgi sem ekki hleypur burtu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.