Tíminn - 12.04.1983, Síða 1
Umsjón: Samúel
örn Erlingsson
Franska liðið Lens á höttunum
eftir Atla Eövaldssyni:
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Framkvæmdastjóri og þjálfari
franska fyrstu deildar liðsins Lens, sem
Teitur Þórðarson leikur með í Frakk-
landi komu gagngert um síðustu helgi til
Diisseldorf til að sjá Atla Eðvaldsson
leika með Dusseldorf gegn Schalke 04 í
Bundeslígunni. Laugardagskvöldinu
eyddu þeir félagar á Inter Conti hótelinu
í Dússeldorf, en franska liðið, sem nú er
í fimmta sæti í frönsku deildinni mun
sækja stíft að fá Atla til liðs við sig.
Samningur Atla Eðvaldssonar við
Fortuna Dússeldorf rennur út í vor.
Fortuna Dússeldorf vill ógjarnan missa
Atla, heldur framlengja við hann samn-
inginn, en nú er óvíst hvað gerist, þegar
Lens er komið í spilið. Teitur Þórðarson
hefur leikið með Lens nú í tvö keppnis-
tímabil, en hann hefur verið meiddur
lengst af í vetur, verið að jafna sig eftir
uppskurð í nára sem gerður var rétt fyrir
jól. Hvort Atli á að taka stöðu Teits er
ekki vitað, en þeir leika sömu stöðu á
vellinum, og virðist það því líklegt.
MÓ/SÖE
völd á vellinum framan af, léku enda
góðan handknattleik og þær íslensku
áttu ekkert svar við hröðum klippingum
og vel útfærðum hraðaupphlaupum
dönsku stúíknanna. Eftir að staðan hafði
verið 14-6 í hálfieik þeim dönsku í hag,
var nokkurt jafnvægi í leiknum og úrslit-
in urðu 25-15.
íslenskur kvennahandknattleikur á
greinilega nokkuð langt í land með að
komast á sama pian Og sá danski. Danir
hafa, eins og reyndar í karlahandknatt-
leik, mun betri boltameðferð, og þar
leikur enginn í landsliði nema kunna að
reka bolta, eitthvað sem virðist skolast
til í unglingaþjálfuninni hér. Dönsku
stúlkurnar virtust einnig vera betur þjálf-
aðar, sterkari og fljótari en margar
okkar stúlkna. Þó eru fáeinar okkar
stúlkna sem mundu sóma sér vel í liði af
sama styrkleika og það danska, þá ber
sérstaklega að nefna markvörðinn Jó-
hönnu Pálsdóttur, sem sýndi og sannaði
í þessum tveimur leikjum um helgina að
hún er markvörður mjög góður á al-
þjóðamælikvarða. Pá má nefna Erlu
Rafnsdóttur sem er mjög góð í vörn, á
línunni og í hraðaupphlaupum, og
Guðríði Guðjónsdóttur sem er mjög
sterk, þó hún ætti til að vera dálítið
mistæk um helgina. En íslenska liðið á
framtíðina fyrir sér, og verði haldið rétt
á málum þá ættum við að geta sigrað
■ Dönsku stúlkurnar voru mun sterkari en þær íslensku í landsicikjunum um
helgina. Þær íslensku voru hálfhnoðaðar í dönsku vörninni. Ttmamynd: Róbert
Dani innan fárra ára, þar eð við eigum
mikið af efnilegum stúlkum af yngri
kynslóðinni.
Jóhanna Pálsdóttir markvörður var
best íslensku stúlknanna í leiknum á
Varmá, sem og reyndar daginn áður í
Hafnarfirði. Erla Rafnsdóttir stóð fyrir
sínu, svo og Guðríður Guðjónsdóttir.
Birte Carlsen var aftur atkvæðamest
þeirra dönsku á laugardag, skoraði 5
mörk, og Dorte Pilsgaard skoraði 4.
Aðrar skoruðu allar nema markverðirn-
ir, og þar liggur ekki síst styrkur danska
liðsins, þ.e. í því hve jafnar þær eru.
Erla Rafnsdóttir skoraði 5 mörk fyrir
ísland, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Ing-
unn Bernódusdóttir 4 og Ásta Sveins-
dóttir 2.
Landsliðið
sigraði
■ Landsliðið sigraði pressuliðið í
körfubolta í gærkvöld með 91 stigi gegn
73, í íþróttahúsinu í Keflavík. Axel
Nikulásson skoraði mest fyrir landsliðið
27 stig, Ríkharður Hrafnkelsson 14 og
Flosi Sigurðsson 12. Stew Johnson skor-
aði mest pressumanna 26 stig, og De-
Carsta Webster skoraði 14.
■ Atli Eðvaidsson
■ Það var frekar vonleysisleg viður-
eign, síðari landsleikur Islands og Dan-
merkur í handknattleik kvenna sem
leikinn var á laugardag í íþróttahúsinu á
Varmá. Dönsku stúlkurnar höfðu öll
FER ATU TIL
FRAKKLAN DS?
KRISTIN VANN ÞREFALT
— á Islandsmótinu í badminton um helgina
■ Kristín Magnúsdóttir TBR sýndi og
sannaði um helgina að hún er okkar
sterkasti badmintonlcikari um þessar
mundir, sem og styrkleikalisti badmin-
tonmanna segir til um. Kristín sigraði í
einliða og tvíliðaleik kvenna og tvennd-
arleik á Islandsmótinu í badminton sem
fram fór í Laugardalshöll á laugardag og
sunnudag. Broddi Kristjánsson varð
einnig mjög sigursæll, sigraði enn einu
sinni í einliðaleik, og ásamt Kristínu í
tvenndarleik. I tvíliðaleik karla sigruðu
nokkuð óvænt Sigfús Ægir Arnason og
Víðir Bragason, en ásamt Kristínu
Magnúsdóttur lék í tvíliðaleik kvenna
Kristín Berglind.
Kristín Magnúsdóttir lék til úrslita í
einliðaleik kvenna gegn Þórdísi Edwald
TBR. Þórdís hafði sigrað Kristínu Berg-
lind TBR í undanúrslitum, og Kristín
Magnúsdóttir Elísabetu Þórðardóttur
TBR. Leikur Kristínar og Þórdísarvar
þrjár lotur og sigraði Kristín 5-11, 11-5
og 11-4.
Broddi Kristjánsson lék til úrslita í
einliðaleik karla gegn Þorsteini. Páli
Hængssyni TBR, sem komst nokkuð
óvænt í úrslit með því að sigra Guðmund
Adolfsson TBR 18-16, 7-15 og 15-5.
Broddi sigraði Víði Bragason í undan-
úrslitum 15-3 og 15-5. Sigur Brodda var
nokkuð öruggur í úrslitaleiknum, 15-11
og 15-2.
Sigfús Ægir Árnason TBR og Víðir
Bragason ÍA sigruðu nokkuð óvænt og
örugglega íslandsmeistarana frá í fyrra,
þá Brodda Kristjánsson og Guðmund
Adolfsson 15-5 og 15-8, en í tvíliðaleik
kvenna var sigur Kristínanna tveggja á
Þórdísi Edwald og Ingu Kjartansdóttur
nokkuð öruggur, 15-5 og 15-8. í tvennd-
arleiknum virtist varla geta farið öðruvísi
en fór, þar sem saman voru komin þau
Kristín og Broddi, en þar þurfti þó
oddalotu þar sem Guðmundur Adolfs-
son og Þórdís Edwald léku af krafti.
Úrslit urðu 7-15,15-4 og 15-11.
Úrslit í öðrum flokkum urðu þau að
Árni Þór Hallgrímsson . ÍA varð sigur-
vegari í einliðaleik karla og Guðrún
Júlíusdóttir TBR í einliðaleik kvenna.
Bæði sigruðu í tvíliðaleik, Árni Þór
ásamt Ingólfi Helgasyni ÍA, og Guðrún
ásamt Helgu ÞórisdótturTBR. í tvennd-
arleik sigruðu Haraldur Marteinsson og
Særún Jóhannsdóttir TBS. I öðlinga-
flokki sigraði Eysteinn Björnsson TBR í
einliðaleik og Garðar Alfonsson TBR og
Kjartan Magnússon TBR í tvíliðaleik. I ,
öðlingaflokki sigraði Bragi Jakobsson
KR í einliðaleik og einnig í tvíliðaleik
ásamt Rafni Viggóssyni TBR.
■ Kristín Magnúsdóttir t.v. og Broddi Kristjánsson t.h. voru stjörnur íslandsmótsins
í badminton sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Kristín hlaut 3 gullverðlaun,
og Broddi 2 og eitt silfur.
■ Pétur Jóhannsson þjálfari og leikmaður Breiðabliks mátti láta sér nægja
að vera á áhorfendapöllunum um helgina. Mynd Gk.
„Getum ekki sætt
okkur vid þetta”
— segir Pétur Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks
um kærumálið
■ „Við getum ekki sætt okkur við
þetta og málið mun verða tekið upp að
nýju“ sagði Pétur Jóhannsson þjálfari
Breiðabliks í handknattleik er við rædd-
um við hann á Akureyri um helgina.
Pétur hefur komið mikið við sögu í
úrslitakeppninni í 2. deildinni þótt þau
afskipti hafi örugglega verið á annan
hátt en hann hefði óskað.
Pétur hljóp inn á völlinn í leik Breiða-
bliks og KA í 2. hluta úrslitakeppninnar.
Hann stöðvaði þá Þorleif Ananíasson í
hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiks-
ins er staðan var jöfn. Fyrir þetta dæmdi
Aganefnd HSÍ Pétur í 4-leikja bann.
„Þegar næsti hluti úrslitakeppninnar
hófst hringdi ég í HSÍ fimm mínútum
fyrir leik okkar við Gróttu til að forvitn-
ast um hvort ég hefði verð dæmdur í
bann“ sagði Pétur. „Mér var tjáð að ég
fengi fjóra leiki í bann. Ég beið hinsveg-
ar eftir tilkynningu um þetta bann frá
HSÍ og var með í leikjum okkar gegn
KA og Gróttu".
Ekki voru KA-menn ánægðir með
þetta. Þeir kærðu úrslit þessara leikja
sem Breiðablik vann báða og svo fór að
dómstóll HSÍ dæmdi Gróttu sigur gegn
Breiðablik en breytti ekki úrslitunum í
leik KA og Blikanna. Einnig þyngdi
dómstóllinn dóminn yfir Pétri þannig að
hann fékk fjögurra leikja keppnisbann
til viðbótar.
Pétur var því áhorfandi á Akureyri
um helgina er menn hans voru þar í
eldlínunni. Þó komu Blikarnir best út úr
leikjum helgarinnar, hlutu alls 5 stig af 6
mögulegum, en dómurinn er stigin voru
tekin af Breiðabliki og gefin Gróttu varð
til þess að Breiðablik verður að leika í
2. deild að. ári. Þetta nægði hinsvegar
KA til þess að hljóta 2. sætið í 2. deild
og sæti í 1. deild að ári.
gk - Akureyri