Tíminn - 12.04.1983, Side 2

Tíminn - 12.04.1983, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 Pétur skoraði ■ Pétur Pctursson átti góöan leik mcö Antwerpen um heigina, þegar liðiö sigraði Beerschot 1-0. Pétur skoraði markið. Önnur jslendingalið gerðu ekki rósir. Nánar á morgun. i Búið fíjá Barcelona ■ Barcelona vinnur ekki meistaratitilinn í knattspyrnu á Spáni, liðið tapaði um helgina fyrir Atletico Bilbao 2-3, og er í þriðja sæti 5 stigum á eftir Rcal Madrid sem cr efst. Real Madrid vann Las Palmas 3-0 um helgina. Atlctico Bilbao er í öðru sæti í deildinni með 46 stig^og berst því við Real Madrid um titilinn. Tvær umferöir eru eftir. Rossi skoraði 2 ■ Paolo Rossi, stjarna ftala frá Heimsmeist- arakcppninni á Spáni hristi rykiö af skot- skónum um helgina og skoraði tvö inörk í 5-0 sigri Juvcntus á Ascoli. Roma cr enn efst með 37 stig, Juvcntus hcfur 33 í öðru sæti. Nánar á.morgun. Lens í 5. sæti ■ Lens, lið Tcits þóröarsonar cr nú í fimmta sæti í fyrstu deild í Frakklandi eftir sigur á Tours 2-1. Nantes er efst í Frakklandi cins og áður, sigraði Sochuux 4-0. Laval tapaði fyrir Brcst 0-3, nánar á morgun. Þróttur sigraði ■ Próttur sigraði Ármann í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu á laugardag 2-1 á Melavellinum. Pá sigraði KR Fylki í sama móti á sama stað í gærkvöld 2-0. Valsmenn /5. sæti ■ Keppni í neöri hluta fyrstu dcildar karla í handknattleik lauk nú á föstudag. Pá sigraði Valur Frant 30-29, og Próttur sigraöi ÍR 30-21. Lokastaðan í riðlinum varð sú að Vaísmenn fcngu 33 stig, Þróttur hlaut 29 stig, Fram 21 stig og ÍR ckkert stig. Fékk fjögur gull á HM í skautahlaupi ■ Kanadíska stúlkan Sylvia Daigle hirti öll gullvcrðlaun í kvennaflokkum á Heimsmeist- aramótinu í stuttum vegalengdum í skauta- hlaupi sem haldið var ( Tókíó um helgina. Sylvia sigraði í öllum kvennahlaupunum, 500, 1000, 1500 og 3000 metra skauta- hlaupum. Sylvia Daigle cr 19 ára gömul, háskólanemi í Sherbrooke í Quebec. Hún varð stigahæst á mótinu, og hlaut 20 stig af 20 mögulegum. Hún varð þvf hcimsmeistari í stuttum vcga- lengdum. Aðalkcppinautur hcnnar á mótinu var landi hennar LouisGrenier,21 ársgamall háskólaneini frá Carleton háskólanum í Ott- awa, hann hlaut þrcnn gullverðlaun, sigraði í 500, 1000 og 3000 metra skautahlaupi karla. Daiglc og Grenier settu bæði heimsmct í 500 mctra skautahlaupum, hann hljóp á 45,37 sek, og hún á 49,9 sek. Landi þcirra sigraði i einu grcininni setn þau ekki sigruðu í í einstaklingsgrcinum, Michel Delislc, stgraði í 1500 m. skautahlaupi karla. Varði titilinn /5. sinn ■ Japaninn Katsuo Tokashiki varði heims- mcistaratitil sinn í fluguvigt í hnefaleikum í 5. sinn í Tókíó unt helgina. Það var þó ekkf nema rétt svo, jafntefli varð hjá honum og Mexíkananum Lupe Madera í 15 lotu leik og voru ekki allir á eitt sáttir um að þaö væru rétt úrslit. Þjálfari Madera sagðist mundu kæra úrslitin til Alþjóðahnefaleikasambandsins. Einn dómarinn dæmdi Tokashiki sigurvegara með tvcimur stigum, tveir dæmdu Madera sigurinn mcð' einu stigi hvor, og cinn dæmdi þá jafna. Stigin komu því jafnt út, og Tokashiki því áfram heimsmeistari í flugu- vigt. ■ VfKINGAR STANDfl PALMANN (HðNDUNIIM — sigruðu KR á sunnudag og hafa nú tveggja stiga forskot ■ Síðasti leikur 3. umferðar í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, fór fram eftir leik FH og Stjörnunnar í Hafnarfirði á sunnudags- kvöld. Þar léku þau tvö lið sem voru efst í kcppninni, KR og Víkingur. Víkingar sigruöu nokkuð örugglega 22-19 eftir að hafa haft yfir í háifleik 12-10, Það vakti athygli viðstaddra í byrjun að Anders Dahl Nielsen spilaði ekki með KR-ingum og munadi um minna enda stjórnar hann öllum sóknarleik liðsins af mikilli natni. Víkingar komust í 3-0 en KR-ingar jöfnuðu 3-3. Síðan skoruðu Víkingar á ný 3 mörk í röð án svars frá KR. Munurinn var 2-3 mörk aíveg fram að hálfleik en þá var staðan 12-10 Víkingum í vil. Það var auðséð að bæði liðin ætluðu að fórna sér í þessum leik enda harkan mikil hjá báðum liðum og var t.d. Gunnar Gíslason komin með tvær brott- vísanir skömmu áður en fyrri hálfleik lauk. Hann var því sparaður nokkuð fram undir lok leiksins. í síðari hálfleik náðu Víkingar sex marka forystu 20-14 en KR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Liðsstjóri liðsins og gamla kempan Björn Pétursson var sendur á vettvang og auðvitað minnkaði hann muninn með marki og fylgdu þeir bræður Alfreð og Gunnar Gíslasynir því eftir með tveimur mörkum. Þorbergur Aðalsteinsson gerði aftur á móti draum KR-inga að engu með tveimur mörkum og staðan orðin 1 | ÖRUGGT HJA FH — gegn Stjörnunni á sunnudag ■ FHingar sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ með 20 mörkum gegn 19 í fyrri leik sunnudagskvöldsins í íþrótlahúsinu í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 10 mörk gegn 7 Hafnfirðingum í vil. FHingar náðu strax forystunni, kom- ust í 2-0 en Garðbæingar jöfnuðu 2-2. Síðan tóku FHingar völdin í leiknum og náðu fjögra marka forystu 9-5, cn staðan í hálfleik var 10-7. Fyrri hálfleikur var mjög slappur og virtust leikmenn vera að keppa um það að gera sem flest mistök og voru Stjörnuleikmenn þar fremri í flokki. í síðari hálfleik komu Stjörnumenn mun frískari til leiks og tókst þeim að minnka muninn niður í eitt mark 11-10, síðan 12-11 og 13-12, en lengra komust þeir ekki í það skiptið því félagarnir Kristján og Hans, sem skoraði úr víti, juku forystu FHinga upp í 3 mörk, 15-12 og síðan 4 mörk, 17-13, 18-14 og 19-15. Garðbæingar settu þá vélina í gang. En það var bara of seint. Þeir minnkuðu muninn niður í eitt mark og endaði leikurinn þannig 20-19. Sigurinn var því öruggari en tölurnár segja. Hvorugt liðið sýndi nokkuð sérstakt í þessum leik. Þau virðast bæði vera á niðurleið miðað við það sem þau sýndu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Sverrir var bestur í liði FH, varði oft vel, t.d. tvö víti frá Eyjólfi Bragasyni og Guðmundi Þórðarsyni. Einnig var Hans sæmilegur. í liðiStjörnunnarvarBrynjar skásti maður eins og oft áður í vetur. Eitthvert agaleysi virðist vera í leik þessara liða, þó sérstaklega í leik Stjörn- unnar. Mörk FH: Hans Guðmundsson 8, Sveinn Bragason 4, Kristján Arason 4, Guðmundur Magnússon 2, Pálmi Jóns- son 1, og Finnur Árnason 1. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur Bragasdn 5, Ólafur Lárusson 4, Guðmundur Ósk- arsson 3, Guðmundur Þórðarson 3 Magnús Teitsson 3 og Gunnlaugur Jóns son. 1. BH •* ■ Hans Guðmundsson skorar gegn Stjörnunni. Aðalmarkaskorari Stjörnunnar, Eyjólfur Bragason reynir að stöðva hann, en aðrar Stjörnur fylgjast spenntar með. Tímamynd Árni Sæbcrg . ■ ■ ... ' • 22-17. Gunnar Gíslason og Stefán Hall- dórsson minnkuðu muninn með tveimur mörkum og endaði leikurinn þannig 22-19. Það var mikill hamagangur allafi tím- ann og mátti jafnveí greina glímutök hjá Guðrnundi Guðmundssyni, þegar hann sendi Jens markvörð KR-inga Einarsson í gólfið. Dómarar leiksins þeir Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arnaldsson sendu tólf leikmenn út af og einn þar af var útilokaður en það var hinn harði varn- armaður Friðrik Þorbjörnsson. Þrátt fyrir þennan fjölda hefði mátt sjá suma leikmenn kæla sig oftar niður, t.d. Pál Björgvinsson sem er að verða einn grófasti leikmaður í 1. deild. Er það eins og að þessir gömlu og reyndu leikmenn séu friðaðir af dómurum. Þó fékk Páll að hvíla einu sinni í þessum leik. Þorbergur Aðalsteinsson var besti maður Víkinga og vallarins, var hreint óstöðvandi. Hjá KR-ingum var Jens einna skástur en meðalmennskan var allsráðandi á þeim bæ í þessum leik. Eftir þennan leik standa Víkingar vel að vígi með 13 stig, tveimur stigum á undan KR. Ein umferð er eftir (þrír leikir). Lokaumferðin fer fram um næstu helgi og má búast við hörkukeppni enda mikið í húfi. Mörk Víkinga: Þorbergur Aðalsteins- son 11 (3 v.), Ólafur Jónsson 4, Viggó Sigurðsson 4, Guðmundur Guðmunds- son 2 og Hilmar Sigurgíslason 1. Mörk KR: Alfreð Gíslason 6, Gunnar Gíslason 6 (4 v.), Stefán Halldórsson 2, Haukur Geirmundsson 2, Jóhannes Stefánsson 2 og Björn Pétursson 1. ■ Alfreð Gíslason í slagnum gegn Víkingi í fyrrakvöld, að reyna að gefa á Stefán Halldórsson á línunni. Víkingar eru greinilega í vörn, og það var inikið tekið á í vörninni hjá báðum liðum. Alls var 12 leikmönnum vísað út af í leiknum. Tímamynd Árni Sæberg Kristján jaf naði — fyrir FH rétt fyrir leikslok gegn Víkingi ■ Kristján Arason jafnaði 22-22 í leik FH og Víkings á föstudagskvöldið með fallegu langskoti eftir aukakast, og fleira markvert náði ekki að gerast í þessum skemmtiiega leik tímans vegna, leik sem hafði verið allt í senn, skemmtilegur, spennandi, vel leikinn og sveiflukennd- ur. Víkingar hófu leikinn af krafti, kom- ust í 4-1, en FH jafnaði 8-8. Víkingar komust í 13-9, en FH saxaði á, og staðan 14-12 Víkingum í hag í hálfleik. í síðari hálfleik komst Víkingur í 16-13, en FH lék vel eftir það, Haraldur varði vel og jafnt 18-18. FH komst síðan í 22-18, en SLAKUR ENDIR’ á góðu tímabili hjá Haukum, 2. deiídarkeppninni er lokið ■ „Þetta var slakur endir á góðu keppnistímabili hjá okkur Haukum“ sagði Gunnar Einarsson markvörður Hauka eftir úrslitakeppni 2. deildar á Akureyri um helgina. Óhætt er að taka undir þessi orð Gunnars, Haukar gerðu jafntefli gegn Breiðablik og Gróttu en steinlágu fyrir KA. En þeir eru öruggir með sæti í 1. deild að ári og það verða KA-menn sem fylgja þeim upp. Þó er kærumál í gangi og er vikið nánar að því hér á síðunni. Haukar hlutu 34 stig í 2. deild, KA 33. Breiðablik 31 og Grótta 21 stig. - Lítum þá á úrslit leikjanna á Akureyri um helgina. Fyrsti leikurinn var á milli Hauka og Breiðabliks og var þar um hörkuviður- eign að ræða. Blikarnir óheppnir að sigra ekki en lokatölur 20-20. Markahæstu menn voru Hörður Sigmarsson hjá Haukum með 8 mörk en Kristján Hall- dórsson hjá Breiðablik með 7. Þá léku KA og Grótta og var þar um einstefnu að ræða. KA- menn höfðu yfirburði og lokatölur voru 27-15. Hjá KA voru Jakob Jónsson með 9 mörk, Þorleifur Ananíasson, Fleming Bevense og Guðmundur Guðmundsson allir með 5 mörk en hjá Gróttu var Jón Hróbjarts- son markahæstur með 5 mörk. Á laugardag lcku fyrst Breiðablik og Grótta og unnu Blikarnir auðveldan 21-13 sigur. Brynjar Björnsson, Björii Jónsson og Kristján Halldórsson voru með 6 mörk fyrir Breiðablik en Jóhann Pétursson og Svavar Magnússon með 3 hvor fyrir Gróttu. Öllum á óvart áttu Haukar aldrei möguleika gegn KA sem sigraði 27-21 í næsta leik. Þar var Jakob Jónsson marka- hæstur KA-manna með 9 mörk, en Þórir Gíslason með 8 mörk fyrir Hauka. Leikur Hauka og Gróttu var æsispenn- andi. Gróttumenn nær ávallt yfir en Haukar náðu jafntefli naumlega og loka- tölur 21-21. Hörður Sigmarsson marka- hæstur hjá Haukum með 6 mörk en þeir Jón Hróbjartsson og Sverrir Sverrisson skoruðu 6 hvor fyrir Gróttu. Þá var það lokaviðureign sem var á milli Breiðabliks og KA. Blikarnir þar ávallt sterkari aðilinn og unnu mcð 21-18. Brynjar Björnsson var markahæst- ur Blikanna með 6 mörk en Jakob Jónsson með 8 fyrir KA. gk - Akurevri Víkingar tóku þá mikinn sprett og náðu að komast yfir 22-21. Svo jafnaði Kristján. Leikurinn var spennandi leikur tveggja góðra liða, en fáir sköruðu fram úr. Mörkin. FH: Hans Guðmundsson 7, Kristján Arason 5 (1 v.), Pálmi Jónsson 3, Sveinn Bragason 3, Guðmundur Magnússon 2, Valgarð Valgarðsson 1 og Janus Guðlaugsson 1. Víkingur: Sigurð- ur Gunnarsson 6 (1 v.), Viggó Sigurðs- son 5 (1 v.), Ólafur Jónsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 3 (1 v.), Guðmundur Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 1, Hilmar Sigurgíslason 1, og Steinar Birg- isson 1. Karl Jóhannsson og Rögnvaldur Erlingsson dæmdu, og dæmdu þokka- lega. Knattspyrnan í Þýskalandi um helgina: DÖSSODORF19. SÆTI - Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn ■ Stuttgart tapaði mikUvægu stigi baráttunni um þýska meistaratitilinn þegar liðið gerði jafntefli við Bochum á útivelli. Reyndar má Stuttgart vera þakklátt fyrir annað stigið, því Bochum átti mörg góð tækifæri í leiknum. Alvar- legast fyrir Stuttgart er hins vegar, að hinn ágæti markvörður, Rolcder, fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum, og fer því í fjögurra leikja leikbann. Roleder felldi utan vítateigs andstæðing sem var kominn á auðan sjó og mark blasti við, Möguleikar Stuttgart minnka nú mikið, því varamarkvörðurinn, Sigi Grúninger er algerlega reynslulaus, og framundan eru erfiðir leikir: gegn Bayern Múnchen, Hamburger Sportverein, Armenia Bielcfeld, og Borussia Múnchenglad' bach. Ásgeir Sigurvinsson stóð sig þolanlega í leiknum, og var valinn í lið vikunnar af Express, aðalblaðinu hér á Rínarsvæð- inu, en fékk hins vegar að sjá gula spjaldið í leiknum í þriðja sinn í vetur. Ásgeir hefur leikið hálfmeiddur í undan- förnum tveimur leikjum, og þurft á leyfinu að halda fyrir leikina. Fortuna Dússeldorf er komið í níunda sæti Bundesligunnar eftir 3-1 sigur á Schalke 04 í skemmtilegum leik. Atli Eðvaldsson skoraði ekki, en stóð sig þolanlega að öðru leyti. Atli er nú einn af markahæstu leikmönnum Bundeslíg- unnar með 11 mörk og hefur því jafnað markamet sitt frá því fýrir tveimur árum með Dortmund, og á nú möguleika á að bæta nokkrum við því Dússeldorf á nokkuð auðvelda leiki eftir. Bremen heldur áfram stefnu sinni á meistaratitilinn, og nú með því að sigra Núrnberg. Liðið á mjög auðvelda leiki eftir. Það verða helst Atli og félagar í Dússeldorf sem geta stöðvað sigurgöngu þeirra 30. apríl. Eftir nokkra lægð í SOGULEG VIÐUREIGN — þegar KR sigraði FH á laugardag 20-19 ■ Hún varð söguleg viðureign KR og FH ■ úrslitakcppni fyrstu deildar í handknattleik á laugardaginn. Reyndar engin nýlunda að viðureign þessara liða sé söguleg, þær eru orðnar það margar, og nægir að nefna viðureign liðanna um daginn þegar KR náði að jafna að því er virtist unninn leik FH á elleftu stundu, KR skoraði síðan að því er virtist sigurmark á tólftu stundu, en FH jafnaði á þeirri fjórtándu. En sá leikur var nú fyrir löngu. Viðureign liðanna á laugar- dag lauk með umdeildum sigri KR 20-19, og sigurmarkið var skorað úr vítakasti þegar leiktíminn var útrunninn. FH hafði haft yfir 19-18, þegar Alfreð Gíslason jafnaði 19-19 40 sekúndum fyrir leikslok. Síðan var dæmdur ruðn- ingur á Svein Bragason í sókn FH-inga sem á eftir fylgdi, og þegar fáar sekúndur voru eftir fékk Stefán Halldórsson skyndisendingu fram á völlinn, stökk inn Stjarnan nádi fyrstu stigunum — sigraði KR á föstudag ■ Það var KR sem varð fórnarlamb fyrstu stigatöku Stjörnunnar í úrslita- keppni fyrstu deildar í handknattleik á föstudagskvöld, cn þá sigraði Stjarnan í leik sem liðið hafði alltaf haft undirtökin í 25-23. Eftir að Stjarnan komst í 24-21 skoraði KR tvö mörk 23-24, en það var Magnús Teitsson sem gulltryggði sigur Afturelding og Ármann féllu ■ Það voru Afturelding og Ármann sem féllu í þriðju deild í handknattleik. Loka- leikirnir í úrslitakeppni botnriðilsins í 2. deild var í Vestmannaeyjum um helgina, og réðust úrslit strax á föstudag, þá vann Armann Aftureldingu 28-26 og Þúr vann HK 22-20. Á laugardag vann HK Ármann 27-22 og Afturelding Þór 24-21. Á sunnudag sigraði Afturelding HK 29-27, og Þór lagði Ármann 25-21. Eyjaþór og HK halda því sínum sætum. Lokastaðan varð sú að Þór fékk 26 stig, HK 25, Afturelding 21 og Ármann 17. Stjarnanna rétt fyrir leikslok með góðu marki. Strákarnir úr Garðabænum byrjuðu vel í þessum lcik, komust í 4-1 og einhvern veginn virtist þetta loks vera að koma. Þeir héldu uppteknum hætti, kom- ust í 9-5, en KR lagaði stöðuna í 8-9. og 12-11 Stjörnum í hag í hálfleik. Jafnt í síðari hálfleik á öllum tölum, en Stjörnu- menn stukku úr 17-17 í 20-17. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir KR. Eyjólfur Bragason var bestur Stjörnumanna í leiknum skoraði 9 mörk, 2 úr vítum. Magnús Teitsson skoraði 4, Guðmundur Þórðarson 2, Magnús Andrésson, Sig- urjón Guðmundsson og Gunnlaugur Jónsson 1 hver. Jóhannes skoraði flest mörk KRinga 6, ásamt Anders Dahl Nielsen sem einnig skoraði 6. Gunnar Gíslason skoraði 5 (3v), Stefán Halldórs- son 4 og Alfreð Gíslason 2. í teiginn með FH-ing fyrir aftan sig og skaut í stöng. Slegið á hendi Stefáns og dæmt vítakast. Úr því skoraði Gunnar Gíslason. Það sem mest var deilt um í þessu sambandi var tvennt, annars vegar ruðn- ingsdómurinn, sem rnargir vildu meina að væri rangur, og hins vegar vítakasts- dómurinn, sem var réttur. Dómarar í þessum leik voru þeir Rögnvaldur Er- lingsson og Björn Kristjánsson, og var Björn í eldlínunni þarna síðast. Átti að gera ýmsa miður prenthæfa hluti við Björn eftir leikinn, ef marka mátti orðfæri áhorfenda í Hafnarfirði. Gangur leiksins var sá að liðin voru' jöfn allan leikinn, FH hafði þó heldur frumkvæðið, ef eitthvað var. Jafnt var á flestum tölum, 13-12 í hálfleik KR í hag, en FH náði tvisvartveggja marka forystu í síðari hálfleik. Leikurinn var í heild lélegur, og ef FH hefði ekki sýnt af sér miklar klaufavitleysur í varnarleiknum, hefði KR ekki getað unnið þennan leik. Mörgum FH-ingum var vísað útaf í 2 mínútur, 'og það hafði sitt að segja. Þá varði Jens Einarsson eins og berserkur, og munaði það miklu fyrir KR. Mörkin: Gunnar 6 (6^v.), Alfreð 4, Stefán 3, Anders Dahl 2, Haukur Geirmunds 2, Jóhannes Stefánsson 2, Haukur Ottesen 1. FH: Kristján 6, Hans 5, Valgarð 2, Guðmundur Magnússon 2, Sveinn Bragason 2, Guðjón Árnason 2. Ekki skal um það sagt hér hvort sigur KR-inga hafi verið sanngjarn. Leikurinn var í heild vel dæmdur, en leiðinlegra að hann skyldi enda á einhverju sem kannski má kalla vafaatriði. Það er þó víst að erfitt er að dæma í Hafnarfirði, þar þykir áhorfendum ekkert gott nema það sé FH í hag. Búndeslígunni, sýndi HSV loks klærnar í 4-2 sigri á Eintracht Braunscweig á útivelli, og hitt stórliðið, Bayern Mún- chen sigraði „Gladbach" mjög örugg- lega, og átti Rummenigge stórleik, en í lið Múnchen vantaði 4 leikmenn úr fyrsta liði, þ.á.m. Jean Marie Pfaff, landsliðsmarkvörðinn belgíska, og hinn fræga Paul Breitner. Þýski landsliðsmað- urinn Wolfgang Rolff átti þátt í öllum mörkum HSV gegn Braunscweig, en Rolff skoraði einmitt mark HSV gegn Atletico Madrid í Evrópukeppni meist- araliða í síðustu viku. Fyrsta ntarkið kom eftir fyrirgjöf frá Rolff, sem sænski landsliðsmaðurinn Hasse Borg sendi beint íeigiðmark. Ronnie Wormjafnaði fyrir Braunscweig, en Ditmar Jacobs skoraði annað mark HSV eftir auka- spyrnu Rolffs. Horst Hrubesch skoraði síðan tvisvar í síðari hálfleik í bæði skiptin eftir sendingu frá Rolff, áður en Borg skoraði annað mark Braunscweig og nú í rétt mark. Úrslit leikja urðu þessi: Bieleíéld - Köln 2-0 Bayern - „Gladbach“ 3-1 Braunscweig - Hamburger Sv. 2-4 Frankfurt - Hertha Berlin 3-1 Dússeldorf - Schalke 3-1 Bochum - Stuttgart 2-2 Leverkusen - Kaiserslautern 0-0 Bremen - Núrnberg 3-2 STAÐAN Staða 10 efstu liða í Búndeslígunni er nú þessi: Hamburger Sv Werder Bremen B. Miinchen Stuttgart Dortmund Köln Kaiserslautern Frankfurt Dusseldorf Núrnberg 27 15 10 27 17 5 27 15 8 26 15 6 26 15 4 26 13 7 27 11 11 27 11 3 27 8 27 9 2 63-27 40 5 52-32 39 4 62-22 38 5 63-35 36 7 61-38 34 6 54-32 33 5 44-33 33 13 39-38 25 8 11 44-62 24 6 11 35-54 24 Víkingarnir náðu sigri — gegn sterkum Stjörnum ■ Víkingar knúðu fram sigur gcgn Stjörnunni á laugardag í lok leiksins en Viggó Sigurðsson skoraði 22. mark Vík- ings stuttu fyrir ieikslok, en þá hafði staðan verið 21-20 Víkingum í hag. Víkingar máttu ekki líta af Stjörnunum eitt augnablik í leiknum, og sterkur varnarleikur Garðbæinga verkaði vel, Víkingar voru ráðalausir í sókninni lang- tímum saman. Stjörnumenn höfðu frumkvæðið í leiknum framan af, og menn spurðu sjálfa sig og aðra hvort Garðbæingarnir ætluðu að sigra í öðrum leiknum í röð. Komust þeir í 4-2 og 5-3, en þá jöfnuðu Víkingar og síðan var jafnt til leikhlés, þá var staðan 9-9. Stjörnumenn komust í 11-9 í síðari hálfleik, en Víkingar jöfnuðu og jafnt á öllum tölum í 15-15. Þá komust Víkingar í 19-15, eftir slæman kafla hjá Stjörnunni, og þá varð ekki aftur snúið, þó minnkuðu Stjörnumenn muninn í 1 markcnþaðvaralltogsumt. Þorbergur Aðalstcinsson var at- kvæðamestur Víkinga, að vcnju liggur manni við að segja, hann hefur verið hreint ótrúlcgur nú síðustu tvær leikhelg- ar. Hann skoraði 9 mörk (3 v), Sigurður Gunnarsson stórskytta skoraði 5, Hilmar Sigurgíslason 2, Steinar Birgisson 2, Viggó 1, Ólafur 1, Páll 1, Eyjólfur Bragason var atkvæðamestur Stjörnu- manna með 8 mörk, Ólafur Lárusson 5, Gunnlaugur Jónasson 3, Magnús Teits- son 3, Guömundur Óskarsson 1 og Guðmundur Þórðarson 1. Björn dómari Kristjánsson kom við sögu í ieik FH og KR á laugardag, og var ekki beint vinsælasti maðurinn í Hafnarfirði þann daginn. En dómarar eru mannlegir sem aðrir mcnn, það má greina á þessari mynd sem tekin er af Bimi í verslun hans Mýrarmagasíninu“, en þar er Björn hrókur alls fagnaðar. Tímamynd Ámi Sæberg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.