Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 4
14 SiiMll! ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 íþróttirl enska knattspyrnan BIRMINGHAM, BRIGHTON OG SVANSEA LÍKLEGUST til þess að falla í aðra deild.Nú þarff Liverpool bara 6 stig í viðbót ■ Birmingham, Brighton og Swansea töpuðu öil lykilleikjum í botnbaráttu fyrstu deildarinnar ensku á laugardag- inn, og eru nú líklegust til aö falla í aöra deild, þó að sjálfsögðu Luton sé í mikilli fallhættu og Norwich og Manc- hester City séu á hættulegu svæði. Tvö mörk frá Keith Bertschin og önnur tvö frá John Deehan færðu Norwich góðan 4-0 sigur á Birmingham í Birmingham, á meðan Brighton tap- aði fyrir Everton á suðurströndinni á dramatískum lokamínútum. Eftir að Gordon Smith hafði jafnað fyrir með tvítekinni vítaspyrnu tveimur mínút- um fyrir leikslok 1-1, stal Kevin Sheedy stiginu með því að skora sigurmark Everton rétt áður en flautan gall til leiksloka. Sheedy hafði snemma í leiknum skorað fyrra mark Everton einnig, og var honum vel fagnað að leikslokum af áhangendum Everton. Swansea sem treysti á ungu mennina í liðinu í von um að ná stigum til að forðast yfirvofandi fall, heldu út í 57 mínútur gegn aðalliði Bretlandseyja í dag, Liverpool. Ian Rush, Sammv Lee og David Fairclough sáu um að skora fyrir þá rauðu. Leikur Liverpool og Swansea var leikinn á laugardagsmorg- un til þess að fólk sem keypt hafði sér miða á árlegt landsmót Englendinga í hindrunarstökki hrossa gætu notið beggja þessara íþróttaviðburða. For- ysta Liverpool í deildinni teygðist í 19 stig við þetta, en styttist aftur í 16 stig seinni partinn þegar Watford sigraði 3-1 í West Bromwich. Það voru John Barnes, Nigel Callag- han og Jan Lohman sem skoruðu fyrir Watford, en Albion náði að skora mark seint í leiknum,_ eftir að Gary Owen hafði misnotað vítaspyrnu. Seint gekk að skora Eins og áður er sagt leið nokkur tími í leik Liverpool og Swansea áður en meisturunum tókst að skora. Liver- pool hefði getað skorað slatta af mörkum í fyrri hálfleik, en það tókst sem sagt ekki fyrr en markamaskínan frá Wales, Ian Rush setti inn sitt 30. deildarmark á 57. mín. eftir góðan undirbúning félaga síns Kenny Dalglish, sem er með afbrigðum óeig- ingjarn sóknarleikmaður, en hcfur engu að síður gert tæp 20 mörk í deildinni. Miðjumaðurinn Ronnie Wheelan lagði einnig fót á plóginn við undirbúning marks Rush. A 72. mín- útu þrumaði Sammi Lee öðru markinu í netið eftir þversendingu frá Ian Rush og Supersub, Dave Fairclough sem komið hafði inn á fyrir Craig Johnstone skoraði það þriðja. Nú þarf Liverpool aðeins 6 stig úr síðustu 7 leikjunum í deildinni til þess að Englandsmeistaratitillinn sé í öruggri höfn. Sviptingar í Brighton Það voru sviptingar á suðurströnd Englands, á heimavelli Brighton þegar Everton kom þangað í heimsókn. Brighton sem gæti orðið fyrsta liðið í sögu enskrar knattspyrnu til að falla í aðra deild og vinna enska bikarinn á sama keppnistímabilinu þurfti svo mjög á stigum að halda úr þessum leik, bæði til þess að öðlast sjálfstraust, og til að taka fallhrollinn úr leikmönnum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Shef- field Wednesday næsta laugardag. Áhorfendur í Brighton vörpuðu flestir öndinni léttar þegar Gordon Smith skoraði jöfnunarmark Brighton með tvíteknu víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Kevin Sheedy skoraði fyrsta mark leiksins snemma í leiknum fyrir Everton, og hann var aftur á ferðinni eins seint og hugsast gat í leiknum þcgar hann skoraði sigurmarkið. Áhorfendur voru tæplega 15 þúsúnd. Stoke heldur nú sínu striki í átt til UEFA sætis í fyrstu deildinni, liðið sigraði hið heillum horfna lið Johns Benson, Manchester City 1-0 á laugar- dag. Stoke á nú sitt besta leiktímabil í mörg ár, og það var kempan Sammi Mcilroy sem skoraði sigurmark þeirra á 61. mínútu, en áhorfendur voru á 16. þúsund. Það voru mörk í fyrri hálfleik frá Tony Woodcock og Graham Rix sem fengu Arsenal til að gleyma útreiðinni gegn Tottenham um síðustu helgi þeg- ar 5 mörk voru hengd á bak þeirra, í leiknum gegn Coventry á laugardag- inn. Þessi sigur var einmitt það sem liðið þurfti til að ná upp góðum keppnisham í undanúrslitaleiknum í bikarkeppninni gegn Manchester Un- ited um næstu helgi. Conventry lagaði stöðuna í síðari hálfleik, og var þar að verki Mark Hately. Coventry varsíðan rétt búið áð jafna rétt fyrir leikslok. þegar Steve Hunt átti þrumuskot í stöngina. Áhorfendurum20þúsund. Luton náði í dýrmæt stig Luton náði heldur betur í dýrmæt stig þegar liðinu tókst að sigra Evrópu- meistara og Supercupmeistara Aston Villa á laugardag. Luton er vinsælasta lið botnbaráttuliðanna vegna hins ó- stýriláta og skemmtilega sóknarbolta sem þeir leika, og þeir stukku upp fyrir botnliðin þrjú þegar þrjú stigin voru í höfn rétt fyrir leikslok þegar David Moss setti inn sigurmarkið. Heimaliðið komst yfir á 30. mínútu með marki hins nýkeypta Trevor Aylott, en stór- fallegt vinstri fótar þrumuskot frá Gary Shaw jafnaði leikinn fjórum mínútum fyrir leikhlé. Nigel Spink, markvörður Villa varði eins og ber- serkur og hélt hreinu þar til Moss var á ferðinni rétt fyrir leikslok. Áhorfend- ur tæp 11 þús. Mikilvægum leik fyrir bæði lið, sem vonast eftir UEFA sæti, leiknum milli Nottingham Forest og Tottenham, virtist ætla að ljúka Forest í hag, eftir að þeir höfðu náð tveggja marka forystu á fimm mínútna kafla rétt fyrir leikhlé. Þar voru að verki Peter Daven- port og Ian Bowyer. Alan Brazil kom Tottenham aftur af stað á 57. mín. með góðu marki, og 8 mínútum síðar skoraði Gary Mabbutt með þrumu- skoti sem hafnaði rétt undir þver- slánni, eitt stig þar. Áhorfendur voru á 19. þús. Leiðinlegt jafntefli Fæstir áhorfendur sem komið hafa á heimavöll Ipswich í vetur síðan í desember árið 1973 sáu leiðinlegt markalaust jafntefli milli Ipswich og Notts County, í lélegum leik sem hafði ekkert upp á að bjóða annað en rangstöðutaktik County. Það voru sjaldséð mistök hjá lands- liðsmarkverði Englands, Peter Shilton sem gáfu Manchester United forystu yfir Southampton á 45. mín. en það var landsliðstengillinn og fyrirliðinn Bryan Robson sem notfærði sér þetta og skoraði. Síðar í leiknum var Robson bókaður, og því ekki hægt að segja annað en að hann hafi komið við sögu í þessum fyrsta leik sínum í nokkurn ■ Keith Bertschin er einn þeirra sem hoppar hátt og vel. Hann skoraði tvö mörk fyrir Norwich í vægast sagt mikilvægum sigri um helgina. tíma eftir meiðsli. Southampton skor- aði jöfnunarmark sitt, sem liðið átti fyllilega skilið, 20 mfnútum fyrir leiks- lok. Það var táningurinn Martin Foyle sem skoraði. Mikið af áhorfendum á Old Trafford, á 38. þúsund. West Ham náði sínum þriðja heima- sigri í röð yfir Sunderland þegar Paul Goddard skoraði sigurmarkið, 2-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Áður hafði Alan Dickens skorað með góðu svif- skoti, og var honum fagnað sem hinum nýja Trevor Brooking liðsins. Nick Pickering jafnaði 13 mínútum síðar, en mark Goddards réð úrslitum. Á- horfendur rétt rúmlega 20 þús. Önnur deild í annarri deild kom Fulham að dálítilli dagsbirtu milli sín og Leicester, þegar liðið sigraði Charlton 2-1. Leic- ester aftur á móti gerði jafntefli, og gott jafntefli 2-2 gegn toppliðinu Queens Park Rangers. Nú eru 4 stig milli Fulham sem er í 3. sæti og Lcicester sem er í 4. sæti, og gæti orðið töluverður slagur um þetta fyrstu deildar sæti, hin eru nokkuð örugg. ABERDEEN ER AÐ MISSA AF SK0SKA MEISTARATITUNUM Jóhannes Eðvaldsson og félagar unnu góðan sigur á Morton ■ í Skotlandi virðist sem hetjurnar frá því á miðvikudag, Aberdeen eftir 5-1 sigurinn á Lárusi Guðmundssyni og félögum í Waterschei í Evrópu- keppni bikarhafa, hafi misst af voninni um meistaratitilinn í ár, því liðið tapaði fyrir Glasgow Rangers 1-2 með- an Celtic sigraði sannfærandi 3-0 Hibernian, þar gerði Charlie Nicholas tvö og David Provan eitt. Nicholas nú að verða búinn að skora 50 mörk fyrir Celtic í öllum leikjum tímabilsins, og ekki að furða þó Liverpool ágimist strák. Dujtdee sigraði St. Mirren 2-1 og tók annað sætið milli Celtic og Aberdeen, en þrjú stig ber milli þeirra. Þá vann Motherwell, lið Jóhannesar Eðvaldssonar góðan sigur á Morton 4-1. Dundee United átti mörk sín í leiknum gegn St. Mirren að þakka Eamonn Bannon sem skoraði fyrst frá vítapunkti eftir 34 mínútna leik, og Paul Sturrock skoraði tveimur mínút- um st'ðar. Doug Somner skoraði fyrir St. Mirren rétt fyrir leikhlé. Aberdeen náði forystu gegn Ran- gers á 14. mínútu með marki Alex Mc Leish. Það tók Rangers aðeins sjö mínútur að jafna, Ian Redford þar að verki, og Jim Bett skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Gott mark hjá þessum frábæra leikmanni sem lék hér á árum áður með Val, og á sér íslenska konu. Af öðrum úrslitum má nefna að Dundee varð að bíta í það súra epli að gera markalaust jafntefli við neðsta liðið Kilmarnock. „Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur“, sagði Jóhannes Eðvaldsson í spjalli við Tímann í gær. „Nú höfum við fjögurra stiga forskot á Morton, og stöndum þokkalega að vígi í fallbarátt- unni. En við verðum að ná 5-6 stigum úr þessum leikjum sem eftir eru, en þeir eru 5“. Úrslit Úrslit á laugardag urðu þessi: 1. DF.ILD: . ' Arsenal-Coventry . 2-1 áirmingham-Norwich . 04 Brighton-Everton . 1-2 Ipswich-Notts County . 0-0 Liverpuol-Swansea . 3-0 Luton-Aston Villa . 2-1 Man. Utd.-Snuthampton . . . . . 1-1 Nott. Forest-Tottenham . .. . . 2-2 Stokc-Man. Citv . 1-0 WBA-Watford . 1-3 West Hain-Sunderland . 2-1 2. DEILD: ;| Barnslev-Cantbridge . 2-3 Bolton-ShefT. Wed . 0-2 Bprnley-Leeds .. . 1-2 C. Palace-Carlisle , 2-1 Fulham-Charlton . 2-1 Middlesbrough-Derby . 2-3 Ncwcastle-Blackburn . 3-2 Oldham-Chelsca . 2-2 QPR-Lciccster . 2-2 Rotherham-Wolves . 1-1 Stadan 1. DEILD: Liverpool... Watford .... Man.Utd. .. Aston Villa . Stoke..... Nott. For. ... West Ham .. Southampton Everton .... Tottenham . Ipswich .... Arsenal .... W.B.A..... Notts C... Coventry ... Sunderland . Man. City .. Norwich ... . Luton..... Swansea ... Brighton ... Birmingham 2. DEILD: QPR....... Wolves..... Fulham ...35 Leicester .. Leeds ..... Sheff. Wed. Barnsley .. Oldham ... Newcastie . Shrewsbury Blackburn . Grimsby .. Carabridge Carlisle..36 Chelsea ... Derby..... C. Palace .. Rotherham Middlesb. . Charlton .. Bolton .... Burnley ... Markhæstu menn: 1. QEILI): Ian Rush, Liverpool, 30 Luther Blissett, W'atford, 28 Bob latchford, Swansea, 23 Gary Shaw, Aston Villa, 20 2. DEILD: Kevin Drinkell, Grimsby, 25 Gary Lineker, Leicetter, 24 Bobby Davison, Derby, 20 Gordon Davies, Fulhani, 19 Alan Shoulder, Carlisle, 19 Skoiland Úrslitin í skosku úrvalsdeildinni . 35 24 8 3 83-26 80 . 36 20 4 12 66-45 64 . 34 16 12 6 46-26 60 , 36 18 4 14 53-44 58 15 6 14 50-51 54 . 36 15 8 13 49-45 53 . 35 16 4 15 57-52 52 . 36 14 10 12 47-49 52 . 36 14 9 13 55-46 51 . 35 14 9 12 51-45 51 . 36 13 11 12 53-41 50 . 35 13 10 12 46-47 49 . 36 12 11 13 47-46 47 . 37 13 6 18 49-64 45 . 35 12 8 15 43-51 44 . 35 11 11 13 41-49 44 . 37 11 8 18 43-64 41 . 35 10 10 15 40-52 40 9 10 15 54-71 37 • 36 9 9 18 45-58 36 ..36 £ 1 1 17 34-62 35 . 35 7 13 15 31-50 34 22 6 7 68-30 72 . 36 19 11 6 61-37 68 . 35 18 8 9 58-39 62 . 36 17 7 12 64-40 58 . 35 13 16 6 45-38 55 .. 35 13 1 3 9 51-39 52 . 35 14 10 11 53-45 52 . 36 11 18 7 52-39 51 . 35 13 12 10 56-47 51 . 36 13 12 11 44-44 51 . 36 12 10 14 48-52 46 . 36 12 8 16 43-61 44 . 36 11 10 15 37-52 43 . 36 11 9 16 62-62 42 . 36 10 11 15 48-54 41 . 35 8 16 11 42-49 40 35 9 12 14 35-43 39 36 9 12 15 37-56 39 36 9 12 15 49-65 39 35 11 6 18 49-76 39 36 10 8 18 39-56 38 33 9 5 19 47-56 32 urðu þessi um helgina: Dundee-Kilmaraock Hiberriian-Celtic Motherwell-Morton . . . 4-1 Rangers-Aberdeen St. Mirren-Dundee Utd. . . , ■ Jóhannes Eðvaldsson og félagar í Motherwell unnu góðan sigur um helgina. Staðan í skosku deildinni er þessi: Celtic............ 31 22 5 4 77-30 49 Dundee Utd. ... 3/ 19 8 4 73-32 46 Aberdeen ..... 30 20 4 6 60-24 44 Rangers........... 31 10 12 9 41-34 32 St. Mirren........ 31 8 11 12 37-44 27 Dundce............ 31 x8 10 13 384 6 26 Hibcrnian ...... 30 6 13 11 33-42 25 Mofherwell .... 31 10 4 17 36-61 24 Morton......... . 31 6 8 17 30-63 20 Kilmamock .... 31' 3 9 19 25:74 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.