Tíminn - 18.04.1983, Page 3

Tíminn - 18.04.1983, Page 3
 ef... ef . 1 pf I •MVltM Hugleiddu þetta strax svo þú þurfir þess ekki seinna. Félög sem vilja þig heila(n) heim! ■ Víkingar tryggðu sér íslandmeistara- titilinn í Laugardalshöll á sunnudags- kvöldið, þegar þeir sigruðu Stjörnuna í síðasta lcik sínum í Islandsmótinu í handknattlcik 24-18. Víkingarnir voru vel að sigrinum komnir, hafa leikið yfirvegað í síðari hluta úrslitakeppninnar, og cftir slaka hvrjun fyrstu leikhelgina tapaði liðið sárafáum stigum. Þetta er fjórða árið í röð sem Víkingar eru Islandsmeistarar, og frábært starf pólska þjálfarans Bogd- ans Kovalczyk hefur svo sannarlega borið árangur. En lítum á úrslit leikja helgarinnar: Víkingur sigraði KR örugglega ■ Víkingar hófu leikhelgina af miklum krafti, voru stigahæstir fyrir helgi með 13 stig, en KR hafði 11, FH 10 og Stjarnan 2. KR varð fórnarlamb þeirra, og þoldi greinilega illa spennuna sem ríkti, mikið í liúli. Víkingar sigruðu KR á föstudagskvöldið 26-19, eftir að staðan var 11-8 Víkingum í hag í hálfleik. Sigur Víkinga í leiknum var aldrei í hættu, þeir voru allan tímann yfir, og munaði mest um stórleik Ellerts Vigfús- sonar markvarðar, sem varði sem ber- serkur. Jens kollegi hans í KR markinu varði einnig stórvel eins og hans er von og vísa, en KR-ingum dugði það þó ekki. Víkingar voru yfir með þetta 2-3 mörk í plús í hálfleiknum lengst af, og í síðari hálflcik héldu þeir uppteknum hætti og skoruðu í sókninni, og léku frábæra vörn. KR sóknin beit því ekki sem skyldi, og Víkingar náðu 6 marka forystu. Voru þó tveimur færri á tíma- bili, og segir það sína sögu að þeir skoruðu tvö mörk einmitt þá, meðan KR-ingar skoruðu ekki. Sigurður Gunnarsson var mjög góður í liði Víkinga, en þó var Ellert Vigfússon markvörður þeirra sá sem vann þennan leik öðrum fremur. Liðsheiidin virkaði mjög vel. KR-ingar voru mun slakari, þar voru bestir Jens markvörður, og þeir bræður Gunnar og Alfreð Gíslasynir. Gunnar fékk þó rautt spjald í lokin, en það skilaði sér ekki í banni eins og KR-ingar óttuðust, og Gunnar lék alla leikina um helgina. Mörkin: Víkingur: Sigurður Gunnars- son 7(2), Viggó Sigurðsson 4, Þorbcrgur Aðalsteinsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Páll Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 2 og Stcinar Birgisson 1. KR: Alfreð Gíslason 7, Gunnar Gíslason 5(3), Anders Dahl Nielsen 2, Stefán Halldórsson 2, Guð- mundur Albertsson 2, og Haukur Ottes- en 1. FH átti í erfíðleikum með Stjörn- urnar ■ Það lá við að FH-ingar væru áhuga- lausir gegn Stjörnunni á föstudag, mögu- leikar þeirra á íslandsmeistaratitilinum voru heldur í lausu lofti en þó fyrir hendi, en Stjörnumenn börðust vel að vanda, og misstu ekki stigin fyrr en eiginlega rétt í dokin. FH sigraði í leiknum 26-24, eftir að Stjarnan hafði haft yfir í hálfleik 15-13. Leikurinn var sveiflukenndur mjög í fyrri hálfleik. FH hafði undirtökin fram- an af, komst í 11-7, en þá kvað allt í einu við heldur annan tón. Stjörnumenn skoruðu 6 mörk í röð og staðan allt í einu 14-11 Stjörnum í hag. í st'ðari hálfleik tóku FH-ingar sig veru- lega á og Kristján Arason og Pálmi Jónsson blómstruðu. Hjá Stjörnunni var það aftur Guðmundur Óskarsson sem var aðalstjarnán, hann skoraði 7 mörk gegn sínum sambæingum, en Guðmund- ur er upprunninn úr yngri flokkum FH. Var hann bestur Stjörnumanna. Effháið var sterkara á lokasprettinum í þessum leik, og Stjarnan varð að sjá enn eitt tapið verða að staðreynd. Mörkin í leiknum skoruðu: FH: Kristján Arason 8(3), Pálmi Jónsson 8, Guðmundur Magnússon 3, Hans Guð- mundsson 3, Sveinn Bragason 2, Finnur Árnason 1, og Valgarö Valgarðsson 1. Stjarnan: Guðmundur Óskarsson 7, Ey- jólfur Bragason 5(1), Magnús Teitsson 3, Guðmundur Þórðarson 3, Eggert ísdal 3, Björgvin Elíasson 2, og Magnús Andrésson 1. FH náði upp spennunni ■ FH-ingar náðu heldur betur upp spennunni í fyrstu deildarkeppninni á laugardag, þá sigruðu þeir Víkinga 24-21 í spennandi ogskemmtilegum leik. Stað- an í hálfleik var 12-8 FH í hag. Víkingar hófu leikinn vel, höfðu frum- kvæðið og náðu forystu 5-2. En þá hrökk Effháið í gang og skoraði 3 mörk í röð. Víkingur hafði yfir 6-5 og 7-6, en FH komst yfir 8-7. Jafnt 8-8, og þá byrjaði dálítið vitleysislegt tímabil. Víkingar léku eins og byrjendur það sem eftir var hálfleiksins, og FH skoraði 4 næstu mörk, hefði þó getað skorað 8 á þessu tímabili, en færin voru mjög illa notuð á báða bóga. i síðari hálfleik var aldrei um það að ræða að Víkingar jöfnuðu, mun- urinn þetta 34 mörk, en þó ríkti spenna í lokin, þá munaði bara tveimur mörkum, og allt líklegt til að gerast. FH-ingar héldu þó haus og vel það, sigruðu 24-21. Pálmi Jónsson var bestur FH-inga í leiknum, skoraði 6 mörk og fiskaði boltann oft af Víkingum. Þá var Kristján traustur. Hann skoraði líka 6. Aðrir sem skoruðu fyrir FH voru Hans Guðmundsson 5, Guðmundur Magnús- son 3, Sveinn Bragason 2, Guðjón Árnason 1 og Valgarð Valgarðsson 1. Guðmundur Guðmundsson var bestur Víkinga, skoraði 5 mörk. Viggó Sigurðs- son skoraði líka 5,öll úr vítum. Sigurður Gunnarsson var góður í síðari hálfleik, skoraði 4 mörk, Þorbergur Aðalsteins- son 3, Steinar Birgisson 2, Ólafur Jóns- son 1 og Árni Indriðason 1. Haraldur Ragnarsson markvörður FH varði mjög vel í leiknum, og Ellert Vigfússon varði einnig vel. s Ahugalaus- ar Stjörnur ■ KR sigraði Stjörnuna á laugardag 27-20. Staðan í hálfleik var 13-10 KR í hag. Stjörnumenn voru í þessum leik eins og áhugalausir. og er þetta eiginlega í fyrsta sinn sém merkja hefur mátt uppgjöf hjá þessu liði í vetur. Leikurinn fór jafnt af stað og jafnt lengst af í flestum tölum þar til kómið var í 9-9. KR-ingar sigu þá fram úr og 13-10 í hálfleik. í byrjun síðar hálfleiks jöfn- uðu Stjörnunar og allt.virtist geta gerst, 16-16. En KR-ingar léku vel meðan skin Stjarnanna smá minnkaði og í lokin gerðu KR-ingar út um leikinn með vel útfærðum hraðaupphlaupum sem voru auðveld vegna áhugaleysis Stjörnu- manna. Það er staðreynd að meirihluta umferðarslysa og -óhapþa hefði mátt afstýra með því einu að fylgja reglum og aka með fullri athygli og skynsemi. Eftir að slysin hafa átt sér stað er of seint að spyrja sjálfan sig, HVAÐ EF: ég hefði virt aðalbrautarréttinn, miðað ökuhraðann við aðstæður, spennt öryggis- beltin eða notað ökuljósin? Hvað ef ég hefði aðeins verið vakandi gagnvart reiðhjólinu eða gangbrautinni og baminu? Hvað ef. . . ? Láttu ekki umferðina dæma þig til að iðrast og syrgja. i ! Útrýmum þessari dauðans óvissu í umferðinni og I fækkum slysum. SAMVINNU TRYGGINGAR KLÚBBASNIR ÖKUGGUR AKSTUB ■ Kristján Arason varð markahæstur leikmanna í úrslitakeppni fyrstu deildar, eins og í deildinni sjálfri. Hér er hann í leiknum gegn Víkingi á laugardag. Þessi frábæra mynd Róberts er dæmigerð fyrir leikinn, aUt í járnum. FH-ingar settu nýja spennu í mótið þegar þeir sigruðu Víking, en það dugði ekki, Víkingar sigruðu í leiknum sem eftir var. Mörkin í leiknum: KR Gunnar Gísla- son 6, Alfreð Gíslason 6, Anders Dahl Nielsen 6, Haukur Ottesen 3, Jóhannes Stefánsson 3, Guðmundur Albertsson 2 og Haukur Geirmundsson 1. Stjarnan: Eyjólfur Bragason 7, Magnús Teitsson 4, Eggert fsdal 4, Björgvin Elíasson 3, Guðmundur Þórðarson 1, og Magnús Andrésson 1. Víkingarnir íslands- meistarar Það var mikil spenna ríkjandi fyrir Jeik Víkings og Stjörnunnar á sunnu- dagskvöldið. Víkingar þurftu að vinna til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn, en yrði jafntefli höfðu FH-ingar mögu- leika á að fá aukaleik með sigri á KR. Ef Víkingar myndu tapa, þá höfðu KR og FH möguleika, FH á titlinum með því að sigra ÍR, aukaleik við Víking með jafntefli, en KR aukaleik við Víking ef þeir ynnu FH. Eins og einn titrandi Víkingur sagði fyrir leikinn: „Annað hvort verður þetta stór- sigur Víkinga, eða allt í járnum og fer þá einhvern'veginn". Sá fór nálægt því, leikurinn var í járnum lengst af, en endaði þó sem stórsigur sem varð stað- reynd rétt í lokin, en eins marks munur hafði verið lengi þá. Víkingar sigruðu 24-18. Staðan í hálfleik 11-9 Víkingi í hag. Víkingar hófu þennan leik eins og meistarar, eftir að Stjarnan skoraði sitt fyrsta mark. Komust í 7-2, og 11-6, en þá vaknaði Stjarnan. I síðari hálfleik sótti Stjarnan sig mjög og minnkaði muninn í 13-12, og eins marks munur lengi 15-14,16-15 og 17-16. Þáfórafstað Viggó nokkur Sigurðsson sem sýndi allar sínar bestu hliðar og Víkingur komst í 20-17. Eftir það fékk ekkert stöðvað Víkinga, og auk þess sem þeir voru mun betri, var með þeim svokölluð meistaraheppni. Brynjar Kvaran og EII- ert Vigfússon vörðu vel í leiknum, og Eggert Guðmundsson sem var í Vík- ingsmarkinu hálfan fyrri hálfleik stóð sig líka vel. Mörkin: Víkingur: Viggó Sigurðsson 8(1), Þorbergur Aðalsteinsson 5, Guð- mundur Guðmundsson 3, Ólafur Jóns- son 3, Hilmar Sigurgíslason 2, Sigurður Gunnarsson 2, Árni Indriðason 1. Stjarnan: Eyjólfur Bragason 5, Eggert ísdal 4, Guðmundur Þórðarson3, Magn- ús Teitsson 2, Magnús Andrésson 2, Björgvin Elíasson 2, Guðmundur Ósk- arsson 1. Aumur leikur Síðasti leikur íslandsmótsins í hand- knattleik, það er að segja fyrstu deild karla var milli FH og KR á sunnudags- kvöldið. Úrslit í fslandsmótinu orðin Ijós, hvorugt liðið gat orðið meistari lengur, og leikurinn bar kannske dálítinn keim af því, alla vega hvað FH varðaði. f þessum leik réðist hver hlyti silfurverð- launin í fyrstu deildarkeppninni, FH hafði 14 stig fyrir leikinn, en KR 13. Þetta var léttur sigur hjá KR, lokatölur 26-19 í hálfleik 10-5 KR-ingar höfðu frumkvæðið í leiknum allan tímann, 4-1 og 7-2 og áfram var haldið í 10-5. Það sem gladdi augað í fyrri hálfleik var að markverðirnir, Haraldur Ragnarsson í FH markinu, og Jens Einarsson í KR markinu vörðu snilldarlega. Jens 10 skot í fyrri hálfleik, Haraldur 14. Á þessu sést hver skotanýt- ing og sóknarnýting FH er léleg í fyrri hálfleik, þeir eiga 15 skot sem hitta markið, en KR-ingar 24. 1 síðar hálfleik sama sagan, leikurinn hálfaumur. KR komst í 14-6, og örlög FH ráðin í leiknum. Mestur varð munur- inn 11 mörk, 24-13. FH klóraði aðeins í bakkann í lokin. Mörkin KR: Alfreð Gíslason 6, Stefán Halldórsson 6, Gunnar Gíslason 5, Guðmundur Albertsson 5, Jóhannes Stefánsson 2, Anders Dahl 2. FH: Hans Guðmundsson 5, Guðmundur Magnús- son 4, Kristján Arason 3, Teódór Sig- urðsson 2, Pálmi Jónsson 2, Guðjón Árnason 1, Sveinn Bragason 1, og Finnur Árnason 1. Markverðirnir vörðu vel, Jens Einars þó sérstaklega í heild- ina, alls 19 skot. Lokastaðan Úrslit í leikjum úrslitakeppninnar um hclgina urðu þessi: FH-Stjarnan..................26-24 Víkingur-KR .................26-19 FH-Víkingur..................24-21 KR-Stjarnan..................27-20 Víkingur-Stjarnan............24-18 KR-FH........................26-19 Lokastaðan varð þannig: Víkingur ....... 12 8 1 3 275-261 17 KR............... 12 7 1 4 284-264 15 FH............... 12 6 2 4 272-272 14 Stjarnan .... 12 1 0 11 242-276 2 Markahæstu leikmenn í úrslitakeppn- inni: Kristján Arason FH 79/28 Eyjólfur Bragason, Stjörnunni, 70/24 Þorbergur Aðalsteinss., Vík. 62/16 Gunnar Gíslason, KR 60/30 Hans Guðmundsson, FH 59/4 Sig. Gunnarss., Vík. 59/12 Alfreð Gíslason, KR 55 Italir dottnir út? ítalir töpuðu á laugardag f Evrópukeppni landsliða fyrir Rúmenum 0-1 í Búkarcst. Eftir þennan ósigur eru möguleikar ítala til að komast áfram í keppninni mjög takmarkaðir, og eru háðir óvæntum úrslitum annarra leikja. ítalir höfðu áður gert þrjú jafntefli, m.a. gegn Kýpur, og eru ítalir að vonum óánægðir með árangur sinna manna, sem urðu ef einhver skyldi hafa misst af því heimsmeistarar sl. suniar. Boloni skoraði mark Rúmena en yfir 80 þús. áhorfendur voru á leiknum. Á laugardag léku einnig Tckkar og Kýpurbúar, og unnu Tékkar stóran sigur, 6-0. Staðan í riölinum er nú þessi: Rúmenía............. 4 3 10 6-1 7 Tékkóslóvakía .......4 13 0 10-4 5 Svíþjóð . . . ......3 111 3-4 3 Ítalía.............. 4 0 3 1 2-3 3 Kýpur............... 5 0 2 3 3-12 2 Ítaiir reiðir Fjölmiðlar á Ítalíu voru mjög reiðir útaf tapi itala í Evrópukeppninni gegn Rúntenum, og sögðu ítölsku blööin m.a. á sunnudag: „Heimsmeistaratitill okkar er nú safngripur, liðið sem vann hann er ekki lengur til". Annaö blað sagði í aðalfyrirsögn: „Einusinni var lið frá Italíu sem varð heimsnteistari í - knattspyrnu1’. Hætt er við að Enzo Bearzót og menn hans hafi ekki fengiö líkar viðtökur viö heimkomuná, og þær sem þeir fengu sl. stimar, þegar þeir komu frá Spáni. Finnar náðu jafntefíi Finnar léku við Pólverja á laugardag í 5. riðli í Evrdpukeppni landsliða í knattspyrnu í Varsjá. Finnar náðu jafntefli, 1-1, en Pólverjar skoruðu bæði mörkin, Smolarek skoraði úr víti, og varnarmaðurinn Janas gerði sjálfsmark. Staðan í riðlinum er þessi: Portúgai ............ 2 2 0 0 4-14 Portúgal ............ 2 2 0 0 4-14 Sovétríkin .......... 110 0 2-0 2 Finnland ............ 4 0 1 3 3-81 Ungverjaland vann Ungvcrjaland vann Luxemborg í Evrópu- keppni landsliða i knattspyrnu í þriðja riðli á sunnudaginn í Búdapcst, 6-2. Staðan í riðli 3 er þessi: England......... 4 2 2 0 14-2 6 Ungverjaland.... 2 2 0 0 12-4 4 Danmörk..........2 110 4-3 3 Grikkland .......3 111 2-3 3 Luxemborg .......5 0 0 5 5-25 0 Víkingur vann tvisvar ■ Einn leikur var í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á laugardag, Víkingur vann Val 1-0. Víkingar léku aftur í gærkvöld í Reykja- víkurmótinu og þá gegn Ármanni og sigruöu 1-0. Víkingur eru nú efstir á mótinu með 4 stig eftir 2 leiki. Skagamenn unnu ■ Skagamenn unnu Hauka 2-0 í Hafnarfirði á laugardag í Litlu bikarkeppninni í knatt- spyrnti. Keílavík vann þá Breiðablik í Kópa- vogi 1-0 í söinu kcppni. Þetta voru fyrstu lcikir keppninnar. Magnús skoraði ■ Magnús Bergs skoraði gegn Antwerpen í leik liðs hans Tongeren gegn Antwerpen, Pétri Péturssyni og félögum á sunnudag. Pétur og félagar sigruðu 2-1. Úrslit urðu annars þessi: Waterschei-Seraing ...............0-3 Beveren-Fc Brugge ................4-0 Antwerp-Tongercn .................2-1 FC Liege- Bcerschot ..............3-0 Kortrijk-Anerlecht................1-5 Ghent-Winterslag .................2-1 CS Brugge-Lokeren.................3-0 Molcnbeek-Standard ...............0-2 1J.Í1ÚÍ' ÞRIÐJIJDAGUR 19. APRÍL 1983 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1983 íþróttir urnsjón Samúel Örn Erlingsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.