Tíminn - 18.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.04.1983, Blaðsíða 4
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 enska knattspyrnan MAN. UNITED OG BRIGHTON KEPPA Á WEMBUEY 21. ¦ Það voru Manchester United og Brighton sem sáu framundan sér úr- slitaleik hinn 21. maí næstkomandi, þegar upp var staðið eftir undaiiúr- slitaleikina í bikarkeppninni ensku á laugardaginn. Á meðan United menn og Brighton menn úðuðu ¦ sig kampa- víni og nutu sætsúrs bragðsins og sigursins voru Arsenul iiienii og Sheff- ieldmean með biturt bragð ósigursins á tungunni. Mancliester United komst í úrslit með því að sigra Arsenal 2-1 á Villa Park f Birmingham óg Brighton sigraði ShefTield Wednesday á High- bury í Lundúnum; Manchester United varð undir í leiknum gegn Arsenal, og um tíma virtist vera risinn annar stór dagur vonbrigða hjá United á stuttum tíma enda markið þess eðlis sem þeir fengu á sig. Gary Bailey markvörður United missti frá sér sakleysislega fyrirgjöf, Júgóslavinn Vladimir Petrovic náði boltanum og renndi honum fram fyrir markið þar sem Tony Woodcock þurfti lítið annað að gera en renna knettinum í netið af stuttu færi. En eftir að Brian Robson fyrirliði Manchesterliðsins jafnaði 10 mínútum eftir leikhlé var aðeins umferð i' eina átt í þessum leik, í átt að marki Arsenal, þar sem George Wood var til varnar. Eftir margar tilraunir Manc- hester United, varð það að lokum unglingurinn í liðinu, hinn 17 ára gamli Norman Whiteside frá írlandi sem skoraði eftirminnilegt mark með þrumuskoti, og 2-1 sigur strákanna frá Old Trafford staðreynd. Jimmy Case, fyrrum eftirlæti í Li- verpool er orðinn hetjafallbaráttuliðs- ins Brighton, sem svo mjög hefur komið á óvart í bikarkeppninni í vetur. Case skoraði sigurmarkið gegn Ljverpool á dögunum, í sigri sem hristi hreinlega Bretlandseyjar eins og Suðurlandsskjálfti. Case skoraði aftur í sigri Brighton á Norwich, sigrinum sem færði Brighton sæti í undanúr- slitum bikarkeppninar. Case hélt upp- teknum hætti í þessum leik gegn Sheff- ield Wednesday, hann skoraði fyrsta mark Brighton með þrumufleyg af 25 metra færi, og átti stærstan þátt í sigurmarkinu sem kom nokkru síðar, átti þrumufleyg að marki Wednesday og miðframherjinn Michael Robinson tók við knettinum úr höndum mark- varðar Wednesday, Bob Boulder, sem ekki hélt þrumuskoti Jimmys Case, og skoraði af stuttu færi. Það var Júgó- slavneski leikmaðurinn með Wednes- day, Ante Miocevic sem hafði jafnað millum þrumuskota Case, en það kom fyrir ekki. Um leið og Brighton náði úrslitasæt- inu í bikarkeppninni, og lék þar af leiðandi ekki í deildinni, féll liðið niður í neðsta sæti fyrstu deildar, að vísu með leik til góða. Allt útlit er nú fyrir að Brighton þurfi að eiga mjög góða leiki það sem eftir er af deildinni ef þeir ætla ekki að falla í aðra deild. Fari svo að Brighton falli en vinni leikinn 21.maí eru þeir fyrsta liðið í sögu knattspyrnu á Bretlandseyjum,. sem vinnur bikarinn og feilur í aðra deild á sama keppnistímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Brighton kemst í úrslit í bikarkeppninni, en Manchester United hefur orðið bikarmeistari fjórum sinnum á 74 ára ferli félagsins og sækir örugglega fast að ná titlinum í fimmta sinn. ¦ Norman Whiteside er yngsti leikmaður sem skorað hefur mark í úrslitaleik á Wembley. Á myndinni er hann nýbúinn að skora gegn Liverpool í úrslitaleik mjolkurbikarsins. Whiteside skoraði gegn Arsenal í undanúrslitum mjólkur- bikarsins, og nú sigurmarkið gegn þeim í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þessi 17 ára gamli Iri ætlar að reynasf Manchester United drjúgur, ef hann heldur uppteknum hætti. LIVERP00L LA A THE DELL - FOREST LAGÐI WATFORD — Botnbaráttan og baráttan um Evrópusætin f algleymingi ¦ Það þykja ekki orðið nein tíðindi að heyra um sigur Liverpúol um helgar á Englandi, en öðru máli gegnir um ef þetta ágæta lið tapar leik. Það gerist í fjórða sinn í deildarkeppninni í allan vetur nú á faugardag. Þá fóru Liver- poolstrákarnir til Southampton, og þar voru heimamenn sterkari og lögðu þá rauðu að velli 3-2. Það verður því einhver bið á að Liverpool vinni sér inn þessi 4 stig sem þeir þurfa til þess að verða 100% öfuggir með titilinn, Manchester United eitt getur náð Li- verpool, getur náð 84 stigum, ef þeir vinna alla leiki sem þeir eiga eftir, en Liverpool hefur 81 nú. Liverpool þarf að öllum líkindum ekki fleiri stig, þar eð þó Manchester United sé ágætt lið, er ólíklegt að það taki slíka rispu, að vinna 8 leiki í röð. Önnur tíðindi helst af Englandi uni helgina voru að Wat- ford steinlá á útivelli fyrir Nottingham Forest, 3-1, Birmingham náði í dýrmæt stig á botninum, og Manchester City sigraði nú í fyrsta sinn í nokkurn túna, þeir unnu að vísu leik um daginn, en þá höfðu þeir tapað ótrúlega mörgum leikjum í röð. Meðan að yfir 100 þúsund manns ' voru að fylgjast með undanúrslita- leikjum bikarkeppninnar, var deilda- keppnin í fullum gangi. Þegar United og Brighton voru að senda korktapp- ana í loft upp, urðu Liverpool menn aðeins að bíða með sína tappa, og láta þá rykfalla örlítið enn inni í geymslu. Það var í Southampton sem meistar- arnir lágu, og það í skemmtilegum og- spennandi „gamaldags" markaleik, Southampton skoraði fyrst, Steve Moran skoraði úr vítaspyrnu eftir að Bruce Grobbelar markvörður hafði fellt Martin Foyle. Kenny Dalglish jafnaði fyrir Liverpool, og Craig John- ston kom meisturunum yfir. Southam- pton gafst ekki upp, jafnaði á 17. mínútu, þar var að verki Nick Holmes, og hann var ekki hættur, skoraði sigurnarkiðá 42. mínútu, og ekkert var meira skorað í leiknum, sem var skemmtilegur og spennandi, aragrúi marktækifæra sem ekki var notaður, og var leiknum mjög hrósað af enskum. Watford tapaði 1-3 fyrir Nottingham Forest í leik hinna glötuðu tækifæra. Luthef Blissett skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Watford, en það dugði ekki til, félagar hans fundu ekki markið, og Ian Bowier jafnaði fyrir Forest. Steve Hodge skoraði 2-1 fyrir Forest og Peter Devinport skoraði sigurmarkið. Watford var talið betra í leiknum þrátt fyrir tapið, en það eru mörkin sem tala. Alan Brazil ætlar að reynast Totten- ham gullmoli, hann skoraði tvö mörk í sigri Tottenham á Ipswich 3-1, einmitt gegn sínu gamla liði. Norwich að komast ílognið Tvö mörk í síðari hálfleik sem John Deehan gerði, færðu Norwich inn á nokkuð lygnan sjó í fyrstu deild á laugardag, en þá var leikinn frestaður leikur Norwich og Sunderland frá því fyrr í vetur. Deehan skoraði á 48. og 63. mínútum, og 43 stig eru nú í höfn hjá Norwich, og fallhrollurinn ekki eins yfirþyrmandi eins og áður. Áhorfend- ur tæp 16 þús. Fallhrollurinn stendur aðeins nær þeim í Luton, en samt sigla þeir fyrir nokkrum byr burt af botninum, liðið gerði jafntefli á laugardag gegn Notts County á County Ground í Notting- ham, og hafði sigrað í tveimur leikjum í röð þar á undan. Það leit þó ekki vænlega úr fyrir Luton, Notts County átti aragrúa tækifæra í fyrri' . hálfleik, sem liðið þó ekki nýtti sér og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að John Chiedozie braut ísinn. Þetta mark virtist ætla að ráða úrslitum, en einni mínútu fyrir leikslok jafnaði Mal Donaghy fyrir Luton beint úr auka- spyrnu. Áhorfendur í Nottingham um 10 þús. Swansea byrjaði vel á móti Stoke á Wetch Field í Swansea, skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, og var þar að verki Jeremy Charles. En Swansea missti tökin á leiknum eftir þetta mark, og Stoke jafnaði á 56. mínútu. Micky Thomas skoraði eftir horn- spyrnu lans Painter. Áhorfendur á Vetch Field rúmlega 10 þúsund. Það var allt útlit fyrir jafntefli í rólegheita leik, sem í reynd'var víst hálfleiðinlegur á að horfa, í Coventry, þegar Birminghamstrákarnir komu þangað í heimsókn. Sú varð þó ekki raunin, því að John Phillips skoraði sigurmark fyrir Birmingham tveimur mínútum fyrir leikslok, og Birming- ham gat víst örugglega notað þau stig. Sólargeisli á Maine Road Manchester City hrifsuðu einn sól- argeisla til sín í svatnættið sem hefur umlukið þá undanfarið með því að sigra West Ham á Maine Road í Manchester. Tvö mörk snemma í leiknum gerðu út um hann, gullfallegt skallamark Bobbys Mc Donald á 14. mínútu og vítaspyrna sem Dennis Tueart skoraði úr á 21. mínútu. Þessi sigur gæti reynst nægilega þungur á metunun til þess að Manchesterliðið haldi sæti sínu í fyrstu deild, nokkuð sem ekki var á spánni hjá mörgum í haust, að City mundi heyja fallbaráttu nú undir vorið. Þau þrjú lið sem eru á botninum nú eru Brighton með 35 stig og á 6 leiki eftir, og Birmingham og Swansea með 37 stig og eiga bæði eftir 5 leiki. Þau lið sem eru í töluverðri fallhættu eru: Luton með 41 stig og á 6 leiki eftir, Norwich með 43 stig og 6 leiki eftir, Manchester City með 44 stig og fjóra leiki eftir, og Sunderland með 44 stig og 6 Ieiki eftir. Queens Park Rangers héldu sæti sínu á toppi annarrar deildar, án þess að leika, enda höfðu þeir fyrir fjögurra stiga forskot. Þeir hafa 72 stig. Úlfárnir hafa 69, Fulham 63,Leicester heldur áfram að sækja í þriðja sætið að minnsta kosti, eru meðól stig. Fulham gerði jafntefli við jafnteflisprinsana á Elland Road í Leeds, og það gerðu einnig Úlfarnir heima markalaust gegn Boltunum. Á meðan sigraði Leicester Rotherham örugglega 3-1 heima hjá sér á Millmor Ground. Úrslit ¦ Madan etur ieiki helgarrniiar er nu þessi: 1. deild: Liverpool----- 37 24 9 4 85-29 81 Watford..... 37 20 4 13 67-48 64 Manch. Unit. . 34 16 12 6 46-26 60 Aston Villa .. 36 18 4 14 53-44 58 Nott. Forest.. 37 Í6 8 13 52-46 56 Stoke City ... 37 16 7 14 51-52 55 Southampt... 37 15 10 12 50-51 55 Tottenham .. 36 15 9 12 54-46 54 WestHam .. 36 16 4 16 57-54 52 Everton.....36 14 9 13 55-45 51 West Bromw . 36 12 11 13 47-46 47 NottsCounty. 38 13 7 18 50-65 46 Covent City . 37 12 9 16 43-52 45 Sunderland .. 36 11 11 14 41-51 44 Manch. City . 38 12 8 ;8 45-64 44 NorwichCity. 36 11 10 15 42-52 43 Luton Town . 36 10 11 15 58-73 41 Swans. City .37 9 10 18 46-59 37 Birm. City ... 37 8 13 16 33-53 37 Brighton ----- 36 8 11 17 34-62 35 -. (iL'lltl Q.P.R. ... 35 22 6 7 68 30 72 Fulham ... 36 18 9 9 59 40 63 Leicester ... 37 18 7 12 67 41 61 Leeds.....36 13 17 6 46 39 56 Oldham------37 12 18 7 55 39 54 Newcasfle . 36 14 12 10 58 47 54 Barnsley .. 36 14 11 11 54 46 53 Shefí. Wed .. 35 13 13 9 51 39 52 Shrewsb. .. 37 13 13 11 44 44 52 Blackburn . 37 13 10 14 51 52 49 Cambridge . 37 11 U 15 37 52 44 Grimsby ... 37 12 8 17 43 64 44 Cariisle ... 37 11 10 16 63 63 43 Derby.....37 8 18 11 44 51 42 Middlesbr. . 37 10 12 15 43 65 42 Chelsca ... 37 10 11 16 48 56 41 Chariton ... 36 11 7 18 50 76 40 Crystal P ... 36 9 12 15 35 46 39 Bolton.....37 10 9 18 39 56 39 Rotherham .. 37 9 12 16 38 59 39 Burnley ... 35 9 6 20 48 60 33 ¦ Úrslitin á laugardaginn í ensku knattspyrnunni urðu þessi: Bikarkeppni, fjögurra liða úrslit: Arsenal-Man. Utd. 1-2 Brighum-Sheffidd Wed. 2-1 2. deild: Covcntry City-Birminghara j'0-1 Manchester City-West Ham 2-0 Norwich City-Sunderland 2-0 Notts County-Luton 1-1 Southampt.-Liverpool 3-2 Swansea City-Stoke City l-l Tottenham-Ipswich Town 3-1 Watford-Nottingham For 1-3 2.deild: Blackburn-Crystai Palace 3-0 Cambridge-Shrewsbury Ö-O Carlisle-Burnley . 1-1 Chelseá-Neweastle 0-2 Derby County-Barnsley 1-1 Grimsby-Middlesbrough 0-3 Leeds-Fulham 1-1 Leicester-Rotherham 3-1 Wolverhampt-Bolton 0-0 3. deild: Bradford City-Millwall 0-0 Brentford-Walsall 2-3 Brisfol-Preston 3-2, Chesterfield-Exeter 1-3 Doncaster-Oxford 0-1 Lincoln-Wrexham 2-0 Newport-Portsmouth 0-3 Orient-Huddersf 1-3 Plymouth-Sheffield 3-1 Reading-Gillingham 0-0 Southend-Bourrtemouth 0-0 Wigan-CardiffCity 0-0 Skotíand Skoska bikarkeppnin, fjögurra liða örslit: Aberdeen-Celtic 1-0 Rangers-St. Mirren 1-1 Úrvalsdeitd: / Mortbn-Hibernian 0-1 Staðan f Skotlandi er nnú þessi: Celtic....... 31 22 5 4 77-30 49 Dundee Utd.. 31 19 8 4 73-32 46 Aberdeen ... 30 20 4 6 60-24 44 Rangers.....31 10 12 9 41-34 32 St. Mirren ... 31 8 11 12 37-44 27 Hiabernian .. 31 7 13 11 34-42 27 Dundee .....31 8 10 13 38-46 26 Motherwell .. 31 10 4 17 36-61 24 Norton...... 32 6 8 18 30-64 20 KUm&rnock .. 31 3 9 19 25-74 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.