Tíminn - 26.04.1983, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983
14
fþróttir
enska knattspyrnan
Nú skeiðar Norwich
upp stigatöfluna! í»i
— sigradi Liverpool á Anfield
Road 2-0 um helgina -
Watford lá á Old Trafford
I Brian Talbot (t.v.) fór ekki eins halloka um helgina eins og hann fer á
þessi mynd. Hann skoraði öll mörk Arsenal á Highbury gegn Manchester
United, þau voru þrjú.
■ Norwich, lið sem er búið að vera
botnlið í allan vetur hefur tekið umtals-
verðan sprett undanfamar vikur. Nú
síðast á laugardag sigraði liðið Liver-
pool nokkuð sannfærandi á Anfield
Road, og gerði að veruleika fyrsta
ósigur meistaranna á heimavelli í 27
leiki. Þetta var einnig 9. leikur Nor-
wich í röð án taps, og er liðið nú með
49 stig, og nánast úr fallhættu. Á
meðan þetta gerðist á laugardag, sigr-
aði Manchester United Watford á Old
Trafford, og getur enn náð Liverpool
að stigum og markahlutfalli, þó sá
möguleiki sé heldur langsóttur. I ann-
arri deild tryggði Queens Park Ran-
gers sér fyrstu deildar sæti, með 1-0
sigri á Leeds.
Liverpool er enn með 81 stig í fyrstu
deild. Manchester United hefur 63
stig, og sá möguleiki er fyrir hendi, þó
eins og áður er sagt langsóttur sé, að
Manchester United næli í Englands-
meistaratitilinn. Fari menn að leika sér
með tölur kemur það í ljós, að ef
Liverpool tapar öllum leikjunum sem
það á eftir í deildinni, þeir eru alls
fjórir, og Manchester United vinnur
alla leikina sem það á eftir, þeir eru
sex, eru félögin jöfn að stigum. En það
er ekki nóg fyrir Manchester United.
Liverpool hefur 54 mörk í plús, en
Manchester United 20. Þannig yrðu
úrslit í leikjum liðanna sem eftir eru að
verða algjört „frík“ ef svo á að fara að
Manchester United verði meistari.
Þess vegna segist það hér, eins og oft
hefur verið sagt áður að Liverpool eru
orðnir Englandsmeistarar, ef „fríkúr-
slit“ koma ekki á löngu færibandi.
Aðdáendur Liverpool, sem þegar
eru búnir allflestir að óska sínum
mönnum til hamingju með Englands-
meistaratitilinn, alla vega í huganum,
biðu eftir þvt á laugardaginn að reka
upp endanlegt siguröskur. En tæki-
færi til þess kom bara alls ekki. Allt
gekk Liverpool í óhag þennan daginn,
og á 52. mínútu leiksins varð Mark
Lawrenson, hinum írska varnarmanni
Liverpool það á að stinga sér og skalla
hörkufyrirgjöf frá Mark Barham, með
þeim afleiðingum að knötturinn sveif í
netið hjá Bruce Grobbelaar, sem enga
vörn gat við þessu veitt. Hetjulegir
varnartilburðir urðu að martröð.
Liverpool lék öflugan sóknarbolta það
sem eftir var leiks, til þess að jafna þó
■ Vel getur farið svo, að skoska
stórliðið Aberdeen nái einkar athygl-
isveðri þrennu á þessu keppnistíma-
bili. Aberdeen er komið í úrslit
Evrópukeppni Bikarhafa, leikur þar
gegn Real Madrid, er komið í úrslit
skosku bikarkeppninnar, hvar það
leikur gegn St. Mirren og hefur nú
ágæta stöðu í skosku deildinni, er í
þriðja sæti, fjórum stigum á eftir
Dundee United, og þremur á eftir
Celtic, en á tvo leiki til góða. Það
iagaði stöðu Aberdeen mjög í skosku
úrvaisdeildinni, að liðið sigraði topp-
liðið Celtic á laugardag, 1-0, þó svo að
Dundee United skytist á toppinn með
4-0 sigri á botnbaráttuliðinu Kilmar-
nock.
Mark McGee skoraði mark Aber-
deen með skalla, og það var nóg til að
ekki væri meira, eitt stig í viðbót er
nefnilega nóg fyrir meistaratignina.
En það fór á annan veg, á 72. mínútu
innsiglaði Martin O’Neil sigur Norwich
með sérlega skemmtilegu marki, skoti
af 30 metra færi sem klauf loftið og
hafnaði efst í markhorninu hjá Grobb-
elaar. Rúmlega 37 þús. áhorfendur sáu
leikinn, og sáu ekki fleiri mörk en þessi
tvö.
Cunningham byrjar vel
Laurie Cunningham, sem Manchest-
er United fékk að láni hjá Real
Madrid, þar sem strákur hefur átt við
mikil meiðsli að stríða og ekki komist
í lið sl. 8 mánuði, byrjar vel í lánstúrn-
um. Cunningham skoraði fyrsta mark
Manchester United gegn keppinaut-
unum frá Watforde, á 50. mín. eftir að
Steve Sherwood markvörður hafði
ekki haldið fastri hornspyrnu frá
Wilkins. Tólf mínútum síðar var Frank
Stapleton felldur innan vítateigs og
Ashley Grimes skoraði örugglega úr
vítaspyrnunni, 2-0 og ekki fleiri mörk.
Þessi sigur Manchester United kemur
áreiðanlega til með að vega þungt í
baráttunni um annað sætið í fyrstu
deild. Þar er Watford reyndar enn, en
Manchester United hefur einu stigi
minna, og tveimur leikjum færra.
Áhorfendur á Old Trafford voru rúm-
lega 43 þús.
Leeds-maðurinn
reynist vel
Terry Connor, nýkeyptur frá Leeds
United til Brighton, ætlar að reynast
vel, ef svo fer sem horfir. Hann
skoraði sigurmark Brighton gegn Co-
ventry í Brighton á laugardag, á 79.
mín. Þrjú stig þar gefa Brighton þessu
liði, sem leikur í maí á Wembley um
bikarinn gegn Man. Utd. og heyr nú'
harðvítuga fallbaráttu í 1. deild, nýja
og betri von um að halda sæti sínu í
deildinni. Von sem þó var skyggð
samdægurs með 3-1 sigri Luton á
Swansea, og 1-0 sigri Birmingham á
Everton. Sigurinn var ekki útgjalda-
laus, Jimmy Case, sem skorað hefur í
þremur síðustu leikjum liðsins í bikar-
keppninni, varð að fara út af vegna
meiðsla á ökkla, og bakvörðurinn
Chris Ramsey var rekinn út af í annað
sinn í þessum mánuði. Áhorfendur í
Brighton voru rúmlega 14 þús.
fyrstaÚnarkið gegn Kilmarnock á 14.
mín., og þr'iðja fyrir leikhlé. John Holt
skoraði í millitíðinni, og Paul Sturrock
bætti ffóíða markinu við rétt fyrir
leikhléT ,
Rangers sem er úr leik hvað varðar
meistaratitla þetta árið, hélt áfram
baráttunni fyrir UEFA sæti með góð-
um árangri, sigraði Morton 2-0. John
McUonald skoraði á 34. mín., og Ian
Redford bætti við öðru eftir leikhlé.
Frank McCavennie skoraði þrennu
í 4-0 sigri St. Mirren á Motherwell,
stórar tölur af eða á hjá Jóhannesi
Eðvaldssyni og félögum þessa dagana,
á meðan Hibernian varð að láta sér
lynda jafntefli, án marka gegn Dund-
ee. v
Það var allt útlit fyrir jafntefli án
marka í Birmingham, þegar Robert
Hopkins skallaði boltann í mark Ever-
ton tveimur mínútum fyrir leikslok, og
rúmlega 11 þúsund áhorfendur í Birm-
ingham gátu fagnað sigri sem gaf liðinu
þrjú dýrmæt stig í botnfenjabarátt-
unni.
Talbot gerði þrjú
Brian Talbot var í essinu sínu með
Arsenal á laugardag. Hann skoraði öll
þrjú mörk Arsenal á Highbury gegn
Manchester City, sem siglir hraðbyri
niður stigatöfluna, og er nú komið á
verulega hættulegt svæði. Tvö fyrstu
mörk Talbots voru lögð upp af Kenny
Sansom, á 24. og 70. mín., og það
þriðja fimm mínútum fyrir leikslok
skoraði Talbot viðstöðulaust eftir
hornspyrnu. Tæplega 17 þús. áhorf-
endur sáu leikinn á Highbury.
Stoke hafði lengi vel forystu gegn
Southampton 1-0 eftir mark George
Berry á 59. mínútu, og allt leit út fyrir
heimasigur. En þremur mínútum fyrir
leikslok missti markvörður Stoke, Pet-
er Fox boltann frá sér og David
Wallace jafnaði. Leikmaður Stoke og
fyrrum stjarna Southampton og enska
landsliðsins, Dave Watson, var heiðr-
aður sérstaklega fyrir leikinn þar sem
hann lék þarna í síðasta skipti fyrir
Stoke, áður en hann gengur í raðir
Vancouver Whitecaps í Bandaríkjun-
um. Áhorfendur tæplega 15. þús.
Walsh byrjaður aftur
Paul Walsh, sem ekki hefur skorað
í 13 deildarleikjum fyrir Luton vaknaði
hressilega til lífsins á laugardag, skor-
aði öll þrjú mörk Luton sem dugðu til
þess að sökkva Swansea þennan
daginn, enda ekkert þeirra gert fyrr en
í síðari hálfleik. Walsh skoraði á 55. og
74..mínútu, fimm mínútum fyrir leiks-
lok skoraði Bob Latchford sitt 30.
mark á keppnistímabilinu fyrir Swan-
sea, en mínútu síðar átti Walsh síðasta
orðiö. Rúmlega 11 þús. áhorfendur.
West Ham er á mikilli uppleið þessa
dagana, hefur leikið hvern góðan leik-
inn af öðrum undanfarið. Álaugardag-
inn sigraði West Ham Aston Villa,
sem þrátt fyrir þetta tap gæti blandað
sér í baráttu Man Utd. og Watford.
Dave Swindlehurst skoraði gott mark
á 58. mínútu í sínum fyrsta leik eftir
meiðsli nú í smátíma, og 13 mínútum
fyrir leikslok bætti Billy Bonds um
betur, tók klasSasendingu frá Alan'
Devonshire, og skoraði með föstu lágu
skoti, 2-0.
Finninn skoraði á
fyrstu mínútu
Aki Lahtinen, tengiliðurinn snjalli
frá Finnlandi, sem leikur með Notts
County skoraði strax á fyrstu mínútu í
leik County gegn hinu Nottingham
liðinu, Forest. Nottingham Forest sigr-
aði þó, Kenny Swain jafnaði á 13.
mín., og Mark Procton skoraði sigur-
markið átta mín síðar. Rúmlega 25
þúsund áhorfendur í Nottingham.
Derek Statham, landsliðsvarnar-
maður Englands tiltölulega nýbakað-
ur, gerði slæm mistök sem Steve Archi-
bald færði sér vel í nyt á 29. mín. og
sjötta tap West Bromwich Albion varð
staðreynd, Tottenham fór með stigin.
Tæplega 15 þúsund áhorfendur.
John Wark skoraði tvisvar fyrir
Ipswich á laugardag gegn Sunderland.
Wark skoraði fyrsta mark Ipswich á
36. mínútu, Paul Mariner bætti öðru
við á 44. mín, en Nick Pickering
svaraði fyrir Sunderland á 68. mín.
Wark var aftur á ferðinni á 77. mín.,
og Robert Turner átti síðasta orðið
fyrir Ipswich einni mínútu fyrir leiks-
lok. Áhorfendur í Ipswich voru rúm-
lega 16. þús.
Enn sömu á botninum
Swansea með 37 stig, Brighton með
39 stig og Birmingham með 40 eru enn
líklegust til að falla í aðra deild, þegar
litið er á stigatöfluna. Þó er eins líklegt
að Manchester City falli, eins og
málum er komið, þeir eru næst fyrir
ofan ásamt Luton með 44 stig. City
hefur þó leikið einum leik fleira en öll
hin fjögur. Sunderland og Coventry
eru líka á hættusvæði, bæði með 45
stig.
Queens Park Rangers eru nú með 78
stig í annarri deild, og geta ekki annað
en verið meðal þriggja efstu, þegar
upp verður staðið. Þeir eiga fimm leiki
eftir. Úlfarnir höfðu fyrir helgina 69
stig og Fulham 66, bæði áttu eftir fimm
leiki. Úlfamir gerðu markalaust jafn-
tefli við Middlesbrough, og Fulham
tapaði 1-0 fyrir Leicester, og Leicester
hefur nú 64 stig, og virðist til alls
líklegt. Ian Wilson skoraði sigurmark
Leicester eftir 62 mínútna leik, aðeins
nokkrum sekúndum eftir að mark
Fulham, sem Gordon Davies hafði
skorað var dæmt af. Nú skilja liðin
bara tvö stig.
NÆR ABERDEEN
ÞREMUR TITLUM?
— á enn góda möguleika á
skoska meistaratitlinum
lpggjífpá grænröndóttu. Hjá Dundee
Úniftd var Derek Stark í stuði, skoraði
Urslit
■ Úrslitin á laugardag urðu þessi:
1. DEILD:
Arsenal-Manchester City 3-0
Birmingham-Everton 1-0
Brithton-Coventry 1-0
Ipswich-Sunderland 4-1
Liverpool-Norwich 0-2
Luton-Swansea 3-1
Manchester Utd.-Watford 2-0
Nottingham For.-Notts County 2-1
Stoke City-Southampton 1-1
West Bromwich-Tottenham 0-1
West Ham-Aston Villa 2-0
2. DEILD:
Barnsley-Blackburn 2-2
Bolton-Camhridge 2-0.
Burnley-Cheisea 3-0
Crystal Pal.-Grimsby 2-0
Fulham-Leiccster 0-1
Middlesbrough-Wolves 0-0
Newcastle-Charlton 4-2
Oldham-SheRicld 1-1
Q.P.R-Leeds 1-0
Rotherham-Derby 1-1
Shrewsbury-Charlisle 2-1
Stadam
Staðan eftir leiki heigarinnar er
þcssi:
1. DEILD:
Liverpool 38 24 9 5 85-31 81
Watford 38 20 4 14 67-50 64
Manc. Utd. 36 17 12 7 48-28 63
Aston Villa 38 19 4 15 54-46 61
Nott.For. 38 17 8 13 54-47 59
Tott. Hotspur 37 16 9 12 55-46 57
Stoke City 38 16 8 14 52-53 56
Southampton 38 15 11 12 51-52 56
WestHam Utd. 37 17 4 16 59-54 55
Everton 38 15 9 14 57-46 54
Ipswich Town 38 14 11 13 58-45 53
Arsenal 37 14 10 13 50-50 52
Norwich City 38 13 10 15 47-53 49
West Bromw. 38 12 11 15 47-48 47
Notts C. 39 13 7 19 51-67 46
Coventry C. 38 12 9 17 43-53 45
Sunderland 38 11 12 15 43-56 45
Luton Town 37 11 11 15 61-74 44
Manch. City 39 12 8 19 45-67 44
Birmingh. C. 38 9 13 16 34-53 40
Brighton 38 9 12 17 36-63 39
Swansea C. 38 9 10 19 47-62 37
2i DEILD: Q.P.R 37 24 6 7 70-30 78
Wolves 38 19 13 6 61-37 70
Fulham 38 19 9 10 60-41 66
Leicester 38 19 7 12 68-41 64
Newcastle 38 16 12 10 66-49 60
Leeds Utd. 37 13 17 7 46-40 56
Oldham 39 12 19 8 57-44 55
Shrewsbury 38 14 13 11 46-45 55
Barnsley 38 14 12 12 56-49 54
Sheff. Wed. 37 13 14 10 52-41 53
Blackburn 38 13 11 14 53-54 50
Cambridge 38 11 11 16 37-54 44
Grimsby 38 12 8 18 43-66 44
Carlisle 38 11 10 17 64-65 43
Derby 38 8 19 11 45-52 43
Middlesbr. 38 10 13 15 43-65 43
Charlton 38 12 7 19 56-81 43
C. Palace 37 10 12 15 37-46 42
Bolton 38 11 9 18 41-56 42
Chelsea 38 10 11 17 48-59 41
Rotherham 39 9 13 17 39-64 40
Burnley 36 10 6 20 51-60 36
Skotland
■ Úrslit í skosku úrvalsdeildinni
urðu þessi um helgina:
Aberdeen-Celtic 1-0
Dundee Utd.-Kilmamock 4-0
Hibemian-Dundee 0-0
Rangers-Morton 2-0
St. Mirren-Motherwell 4-0
Staðan í skosku úrvalsdeildinni er nú
þessi:
Dundee Utd. . 33 21 8 4 79-32 50
Ceitic...... 33 22 5 6 77-33 49
Aberdeen ... 31 21 4 6 61-24 46
Rangers..... 32 11 12 9 43-34 34
St. Mirren ... 32 9 11 12 41-44 29
Hibernian ... 32 7 14 11 34-42 28
Dundee ...... 32 8 11 13 38-46 27
Motberwell .. 32 10 4 18 36-68 24
Morton...... 33 6 8 19 30-66 20
Kilmamock .. 32 3 9 20 25-78 15