Tíminn - 04.01.1919, Blaðsíða 2
2
T1 M I N N
eftir sernentskaupum í Danmörku
neitaði danska stjórnin afdráttar-
laust um útflutningsleyfi, nema þvi
að eins, að sement væri ófáanlegt
frá Bandaríkjuuum. Síðar þegar
svo reyndist að ekki var hægt að
flytja hingað nægilegt sement frá
Bandaríkjunum, var aftur leitað
til Danmerkur, og fékst þá lítils-
háttar innflutningur þaðan, en
verðið reyndist töiuvert hœrra á
danska sementinu.
Hér er því enn farið með inarg-
föld rakalaus ósannindi. Helst
verður það skilið á Vísi að hann
hetði kosið að landsverzlunin hefði
með ósannindum aflað sér dýrara
sements frá Danmörku, en hún
fékk frá Bandarikjunum. Eða er
blaðinu svo ant um viðskifti ís-
lands við Danmörku að það telji
rétt að forðast viðskifti við önnur
lönd, þótt mun hagfeldari séu. —
Hér skal staðar numið utn að
telja upp og hrekja fullyrðingar
V/si-s um landsverzlunina. Myndin
er orðin flógu skýr af því hvers-
konar bardagaaðferð beitt er.
Bardagaaðferðin er hin sama og
beitt hefir verið í mörgum öðrum
málum af hálfu stjórnarandstæð-
inga. Hér hefir einungis verið
gengið einna lengst.
Stjórnmálabaráttan íslenzka á
undanförnum tveim árum hefir
verið óhrein. Oft heíir áður, en
aldrei sem nú, blandast inn i þá
baráttu eiginhagsmunir manna. Oft
hefir áður, en aldrei sem nú, verið
haldið dauðahaldi í dauðadæmda
stefnu.
Sljórnarandstæðingarnir sáu
skemra, eða vildu ekki sjá, að
landsverzlun, í því fyrirkomulagi
sem hún er nú, var lífsskilyrði
fyrir þjóðina. Þeir hörðust gegn
því að hún kæmist á fót.
Það gat verið afsakanlegt.
En að balda nú áfram að berja
höfði við steininn eftir að reynslan
hefir sýnt óumflýjanlega nauðsyn
stofnunarinnar og ágæta forstöðu
forstjóranna — það er óafsakan-
legt.
Og að heyja þá baráttu með
rakalausum ósannindum, að rægja
látlaust þá stofnun fyrir þjóðinni
sem hefir bjargað henni og er að
bjarga henni, einungis vegna þess
að ekki má unna þeim sannmælis
sem því valda að þessi stefna var
tekin, einungis fyriv þá sök, að
vilja ekki kannast við að hafa
haft á röngu að standa — það er
svo fyrirlitlegt, að slík aðferð hlýt-
ur óhjákvæmilega að fá hinn
þyngsta dóm hjá þjóðinni.
Merkileg skoðun.
Einn af merkuslu læknum lands-
in, Steingrímur Matthíasson, getur
þess nýlega í blaði að ílestir lækn-
ar og sýslumenn, séu móti bann-
lögunum, brjóti þau á einn og
annan hátt. Pess vegna sé um
tvent að gera. Að víkja þessum
mönnum úr embætti, eða afneina
bannlögin.
Mikið er hæft i ásökun þessari.
En úrræðið er hastarlegt. Er ófært
að gera þá kröfu til starfsinanna
Iandsins, að þeir hlýði landslögum,
hvaða skoðun sem þeir kunna
sjálfir að hafa um einstök atriði
laganna? Hvað halda menn að
stjórnfrelsi sé mikils vert í landi
þar sem svo er ástatt um siðgæðis
þroskann? Geta menn ekki ímynd-
að sér að sú þjóð sé illa stödd,
sem á svo agalausa starfsmanna-
stétt? Og færi ekki betur á því, að
þeir læknar sem, eins og Steingr.
Matthíasson, eru hafnir yfir van-
sæmd þá, sem hér er um að ræða,
reyni að finna heilbrigða úrlausn
á málinu í stað þess að gera ráð
fyrir óyndis úrræðum?
Bannvinur.
"V eialseí nlo
íslenzka þjóðin hefur í orði
kveðnu samið frið út á við. Nú
á að byrja stórstig framfaraöld
hér á landi. Sumir vilja haga
þessum framförum svo, að þeirra
njóti aðeins fámennur minni hluti.
Móti þessu mun hinn frjálslyndi
flokkur berjast. Takmark hans er,
að efta andlegan og efualegan mátl
allrar þfóðarinnar. Þjóðarhags-
munir settir hærra en einstaklings-
hagsmunir. Á því sést bezt stefnu-
nmnurinn. Fyrir einu ári birti
þetta blað stefnuskrá sína. Hún
er jafnframt stefnuskrá vinstri-
mannahreyfmgarinnar íslenzku, —
Fjölmargir framfaramenn víðs veg-
ar um land höfðu unnið að þess-
ari stefnuskiá. Hver þeirra sem
átti í eigu sinni nýtilega umbóta-
hugmynd, lagði sinn skerf í bygg-
inguua. Margháttuð reynsla og
lífskjör stofnendanna kom að góðu
haldi, af því að sameiginleg grund-
vallarlífsskoðun bræddi alla þessa
mörgu einstaklinga saman í eina
heild,
Stefnuskráin ber það með sér,
og það er hennar höfuðeinkenni,
að það er alhliða framför þjóðar-
innar, sem unnið er að. ótal hlið-
stæða þræði þarf að spinna, sem
á sínum tíma verða undnir sain-
an í einn þátt. Kringumstæður
hafa leitt til þess, að viðreisn
sveitanna og heilbrigt skipulag á
verzlunarmálunum hefir mikið
verið rætt í þessu blaði á undan-
förnum tveim árum. Af því hafa
ýmsir ókunnugir, eða andstæðir
menn, dregið þá ályktun, að sam-
tökin næðu einungis til bænda og
kaupfélagsmanna. Sennilega munu
hinir sömu menn álíta, að vinstri-
mannastefnan sé einskonar sjó-
mannafélag — þegar blöð flokks-
ins benda á nýjar leiðir til að
bæta hag sævarbænda og sjó-
manna. Þessum andstæðingum
skilst það ekki, að heilbrigður og
víðsýnn stjórninálaflokkur þarf
víða við að koina. Verkefnin bíða
hans alstaðar og á öllum sviðum.
Meginþorri þjóðarinnar er fátækur,
býr í lélegum og óhollum húsa-
kynnum, vinnur með úrellum
verkfærum. Óþaríir millifiðir henda
á lofti vænan bróð„rpart af fram-
leiðslunni. Afurðir landsins marg-
ar Íhverjar þannig með farnar, að
þær skipa lægsta sess á erlendum
markaði. Sjórinn gleypir á hverju
ári marga hrausta . menn. Engin
fyrirhyggja er um að sjá ekkjuin
þeirra og börnum fyrir sæmilegu
uppeldi. Milli sveitar- og sjávar-
manna er úlfúð, sem oftast á við
lítil rök að styðjast. Bókasöfn og
skólar mjög af vanefnum, skipu-
lagslaust, og venjulega með úreltu
fyrirkomulagi. Skáld og listamenn
njóta sín ekki fyrir fjárþröng, en
illa mentir og vitgrannir sérgæð-
ingar draga í sinn sjóð mikið af
þjóðarauðnum, alþjóð til engra
nytja. Margir af þjónum þjóðar-
innar þykjast hafnir j'fir lög og
rétt í landinu, ef löggjöfin fer ekki
nákvæmlega eftir óskum þeirra.
Jafnvel samheldni Austur- og
Vestur-íslendinga er sett í hættu,
ef einstaklingsfjárhyggjan sér bú-
inn leik á horði.
Verkefnin eru mörg fyrir hönd-
um, og aðeins fá hér nefnd. Til
þess að bjarga þeim úr hættu þarf
samhuga starf heillar kynslóðar.
Grettistökunum verður ekki rutt
úr vegi nema með margra manna
átaki, á löngum tíma. Sigurinn
er kominn undir víðsýni og þol-
lyndi samherjanna.
Finnur Finnsson.
Bolscheyickar.
Nú er heimsstyrjöldin mikla á
enda, en því er þó tjarri að friður
sé kominn í heiminn. Stærstu ríki
Norðurálfunnar Kússland og Þýzka-
land hafa hrunið saman, ekki að
eins stjórnarfarslega, heldur einnig
hefir alger breyting orðið á skipun
þjóðfélagsins. Þessar byltingar eru
ólíkar öllum stjórnarbyltinguin,
sem átt hafa sér stað áður i heim-
inum. Ný stefna, hin svokallaði
Bolsehevickismus, er að breiðast út
um álfuna, og þar sem hún ryður
sér til rúms, gereyðir hún allri
skipun þjóðfélagsins og allri reglu-
bundinni stjórnarstarfsemi Og at-
vinnurekstri. Enn hefir hún að
eins megnað að spilla og eyðileggja
— en það hafa Bolschevickarnir
lika gert með rneiri dugnaði, en
nokkrir aðrir byltingaflokkar, sem
þekst hafa i veraldarsögunni.
Flestar stórbyltingar, sem sagan
segir frá, liafa átt upptök sin i
stórþorgum hinna mentuðustu
þjóða. Þessi bylting rís upp i
ómentaðasta landi álfunnar, Rúss-
landi. Þetta verða menn að athuga,
ef þeir vilja skilja Bolschevickana
og þeirra framferði. í Rússlandi
einu voru upptök slíkrar byltingar
hugsanleg, bar þar margt til, ment-
unarleysi, blönduð þjóðerni, kenn-
ingar Tolstojs og fleiri rithöfuda
og síðast en ekki síst stjórnarfar
landsins og bygging hins rússneska
þjóðfélags.
Ölduin saman hefir keisari Rúss-
lands verið einvaldur að nafninu
til. í raun og veru var þó vald
hans mjög takinarkað. Völdin voru
að mestu í höndum embættisstétt-
arinnar, sern bæði var siðspilt og
lítt mentuð og sljórnendum hinnar
grísk-kaþólsku kirkju (hinnar
svokölluðu »heilögu Synódu«).
Aðalstnennirnir áttu mikinn hluta
jarðeigna í ríkinu, en höfðu fyrir
löngu verið sviftir pólitískum völd-
um, því stjórnin óttaðist áhrif
þeirra, Þeir lifðu svo á herragörð-
um sinum í stjórnlausu óhóíi og
sællífi, eða dvöldu í París og öðr-
um stórborgum Vestur-Evrópu. í
kringum keisarann var svo fjöl-
menn hirð af embættismönnum,
herforingjum, prestum og allskonar
æfintýramönnum, sem oft voru af
þýzkum ættum, eða Armeníumenn.
Yíirleitt voru þýzkir menn rnikils
ráðandi við hirðina, og i höndum
þessa hirðlýðs var keisarinn vilja-
laust verkfæri.
Rússland er akuryrkjuland og
fjórir fimtu hlutar þjóðarinnar lifa
af landbúnaði. Sjáltstæðir bænda-
bæir eins og hér á landi og í
Vestur-Evrópu eru þar sjaldgæfir.
Hvert sveitarfélag (Mir) á landið
og ræktar það í sameiningu og
sveitin var sjálfstæð heild út af
íyrir sig. í hinu eiginlega Rússlandi
voru næstum því ekki aðrir sjálfs-
eignamenn, en aðalsrnennirnir og
mikill hluti af jarðeignum þeirra
var bundinn sömu böndum og
sveitajarðirnar. Sveitafélögin leigðu
af þeim landið, ræktuðu það og
greiddu eítirgjaldið sein heild, en
einstakir, sjálfstæðir leiguliðar voru
næsturn óþektir.
Þegar bændaánauðinni var lélt
1864 var landinu skift í sýslur og
þeim áttu að stjórna sýslunefndir,
sem nefndust »Semstvo« og átlu sæti
í þeim fulltrúar hvers sveitafélags í
sýslunni, vanalega oddvitar sveit-
anna (Starost). Þess má geta að
um langan aldur hefir kvenfólk
átt atkvæðisrétt í sveitamálum í
Rússlandi. Þessar rússnesku sveita-
og sýslunefndir hafa miklu meira
og víðtækara vald en líkar nefndir
í Veslur-Evrópu, og þeim var það
að þakka, miklu fremur en keis-
aranum og hervaldinn, að rússneska
ríkið fór ekki í mola, undir upp-
reisninni miklu 1905. Rússland var
að verða einskonar sambandsríki
af fjöldamörgum sýslum, með
heistu stjórnmál sameiginleg og
svo keisarann sem nokkurskonar
einingarmerki ofan á öllu saman.
Hér við bætist að í Rússlandi
bjuggu ótal þjóðflokkar og trúar-
bragðaflokkar. Mongólskar og
Indó-Evrópeiskar þjóðir bjuggu
hver innan um aðra og kristnir
menn af ýmsum kirkjum. Múha-
rneðstrúarmenn, Gyðingar og heið-
ingjar sömuleiðis. Rússneska þjóð-
félagið var samsett af mörgum og