Tíminn - 04.01.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1919, Blaðsíða 3
T í MIN N 3 jsleazkar skáiðsSgar. Eftir að hafa lesið — rétt einu sinni enn — oflof blaðanna um nýútkomnar skáldsögur, og nú síð- ast bæði í Morgunblaðinu og Isa- fold ritdóma um hinar Tíu sögur Guðmundar Friðjónssonar, er ný- komnar eru á markaðinn, leyb ég mér að birta hér stuttan kafla úr ritgerð Forvaidar Thoroddsens: Einangrun (Ársrit hins ísl. Fræða- félags 1918). Vil eg með því vekja athygi lesenda á þessum orðum höfundarins af því að mér virðist þau vera svo nærri sanni. í*. Th. segir svo: »Að greind og andlegu atgervi munu íslendingar vera alveg jafn- snjallir öðrum Norðurlandabúum, en heldur ekki fremri, eins og stöku menn hafa látið sér um munn fara; samt stöndum vér í vísinduin og bókmentum langt að baki frændþjóðunuin, og er það líka eðiilegt sökum mannfæðar og efnaleysis og af ýmsum öðrum orsökum. Af því vér erum svo fámennir, eru hókmentir vorar einskorðaðar innan mjög þröngra takmarka; erlendis skilja aðeins fá- einir málfræðingar tungu vora, og það, sem ritað er á islenzku, er því oftast alveg ókunuugt um- heiminum, nema hinar örfáu bæk- ur, sem snúið hefir verið á. önnur mál. Nokkrar íslenzkar skáldsögur verið þýddar, en fengið litla út- breiðslu ærlendis; þær eru llestar fremur skoðaðar sem fágæti eða nýnæmi en skáldrit; þær lýsa staðháttum, sem útlendingum þykja Óvanalegir og ankanalegir, og þó bækurnar séu vel ritaðar og geðj- ist íslendingum, þá lesa almennir útlendingar eitt slíkt rit af for- vitni, en ekki fleiri, þykja slíkar sögur oftast of hversdagslegar, iialfiilH Aðalfundur Hkítafélagsins Eiraskipafélag íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík laug- ardaginn 28. júní 1919 og hefst kl. 1 eftir hádegi. D AG S KRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yíirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til. 31. desember 1918 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning 4 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögimum. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og 1 varaendurskoðandi. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp til reglugerðar fyrir Eftirlaunasjóð hf. Eimskipaíélags íslands. 7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem auglýstur verður síðar, dagana 24.—26. júní, að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurunum um alt land og afgreiðslumönn- um félagsins, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Rvík. Reykjavík, 30. desember 1918. Stjórn Hf. Eimskipafélags íslands. strembnar og efnisiausar. heíta heti ég oft heyrt úllendinga segja. Það er því lítið útlit til, að nokk- ur verulegur markaður fáist fyrir íslenzk skáldrit erlendis, nema þau tolli í útlendri tízku eins og skáld- rit, sem sumir íslendingar eru farnir að frumsemja áv dönsku-, eða séu þá annaðhvort andrík eða spennandi. Fæstir útlendingar hafa elju á, að lesa stöðugar )ýs- ingar á íslenzku sveitalífi, því allur þorri manna les skáldrit sér til skemtunar. Kvæðabækur les almenningur nærri aldrei, hvorki innlendar né útlendar; 'ljóðskáldin mega heita alveg dotlin úr sög- unni í öðrum löndum; það eru aðeins fáir inenn, sem hafa á- nægju af að lesa kvæði«. Fannig farast honum orð, þess- um fræðimanni okkar. Allur fjöldi íslenzkrar alþýðu, sem mest girnist sögur til lesturs, á ekki kost á að kynnast nóg- samlega skáldsögum hinna mestu skáldsagnahöfunda heimsins, af því svo fáum ritum þeirra hefur verið snúið á íslenzku. Verður því mörguin að álíta léítmetið góða og gilda vöru, þegar þessu er svo hælt á hvert reipi. Far eð fjöldi fólks er sólginn í að lesa skáldsögur, hljóta þær að hafa töluvert mikil áhrif á hugs- unarhált hinna sömu; er það því mikilsvarðandi að fólkið fái góðar sögur. Væri mjög æskilegt að sem mestu yrði suúið á íslenzku af hinum dýrmætustu skáldsögum erlendra höfunda og að íslenzku skáldin fengju sem réttmætasta dóma. En að það legðist niður að ritdómar um skáldsögur, eftir hina og þessa orðaskúma, væru teknir gildir til birtingar eða ritdómar sem samdir eru til að þóknast höfundunum eða útgefendunum. Ættu blöð og tímarit að vanda sem mest til þessa. J. H. P. V sundurleitum efniviðum, en mið- stjórnin, sem halda skyldi ríkinu saman stóð á völtum fótum. Þetta verða menn að athuga, til þess að geta skilið hina sviplegu sundrung og hrun hins rússneska stórveldis. Ýmsir merkir rithöfundar höfðu undirbúið jarðveginn. Sdrslaklega má nefna skáldið fræga Leo Tolstoj. Á síðari hluta æfinnar gerðist hann nokkurskonar spámaður. Hann réðist á tilhögun og býggingu þjóðfélagsins og taldi öll lög og stjórnarvöld vera til ills eins. Mennirnir eru góðir að upplagi, sagði hann, og ef þeir eru látnir i friði og eru lausir við liöft laga og stjórnar, þá munu þeir einungis gera það, sem gott er. Mikilt hluti rússnesku alþýðunn- ar er ólæs, en þeir sem lesa kuniiu, drukku í sig kenningar Tolstojs. En ýmsir af lærisveinum hans gengu miklu lengra en hann hafði gert. Tolstoj réði niönnum ekki lil þess að gera uppreisn, heldur skyldu þeir smámsanian þroskast og betrast, og jaínframt útrýma smátt og smált löguin og stjórnarvöldum. Þar sem spámaðurinn liafði pré- dikað hægfara breytingu, kendu nú lærisveinarnir, að með snöggri og blóðugri byltingu skyldi þjóðfélags- byggingin verða rifin niður til grunna. Jafnframt þessu varð hin gamla rússneska keisaradýrkun að hverfa úr sögunni. Studdi mikið til þess, að keisarinn varð af)gerðalílih og kjarklaus. Þjóðinni ofbauð sukkið og óhóíið við hirðina og hún sá að keisarinn réði engu og geröi ekkert, þó hann væri sá er öllu ætti að raða. Mentuðu stétlirnar urðu honum andvígar. í blöðuni komu árásir á keisarastjórnina, og þrátt fyrir alla rilskoðun og kúg- unaríög, var ráðist af miklum krafli, bæði í ræðuin og ritum, á stjórnarfyrirkomulag Rússlands. Háskólakennarar og aðrir helztu nientamenn rikisins voru foringjar þessarar hreyfingar, og þeim fylgdi að máium hin efnaðri borgarastétl og margir aðalsmenn. Þeir mynd- uðu flokk, með því takmarki að { gera Rússland að trjálsu þingstjórn- arlandi, eftir Vestur-Evrópu fyr- irmynd. Flokkurinn nefndist Kad- ettflokkurinn, hann nefndist svo eftir upphafsstöfunum í orðunum »Konstitútiónellir Demókratar« (frjálslyndir þingstjórnarmenn) Ka og Dett á rússnesku. Nafnið á ekkert skylt við Veslur-Evrópu- orðið Kadet, sem þýðir sjóforingja- efni, en þannig hefir það stundum verið misskilið í íslenzkum blöðum. Þannig var málum komið er ófrið- urinn hófst. Iveisarastjórnin var búin að missa alt traust hjá ment- aða fólkinu og mikill hluti alþýð- unnar var drukkinn af stjórnleysis- kenningum Tolstojs og lærisveina hans. Það er því ekki að undra þótt stjórnin væri veik fyrir, þegar óveðrið skall yfir. Á síðustu árum var stóriðnaður tekinn að blómgast í héruðunum við Eystrasalt, og þá kom auðvit- að jafnaðarstefnan til Rússlands. En þó voru að eins fáir jafnaðar- menn í Rússlandi þegar ófriðurinn hófst, og verkamannafélögin fá og máttu sín lítils. Jafnaðarmenn skiptust í tvo flokka. Meiri hlutinn nefndist Menschevickar, og þeir fylgdu hinum almennu jafnaðar- mannakenningum, sem kendar eru við Karl Marx. Minni hlutinn nefnd- ist Bolschevickar og þeir prédikuðu uppreist og ofbeldi. Þeir vildu hafa endaskifti á hlutunum. Láta hinn fátæka verkamannalýð ráða öllu og njóta allra auðlinda landsins, en gera efnaða fólkið að öreigum. Annars var stefnuskrá þeirra næsta óljós. Eftir uppreistina 1905 sá stjórn- in áð yUb svo búið málti ekki lengur standa, og var þá sett á stofn þing, sem nefndist Dúma. Það átti að nafninu til að hafa löggjafarvald, en fékk ekki frum- kvæði að málum, heldur átti að eins að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarinnar. Ivosningarlögin voru þannig úr garði gerð að keisara- stjórnin átti vísan öruggan meiri hluta. Af 450 meðlimum Dúmunn- ar 1914 voru um 350 ihaldsmenn, ca 60 Kadettar, en í þeim flokki voru flestir mestu atkvæðamenn ríkisins. Hinir skiftust í ýmsa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.