Tíminn - 02.01.1926, Qupperneq 3

Tíminn - 02.01.1926, Qupperneq 3
TlMINN S Einn kemur öðrum meiri, og ein skilvindan kemur annari betri. Hámarki sínu hefur skil- vinduiðnaðurinn náð með Lacta og Milka skil- vindunum. Með fullum heiðri ber Lacta skilvindan viðurnefni sitt „konungur allrá skilviuda“. Á ótrúlegan hátt hafa þessar skilvindur komist í notkun um gervallan heim á tiltölu- lega skömmum tíma, en því veldur þeirra trausta en þó einfalda gerð og jafnframt hið lága verð. Þessar skilvindur einnig Strokkar og Smjörhnoðarar eru ávalt fyrirliggjandi hjá okkur undirrituðum sem höfum einkasölu þeirra hér á landi Símar 517 og 1517 Sínmefni: Mjólk Pósthólf 717 Útbod. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar á fundi 8. þ. m., vegna fyrirhugaðs barnaskólahúss, er núverandi barnaskóla- húsbygging ásamt lóðarréttindum, en með eða án leikfimishúss barna- skólans, boðin út til kaups. Yæntanlegir kaupendur sendi skrifleg tilboð í eign þessa, til bæjarstjóra, fyrir lok janúarmánaðar næstkomandi, í lokuðu umslagi, hvar í sé tilgreint kaupverð eða söluverð og greiðsluskilmálar í aðal- dráttum. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hinn 23. desember 1925. Magnús Jónsson. Gaddavírinn „Samband“ er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir. „The oldest hath bome most, we that are young, shall never see so much, nor live so long“. J. J. -----o---- Ný aðíerð til að rata á sjó. Sum hin erlendu veiöiskip, er koma nærri landi, einkum franskir togarar haí'a í seinni tíð fengið sér merkilegt áhald til að rata eftir þótt þoka sé, það fjarri landi og geti ekki komið við venju- legum sjómælingum. Sennilegt er að íslenskum skipum væri mikiö gagn að þessum nýja vegvísi. Til að skip geti ratað eftir þessum vegvísi þarf að styðjast við tvær loítskeytastöðvar í landi. Skipstjórinn þarf að þekkja ná- kvæmlega hnattstöðu þeirra og íjarlægöina á milh þeirra. Stöðv- arnar senda loftskeyti th skips- ins og vegvísirinn nemur steínu þeirra. Eftir stærð þess þríhyrn- ings, sem myndast milii loft- skeytastöðvanna tveggja og skips- ins, getur skipstjóri vitað ná- ' kvæmlega hvar hann er staddur, þótt náttmyrkur sé, þoka og dimmviðri. Síðan er stýrt sam- kvæmt þessum mælingum. Ein- hverar umleitanir mimu vera hjá útgerðarmönnum að fá sér þessi tæki. Væri vel farið, ef gagn yrði að þeim hér. Nógir eru samt erfið- leikar sæfarenda hér við land. A. Árni Fálsson bókavörðui- ritar eftirtektaiverða grein nýlega. Earast svo orð meðal annars: „Á sviði íslenskra stjórnmála virðist alt verða dauflegra og eyðhegra ár frá ári .... sömu mennimir gefast upp við sömu málin ár eftir ár — hreyfa þeim ekki, eða ganga frá þeim óút- kljáðum — sömu hrókaræður eru fluttar af sama tólfkóngaviti, sömu vindhöggin slegin, sömu hít- amar fyltar o. s. frv.“. — Eiga þessi vandlætingarorð vitanlega við aha stjórnmálamenn og flokka, en fyrst og fremst við þann stjórnmálaflokk sem með völdin fer. pau eru rituð c. tveimur árum eftir að Ihaldið hefir sest til valda á Islandi, og farið þann tíma með landsstjóm og þing- vald. Er Tíminn þessari ádehu öldungis sammála, en vekur á henni sjerstaka athygh, af því að hún er rituð af Ihaldsmanni, og henni er sérstáklega stefnt á Ihaldsmenn. Og enn herðir Á P. á ádeilunni. Hann segir: „þjóðin hefir þegar goldið mikið afhroð fyrir það, hve gálaus hún hefir oft verið í vah þeirra manna, sem hún hefir falið að fara með um- boð fyrir sína hönd“. Hverjir hafa lengstaf undanfarið farið með hið æðsta umboð þjóðarinnar og fara enn með það ? Fyrst og fremst eru það þeir Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson og þvínæst Jón þorláksson. Er Tíminn Á. P. algerlega sammála um að þjóðin hefir mikið „afhroð goldið“ fyrir það „gáleysi“ að fela þessum mönnum hið æðsta umboð. — En eftir þennan inngang Á. P. í grein- inni verður sú niðurst.aða hans dá- lítið einkennileg, að úr eigi að bæta með því að senda enn nýjan íhaldsmann á þing. — Um annað atriði í greininni er Tíminn Á. P. algerlega ósammála. Verður hann vart skilinn öðruvísi, en að í þing- mannasætin eigi að skipa menn í beinu hlutfalli við útfluttar vör- ur i krónutali. í fyrsta lagi eru útfluttu vörurnar, eins og alhr vita sem um hugsa, mjög skakkur mælikvai'ði á framleiðslu atvinnu- veganna. Og í annan stað var öðrum betur trúandi til en slíkum mentamanni sem Á. P. er; að nota svona „materialistiskan“ mæli- kvarða. „Salei-nisstýll*. Kr. A. ritar um það að ýmsir ungir rithöfundar íslenskir temji sér „salernisstýl“, „stráksskap og ruddahátt“ í orð- bragði á prenti. Nefnir sem dæmi ungan mann sem ritað hefir ósköp- in öll í blað það, sem Kr. A. er talinn stýra, en aðrir bera ábyrgð á. Hefir Kr. A. birt þessar „sal- ernisstýls“-greinar með mestu ánægju, enda hafa þær að mjög miklu leyti verið illyrði um bænda- stéttina. — Að því leýti má Kr. A. vera „salernisstýlnum“ kunn- ugastur. En hann gleymir einum ungum manni, sem ritar „salem- isstýl“. Sá heitir Kristján Al- bertson. Og af engum leggur óþef- inn eins stækan um landið gjör- valt. Frá úílöndum. Um líkt leyti og Locarno- samningurinn var undirritaður í London átti að ganga endanlega frá landamærum mhli friríkisins Irlands og Ulsters. Lá frumvarp fyrir um það bæði i enska og írska þinginu. I enska þinginu gekk alt vel, en um hitt er alt öðru máli að gegna. Við fyrstu umræðu var frumvarpið að vísu samþykt með 55 atkv. gegn 26. En það vantaði um 47 þingmenn á fund og þeir hafa aldrei sótt þingfund. það eru lýðveldissinn • arnir og foringi þeirra er de Valera, þeir vilja ekki sækja þingið, því að til þess að geta það, verða þeir að sverja Eng- landskonungi hollustueið, en það vilja þeir ekki gera. Nú geisist de Valera gegn landamærasamn- ingnum, og komi hann inn í þing- ið með ílokk sinn, er samningur- inn fallinn með miklum meirihluta atkvæða. Um það eru fregnir ókomnar enn. — Ensku blöðin taka mjög óstint upp umtaiið á Frakklandi um njósnirnar í lofthernum. Vilja kenna hinni frönsku konu um alt, en sýkna Englendingana. — Undanfarin ár, en einkum upp á síðkastið hafa orðið mjög tíð slys á neðansjávarbátum. Um miðjan f. m. mistu Englendingar einn stærsta neðansjávarbát sinn, með 68 mönnum. Um hkt leyti varð sprenging í frönskum neðan- sjávarbáti og týndu margir hfi af áhöfninni. Fyrir fáum mánuð- um mistu Bandaríkin stóran neð- ansjávarbát, nálega með öllum mönnunum og í fyrra sökk ensk- Sjó- og bruna vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. ur bátur slíkur með allri áhöfn. Hafa þessi slys gefið þeim röddum byr undir báða vængi, sem heimta að neðansjávarbátar og hernaður sé algerlega bannað- ur. það styrkir enn þessar raddir að ekki er hægt að gera ráð fyrir að neðansjávarbátarnir verði nokkurntíma, fremur en nú, til nokkurs nothæfir, nema í hemaði. Á afvopnunarfundinum í Was- hington kom þetta mjög il tals og var einkum stutt af Englending- um. En það náði ekki fram að ganga og það er ekki sennilegt að það nái nokkurntíma fram að ganga. Neðansjávarbáturinn er fyrst og fremst vopn þess aðilans sem er minnimáttar á sjónum. þar ræður England lögum og lof- um og þarf að tryggja sigling- amar til sín, þessvegna vill það banna neðansjávarbátana. Frakk- land mótmælti og því fylgdu öll smærri ríkin. — Stóriðjuhöldamir frönsku hafa boðið að lána ríkinu 10 miljarða franka, en heimta á móti ýmsar skattaívilnanir. Hef- ar þetta fengið misjafnar undir- tektir sem líklegt er. ---o-- Strand. Enn strandaði skip, 14. f. m. á Meðallandsfjöru eystra. Skipverjar björguðust, en skip- ínu verður vafalaust ekki bjargað. þegar th þings kom var Ámi með gott hjarta, en atvinnulaus. Ihaldsflokkurinn mun hafa boðið honum atvinnu, við ritstjórn þess af dilkum Mbl. sem á sérstak- lega að falsa og véla bændur. Einn af nánustu flokksbræðrum stjórnarinnar hefir nýlega lýst því í einu íhaldsblaðinu að maður hafi verið rekinn þar frá atvinnu. th að rýma fyrir Árna. Stjómin vhdi mikið th vinna. Hún mátti ekkert atkvæði missa til að geta hangið. En er til kom neitaði Ámi þessu boði. Hann yfirvann freistinguna. Vopnfirðingar höfðu að því leyti skilið Áma rétt, að hann vildi ekki gera sér að at- vinnu að stýra blaði, sem beinlínis var gefið út th að svíkja og sundra bændastéttinni. Ámi sat hjá um stund, en í hans stað fékst maður, sem ekki var of vandur að virðingu sinni til að setj ast í stól Magnúsar Magnússon- ar. — Nú varð stjórnin að láta Árna hafa eitthvað því hann var of góður til að vilja svíkja bændur í trygðum. Gunnar Egilson var gerður „legáti“ á Spáni. Við frá- för hans varð laust sæti í stjóm Brunabótafélags Islands. par sótti um Björn þórðarson hæstaréttar- ritari, einn af skylduræknustu og ötulustu opinberum starfsmönnum sem nú eru í þjónustu landsins, og svo Árni: Og Áma var veitt embættið. Ekki af því hann sé reglusamari eða duglegri en Björn, heldur af því Ámi var at- vinnulaus þingmaður, sem stjóm- in þarf að Ufa á. Enginn maður á Islandi, sem hefði sjálfur átt Brunabótafélag íslands, ekki einu sinni Magnús Guðmundsson myndi hafa tekið Árna fram yfir Bjöm þórðarson. Hér var ekki verið að hugsa um heill landsins, heldur um möguleika stjórnarinnai' til að sitja. Árni Jónsson er maður með af- brigðum drykkhneigður, og hafði síst af öllu temprað þann ávana í sumar eftir að hann varð forstjóri Brunabótafélagsins. Allir, sem þekkja manninn, vita að hann ræð- ur oft alls ekki við þessa ástríðu tímunum saman. Að senda mann sem svo er gerður, sem fulltrúa þjóðarinnar th að semja um vandasamt mál við stjóm Banda- ríkjanna, er að leika sér að heiðri þjóðarinnar og að leika sér að örlögum þess manns sem í freist- ing þessa er settur, En Magnús Guðmundsson Lugs- aði um hvorugt. Hann vill hjálpa þessum stuðningsmanni til að lifa, til að hafa peninga af almannafé fyrir eitthvað. I staðinn á svo þingmaðurinn að greiða atkvæði eins og stjómin vill um heiðar- leikann í Krossanesi, um steinolíu, tóbak, um herinn, um að gefa togaraíélögunum í Rvík 600 þús. eftir af skatti á einu ári o. s. frv. Magn. Guðmundssyni kemur nú í koll glópska hans. Hann hefir ýtt einum af stuðningsmönnum sínum út í ólán, sem er alveg óvenjulegt, Hann hefir stofnað til þeirrar svívirðingar allri þjóðinni til handa, sem ekkert fordæmi mun vera að í sögu milliríkjaskift- anna. Og hann hefir sýnt að landsstjórnin leikur sér með fé almennings, og stórmál þjóðar- innar, eftir því sem best hentar setufrekju hennar. Árna er veitt brunabótin, þó að annar honum miklu hæfari sæki um, af því að hann er nauðsynlegt atkvæði. Árni er sendur til Ameríku fyrir bændastétt landsins, og fenginn í hendur digur sjóður. Og maðurinn er svo fjarri því að vera fær th þessa starfs, eða hafa áhuga á því, að hann villist til annars lands, legst þar í eymd og volæði og kemur svo heim. Magn- ús Guðmundsson er staddur í sömu borg og hneikslið gerist. Ef honum hefði verið ant um ullarmálið, hefði hann tafarlaust, sent annan mann til að reka er- indið, þegar hinn fyrsti var fah- inn í valinn. Nei, Magnús sinn- ir því ekki, heldur kemur heim og lætur eins og aldrei hafi þurft að senda nokkurn mann til að reka erindi bænda fyrir vestan haf. Landsstjórnin stendur hér al- gerlega afhjúpuð. Hún er ber að því að látast gera kostnaðarsam- ar ráðstafanir fyrir almennings heill. En í rauninni eru það grimu- klæddar tilraunir til að koma fé úr landssjóði í vasa stuðnings- manna sinna, fyrir verk sem ekki þarf að vinna að dómi landsstjóm- arinnar. Árni í Múla er tvískiftur. Hann er vinsæll af þeim sem umgangast hann undir venjulegum daglegum kringumstæðum. En hann hefir skaplesti, sem gera hann ófæran til að vera þjóðarfulltrúa. Og nú hefir stjómin skipað honum á svo hálan ís, að hann hlaut að falla. Sæmd þingsins og þjóðarinn- ar krefst þess að hann leggi nú niður þingumboð sitt þegar í stað. Og geri hann það ekki er það af því að íhaldsflokkurinn íslenski kann ekki þær siðar£glur í opin- beru lífi, sem gilda meðal ment- aðra þjóða. En Árna sjálfum vil eg, þótt andstæðingur sé, gefa það ráð að freísta að gera gott úr því, sem stjómin hefir illa gert. Honum hefir verið veitt embætti, af því að hann var þingmaður, þó að annar færari maður væri í boði. En Ámi getur bætt úr því enn, ef hann lætur ólán sitt og Is- lands alls, sem gerst hefir í sendi- herramáli þessu, verða sér víti til varnaðar, ef hann steinhættir að neyta áfengis og byrjar af al- vöru að nota sína meðfæddu hæfi- leika til að gegna skrífstofustörf- um í Brunabótafélagi Islands. þó að stjórnin hafi veitt honum starf það af óviðeigandi hvötum, þá getur hann gert ranglæti yfirboð- ara sinna viðunandi með því að hverfa frá stjórnmálastarfinu, þar sem hann hefir enga hæfileika til að starfa, og að daglegri reglu- bundinni vinnu, þar sem betri þættir eðlis hans geta notið sín. En sú stjórn sem hefir leikið þennan leik, þarf varla að von- ast eftir að þjóðin virði hana meira, en stjórnin verðleggur sæmd landsins erlendis. J. J. ----o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.