Tíminn - 03.01.1925, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1925, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 3 Biðjið um Capsian, Navy Cuí Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, y4 pund Notað um allan heim. Áriö 1904 var i fyrsta sinn þaklag't i Dan- mörku úr — Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- l»étt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Villadsens Fabríker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. son í Vaðnesi í Grímsnesi, um eða yfir áttrætt, ættaður frá Ölvers- holti í Flóa. Hann bjó í Vaðnesi ein 44 ár, og var jafnan í fremstu röð bænda þar í sveit, og þótt víð- ar væri leitað. Hann bjó vel og bætti mikið jörð sína. Árið 1899 fékk hann heiðursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fyrir dugnað og framkvæmd- ir í búnaði.' Hafði hann þá sléttað 14 dagsláttur í túninu og girt það. — Kona hans er dáin fyrir nokkr- um árum. Börn þeirra eru: Bjarni, búfræðingur og oddviti á Eyrar- bakka, kvæntur Hólmfríði Jóns- dóttur frá þorlákshöfn. Sigþrúð- ur, húsfreyja á Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Maður hennar var Engil- bert Sigurðsson, búfræðingur og bóndi þar, bróðir Ögmundar skóla- stjóra og þeirra systkina, mesti myndarmaður Vilborg, húsfreyja í Vaðnesi. Maður hennar var Magnús þorkelsson, bóndi í Vað- resi, hálfbróðir Guðlaugs heitins bæjarfógeta og sýslinnanns. Magnús andaðist snemma í vor er leið. Hann var myndarmaður,, greindur, fastur fyrir og bjó lag- lega. Með Eggert í Vaðnesi er fallinn í valinn einn af gömlu, góðu bændunum í Árnessýslu, búhöldur ágætur, drengur góður og sæmd- armaður í hvívetna. S. Krossaregn. Alþingi síðasta lagði fyrir landsstjórnina að und- irbúa löggjöf um skatt á krossana. Ekkert hefir af því heyrst og verður vafalítið efndalaust eins og annað úr þeirri átt. En nýlega hef- ir stjórnin látið krossum rigna óg- urlega. um íregmun heiir inikil afskifti af biaðiuu. Vér spurðum hinn „afsagða" cnnfremur, hvernig liann œtiaði að vinna i einu fyrir hagsmunum hænda og liinna innlendu og útlendu kaup- manna, sem borga honum að sögn 800 kr. á mánuði fyrir þjónustu sína. Jón þagði alveg við þessu og Gisli var oi'ðlaus lika. Út úr vandræðum tók ión þann löðurmannlega kost að segja, að Mbl. væri gefið út til að styrkja ekkju Ólafs heitins Björnsson- ar. Ekkjan ætti i prentsmiðju ísafold- ar, og lifði fyrirtæki það á blaðinu. Vér spurðum, hversu prentsmiðjan gæti stuðst við blaðið, sem Jón taldi annars rekið með tapi. Hinn „afsagði" steinþagði við þessu. Siðar hefir sann- ast, að Jón hefir sagt ósatt um alt málið, fyrir utan árásina á ekkju Ól- afs. Mbl. var vist á þeim tima baggi i prentsmiðjunni, en litil stytta. Svona voru móttökurnar, sem Jón fékk hér i hreppi, og sannfrétt er, að svipaðar voru þær annarsstaðar. Af þessu má sjá, að litil „iðrunar- merki" sáust á okkur Skaftfellingum, er þjónustumaður Berlémes og Feng- ers heimsótti sýslubúa. Á leiðarþing- inu skoraði Lárus Helgason aftur og aítur á Gisla Sv. og Jón, að nefna þó ekki væri nema einn einasta kjósanda, sem iðraði eftir að hafa skrifað undir skjalið og væri búinn eða ætlaði að taka nafn sitt aftur, en það flátu þeir ekki. þeir sem standa að gagnstæðum fullyrðingum i Mbl., eru þvi opinberir ósannindamenn. Allir sem skrifuðu undir „afsögn“ Jóns, gerðu það af fús- um vilja. Engin óleyfileg meðul voru notuð til að afla vantraustinu fylgis. Breytni Jóns sjálfs liefir rúið hann trausti og fylgi. Siðar hefir komið í pésa tilheyrandi Mbl. þvæla héðan úr sýslu, einskon- ar uppsuða úr ósannindum „fundar- manns". Ekki þorir þessi maður að einkenna sig nema með nafninu „Skaftfellingur". En kunnugum sýn- ist þeir þekkja munnbragð Gísla okk- ar á króanmn. Gisli segir þar, að Skaftfellipgar skammist sín fyrir að afsegja Jón og vilji ekki á málið minn ast. En sannleikurinn er sá, að allir eru stoltir af að hafa unnið að van- traustinu og hafa ánægju af að tala um það við Gísla Sveinsson. þeir áiita nauðsynlegt að láta sem flesta vita, a3 þeix vilja ekkert hafa viS þann þm. aS sælda, sem gengur á mála hjá innlendum og útlendum kaupmönnum. í Kirkjubæjarhreppi. Helgi Lárusson, Kirkjubæjarklaustri. Sigfús Vigfússon, Geirlandi. Helgi Jónsson, Seglbúðum. -----0---- Látinn er nýlega einn af elstu kaupmönnum bæjarins, N. B. Nielsen. um ritstjóra Tímans i blaði ykkar. Síðan hefir þú gerst svo ósvífinn að neita þessu og bera mér á brýn lygi, að hafa hermt frá skoðun þinni. þú hefir sjálfur sagt frá samtali þinu við Laxness, og verður að sætta þig við sömu meðferð. Niðurstaða þessarar umræðu er þá þessi: Eg hefi sannað menningar- fjandsemi og steinblint kyrstöðuat- hæfi á húsbæhdur þina. þú hefir stað- ið orðlaus. þú. hefir ráðist á Tímann fyrir ósæmilegt orðbragð, en sjálfur ausið úr þér fleiri illyrðum i einu blaði heldur en hægt er að finna í átta árgöngum Tímans. Að lokum hefir þú innsiglað eymd þína með því að segja, að fúkyrði séu nauðsynleg. Já, þau eru líklega nauðsynleg fyrir þá, sem eru jafn heimskir og illa mentir eins og húsbændur þínir, og sem hafa því- líkan málstað sem þeir. En fúkyrði eru ekki nauðsynleg fyrir Tímann. þessvegna hefir þú ekki fundið þau þar. þessvegna hefir þú ekki fundið eitt einasta slíkt orð í stórri bók um stjórnmál eftir mig. Við Tímamenn þurfum stór mál og sterk rök. Lestu ræðu mína i þingtíðindunum frá í fyrravetur, eftir að flokksbræður þín- ir í Ed. höfðu bjargað 18 þús. kr. for- stjóraembættinu við vínverslunina, þegar sannað var orðið, að hjá undir- mönnum þar höfðu tapast nærfelt 30 Frá útlöndum. Stórveður geysaði yfir Kaspíu- hafið snemma í síðastliðnum mán- uði. Áætlað er að um 400 fiskibát- ar hafi verið að veiðum er veðrið skall á, og aðeins 100 af j>eim bjargast. — Stórveður geysaði á Spáni og Suður-Frakklandi 3. f. m. Fimm menn fórust og mikið tjón varð af. — Við þýsku kosningamar ný- afstöðnu var kosið á 2300 stöðum í Berlín og 10 kjörborð á hverjum stað. — Síðustu dagana fyrir þýsku kosningamar voru haldnir hátt á annað hundrað opinberir pólitisk- ir fundir daglega í Berlín. Kosn- ingadaginn sendu kommúnistar vörubíla fram og aftur um borg- ina. Voru á þeim svivirðilegar myndir af jafnaðarmönnum og hverskonar níð um þá. Er það svo í flestum Norðurálfulöndum, að langharðast ofsækja kommúnist- arnir j afnaðarmennina og mæta þar allra grimmustu afturhalds- mönnunum í miðju trogi. — Von er talin um að kolaverð lækki á þessu ári. Ástæðan sé sú, að framleiðslan verði sennilega meiri en eftirspurnin, af því að olíunotkun skipanna er nú orðin svo algeng, að til skipa fer miklu minna af kolum en áður. — Eins og kunnugt er, fóru síð- ustu kosningarnar í Suður-Ame- ríku á þá leið, að Englandsvinim- ir töpuðu algerlega en sjálfstæðis- mennirnir unnu mikinn sigur og tóku við stjórn. Kvarta ensku blöðin mjög yfir því', að stjórnin sýni Englendingum mikinn fjand- skap, en sitji um að vingast sem mest við pjóðverja. Er það nefnt til dæmis, að stjórnin hafi nýlega falið þýskum verksmiðjum að koma skipulagi á stáliðnað lands- ins og höfðu þó legið fyrir tilboð frá stærstu og viðurkendustu ensku verksmiðjunum. — Sænskur maður, Arne Borg, synti nýlega 500 metra á 19 mín- útum og 19,6 sekúndum, og er það nýtt heimsmet. — 60 útlendum kommúnistum vísaði franska stjórnin úr landi snemma í síðastl. mánuði. — Sagt er að þýskir iðjuhöldar séu í þann veginn að kaupa mikið vatnsafl í Noregi og ætli að stofna þar til ýmiskonar verksmiðju- reksturs í mjög stórum stíl. Mannalát. Nýlega er dáinn Eggert Einars- þús. kr. Flokksbræður þínir höfðu þar eins illan málstað og hægt var. Hver röksemd á móti þeim var eins og spjótstunga á vopnlausan mann. Ykkur finnast slík spjótalög sár. þið kallið rökin „skammir". þið haldið að ásökunarorðin séu fúkyrði, af því ykk- ur svíður. Sektin blindar augu ykkar svo að þið blandið saman sársaukan- um, sem leiðir af slæmri samvisku, við réttmæta aðfinslu þeirra, sem fordæma rangláta framkomu. þú kallar greinar þínar „árás“ á mig. Svo munt þú hafa til ætlast. Húsbændur þínir hafa án efa með „árás“ þessari ætlað að vinna okkur Tímamönnum ógagn. En vopnið hefir snúist i höndum ykkar. Nú hefir sannast, að við berjumst fyrir stór- um málum með sterkum og þungum rökum, en að þið íhaldsmenn liafið lagt ilt til þessara mála, og oi'ðbragð ykkar, bæði þeirra, sem skrifuðu á ábyrgð M. M. og síðan þitt, hefir ver- ið lægra og auðvirðilegra en titt er annars i íslenskri blaðamensku nú á timum. Ánægjulegri og meira verð- skuldaðan sigur gátum við Tímamenn ekki unnið yfir samherjum þínum og húsbændum. Eitt nýtt blóm vil eg leggja í „íhalds- kransinn" í bréfslokin. pú veist, að nýlega hefir hæstiréttur dæmt einn af togurum Ólafs húsbónda þíns i 15 þús. kr. s.ekt fyrir óvenjulega vansæmandi athæfi gagnvart þjóðfélaginu. Varð- bá*úr landsins fann þennan togara um nótt við að hnupla fiski í landhelgi út hjá Keflavík. Skipstjóri vissi, að þetta var skammarlegt. Hann breiddi yfir naín skipsins og tölu, alveg eins og sumir innbrotsþjófar setja grimu fyrir andlitið þegar þeir laumast inn um glugga náungans að næturþeli. Hvað var togarinn að gera þarna? Að afla eigendum skipsins óleyfilegs gróða, að brjóta lög landsins, að spilla fiskimiðum íbúanna i Gull- bringusýslu, að vinna til fyrir óleyfi- legan augnabliksgróða, að auka eymd meðal þeirra, sem lifa af veiði á opnum bátum á þessum stöðum. Upp- ræta ungviðið, sem á að gera fiskimið landsins arðvænleg. Franskir togarar eru mjög sjaldan teknir i landhelgi hér, af því eigendur þeirra banna skipstjórunum að sækjast eftir ólög- legum gróða. Hafa .húsbændur þínir, sem áttu skipið, bannað sinum skip- stjórum að fremja þetta óvirðulega brot gagnvart þjóðinni? Ef til vill get- ur þú svarað því. Jóhannes, þingmað- ur Seyðfirðinga og dómari Re.ykvík- inga, sýknaði þennan brotlega togara. Eg held að Jóhannes eigi of annrikt, lilca af því að hann er að vafsa i pólitík, til að geta lagt nægilega vinnu i suma dóma. Að minsta kosti lét hæstiréttur ekki standa stein yfir steini í þessum dómi. Ólafi frænda þínum líkaði sýknudómurinn vel, en 15 þús. kr. sektin fyrir innbrot togar- ans i landhelgina illa. þorir þú að bera á móti þvi, að hann hafi ýglt sig framan i landsstjórnina, i von um að hún áfrýjaði ekki sýknudómi Jó- bannesar? Hvað sem hæft er i þvi, þá er hitt sannað, að togari hans er dæmdur fyrir óleyfilegt og vansæm- andi verk, sem framkvæmt er í því skyni að afla skipseigendum fjár. Finst þér von, að eigendur slíkra skipa séu mjög áfram um að efla strandvarnir og vernda fiskimiðin? Skilur þú nú, að forustan í strand- varnamálunum hlaut að koma frá Framsókn, en ekki frá ykkur, þar sem eigendur slíkra skipa sitja í miðstjórn og gefa út blöðin? Finst þér ekki kýmilegt, ef Ólafur frændi þinn skyldi útbýta ritsmíðum þinum og M. M. gef- ins í nokkur ár, til fátæku sjómanns- heimilanna við Faxaflóa, heimilanna, sem sendu B. Iír., Á. Fl. og P. Ottesen á þing, sér í lagi tii aö vemda land- helgina? J. J. -----O---- Tjón hefir víða orðið af óveðr- um undanfarið, bátar skemst í ver- stöðum og hey og fjárhús fokið vestur í Hnappadalssýslu. Síðara smyglunai-málið. Dómur er íallinn í vínsmyglunarmálinu síðara. Páll nokkur Stefánsson, sem talinn er eigandi áfengisins, og hefir játað að hafa átt alt það mikla verðmæti, aleignalaus mað- ur, hefir verið dæmdur í 1000 kr. sekt og 40 daga fangelsi. Jón Guð- mundsson eigandi „Veiðibjöllunn- ar“, sem flutti áfengið, fékk og 1000 kr. sekt og 20 daga íangelsi. Sigurjón Jónsson skipstjóri á „Veiðibjöllunni“ fékk 1000 kr. sekt og tveir menn, sem riðnir voru við flutning áfengisins, 600 kr. sekt hvort. En hið sama gildir um þetta mál sem Marian-málið, að úrslitin eru með öllu óviðun- andi, því að mikið vantar á að alt hið smyglaða áfengi hafi komið í leitirnar. Veislan á Sólhaugum heitir eitt hmna frægu leikrita Hini’iks lb- sens og færðist Leikfélagið það í fang að sýna það í fyrsta sinn á annan í jólum. Er meir í borið en vant er, því að Lange Mtiller, eitt frægasta tónskáld Dana, hefir samið söngva við leikritið og for- spil, og lék sveit manna þær tón- smíðar á fiðlur og önnur hljóðfæri, undir stjórn Sigíúsar Einarsson- ar, en fjölmennur kór, úrvals söng- manna, kvenna og karla, söng með á leiksviðinu. Má telja þessa leik- sýningu dálítinn fyrii'boða þess, sem koma mun með nýja leikhús- inu. — Allir munu ljúka upp ein- um munni um að vel var af stað J'arið, þótt ekki væri lýtalaust. Frú Soffíu Kvaran lætur betur að leika en syngja. Nýr leikandi kom fram í fyrsta sinn, Anna, næst- elsta dóttir frú Stefaníu. Hún lék allerfitt hlutverk og verður henni lofsamlegast launað með þeim um- mælum, að bestu horfur virðast vera á að hún reynist með tíman- um sönn dóttir móður sinnar. Einkanlega ber af, hve skýrt hún ber fram. Minningarrit hefir fríkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík gefið út um 25 ára starf sitt og ritar hinn gamli prestur safnaðarins, síra Ólafur ólafsson. Fróðleg og ánægjuleg er sú saga, og ritið í alla staði til sóma. Var lokið við viðbót kirkjunnar nú fyrir jólin og er hin prýðilegasta. Stjórnarblaðið, Morgunblaðið danska, segir frá því, að Magnús Jochumsson, starfsmaður á póst- húsinu, hafi farið utan til þess „að sitja 300 ára afmæli póst- stjórnarinnar dönsku“. Er fylsta ástæða til að spyrja, hvort það ferðalag sé kostað af alþjóðarfé. Og væri svo, er skylt að víta. Heiðursverðiaun úr Styrktar- sjóði Kristjáns konungs IX. fengu þeir árið sem leið Bjami Bjarnason bóndi á Skáney í Borg- arfjarðarsýslu og þorsteinn Kon- ráðsson á Eyjólfsstöðum í Vatns- dal í Húnavatnssýslu, fyrir dugn- að og framkvæmdir í búnaði. Búnaðarnámsskeið var haldið að tilhlutun Búnaðarfélags íslands að Húsatóftum á Skeiðum 15.— 20. des. síðastl. Sóttu það um 80 manns. Fyrirlestra fluttu þar ráðunautur Búnaðarfél. Ragnar Ásgeirsson og Theódór Arnbjarn- arson, og ennfremur Pálmi bú- fræðikandídat Einarsson. Nógir peningar. Heyrst hefir að ísfirðingar séu í þann veginn að kaupa tvo togara og annai' mun þegar keyptur. Nógir peningar til þess, en engir handa bændastétt- inni. Maður hvarf á jólanóttina af skipi hér á höfninni. Hét Guðjón pórðarson. Innbrot var framið rétt fyrir jólin í nótnaverslun Helga Hall- grímssonar við Lækjargötu og stolið 900 kr. í peningum. Togararnir, Egill Skallagríms- son og Njörður, hafa báðir verið dæmdir í 15 þús. kr. sekt fyrir landhelgisbrot, í hæstarétti, en undirréttur hafði sýknað báða. Brotin voru framin í okt. 1923. Á þeim seinagangi gengur i'éttvísin íslenska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.