Tíminn - 03.01.1925, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1925, Blaðsíða 2
2 T 1 M I N N Mtnll tilir þessu eina innlenda félagl þegar þér sjóvátryggið. Símí 542. Pósthólf 417 og 574. Símnefni: Insurance. Kaflar úr prédikun próf. Har. Níelssonar í Fríkirkjunni vígsludaginn. prjár voru guðsþjónsuturnar í Fríkirkj unni vígsludaginn (hínn 21. des. Sjálf vígslu-guðsþjón- ustan fór fram kl. 10 að morgni. Við hana fluttu þeir ræður síra Ólafur og síra Árni. Kl. 2 flutti síra Ámi aðra messu og loks prédikaði síra Har. Níelsson kl. 5. Eðlilega mintust fríkirkjuprest- arnir á ýmislegt úr sögu fríkirkju- hreyfingarinnar hér á landi. Próf. H. N. mintist og fríkirkj- unnar og ýmislegs, er orðið 'hefir til að auka frjálslyndi í trúarefn- um hér síðari árin og breyta trú- arhugmyndum manna til meiri mannúðar. Hann lagði út af Sálm. 33, 1—5, sérstaklega orðunum: Syngið drotni nýjan söng! Kvað hann þá einkum hafa ástæðu til að fagna þessum degi, sem sjálfir voru með í því verki að koma þessari kirkju upp í fyrstu, því að þeir hafi lagt mest á sig og mest í sölurnar. „En vér elskum æfinlega það innilegast, er vér leggjum mikið í sölumar fyrir, þolum og líðum fyrir, berjumst fyrir. Flest ný fyrirtæki eru smá í upphafi; og langflestir mann- anna líta með skilningsleysi eða jafnvel fyrirlitningu á litla byrj- un. Fyrir því eru dagar hinnar „litlu byrjunar“ svo erfiðir. . . . þeir, sem unnað hafa þessari kirkju öll þau ár, sem hún hefir staðið, finna vafalaust sterkustu hvötina hjá sér til þess að taka sér þessi orð í munn: „Syngið drotni nýjan söng“. þeir hafa fagnað yfir kirkjunni sinni áður; þeir gera það enn meira nú, er hún hefir tekið svo veglegum stakkaskiftum. En vér, sem höfum um mörg undanfarin ár fengið hér hæli, og mátt í góðum friði tilbiðja Guð hér og flytja þær kenningar, er oss geðj aðist best að og vér vitum sannastar, vér höfum og mikla ástæðu til að fagna. Vér njótum og góðs af þessari stækkun. Nú geta enn fleiri fengið hér sæti; söngurinn hljómar nú enn betur og kirkjan er öll enn bjartari og fegurri.. Og vér skulum láta það vera eitt atriðið í fögnuði voram í dag, og ekki gleyma að þakka það, að þeir, sem reistu þetta hús og borið hafa allan hag þess fyrir brjósti síðan, voru svo víðsýnir, umburðarlyndir og frjálslyndir, að þeir fengust til að leyfa oss að nota það, þótt sumar skoðanir vor- ar séu í einhverjum atriðum frá- brugðnar þeirra. Fríkirkjusöfnuð- Níunda bréf til Kr, A. Eins og þú sérð, hefi eg notað milli- bilsaðstöðu þína i þjónustu Mbl.- manna til að gera skýrari linur milli aðalfiokka landsins. Eg er ánœgður yfir niðurstöðunni. í tæpa tvo mánuði heíir þessi leik- ur staðið. Viðfangsefnið var að sýna aðstöðu flokkanna til þjóðlífs og þjóðmála. Dómsorðið er þar komið undir að starfa nýtilega fyrir ai- menningsheill. Tvent gat ltomið til greina. í fyrsta lagi þjóðmálin sjálf, og þau eru aðalatriðið. Eg hefi tekið mörg mái tii skýringar, andleg og efnaleg. þín vegna tók eg fyrst and- legu málin, af því eg hélt, að þú hefð- ir fremur vit á þeim, og ef til vill ein- hvern áhuga. Svo mun og vera, en þér hefir verið varnað má!s, af því samherjar þínir og peningalegir hús- bændur hafa í þeim málum svo illa gert, að jafnvel hinn besti málfærslu- maður hlýtur að standa þar þögull eins og hundur með múl yfir trýnið. pú hefir staðið orðlaus. þinir sam- herjar hafa aukið mentaskólann að kostnaði, en gert sitt ítrasta til að útiloka sveitapiltana. þeir hafa gert alt til að hindra, að slikir menn geti haft heppilega námsaðstöðu á Akur- «yri. J. M. hsfir í ykkar nafni gort sitt urinn hefir með þessum hætti greitt frelsi í trúarefnum og um- burðarlyndi veg meðal Islendinga, og vel má svo fara, að það verði honum til vegsemdar, er fram líða stundir, og að með því hafi hann unnið þjóð vorri meira gagn en almenningi var ljóst í upphafi. Hann hefir, að minsta kosti óbein- línis, veitt nýjum skoðunum hæli, meðan þær voru á stigi hinnar „litlu byrjunar". Vér óskum og biðjum þess í dag, að Guð sann- ieikans, hann, sem einn gefur ávöxtinn, þar sem mennirnir plægja, sá og vökva, láti blessun lioma yfir þetta hús fyrir þá and- iegu gestrisni, sem fríkirkjusöfn- uður þessa bæjar hefir sýnt. Sönn gestrisni ber æfinlega vott um göfugmensku og hlýtur því að lokum sín laun: mátt til að sýna enn meiri góðvild og hjálp, þar sem þess er þörf. Og gestrisnin á líka sín fyrirheit. Fyrir því áminti einn af rithöfundum N. tm. samtíðarmenn- sína svo forð- um: „Bróðurkærleikurinn haldist. Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir sér óaf- vitandi hýst engla“ (Hebr. 13, 1—2). Allir þeir, sem unna frelsi í trú- málum og hafa þá sannfæring, að í frelsinu sé öllum andlegum mál- um þjóðarinnar best borgið, þeir hafa ástæðu til að fagna þessum degi. Alla má þá ávarpa með þess- um orðum hins gamla sáttmála: „Syngið nýjan söng“, í tilefni af þeirri framför, sem þetta guðshús hefir tekið. Sjálf stækkun hússins er jafnframt vottur annars: áhugi manna á kirkjumálum og öllu því, sem eilífðinni kemur við, er að vaxa meðal vor. par liggur dýpsta hvötin til þess, að menn leggja mikið á sig til að koma upp æ veg- legri kirkjum“.......... „Allar kynslóðir fá sína reynslu af gæsku, miskunn og trúfesti Guðs; en engin kynslóð er ná- kvæmlega eins og fyrirrennari hennar. Alt af er einhver öldu- gangur í hafi tímans, sem veldur breytingum. Fyrir því verður skilningur hverrar kynslóðar nokk uð frábrugðinn skilningi fyrri kynslóða. Tilfinningarnar haldast, en þó er sem litblærinn á þeim sé töluvert mismunandi hjá kynslóð- unum. Vegna þessa getur ný kyn- slóð sjaldnast að öllu leyti búið hugsanir sínar búningi fyrri tíðar manna. Og eftir því sem trúarhug- myndimar háfa víkkað og göfg- ast, eftir því hefir þessi þrá brot- ist skýrara fram: Syngið drotni nýjan söng! Og kynslóðirnar leggja engan veginn allar aðal- áhersluna á sömu hlið trúmálanna. til, að eklci yrði framkvæmd þings- ályktun Nd. í fyrra um áframhalds- r.ám þar landssjóði að kostnaðar- lausu. þínir húsbændur og samherj- ar hafa reynt að tefja, hindra og spilla , mentastofnun þingeyinga. þú og þínir menn hafa beitt sviksemi þagnar og hugleysis gagnvart ófremd- arástandi Landsbókasafnsins. þínir menn voru sumpart atliafnalausir og sumpart fjandsamlegir þjóðleikhúss- málinu, og nú hermir ný frétt, að úr þeim herbúðum standi til árás á byggingarsjóðinn i vetur. Foringi flokks þíns og núverandi húsbóndi þinn vildi eyðileggja kensluna i þjóð- legum fræðum við háskólann, í móð- urmálinu og sögu landsins. En flokk- ur ykkar feldi á síðasta degi þings í fyrra tillögu um að leggja áfengis- verslunina undir landsverslun og spara 18 þús. króna ársiaun til Mog- ensens lyfsaia hins danska. þínir yfir- menn sáu ekkert athugavert við að borga Mogensen 18 þús. fyrir að vera yfirmaður við stofnun, þar sem landið tapaði í fyrra nær 30 þús. við óreiðu einhverra undirmanna hans. En þeim fanst alveg óhugsandi að borga yfir- burða andans manni við háskólann meir en liðugan þriðjung af þeirri upphæð fyrir ómetaplegt menningar- starf. Ekki batrpaði þegar kom að land- — pví að trúmálin hafa margar hliðai'. — Síður en svo. þar skift- ast á margs konar aðfall og út- fall. Stundum er sem hugmynd- irnar berist með straumum í hafi tímans — eins og trjábolimir úr frumskógunum berast langar leið- ir með hafstraumunum, uns þá rekur upp á einhverja bygða skóg- leysis-strönd og þeir verða þar efniviður í híbýli manna. Enginn jarðeigandi ræður því, hver tré rekur á fjöru hans. Nokkuð líkt er oft um andlega efniviðinn, sem berst með straumum tímans og að lt-ndi voru. Aðfall eins tímabilsins ber vissar kenningar upp í fjöru- borðið. En svo kemur útfallið eft- ir ákveðinn tíma. þá skolar þeim ósjaldan út aftur. En næsta aðfall ber með sér nýtt efni, nýjan reka- við, sem menn reisa af andleg stórhýsi og hafast lengi við í. All- ar þessar breytingar verða smátt og smátt til þess að göfga og hækka guðshugmyndina sjálfa og ýta skilningi manna fram á leið í hinum æðstu efnum“. því næst sýndi ræðumaður fram á nokkrar breytingar, sem orðið hefðu með þessari kynslóð hér á landi, og nefndi sem dæmi útskúf- unarkenninguna, samlyndið milli trúar og vísinda, hugmyndirnar um framhaldslífið, og talaði um, að mikil dulspeki-alda gengi nú yfir heiminn, sem vafalaust yrði kirkjunni enn til blessunar, eins og allar slíkar öldur hefðu áður orðið. „Dulspeki-aldan er hugum margra hið sama sem áveita vatns er þurri gróðurmold; hún gerir hjörtun gljúp og færir þeim ýms dýrmæt frjóefni. Út af öllu þessu er ástæða til að fagna og syngja nýjan söng. því að, eins og áður hefir verið tekið hér fram í dag (þ. e. í prédikun síra Árna Sigurðssonar), þá er helgismálinu. þar urðu Framsóknar- menn að hjálpa með samúð og skiln- ingi við hið fyrsta eftirlitsskip. Frá þeim kom Vestfirðingum hjálpin fyrir hin lcngj rændu fiskimið þeirra. Eg hefi glaðst af þögn þinni um málin. Ekki af því að eg óski þér óvirðingar, heldur af því, að hús- bændur þínir og samherjar eru sekir og dæmdir i þögn þinni, bæði fyrir að hafa verið ónýtir til að starfa að al- þjóðarheill, og þó öllu oftar fyrir að hafa beinlínis reynt að spilla fyrir framgangi góðra mála. þú hefir reynt að breiða yfir sekt þeirra, er hafa þig i þjónustu sinni, með því að segja, að þú hirðir ekki að tala um sjálf þjóðmálin. þú viljir tala um vopnaburð flokkanna. En ekki er aðstaða þín betri þar. Litum á nokkra liði. 1. þú byrjar á að gefa hinu ósvífnasta fúkyrðablaði meðmæli fyrir heiðarlegan rithátt. En um sama leyti játaði fyrirrennari þinn, að aðr- ir hefðu skriíað hinar pólitisku ill- yrðagreinar á hans ábyrgð. Húsbænd- ur þínir höfðu notað sér fátækt þessa rnanns til að skrifa rógmælgi, árásir og illindi um mig og marga aðra, sem voru að hrinda áfram þjóðnytjamál- unum, á ábyrgð hans. Getur þú hugs- að þér lúalegra athæfi? Manntetrið, sem til þessa var haft, fékk vist svo sem 25% af fjölskylduþurftarlaunum ekki nóg að kirkja og söfnuður stækki hið ytra. Miklu meira stendur á hinu, að hið innra lífið eflist og kirkjunni takist með boð- skap sínum að fullnægja trúar- þörf manna og veita þeim andlega hjálp og styrk í baráttu og erfið- leikum, ekki síst er þeir vakna til veralegrar meðvitundar um eilífð- areðli sitt og mikilvægi þessa járð- neska lífs. Einn liðurinn í því er að leggja kirkjufólkinu til sálma til að syngja við guðsþj ónusturna.’ — sálma, er séu í fyllra samræmi við hugsanir nútímans en ýmsir sálm- ar eldri kynslóða era. Einnig þar er þörf á endurnýjun. — Lítil til- raun hefir verið gerð til að bæta úr þeirri þörf.*) Og það er mér eitt fagnaðarefnið í dag, að vér getum ávarpað hvert annað á þessum merkisdegi með þessum orðum textans: Syngjum drotni nýjan söng! — 1 þessari kirkju hefir verið minst í dag brautryðj- enda fríkirkjunnar. Eg leyfi mér að minnast með þakklæti sérstak- lega eins manns, sem hefir átt mjög mikinn þátt í að auka frjáls- an hugsunarhátt í íslenskri kirkju og kveðið hefir inn í oss bjartari cg hlýrri kristindómsskoðanir en áður voru þar ríkjandi, þjóð- skáldsins og sálmaskáldsins síra Matthíasar Jochumssonar. Tunga hans er þögnuð, en söngvar hans og sálmar vona eg að eigi eftir að verma, friða og gleðja margar sál- ir og lyfta þeim til æðra trúar- flugs, og lengi að óma undir ís- lenskum kirkj uhvelfingum. Fyrir hans hjálp og nokkurra annara getum vér sungið nýjan söng. pað veri bæn vor í dag: Guð! sendu *) Við þessa guðsþjónustu var not- að fyrsta sinn sálmakverið nýja „þitt ríki komi!“ jafnframt sálmabókinni, og sungnir úr því 2 sálmar (10 og 1). i Reykjavík fyrir að feðra þessa þokkalegu króa fyrir Ólaf frænda þinn, Pál á þverá og fleiri þeirra nóta. 2. þú fórst í leit í Tímanum að finna ókurteisan rithátt. En leit þín varð árangurslaus. þú varst hissa. þú hafðir svo oft heyrt þina heimsku og ómentuðu samherja tala um harðyrði í Tímanum. Nú rakstu þig á, að þar voru þung rök en ekki fúkyrði. Ef til vill hefir þú þá í fyrsta skifti áttað þig á, að menn, sem berjast fyrir mikl- um hugsjónum og stórum málum, verða að beita þungum rökum, ef við heimska og eigingjarna andstæðinga er að eiga. Jafnvel höfundur hinnar lögboðnu trúar hér á landi varð að lýsa íhaldsdóti sinnar samtíðar með orðunum „nöðrukyn", „kalkaðar graf- ir framliðinna" o. m. fl. af sama tægi. Loks fór svo, að þú mistir stillinguna og steyptir úr þér reiðifossi staðlausra fúkyrða eins og títt er um miður vel uppalda götudrengi. Eg hefi tínt sam- an fáein þessi málblóm, „Thors-súr- urnar", sem farið er að kenna við manninn, sem hefir lagt til peningana í jiésagerð þ!na og espað þig til að sökkva dýpra og dýpra með hverri viku. Blindni þín sést á því, að þú státar af þvi að hafa fengið þakklæti fyrir fúkyrði þín frá mönnum hér í bænum og í öðrum kauptúnum, mönn- um, sem vigta á sér fingurna um leið kirkju þinni nýja reynslu, er auðgi hana og leggi mönnum hennar lofgerð á varir, svo að vér öðlumst nýja söngva um ti'úfesti þína, miskunn og gæsku!“ ----o---- IfitrauslJkðHiii. Út af leiðarþinginu i Vík síðastl. sumar skulu tekin fram eftirfarandi atriði: Tr. þ. sagði satt frá leiðarþinginu í Tímanum, enda þorði hann að standa við umsögn sína með undir- skrift sinni. Jón Kjartansson, hinn , afsagði" þingmaður okkar, óg rit- stjóra-undirtylla við blað, sem útlend- ir kaupmenn eiga mikið í, þorði ekki að staðfesta sina frásögn um fundinn í Mbl. með nafni. Hann kallaði sig „Fundarmann", enda sást „marðar"- bragur á frásögninni. þar stóðu þessi orð: „þá fór sýslumaður hörðum orð- um um atferli þeirra Tímaleiðtoganna og afslcifti þeirra af málum sýslunnar hér. Vitti hann Lárus i Klaustri fyrir að láta flækja sér út í þessar aðíarir — aðfarir sem enginn, og ekki hann sjálfur, vildi nú kannast við. Sýslu- maður kvaðst hafa verið á öllum fundunum og ekki einn e.inasti „smalinn" hefði lengur haldið fram þessu danska valdi eða þjóðernishætt unni, sem Tíminn hefði gasprað með. þeir hefðu alveg horfið frá því, sem vonlegt var. Nú iðraði alla eftir frurn- hlaupið, og menn, sem bæði með leyfi- legum og óleyfilegum meðulum hefðu verið narraðir til að skrifa undir skjalið (sem enginn vildi nú kannast við), þá iðraði það stórum nú og væru fú@ir að taka nöfn sín aftur, enda sum- ir þegar gert það ótilkvaddir". Nú er annaðhvort, að sýslumaður okkar, G. Sv., hefir sagt þetta, eða „fundarmaður11 skrökvað upp á hann. En þar sem G. Sv. annaðhvcrrt hefir sagt ósatt sjálfur í þessu efni á fund- inum, eða samþykt ósannindi hins „afsagða" með þögninni, þá hvílir nú ábyrgðin á honum. Munum vér undir- ritaðir nú sanna ósannindi á þá báða, G. Sv. og liinn „afsagða" viðvíkjandi undirskriftunum hér. Skulu þeir nú mintir á, hvað gerðist á fundinum hér í Kirkjubæjarhreppi. Gísli og sá sem Lögrétta kallar „moðhaus", segja að engir hafi staðið við undirskriftir sin- ar og að þeir hafi iðrast eftir o. s. frv. En á þessum fundu lýstum við, sem stóðum að undirskriftunum, afar- greinilega vantrausti á Jóni. Sú ástæða ein, fyrir utan aðrar, þótti okk- ur nægileg, að hann er „ritstjóri" að pólitisku blaði, þar sem a. m. k. þriðj- ungur hlutanna er eign útlendra kaupmanna, og formaður útgáfufélags ins útlendingur, sem eftir áreiðanleg- og þeir afgreiða, og lesa „Kapitólu" og „Höfuðglæpinn" sér til andlegrar við- reisnar. Maðurinn sem þóttist ætla að koma á prúðum skrifum um mál, byrjaði á að gefa Magnúsi Magnús- syni Storms-ritstjóra alment heilbrigð- isvottorð, og sökk siðan á tæpum tveim mánuðum niður fyrir alla blað- skrifandi íslendinga, aðra en Pál á þverá, að því er snerti fúkyrðanotk- un. Samt hefir þú ekki lireyft við einu einasta þjóðmáli. þú ert jafnsekur um hræsni í þessu efni eins og portkona, sem hvetur aðra til hreinlífis, eða dauðadruklcin fyllibytta, sem drafar fram loðmæli um bindindi. 3. Bardagaaðferð þína má marka af litlu dæmi. Fyrirrennari þinn M. M. (eða máske núverandi húsbændur þinir, flokksstjórn kaupmannaflokks- ins) höfðu vísvitandi logið upp frá rótum sögu um, að ritstjóri Tímans hefði verið troðinn undir hestafótum niður á hafnarbakka. þetta stóð eins og venjuleg bæjarfregn í fylgiblaði Mbl. Tilgangurinn auðsær, að svívirða Tímann og Framsóknarflokkinn. Eg minti þig á þetta framferði yklcar í samtali, sem fór fram í afgreiðsluher- bergi Landsbókasafnsins. þú afsakað- ir þetta, sagðir að þetta hefði aðeins verið marklaust spaug. þér fanst á engan hátt til um, þótt logið væri staðlausum mannskemmandi sögum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.