Tíminn - 08.01.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1921, Blaðsíða 2
2 T'ÍMINN að uppbót á verði hrossa, sem hestasölunefndin seldi til útlanda 1920 er kr. 28.00 fyrir hross og verður greidd sem hér segir: í Skagafjarðarsýslu af síra Sigfúsi Jónssyni Sauðárkróki. - Austur-Húnavatnssýlu af Pétri Theódórs, Blönduósi. - Vestur-Húnavatnssýslu að Hrútafirði af Guðm. Sigurðssyni kaupfélagsstjóra Hvammstanga. - Hrútafirði af Kristmundi Jónssyni, kaupfélagsstjóra Borðeyri. - Dalasýslu af Bjarna Jenssyni, Ásgarði. - Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, af Sigurði Runólfssyni, Borgarnesi. - Gullbringusýslu, Reykjavík og Plafnarfirði, af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Reykjavík. - Rangárvallasýslu af Guðbrandi Magnússyni, Hallgeirsey. Þeir, sem ekki eru búsettir í ofangreindum héröðum, fá uppbótina senda með pósti. Reykjavík 3. janúar 1921. Um jólin. Tveggja viðburða úr listasögu bæjarins, sem gerðust um jólin, vill Tíminn sérstaklega geta. Leikfélag Reykjavíkur hefir lengi haft þann sið að hefja að leika veigamesta leikritið á annan í jólum. Að þessu sinni heitir leikritið „Iíeimkoman“, eftir H. Sudermann, verulega tilkomumik- ið leikrit, um stéttamismun, dramb og ástir. Hefir það áður verið leikið hér í bænum um alda- mótin. Efnis leikritsins verður hér ekki frekar getið, enda yrði það alt of langt mál, en hitt voru mik- il og góð tíðindi, hve vel það fór úr hendi hjá Leikfélaginu að sýna svo vandasamt leikrit. Og það var mjög eftirtektavert einmitt í þetta ’sinn, því að það eru nú að hefjast tímamót í sögu félagsins. Tveir aðalleikendanna léku ekki. Frú Stefanía Guðmundsdóttir er í Vesturheimi og Jens B. Waage virðist vera að draga sig í hlé, smátt og smátt. Munu allir ein- huga um að harma það, verði það fyrir fult og alt, en bankastörfin munu æ taka meira af tíma hans — hann var t. d. um skeið í haust settur bankastjóri. Af gömlu leik- endunum léku ekki nema þrír: Frú Guðrún Indriðadóttir og Friðfinnur Guðjónsson, og eru það engin sérstök tíðindi þótt þau hafi bæði leikið vel, því að það gera þau altaf. Hinn þriðji hinna gömlu hefir all-langa hríð tekið sér hvíld: Helgi Helgason verslunarmaður. Er það gleðilegt að sjá hann aftur á leiksviði, því að þau hlutverk, sem eru við hans hæfi, leysir hann altaf mjög’ sam- viskusamlega og prýðilega af hendi og það átti við í fylsta mæli í þetta sinn. En leikritið þurfti á mörgum leikendum að halda og reyndi á þolrifin nýju leikend- anna. Ragnar Kvaran lék aðal- hlutverkið, mjög vandasamt hlut- verk. Hann hefir leikið nokkrum sinnum áður, við góðan hróður. I þetta skifti hefir hann staðist eldraunina, ef svo mætti segja, með því að sýna hvorttveggja: að hann hefir elju til þess að leggja í það mikla vinnu að leysa mikið hlutverk af hendi, og ótvíræða hæfileika um að skilja og sýna. Vitanlega er hann ekki orðinn fullkominn leikari, en hann er heldur ekki nema 26 ára. J>að, að svo ungur maður leysir svo vel af hendi verulega vandasamt hlut- verk, gefur hinar allra bestu von- ir. þetta var mesti viðburður kvöldsins: að félagið hefir eign- ast, þar sem Ragnar er, mann sem virðist munu vera fær í flestan sjó, mann sem geti tekið við af af Jens Waage, sé hann að draga sig í hlé, eða starfað prýðilega með honum. — pað var og ánægjulegt hve margir hinna nýju leikendanna fóru laglega Spitsbergen eftir Jón lækni Ólafsson. það sætir furðu, hve lítið sést hefir í íslenskum blöðum um Spitsbergen. Maður skyldi næst- um ætla, að hingað bærust ekki norsk eða sænsk blöð. En sú mun þó eigi ástæðan, heldur hitt, að sjálfstæðismálin og síðan styrj- öldin mikla hafa á síðustu áram gagntekið hugi manna. Óhætt er að segja, að ekkert hingað til óbygt land hefir jafnmikið verið ritað og rætt um á síðustu áram sem Spitsbergen, og þá einkum meðal Norðurlandaþjóða. — það mun samt flestum hér á landi nú kunnugt oi'ðið, hversvegna Spits- bergen ^r svo mjög umrædd orð- in. Margra ára ítarlegar vísinda- legar rannsóknir hafa sem sé fyrir löngu leitt það í ljós, að land þetta, eða eyjalönd réttara sagt, eru eftir stærð eitt af auðugustu kolalöndum í heimi. það er efni þessarar greinar að bregða upp dálítilli mynd af þessu merkilega kolaheimskautalandi, fyrir íslendingum. Hygg eg mörg- um muni þykja gaman að vita eitthvað um það, sem þar er að gerast. Verður hér að fara stutt yfir sögu. Mun eg fyrst drepa á helstu drætti úr sögu landsins, því næst lýsa landinu sjálfu, og að með hlutverk sín, sem að vísu voru að mun veigaminni. Frk. Kristín Norðmann og þær systui' Guðlaugsdætur bæjarfógeta, léku allar laglega. Verður þó ekki að svo stöddu hið sama um þær sagt og Ragnar, að þær séu því vaxn- ar að leysa af hólmi eldri leikend- urna. Ágúst Kvaran verslunar- maður og Magnús Jónson prent- ari leika sömuleiðis laglega. I-Iafa þessi öll að vísu komið á leiksvið fyr. Gunnar E. Kvaran lék í fyrsta sinn, en svo lítið hlutverk, að ekki verður af markað um hæfileika hans. Er það ljóst af þessari frásögn að Leikfélagið á yfir að ráða bæði fjölbreyttum og góðum leikkröftum og ósannar gjörsamlega allar hrakspár sem verið hafa á lofti. Fengi félagið að búa við sæmileg húsakynni, þá er það tvímælalaust, að það myndi hefja íslenska leikment á hærra stig. Og þetta, hve félagið hefir nú sýnt sig lífvænlegt og atorku- fult, gefur því byr undir báða vængi að bæði hið opinbera og leiklistarvinir verði að hjálpa því um betri aðstöðu, undir eins og losast um fjárhagsvandræðin. Karlakór K. F. U. M. söng nú um jólin, opinberlega í þriðja sinn, undir stjóm Jóns Halldórs- sonar ríkisféhirðis. J>að er besti samsöngur félagsins og ekki ein- ungis því að þakka að nú var sungið í miklu betri söngsal en áð- ur, sem sé í Nýja Bíó. Söngurinn bar það mjög greinilega með sér, að söngmennirnir hafa lagt við það mikla alúð að vanda sig sem best. Fáir í hópnum vora frábærir söngmenn, en þeir virðast allir vera áhugasamir og duglegir. En sérstaklega bar söngurinn vott um ágæta hæfileika söngstjórans, bæði um val og stjórn. J>að er beinlínis uppeldi í söngment að heyra það hversu vel Jóni tekst að láta kórinn syngja sum lögin sem allir kannast við — það var uppeldi um að skilja söng og fara rétt með söng. J>að er alveg vafa- laust að Jón Halldórsson vinnur mikið og gott verk um að bæta smekkvísi manna hér í bænum um söng. Hann hefir meðfædda ágæta hæfileika til söngstjórnar. Bæði honum og söngmönnunum var samsöngurinn til fylsta sóma — nema að einu leyti. Einn eða fleiri söngmannanna voru ófyrirgefan-, lega flámæltir. það bar að vísu ekki verulega á því nema á einum stað: „þótti þér ekki ísland þá yfirbragðsmegið tel að sjá“ — sungu einhverjir og þá var eins og slett væri framan í mann blautri tusku. — það prýddi sönginn, að tveir bestu söngmenn bæjarins, Pétur Halldórsson og Símon þórð- arson, sungu einsöng. ------0------- þingkosningin hér í bænum á að fara fram 5. febr. Framboðs- frestur er til 8. þ. m. lokum og aðallt ga segja frá kola- landinu og námurekstri þar. — Menn muna, að í Landnámabók stendur að 4 daga sigling sé frá Langanesi til Svalbarða, eða norð- ur í Hafsbotn. í íslenskum annál- um, er út gaf G. Storm, er fundur Svalbarða talinn árið 1194. þykir nú ábyggilegt að Svalbarði, sem getið er í Landnámu, sé hið sama land sem nú kallast Spitsbergen, og er þá Landnáma og annálamir hinar fyrstu og einustu heimildir fyrir fundi Spitsbergen. Hafa ef- laust annaðhvort íslendingar eða Norðmenn á ferðum sínum hrak- ist af leið út og norður í haf, þangað sem Spitsbergen liggur. Síðan „týndist“ landið og fanst eigi aftur fyr en árið 1596, að hollenskur maður, nefndur W. Barents, rakst þangað af tilvilj- un. Var hann að reyna að komast sjóleiðina norðan Asíu til Kína. Eftir endurfund landsins, 1596, tóku ýmsar þjóðir að sigla til Spitsbergen, 1 þeim tilgangi að stunda veiðiskap. Kom það brátt í ljós, að höfin nyrðra þar voru auðug að rostungi, hval, sel og ís- bimi, en refir, hreindýr og fugl á landi. Mætti vel kalla fyrstu 100 árin (1600—1700) í sögu Spits- bergen hvalveiðaöldina, en oftast nefnd um leið blómaöld landsins. Vora það aðallega Hollendingar og Englendingar er stunduðu veiðina. í byrjuninni var aðallega StaðarfelL Öllum sem fylgjast með því sem gerist, hlýtur að vera enn í fersku minni hið hörmulega slys, er varð í haust á Staðarfelli í Dalasýslu, er þau hjónin, Magnús búfræðing- ur Friðriksson og kona hans, Soffía Gestsdóttir, mistu í sjó- inn einkason sinn uppkominn, uppeldisson sinn, vinnumann og vinnukonu. Blöðin hafa skýrt frá því, með hvaða hætti þetta hönnulega slys vildi til, og verð- ur því eigi fjölyrt um það hét. Gestur heitinn Magnússon — en svo hét sonur Staðarfellshjón- anna — var fæddur 16. júlí 1889, og var því kominn á þrítugasta og annað árið, er hann druknaði. — Hann var ágætis maður, mentað- ur vel, eftir því sem gerist um ólærða menn, prúður í allri fram- göngu, og hvers manns hugljúfi, er honum kyntust. Sakna hans því allir sárt, er nokkra kynningu höfðu af honum. Hann var í stuttu rnáli sagt hið mesta manns- efni og líklegur til forystu í sinni sveit og sínu héraði. það var kunnugt þeim, er þekkja Magnús á Staðarfelli og þau hjón, að Gesti sáluga var ætl- að, hefði honum enst aldur, að taka við Staðarfellinu til ábúðar. Nokkur efi var reyndar á því um skeið, að hann mundi treysta sér til búskapar sökum veikrar heilsu. En síðustu árin, og einkum sein- asta árið er hann lifði, virtist heilsan vera að styrkjast og um leið vonin um það, að hann mundi geta gerst bóndi á Staðarfelli þeirra hluta vegna, enda innileg- asta ósk foreldra hans, að svo mætti verða. Og það var heldur ekkert til þess sparað að bæta og prýða þetta höfuðból, og gera það stunduð rostunga og bjarnarveiði, og var einkum rostungurinn drep- inn svo grimdarlega, uns eigi sást meira af honum á vesturströnd landsins. Svo sem kunnugt er, voru Biskayar (Frakkar) svo að segja hin eina þjóð, er þá ráku hvalveiði í Atlantshafi. Kom Hol- lendingum og Englendingum nú til hugar að reyna að drepa hvalinn norður í Ishafinu, og lærðu þeir af Biskayum veiðiað- ferðirnar, því enginn kunni betur þeim til hvalveiða. Sendu hin hol lensku og ensku útgerðarfélög ár- lega norður til Spitsbergen sívax- andi fjölda hvalveiðibáta og stunduðu veiðarnar af kappi, fyrst við strendur landsins, uns hvalurinn var eyddur þar, en síð- an á hafi úti. En það varð eigi einungis baráttan við hvalinn er hér var háð, heldur einnig um yfirráðin yfir veiðinni yfir höf- uð. — Kom oft til orustu norður þar milli Hollendinga 0g Englend- inga út af veiðiréttinum, og má sjá þess merki enn þann dag í dag á Spitsbergen, því víða eru þar heilir kirkjugarðar af beina- grindum. Hollendingar báru alla jafna hærra hlut, enda voru þeirra skip ætíð mun fleiri. Oft voru send herskip frá báðum þjóð- um til fylgdar hvalveiðaflotanum. Frakkar voru og nokkrum sinnum norður þar og stunduðu veiðar. Danakonungar gerðu kröfu til sem best úr garði handa einkasyn- inum. Geta því allir skilið, hvílík- ur harmur er kveðinn húsbændun- um á Staðarfelli við fráfall og missi þessa efnilega manns. Er því nú svo komið, — og það geta þeir sem kunnugastir eru, skilið, — að Staðarfell er auglýst til kaups og ábúðar. Skrifar Magnús þeim, sem þetta ritar: „Á óvæntan hátt hefi eg mist mína ástkæru vini og starfsfólk, sem mér var svo kært, og um langt skeið hafði borið með mér hita og þunga dagsins. Neyðist eg því til að hætta búskap og selja. En þrátt fyrir alt mótlætið, þykir mér þó enn þá vænt um Staðar- fell, og finst óbærilegt til þess að hugsa, ef það skyldi lenda hjá þeim, sem ekki kunna með að fara.“ — Og þetta skilur hver sá, er þekkir, hvað Magnús hefir lát- ið sér ant um jörðina, bætt hana stórkostlega og setið hana svo vel, að fáir sitja jörð sína betur. Væri því vel farið, að Staðarfellið lenti í eign góðs manns, er tekur þar við, er Magnús hættir. Og ekkert mundi honum taka sárara en ef jörðin kæmist í hendur bröskur- um og „spekúlöntum“. Magnús hefir í vor er kemur búið 18 ár á Staðarfelli. Á þessum árum hefir hann reist íbúðarhús, 16X14 álnir, steinsteypt, alt þilj- að og tróð á milli þils og veggja. J>að er tvílyft með kjallara, rúm- góðum og hátt undir loft. Vatns- leiðsla er í húsið og skolpræsla frá því. Einnig hefir hann bygt fjár- hús vandað, handa 250 fjár, með hlöðu á bak við, er tekur um 1000 hesta, alt jámvarið. Vatn er leitt í fjárhúsið og því svo komið fyrir, að vatnið rennur í brynningaþrær, meðfram hlöðuþilinu. Sömuleiðis hefir hann gert fjós fyrir 10 naut- gripi, ásamt hesthúsi, heyhlöðu og áburðarhúsi, alt í einni byggingu eignaréttar á Spitsbergen í byrj- un, bygða á því, að Spitsbergen væri einn hluti Grænlands,og urðu þjóðirnar að gjalda Dönum veiði- skatt, en brátt gátu sjómennirnir sannað að Spitsbergen væri sér- stakt land, og féll þá skatturinn niður. En Danir urðu æfir, og krafðist þá Kristján 4. hæstarétt- ar yfir hinum norðlægu höfum, bannaði öllum að koma nær Spits- bergen (er hann nefndi Kristjáns- borg) en 10 mílur frá landi, og gaf dönsku útgerðarfélagi einkaleyfi til að reka veiðar alt frá 67° alla leið til Norðurheimskauts. En fyr- ir kom ekki, og Danir vora úr sög- unni. — Árlega um miðja öldina voru norður þar alt að 2—300 hollenskra og enskra skipa. Skiftu menn sér niður á hafnirnar, þ. e. firðina á vesturströnd landsins, og reistu þar hús og ýmiskonar kofa. Mest varð byggingin á aðal- aðseturstað Ilollendinga, þar sem heitir Amsterdameyjan. Reis þar upp lítill bær er þeir nefndu Smeerenburg (lýsisbærinn). Voru þar stór lýsisbræðsluhús, búðir, bakarí, kirkja og fleira. Auðvitað vora þessi hús eigi í nútíðarstíl, heldur hróflað upp, því þau voru einungis notuð yfir sumarið. I þessu veri voru á sumrin alt að 1000 manns. Á haustin héldu öll skipin heim með veiði sína. Og veiðin borgaði sig vel. J>að er tal- ið að í 100 ár hafi Hollendingar og úr steinsteypu. Vatnsleiðsla er einnig í fjósið. Allar þessar byggingar eru ó- venjulega vel gerðar og vandaðar. J>á hefir Magnús stórbætt tún- ið, sléttað, giil með grjóti og gaddavír. Girðingarnar eru ekki einasta gripheldar, heldur sauð- heldar. Fást nú þar af túninu eða innan girðingar, 600—800 hestar, eftir áiíerði. — Einnig eru girð- ingar um engi og úthaga, sumar sauðheldar og aðrar gripheldar. Munu þær vera inn 7000 metra á lengd samtals. Eyjagagn er þar mikið og sel- veiði. Fyrir frostaveturinn 1917— 18 var dúntekjan orðin 20 kg. En eftir þann vetur rýrnaði hún og komst niður í 12 kg., en síðastlið- ið vor var dúnninn 15 kg. Úr eyj- um fást þar af heyi — töðu — 6—8 kýrfóður. Af vorsel veiðist þar 100—150 kópar, og haustselur svo tugum skiftir. Árið 1913 ferðaðist S. Sigurðs- son, forseti Búnaðarfélags Is- lands, um Dalasýslu, og kom þá að Staðaríelli, og lét svo um mælt, að jarðarbætur þar og aðrar fram- kvæmdir væru miklar og myndar- legar, og óvenjulega vel gerðar og vandaðar. Telja má fremur hægt til að- drátta á Staðaríelli, og er jörðin að því leyti og fleiru, vel í sveit komin. þar er og löggilt höfn, enda hefir stundum verið rekin þar verslun. í ráði er, fyr eða síðar, að reisa kvennaskóla (húsmæðraskóla) á Vesturlandi. Mundi ekki Staðar- fell hentugt skólasetur fyrir þann skóla? það álíta að minsta kosti margir, sem kunnugir eru. Álítist það hentugt að stofna þennan um- talaða Vesturlands-kvennaskóla á Staðarfelli, mundi Magnúsi eða þeim Staðarfelsshjónum þykja Staðarfellinu vel borgið, og trygg- ing l'engin fyrir því, að verkum hans þar yrði viðhaldið, og við þau bætt. Enda er þar enn um mikið verkefni að ræða, bæði engjabætur og túna. Túnstæði er þar mikið. Liggur veita frá tún- inu og niður að sjó, er gera má alla að ágætum töðuvelli. Er og Magnús byrjaður á því verki að þurka og og rækta þessa veitu. Magnús Friðriksson hefir gert „garðinn frægan“. Hver skyldi nú geta eða treysta sér til að taka þar við er hann hætti ? Um það spyrja nú allir vinir Magnúsar og þeir, sem Staðarfell er kært. Kunnugur. -------0------ Nýr listi er kominn fram við þingkosningamar, og standa að honum langsum-menn með Vísi í broddi fylkingar. Á listanum eru þessir knenn: Magnús Jónsson dósent, Jón Ólafsson skipstjóri og þórður Bjarnason kaupmaður. sent norður 14,167 hvalveiðabáta í alt, er veitt hafi 57,590 hvali, eða hval fyrir 6OJ/2 milj. króna (Scorsby). Má af þessu sjá að eigi var um lítið að ræða hér, enda var þá blómaöld Hollands. Svo sem næmi lætur, urðu þessi skip hvalveiðamanna oft illa úti, því ætíð er erfiðast að „brjóta ísinn“, og hvalveiðamennirnir hollensku og ensku voru þeir fyrstu er höfð- ust við á þessum norðlægu slóðum og lærðu að lifa þar. Eitt árið fór- ust t. d. 32 skip, flest hollensk. Veturinn 1630—31 er merkilegt ár í sögu Spitsbergen. þá hafa hinir fyrstu menn vetursetu þar. Voru það 6 Englendingar, er höfðu mist skip sitt. — Sama sag- an kom síðar oft fyrir. Nú sáu menn og, að lifa mátti á þessu kalda landi yfir veturinn, og leiddi það til þess, að t. d. Hollendingar tóku nú stundum aðgæslumenn nokkra yfir bæ sínum og dóti nyrðra, því oft voru ýms skipin síðbúnari heim á haustin en önn- ur, og yar þá oftast ruplað, en á vetrum kom „bangsi“ og eyðilagði alt ætt og óætt. Skömmu eftir 1700 sést eigi meir til hvalveiðaranna við Spits- bergen. En enn í dag má sjá leyf- ar af hinum gömlu „borgarrúst- um“, tóftir, garða, urmul af hval- beinum og að lokum fjölda af mannabeinagrindum. Næsta tímabilið í sögu Spits-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.