Tíminn - 08.05.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.05.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 8. MAI 1983. 6 fréttaskýring ■ Um síðustu helgi birtum við frásögn Gerd Heidemann, blaðamanns við þýska vikuritið Stern, af því hvernig honum áskotnuðust dagbækur sem nasistaforinginn Adolf Hitler á að hafa skrifað með eigin hendi á árunum 1932-1945, og hver saga bókanna er fram til þess að fyrst er frá tilveru þeirra greint opinberlega. Frásögn Heidemann er reyfara líkust sögðum við þá, sannarlega forvitnileg en ekki að sama skapi trúverðug. Margir sem kvatt hafa sér hljóðs um dagbækurnar hafa tekið í sama streng, og talið frásögn Heidemann helsta tormerkið á því, að svo stöddu, að unnt sé að taka mark á staðhæfingum um að dagbækurnar séu ófalsaðar. Pegar síðast fréttist neitaði Heidemann eindregið að greina nánar frá fundi bókanna, en tók fram að það væri misskilning- ur, sem margir höfðu lesið út úr frásögn hans, að bækurnar hefðu~verið faldar á sama stað - á hlöðulofti í austur-þýsku smáþorpi - frá stríðslok- um, og að maðurinn sem bjargaði þeim úr flugvéla- flakinu 1945 væri sá sami og útvegaði Heidemann bækurnar árið 1981. En það er ekki aðeins frásögnin af sögu bókanna frá stríðslokum sem er tortryggileg. Menn eru tregir til að leggja trúnað á það að Hitler hafi haldið dagbók um árabil, og benda á að svo mjög hafi einkalíf hans verið rannsakað og nánir samstarfs- menn hans spurðir í þaula, að skriftir hans hlytu að hafa verið nefndar á nafn einhvern tímann ef fótur væri fyrir þeim. Á þetta atriði hafa sérfræðingar í ævi Hitlers, menn eins og Alan Bullock í Oxford, Gerhard Weinberg við háskólann í Norður Caról- ínu og sagnfræðingurinn James O’Donnel, bent. Vitnisburðir um dagbókarskrif í leyniskjölum Nýjar upplýsingar úr bandarískum leyniskjölum, sögu Hitlers nefna fyrir efasemdum um að dagbæk- urnar séu ófalsaðar. Þeir efast um að hann hafi haft tíma til slíkra ritstarfa, benda á að hann hafi verið pennalatur með afbrigðum og undir Iokin of illa haldinn til að geta skrifað með eigin hendi. Hyggjum nánar að þessum atriðum. Hafði Hitler ekki tíma til skrifta? „Hitler var svo önnum kafinn að hann hafði engan tíma til að skrifa dagbækur“ segja efasemdar- menn. Nicolaus von Below, fyrrum flugforingi og starfsmaður Hitlers, staðfestir þetta. „Við Hitler vorum oft á fótum fram til 3 eða 4 á morgnana. Hann hafði engan tíma til skrifta'' sagði von Below í síðustu viku. Heinz Linge, sem var herbergisþjónn Hitlers fram á hinsta dag, hafði hins vegar áður getið þess slðar Hitlers að lesa í einn til tvo klukkutíma áður en hann gekk til náða. Þann tíma hefði hann einnig getað notað til ritstarfa. Á það er einnig bent að enda þótt dagbækur Hitlers séu í 60 bindum, þá er í raun ekki um mikið efni að ræða. Ef tekið er mið að því að þær eru skrifaðar á 13 ára tímabili og geyma að líkindum um 60 þúsund orð þá þýðir það að hann hefur að meðaltali skrifað minna en eitt orð á dag. Sam- kvæmt upplýsingum Stem er ekkert skrifað í ■ Hitler í augum bandaríska teiknarans David Levine. verið svo alvarlegt að hann hafi verið handlama. Um það ber mönnum ekki saman. Á það er enn að benda að enda þótt sannað yrði að Hitler hafi getað og í raun haldið dagbók þá segir það ekki, eitt og út af fyrir sig, að dagbækurnar 60 sem geymdar eru í traústu bankahólfi í Zúrich í Sviss séu verk hans. Þær gætu hafa brunnið með flugvélinni 1945, ef þær voru þá um borð, eða glatast á annan hátt. Eins gætu þær verið í fórum einhverra sem ekki vilja láta þær frá sér. Rannsóknir á dagbókunum mjög ófullkomnar Eitt mikilvægt atriði er þó alveg klárt. Rannsókn sú sem vikuritið Stem hefur látið gera á dagbókun- um er mjög ófullkomin. Það er nú komið á daginn að rithandarrannsóknir, sem eru reyndar mjög ófullkomin fræði, voru ekki gerðar á bókunum sjálfum heldur á ljósritum af þeim. Rannsóknir á blekinu sem notað er hafa ekki skilað niðurstöðu. Fingraför hafa ekki verið tekin. Sagnfræðingum hefur ekki verið leyft að athuga skrif Hitlers í dagbókunum og bera þau saman við þekktar staðreyndir um einkalíf hans og viðburði á styrjald- arárunum. Áður en slík rannsókn verður gerð er ógerlegt að skera úr um það með nokkurri vissu hvort bækurnar eru falsaðar eða raunverulega skrifaðar af Hitler. Stern ber fyrir sig þær málsbætur að ef slík rannsókn á áreiðanleika bókanna hefði verið fram- kvæmd hefðu upplýsingar um tilveru þeirra lekið út, og þá áhættu vildi blaðið ekki taka eftir að hafa , greitt gífurlegar upphæðir fyrir að eignast bækurn- j ar. Því miður er ekki útlit fyrir að óháðir fræðimenn fái að rannsaka dagbækurnar á næstunni, og úrskurður verði kveðinn upp. um áreiðanleika þeirra, því Stern hyggst einoka þær í marga mánuði og birta glefsur úr þeim smám saman. Önnur blöð, sem keypt hafa birtingarréttinn af Stern eru hins vegar orðin efins um það hvort þau eigi að birta efni dagbókanna, og t.a.m. hefur The Sunday Times hafið sjálfstæða rannsókn á sögu bókanna, og ætlar HITLERS FALSAÐAR? sem nú hafa verið gerð opinber, leiða hins vegar í Ijós að a.m.k. tveir nasistaforingjar, Wilhelm Spacil og Erwin Haufler, greindu frá því við yfirheyrslur hjá Bandaríkjamönnum í stríðslok að þeir hefðu heyrt um dagbækur sem Hitler skrifaði, og annar þeirra, Haufler, kvaðst hafa séð þær með eigin augum. Frá þessu er skýrt í breska blaðinu The Sunday Times um síðustu helgi. Þetta sannar út af fyrir sig ekki að Hitler hafi í raun haldið dagbók, kannski voru nasistaforingjarnir að leiða Banda- ríkjamenn á villigötur, en óneitanlega eru þetta merkilegar upplýsingar. Það eru einkum þrjár ástæður sem sérfræðingar í dagbækurnar suma daga, og aðra eru það aðeins fáar línúr. „Hitler .var pennalatur með afbrigðum" er enn fremur sagt. Þetta staðfesta margir vitnisburðir samherja Hitlers. Rit sitt Mein Kampf las hann fyrir í stað þess að skrifa það með eigin hendi, og eins er vitað að hernaðarfyrirmæli hans voru lesin fyrir einkaritara. Eftir Hitler sjálfum er haft að honum leiddist að skrifa. Fátt er unnt að tína til í því skyni að svara þessum efasemdarrökum. Skjöl sem Hitler skrifaði eru mjög fá, og allt bendir til þess að frásagnir um- pennaleti hans hafi við rök að styðjast. Meiðsli í handlegg „Hitler var of sjúkur til að skrifa." Sagnfræðingar hafa bent á að frá 1940 hafi hann þjáðst af skjálfta og átt erfitt með að stýra vinstri hönd sinni. Skjálftinn mun einnig hafa komið fram í hægri hönd hans. Eftir að Hitler var sýnt banatilræði í júlí 1944 hafi hann slasast svo í hægri hönd að hann hafi ekki getað skrifað. Sjúkraskýrslur staðfesta að Hitler þjáðist af skjálfta (kannski var það byrjun á Parkinson-veiki), en ágreiningur er um það hvort þetta hafi hindrað hann í skriftum, og eins er ekki vitað hvort sár á hægri handlegg eftir sprengjutilræðið 1944 hafi ekki að birta efni þeirra ef sterk rök verða leidd að því að þær séu falsaðar. Hér er ekki ætlunin að ræða hver sá aðili er sem hugsanlega gæti hafa falsað bækurnar - ef þær eru falsaðar. Fölsunarfabrikka Austur-Þjóðverja, sem fræg er, hefur verið nefnd, og eins er hugsanlegt að einhverjir nasistar vilji birta fegurri mynd af Foringjanum á hálfrar aldar afmæli valdatöku hans og t.d. þvo af honum bletti ábyrgðar á Gyðinga- morðunum. Að svo stöddu eru þetta allt getsakir eins og endanlegur úrskurður verður a.m.k. að bíða fræði- legrar rannsóknar á dagbókunum dularfullu..-GM Rýmingarsala 40.000.-kr. afsláttur á URSUS-C362 árg. ’82 Raunverð kr. 212.000.- Afsláttarverð - fáar vélar óseldar. Argerð 1983 er á leið "7 ^ ^ til landsins ^ • * SUNDABORG Klettagörðum 1 • Simar 8-66-55 & 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.