Tíminn - 27.05.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.05.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Ég heimta að fá að vera næst síðust, sagði sú sem var síðust í maraþon hlaupi á kjötkveðjuhátíðinni, og reif fötin utan af keppinaut sínum sem var spölkorn á undan. og endað í miðborginni þar sem allir mættust. En það voru margar ein- kennilegar persónur sem létu að sér kveða á hátíðinni. Meðal þeirra voru Gulrótar- konungurinn, Neptúnus kon- ungur' Jólasveinninn, Sólar- konungurinn, Kölski, Tarsan og Jane, aúk fjölda trúða. Og að sjálfsögðu dönsuðu allir Samba eins og tíðkast á öllum alvöru kjötkveðjuhátíðum. Talið er að um hálf milljón manns hafi tekið þátt í hátíða- höldunum sem haldin voru í suður-amerískum stíl þrjá daga í röð. En þrátt fyrir mildnn fjölda fólks á hátíðinni er Ijóst að kjötkveðjuhátíðin kemur út með mikinn fjárhagslegan halla. Tapið er talið nema um 300.000. d.kr. en allir þættir þessarar hátíðar eru þó ekki komnir á hreint. Kostnaðurinn er mestur vegna hins mikla fjölda hljómsveita sem fengnar voru frá útlöndum, einkum S-Ameríku til að spila á hátíð- inni. Enn er óvíst hvort þessar hljómsveitir fá greitt kaupið sitt. I fyrra þegar svipuð hátíð var haldin var tapið nokkru minna eða um 70.000 d.kr., en þá hljóp borgin undir bagga og hjálpaði upp á sakirnar. ■ Tarsan frá Amager með tilburði. hann á golfvöllinn í gær. - Ertu farinn af stað með kennsluna? „Það er nokkuð síðan ég byrj- aði hérna uppfrá, eftir að hafa verið með kennslu innanhúss í allan vetur. Fjöldi þeirra sem sækja tíma er a,lltaf að aukast, enda kem ég ekki til með að hafa mikinn tíma til að fara út á land í sumar eins og ég hef gert hingað til. Frans Páll. sem hefur aðstoðað mig við kennsluna undanfarin sumur, mun taka við kennslunni úti á landi og ég einbeita mér að Reykvíkingum. Það gefur mér mikið meira svig- rúm enda verður kennslan fjöl- breyttari en hún hefur verið. Ég verð með sérstaka unglingatíma, bæði fyrir þá sem eru að byrja og fyrir hina sem lengra eru komnir. Eins og venjulega verð ég með hvort tveggja; einkatíma og hóptíma fyrir fullorðna. í sumar verða svo í fyrsta skipti sérstakir dagar, þ.e.a.s. konudagar, karladagar, flokkadagar og svo framvegis,“ sagði Nolan. - Hvað heldurðu að þú hafir kennt mörgum íslendingum golf? „Ég hef enga tölu um það, en ég gæti trúað að ég hafi haft einhver afskipti af 70% allra golfara á íslandi - annað hvort með leiðbeiningu eða byrjenda- kennslu. Ég hef kennt á öllum stærstu golfvöllum landsins,“ sagði Nolan. - Hefurgolfiðkendumfjölgað mikið á þeim tíma sem þú hefur verið hér? „Já, ég held að óhætt sé að fullyrða það. Hópurinn er orðinn mun breiðari. Fyrst voru þetta næstum eingöngu karlmenn - en nú, sérstaklega í vor, er orðið meira um að heilu fjölskyldurnar stundi golf; láti golfið taka við af skíðaíþróttinni þegar ekki er hægt að stunda hana lengur," sagði Nolan. - Sjó erlent yfirlit ÞRÁTT fyrir undirritun sam- komulagsins milli stjóma ísraels og Líbanons um brottflutning ísraelshers frá Líbanon, bólar enn ekki neitt á því, að ísraelar sýni á sér fararsnið. Þvert á móti halda þeir áfram að búa um sig í Líbanon. ísraelsstjórn skákar í því skjóli, að hún sé ekki skuldbund- in til að fara með herinn frá Líbanon, nema Sýrlendingar flytji einnig her sinn þaðan. Stjóm Sýrlands neitar að kveðja herinn heim vegna óánægju með samn- inginn milli ísraels og Líbanons, sem hún telur að geri Líbanon að hálfgerðu leppríki ísraels. Það veldur m.a. þessari af- stöðu Sýrlendinga, að samning- urinn milli Líbanons og {sraels gerir ráð fyrir því, að þegar ísraelsmenn hafi flutt her sinn heim, skuli hefjast viðræður milli landanna um að koma sambúð þeirra í eðlilegt horf, eins og það er kallað, en þá eiga ísraelar við það að gerður verði friðarsamn- ingur milli ríkjanna. Sýrlending- ar óttast, að slíkur samningur muni enn frekar festa ísraels- menn í sessi í Líbanon. ■ Amin Gemayel og Reagan forseti hvetja þá til að kveðja herinn heim, án þess að þeir fái þá eitthvað í staðinn, sem þeir teija viðunandi. Vafalítið er það einnig rétt, að Bandaríkjastjóm er eini aðilinn, sem gæti veitt Sýrlendingum þau boð, að þeir kölluðu herinn heim frá Líbanon. í VIÐTALINU við New York Times, sem áður er minnst á, víkur fréttamaðurinn að þessu og leggur þá spurningu fyrir Gemayel, hvað það væri sem Bandaríkin gætu boðið Sýrlend- ingum? Gemayel nefndi það fyrst, að Bandaríkin gætu heitið Sýrlend- ingum virkum stuðningi við kröfu þeirra um endurheimtingu Golanhæða, sem ísraelar her- ‘ numdu 1967 ðg hafa nú innlimað í Israel. Reagan forseti hefur nýlega lýst því í orðsendingu, sem hann sendi ríkisstjórn Sýrlands, að hann álíti, að fsrael ætti að skila aftur Golanhæðum eins og öðrum hernumdum landssvæð- um. Þetta munu Sýrlendingar Gemayel vill að Shultz fari aftur til Damaskus Bandaríkin verða að semja við Sýrlendinga Stjórn Líbanons er eðlilega orðin uggandi vegna þess, að ekkert miðar í þá átt að koma erlendu herjunum burt úr land- inu. Hún hefur reynt að koma á beinum viðræðum við stjórn Sýr- lands um brottflutning sýrlenzka hersins. Sýrlendingar hafa hafn- að slíkum viðræðum. Þeir hafa einnig hafnað hinum sériega sendimanni Bandaríkja- stjórnar, Philip C. Habib, sem milligöngumanni, því að hann sé of hlynntur ísraelum. í VIÐTALI, sem fréttamaður New York Times átti nýlega við Amin Gemayel, forseta Liban- ons, lætur hann þá skoðun í ljós, að það sé Bandaríkjamenn einir, sem geti fengið Sýrlendinga til að flytja her sinn heim. Stjórn Sýrlands sé reiðubúin að taka á móti Shultz utanríkisráðherra og ræða við hann um lausn umrædds máls. Shultz lét líka þá skoðun í Ijós, þegar hann fór til Damaskus í byrjun þessa mánaðar eftir viðræður við Assad forseta, að hann væri vongóður um lausn. Af ummælum hans mátti þá ráða, að hann myndi fara bráð- lega aftur til Austurlanda nær og reyna að koma á brottflutningi allra erlendra herja frá Líbanon. Af því hefur hins vegar ekki orðið. Ráðunautar Reagans í Hvíta húsinu munu hafa ráðið frá því. Líklegt er talið, að þeir geri sér vonir um, að Arabaríkin muni snúast til liðs við Líbanon og leggja að Sýrlendingum að kveðja herinn heim frá Líbanon. Ýmsir fréttaskýrendur hafa látið í ljós, að hér sé um ósk- hyggju eina að ræða. Mörg Arabaríki hafi að vísu látið í ljós við stjórn Líbanons, að þær styddu hana og skildu afstöðu hennar. Fáar þeirra eða engar séu hins vegar líklegar til að vilja ■ Shultz og Gemayel ganga svo langt að snúast gegn Sýrlendingum. Þær óttast, að þær yrðu þá sakaðar um undaniátssemi við ísrael og kæmist sá orðrómur á myndi það geta gert þær valtar í sessi. Það er því ekki sennilegt, að Arabaríkin verði til þess að þrýsta að Sýrlendingum og ekki telja nægjanlegt, hcldur vilja þeir fá Bandaríkin til að beita Israelsstjóm þeim þrýst- ingi, að það þvingi hana til að skila aftur Golanhæðum. Þá nefndi Gemayel það, að Bandaríkin gætu veitt Sýrlandi efnahagslega og tæknilega aðstoð. Slík aðstoð myndi vel metin. Gemayel vék einnig að því, að það gæti greitt fyrir heimkvaðn- ingu sýrlenska hersins, að Sovét- ríkin yrðu þátttakendur í við- ræðum um lausn deilumálanna í Austurlöndum nær. Hann taldi ennfremur, að viðræður milli stjórna Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna um þessi mál gætu orðið gagnlegar. Gemayel lét að vísu í Ijós nokkum ugg vegna þess, að Rússar kynnu að nota aðstöðu sína, ef þeir kæmu inn í viðræður um þessi mál, til að ota sínum tota og verða til torveldunar á þann hátt. Hins vegar gætu þeir ekki síður haft óheppileg áhrif, ef þeir stæðu utan við. Gemayel kvaðst bíða eftir því, að Bandaríkjastjórn léti meira til sín taka og legði sig meira fram til að ná samkomulagi við Sýrlendinga. Bandaríkjastjórn á þar hins .vegar ekki hægt um vik vegna tengsla sinna við ísrael. Stjórn- málabaráttan í Bandaríkjunum hefur líka sitt að segja, þar sem forsetakosningar og þingkosn- ingar verða á næsta ári, Gyðingar í Bandaríkjunum eru ánægðir með samninginn milli Israels og Líbanons og Reagan virðist njóta vaxandi fylgis þeirra. Þetta gæti breytzt ef hann gengi of langt til móts við Sýrlendinga. Sitthvað bendir til þess, að Sýrlendingar vilji ekki verða háðir Sovétríkjunum um of. Bandaríkjastjórn þrýstir þeim hins vegar í fang Rússa, ef hún reynir ekki frekar að semja við þá um heimkvaðingu sýrlenzka hersins frá Líbanon. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.