Tíminn - 15.09.1983, Síða 1
»*» *•
■ „Vissuð þið það að nær allir yfir-
byggðir vörubflar sem þið mættuð á
leiðinni frá Reykjavík eru með yfirbygg-
ingu frá BTB“ var skotið að Tíma-
mönnum þegar þeir voru á ferð í
Borgamesi. BTB, eða Bifreiða og
Trésmiðja Borgarncss er hlutafélag í
eigu Kaupfélags Borgarness en það er
rekið algerlega sjálfstætt. Þar em fram-
leiddar yfirbyggingar fyrir vömbfla og
verksmiðjuhurðir en að auki er þar rekið
viðgerðarverkstæði t trésmiðja og
verslun.
Að sögn Péturs Péturssonar fram-
kvæmdastjóra er efnið í yfirbyggingarn-
ar innfluttar en þær eru íslensk hönnun
og algerlega settar saman á staðnum.
Meðalársframleiðslan er um 30 yfirbygg-
ingar á ári. Þarna er m.a. byggt yfir
dráttarvagna, og einnig yfir bíla Mjólk-
ursamsölunnar og bíla frá gosdrykkja-
verksmiðjunum.
Byggt yfir 30 vörubíla á ári hjá BTB
■ Jóhannes Ellertsson yfirverkstjóri og Pétur Pétursson framkvæmdastjóri BTB. í
baksýn er vörubfll með yfirbyggingu frá BTB
■ Unnið að gerð yfirbyggingar á tengivagn sem í framtíðinni mun flytja kísilgúr í
Mývatnssveit.
Viö biöum þin við brúarsporóinn!
Nýja bensínstöðin okkar við Borgarfjarðarbrúna er á hárréttum stað.
F>ú ekur um hlaðið hvort sem þú ert á norður- eða suðurleið.
bað er nóg af bílastæðum fyrir alla og fyrirmyndar þvottaplan.
Við bjóðum bensín, olíur, verkfæri, alls konar bifreiðavörur, gas, grillvörur og svo
auðvitað hressingu fyrir ökumenn, farþega og fótgangandi.
Við veitum þjónustu með bros á vör.
Shellstöðin Borgamesi