Tíminn - 15.09.1983, Blaðsíða 2
BLAÐAUKI
BORGARNES
Iwmw
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1983
2
Alhliða matyöruverslun
í alfaraleið
Vöruval sem kitlar bragðlaukana
og gleður augað
★ MATVÖRUR
★ NÝLENDUVÖRUR
★ BÚSÁHÖLD
★ LEIKFÖNG O.FL.
Verslið þar sem úrvalið er
Verslun Jóns & Stefáns
Borgarnesi Sími 93-7186
HOTEL
BORGARTfES
SÍMI 93-7119 6(7219
ÁKJÓSANLEGUR ÁNINGASTAÐUR
ÁFERÐALAGI
Gisting í 1,2 eða 3ja manna herbergi
með eða án baðs
ALLAR VEITINGAR
Hótel Borgarnes býður uppá fyrsta flokks
aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið
HOTEL
BORGARNES
SÍAVI 93-7119 6(7219
VERIÐ VELKOMIN
■ Gísli V. Halldórsson verksmiðjustjóri Prjónastofu Borgarness við eina prjónavél-
ina.
Prjónastofa Borgarness:
Framleiðir peysur
til útflutnings
■ Prjónastofa Borgarness hóf starf-
semi árið 1970 og þar vinna nú um 40
manns, flest konur í hálfu starfí við
samsetningu á ullarflíkum. Fyrirtækið
framleiðir fullunna ullarvöru til útflutn-
ings, aðallega peysur sem eru seldar
erlendis undir vörumerkinu Eider Knit.
Að sögn Gísla V. Halldórssonar verk-
smiðjustjóra hefur salan gengið nokkuð
vel undanfarið þó ekki hafi verið um
söluaukningu að ræða síðustu ár. Stærsti
markaðurinn er á Bretlandi en fyrirtækið
stefnir að því að komast meira á
Bandaríkjamarkað með því að auka
fjölbreytnina í framleiðsluvörum.
Nú eru um 40 tegundir af peysum
framleiddar í Prjónastofu Borgarness,
mest flíkur í íslensku sauðalitunum en
verið er að auka framleiðslu á flíkum úr
lituðu bandi. Nú er aðalsölutíminn fyrir
haustmarkaði en að sögn Gísla er þegar
hafinn unirbúningur á línu næsta árs.
■ Séð yfir sal í Prjónastofu Borgarness þar sem unnið er við samsetningu á
prjónaflíkum.
„Mikill markaður
fyrir litað
klæðningarstál“
segir Páll Guðbjörnsson
framkvæmdastjóri Vírnets hf.
til að beygja valsað klæðningarstál. Nú
er mikill markaður fyrir litað klæðning-
arstál og hann hefur farið vaxandi á
kostnað bárujárnsins. Og þessi beygju-
vél býður upp á marga möguleika í
framleiðslu, t.d. á súgþurrkunarstokk-
um“ sagði Páll Guðbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Yírncts hf. í Borgarnesi
þegar hann var spurður um hvað helst
væri á döfinni hjá fyrirtækinu.
Vírnet hf. var stofnað árið 1956 og þá
voru framleiddir þar naglar og mótavír.
1978 var síðan hafin framleiðsla á
bárujárni. Að sögn Páls er Vírnet eina
fyrirtækið á landinu sem framleiðir nagla
og þeir eru enn ein öruggasta söluvar-
an. Á síðasta ári voru framleidd 1273
tonn af nöglum og mótavír og 431.000
metraraf bárujárni.
Vírnet er nú með 3000 fermetra
verksmiðjuhús til umráða,þar af var 600
fermetra nýbygging tekin í notkun á
síðasta ári. 20 manns eru á launaskrá hjá
fyrirtækinu.
■ Páll Guðbjörnsson framkvæmda-
stjóri Vímets hf. við vélina sem beygir
vaisað klæðningarstál.
■ „Við keyptum hér vélar í fyrra til að
valsa litað klæðningarstál og sérstaka vél