Tíminn - 15.09.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1983, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1983 BLAÐAUKI BORGARNES Hafdís Ólafsdóttir og Jón Stefán Karlsson eru hótelstjórar Hótel Borgarnes ■ Hótel Borgarnes. Að baki viðbyggingarinnar sést í turninn á kirkjunni Hótel Borgar nes: Stefnt að breytt- um þjónustuháttum ■ Hótel Borgarnes hefur lengi verið áningarstaður ferðamanna á Vesturlandi og nýlega var húsið stxkkað verulega, bxtt við 20 herbergjum og tveim sölum. Nú eru 34 herbergi á hótelinu frá eins uppí þriggja manna og mjög góð aðstaða fyrir fundahöld og skemmtanir af ýmsu tagi. Þarna er líka eini matsölustaðurinn í Borgarnesi. Hótelstjórar nú eru hjónin Hafdís Ólafsdóttir og Jón Stefán Karlsson en þau stjórnuðu áður sumarhótelinu í Bjarkarlundi. Þau tóku við rekstrinum 1. desember s.l. I spjalli við blaðamann Tímans sögð- ust þau Hafdís og Jón vera að fikra sig áfram með brcytta þjónustuhætti og nýta þannig bctur þá möguleika sem nýbyggingin hcfði uppá að bjóða. Þannig hafa þau tekið annan nýja salinn, sem er innaf gamla matsalnum, undir veit- ingasal með þjónustu. í sumar hefur matsölunni verið tvískipt þannig að í gamla matsalnum er grillþjónusta fyrir þá sem þurfa fljóta afgreiðslu en innar er aðstaða fyrir þá sem vilja láta stjana við sig og njóta góðs matar í rólegheit- um. Hafdís og Jón sögðu að það hefði verið nóg að gera síðan þau tóku við rekstrinum. Alltaf væri að aukast að fundir og ráðstefnur væru haldin í húsinu og í sumar hef^i verið tekið á móti ferðahópum allflesta daga vikunn- ar. Þá væru þarna dansleikir um helgar, oftast diskótek en í sumar hefði bæði Þórskabarett og Sumargleðin sótt stað- inn heim svo nokkuð væri nefnt. Þau sögðu að það væri áberandi hvað dans- leikir færu þarna vel fram og engin vandamál hefðu komið upp á dans- leikjum. Hjónin sögðu að Borgarnes ætti fram- tíð fyrir sér sem áningarstaður ferða- manna og stefnt væri að því að auka þjónustu fyrir þá sem vildu ferðast um Borgarfjarðarhérað með bækistöð í Borgarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.