Tíminn - 24.09.1983, Blaðsíða 18
■ Peter Firth og Nastassia Kinski í hlutverkum sínum í mvndinni.
■ Háskólabíó
TESS
Leikstjóri Roman Polanski
Aðalhlutverk Nastassia Kinski, Peter
Firth, Leigh Lawson, John Coliins.
TESS er umfram allt ljóðræn mynd,
lýsa má henni sem ljóði á hreyfingu og
spilar þar stórt hlutverk samspil
landslags, myndatöku og tónlistar
Philippe Sarde í höndum sinfóníu-
hljómsveitar Lundúna.
Myndin er byggð á skáldsögu Thom-
as Hardy, Tess d’Urberville, og sem
slík stendur hún og fellur með aðal-
hlutverkinu sem er í höndum Nastassiu
Kinski. Hún túlkar þetta hlutverk
hreint frábærlega, með barnslega sak-
lausu yfirbragði jafnframt því sem
kynþokkinn bókstaflega lekur af
henni svo að áhrifin á hormónastarf-
semi manns eru þannig að erfitt er að
lýsa innan marka almenns velsæmis.
Polanski tileinkar þessa mynd
fyrrum konu sinni Sharon Tate sem
Manson gengið myrti á sínum tíma og
eflaust má skrifa um myndina út frá
því, gaman væri þá að vita í hvoru af
tveimur karlhlutverkum myndarinnar
Polanski sér sig , en þetta er nú
nokkuð fyrir utan aðalatriðið.
Tess er dóttir sárafátæks, sukksams
letingja sem reynir að komast af með
stóran barnahóp á litlu búi. Dag einn
fréttir hann það að fjölskyldan heitir í
rauninni d’Urberville og er af gamalli
og virtri ætt. Eiginkona hans fær þá
hugmynd að senda Tess til ríkra ætt-
ingja. Þeir reynast svo hafa keypt sér
titilinn og heita í rauninni Stoke en þar
kynnist hún Alec manni sem reynir allt
hvað hann getur til að komast í rúmið
með henni og er það gengur illa
nauðgar hann henni. Hún verður svo
barnshafandi eftir hann en barnið deyr
ungt.
Hún flýr Alec og fær vinnu á
mjólkurbúi þar sem hún hittir annan
mann Angel (Peter Firth) prestson
sem þar er í læri. Þau verða ástfangin
og gifta sig en hún segir honum ekki
fortíð sína fyrir. Á brúðkaupsdaginn
segir hún honum svo frá barninu og
þar sem sagan gerist á tímum Viktoríu
drottningar getur hann ekki þolað
þetta og stingur af til Brasilíu.
Tess og fjölskylda hennar lenda í
miklum þrenginum þar sem faðirinn
deyr en Alec býður fram aðstoð sína
gegn því að Tess gerist hjákona hans.
Tess á ekkert eftir í eigu sinni annað en
stoltið og neitar hún allri aðstoð hans
lengi en þar sem fáir lifa lengi á stoltinu
einu saman lætur hún loks undan. Þá
skýtur Angel upp í lífi hennar að nýju.
Polanski tekur sér góðan tíma í að
segja þessa sögu og hrynjandi myndar-
innar er af þeim sökum hægur, raunar
er það eini galli hennar hve langdreg-
inn hún er á köflum og í sumum
atriðum virðist markmiðið ekki annað
en að koma fallegu landslagi á fram-
færi. Þetta eru hinsvegar.minniháttar
atriði og á heildina litið hefur Polanski
tekist að skapa heilsteypt og hlýlegt
verk sem situr nokkuð lengi eftir í
meðvitundinni að sýningu lokinni.
-FRI
Tess ★★★
Flugvirkjar
Eftirmenntun flugvirkja
Innritun fer fram á skrifstofu Fiugvirkjafélags
íslands, Borgartúni 22, sími: 20630. Skrifstof-
an er opin mánudag 26. september,og fimmtu-
dag 29. september, milli kl. 16.00 og 18.00.
1. Réttindi og skyldur flugvirkja.
Slysarannsóknir
2. Skoðunartækni (N.D.T.)
3. Rafmagnskerfi í flugvélum,
(Symbols - wire indentification).
4. Lágspenna og rökrásir,
(Logic circuits).
5. Avionics.
6. Ágrip af flugeðlisfræði,
(Weight and Balance)
7. Málmur og málmsrníði i flugvélum,
(Metals and fasteners and their substitutes).
8. Gerfiefni í flugvélum,
(Composit materials).
9. Loftskrúfur og viðhald þeirra
10. Eldsneyti og eldsneytiskerfi.
11. Eiturefni i flugvélaiðnaði.
12. Þotuhreyflar.
12. Aflvökvar og vökvakerfi flugvéla.
14. Flugöryggi (Flight safety).
15. Tæring í flugvélum / málmhúðun.
16. Öflun réttra varahluta.
17. Ný tækni i mælitækjum,
(Catode Ray Display / Flight By Wire systems).
Áætlaö er að námskeiðiö fari fram á einu
kennsluári og hefjist 6. október 1983, kl. 15.00.
Námskeiðinu er skipt í 17 fjögurra stunda
kennslueiningar. Kennd verður að jafnaði ein
eining á tveggja vikna fresti. Áætlað verð fyrir
einingu er 150 kr. Kennslugögn innifalin.
Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík.
Fræðslumiðstöð iðnaðarins,
Iðnfræðsluráð,
Flugvirkjafélag íslands
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
Deildarsjúkraþjálfari óskast nú þegar eða eftir
samkomulag við endurhæfingardeild.
Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 29000.
Reykjavík, 25. september 1983
^KJÖKJHÚS QÖQN
Eyravegi 15 — Selfossi — Sími 1540
STÓLAR FYRIR SKÓLAÆSKUNA
Skrúf ustilltir
4 litir
Verð aðeins
kr. 1.580,-
L
LANDSVIRKJUN
Kvíslaveita
Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við 4. áfanga
Kvíslaveitu næsta vor. Hér er um að ræða að stífla
Hreysiskvísl og Eyvindarverskvísl nyrðri og að grafa um
6 km langan skurð úr Hreysiskvísl suður að Eyvindar-
verskvísl syðri, ásamt vegagerð. Áætlað er að grafa
röska 1 milljón rúmmetra og að fyllingar í stíflur verði um
155 þúsund rúmmetrar. Verkinu verður skipt á tvö ár.
Útboð mun fara fram snemma árs 1984, en þeir sem
áhuga hafa á að bjóða í verkið eiga kost á að taka þátt
í skoðunarferð á byggingarstað miðvikudaginn 28.
september n.k. Lagt verður af stað frá Háaleitisbraut 68
kl. 8.00 árdegis.
Þátttöku skal tilkynna í síma 86400 fyrir hádegi þriðju'
daginn 27. september.
Reykjavík, 25. september 1983
Landsvirkjun
SALUR 1
Laumuspil
(They all laughed)
Ný og jafnframt frábær grlnmynd
með úrvals leikurum. Njósnafyrir-
tækið „Odyssy" er gert út af
„spæjurum" sem njósna um eig-
inkonur og athugar hvað þær eru
að bralla.
Audry Hepbum og Ben Gazzara
hafa ekkl skemmt okkur eins vel
siðan I Bloodline.
XXXXX (B.T.)
Aöalhlutverk: Audrey Hepburn,
Ben Gazzara, John Ritter
Leikstjóri: Peter Bogdanovlch
Sýndkl. 5,7.05,9.10 og 11.15
Sú göldróttá
Frábær Walt Disney mynd bæði
leikin og teiknuð. I þessari mynd er
,sá albesti kappleikur sem sést
hefur á hvíta tjaldinu.
Sýnd kl. 3
SALUR2
: Evrópu-Frumsýning
GET CRAZY
Splunkuný söngva gleði og grín-
mynd sem skeður á gamlárskvöld
1983. Ýmsirfrægirskemmtikraftar
'koma til að skemmta þetta kvöld á
diskotekinu Saturn. Það er mikill
- glaumur, superstjarnan Malcolm
McDowell fer á kostum, og Anna
Björns lumar á einhverju sem
kemur á óvart.
Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Anna Bjornsdóttir,
! Allen Guorwitz, Daniel Stem.
* Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11
■ Hækkað verð
Myndin er tekin í Dolby sterio og..
sýnd (4ra rása starscope sterio
SALUR3
, National Lampoon’s
Bekkjar-Klíkan
Splunkuný mynd um þá frægu
Delta-klíku sem kemur saman tlt
gleðskapar tll að lagna tiu ára
afmæli, en ekki fer allt eins og
áætlað var. Matty Simons fram-
leiðandi segir: Kómedian er best
þegar hægt er að fara undir skinnið
á fólki.
Aðalhlutverk: Gerrit Graham,
Stephen Furst, Fred McCarren,
Miriam Flynn
Leikstjóri, Michael Miller.Myndln
er tekin í Dolby-Sterio og sýnd i
4ra rása Starscope sterio.
Hækkað verð
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
Svartskeggur
Hin Irábæra Disney-mynd
Sýnd kl. 3
SALUR4
Allt á hvolfi
Sýnd kl. 3,5, og 7
Utangarðsdrengir
(The Outsiders)
Bönnuð innan 14 ára.
Hækkað verð.
Myndin er tekin upp i Dolby
sterlo og sýnd i 4 rása Star-
scope sterio.
‘ Sýnd kl. 9 og 11