Tíminn - 28.09.1983, Qupperneq 11
SKOLAMÓT
KSÍ1983
■ Knattspyrnusamband íslands hefur
ákveðið að halda Skólamót K.S.Í. 1983.
Keppni verður með svipuðu sniði og undan-
farin ár.
Mótið er vinsælt og hefur þátttaka verið
jöfn og mikil undanfarin ár.
I fyrra tóku 24 karlalið og 12 kvennaliö þátt
í mótinu, en kvennalið höfðu ekki áður keppt
í Skólamótinu.
Umsjónarmaður mótsins er Ingvi Guð-
mundsson og verður hann á skrifstofu Móta-
nefndar á þriðjudögum og fimmtudögum kl.
18.00- 19.00 sími 84925. Heimasími Ingvaer
53543.
Rétt til þátttöku hafa lið frá öllum fram-
haldsskólum landsins.
Þátttökugjald er kr. 1000,- fyrir hvern flokk
og sendist með þátttökutilkynningunni fyrir
30. sept. Utanáskriftin er:
Skólamót K.SÍ.
Knattspyrnusamhand íslands
Iþrottamiðstöðin, Laugardal
Pósthólf 1011
Reykjavík.
VALSMENN
EFSTIR í REYKJA-
VÍKURMÓTINU
- í KÖRFUBOLTA MEÐ 4 STIG
■ Valsmenn standa best að vígi í Reykjavík-
urmótinu í meistaraflokki karla í körfuknatt-
leik, en það hófst um síðustu helgi. Valsmenn
léku tvo leiki, og sigruðu í báðum, Fram
naumlega á laugardag 64-63, og KR á
sunnudag 71-63.
ÍR vann ÍS 95-69, og Fram sigraði ÍS á
sunnudag 70-61. Næst er leikið í kvöld, þá
leika ÍR og Fram klukkan 20 og ÍS og KR
klukkan 21.30.
f meistaraflokki kvenna var einn leikur um
helgina. KR tqpaði fyrir ÍS 21-48, og vakti það
athygli, enda KR verið ósigrandi undanfarin
ár. Liðið mun eitthvað vængbrotið vegna
brottfarar leikmanna.
- SÖE
TÝRI ÞRIGGJA
STIGA FERD
VESTUR
■ Týrarar úr Vestmannaeyjum fóru vestur
á land um síðustu helgi og kepptu í 3. deild í
handboltanum. Liðið hafði þrjú stig upp úr
krafsinu gerði jafntefli við Akranes á Skagan-
um 21-21, og sigraði svo Skallagrím í Borgar-
nesi 29-17. Tveir leikir voru aðrir í þriðju
deild, Ármann sigraði Ögra í Laugardalshöll
35-15, og Keflavík vann Selfoss á Selfossi
23-15.
- SÖE
GUNNAR
SKRIFAÐI UNDIR
HJÁ OSNABRUCK
■ Gunnar Gíslason, knattspyrnumaður úr
KA og handboltamaður úr KA og KR hefur
skrifað undir samning við vestur-þýska annarr-
ardeildarknattspyrnuliðið Osnabruck. Gunn-
ar fór til liðsins eftir að keppnistímabilinu í
knattspyrnu lauk hér heima í haust.og hefur
dvalið þar síðan. - Það er mikill missir hjá
handknattleiksliði KR að missa Gunnar, en
hann er eins og kunnugt er, landsliðsmaður í
báðum grcinum.
- SÖE
.kvörðun Aganefndar KSÍ f gaer:
EYJAMÖNNUM
VÍSAÐ l)R KEPPNI!
— fellur ÍBV í aðra eða fjórðu deild? „Rökrétt að lið sem vísað er úr
keppni byrji að nýju f 4. deild”, segir Þór S. Ragnarsson
■ Lið Raba ETO Györ, þetta lið er í efsta sæti fyrstu deildar í Ungverjalandi nó, meistari þar í fyrra, og hefur undanfarin
ár verið helsti keppinautur hins fræga ungverska toppliðs, Ferencvaros.
■ Á fundi Aganefndar Knattspyrnu-
sambands íslands í gær varð eftirfarandi
úrskurður til í máli Þórðar Hallgrímsson-
ar leikmanns ÍBV og íþróttabandalags
Vestmannaevinga, en fram hafði komið,
að Þórður var í leikbanni er hann lék
með ÍBV gegn Brciðabliki síðastliðinn
föstudag. í
Reykjavík, 27.09.1983
Leikmenn ETO Raba Györ:
„ERU HREINIR
GALDRAMENN
MEÐ KNÖTTINN”
— segir Jean Paul Colonoval
þjálfari Víkings
■ „Leikmenn Raba ETO Györ eru
hreinir galdramenn með knöttinn“,
sagði Jean Paul Colonoval, þjálfari Vík-
ings í knattspyrnu, en Víkingar leika
gegn áðurnefndu ungversku liði í kvöld
á Laugardalsvelli síðari leik liðanna í
Evrópukeppni Meistaraliða. Eins og
kunnugt er sigruðu Ungverjarnir aðeins
2-1 í leiknum í Györ, og hlutu Víkingar
mikið lof fyrir frammistöðu sína í
leiknum, sem fyrirfram var talinn verða
stórsigur Györ liðsins. Leikurinn í kvöld
í Laugardal hefst klukkan 17.15.
5 landsliðsmenn Ungverjalands eru í
liði Raba ETO. Þeirra þekktastur er
tengiliðurinn Peter Hannich, hann hefur
leikið 155 leiki fyrir Raba, og skorað 71
mark. Hann varð markakóngur í Ung-
verjalandi í fyrra með 22 mörk, ekki illa
af sér vikið hjá tengilið. Aðrir eru einnig
þekktir, svo sem Burscha, og Hajszan.
Liðið er . atvinnumannalið, í eigu
vörubílaverksmiðjunnar Raba, og eru
leikmennirnir skráðir bílstjórar hjá fyrir-
tækinu.
„Víkingur geta brotið blað í íslenskri
knattspyrnusögu", sagði Colonoval.„Ég
tel möguleika Víkings um 20 prósent,
því Ungverjarnir eru geysisnjallir. Ég sá
þetta sama lið vinna Standard Liege 3-0
í fyrra, og þeir hefðu eins getað unnið 6
eða 7-0. Árangur Víkings í Ungverja-
landi var frábær, enda voru Víkingar
hylltir eftir leikinn af áhorfendum."
Margir segja helsta veikleika Ung-
verja, sem alla tíð hafa verið með
sterkustu knattspyrnuþjóðum heims,
það að liðsheildin víki oft fyrir einstak-
lingunum. Spurningin er bara sú, tekst
Víkingum, sem hafa marg sannað að
þeir hafa yfir góðri liðsheild að ráða,
að sigra Ungverjana á þessum helsta
veikleika þeirra, og notfæra sér meiri
líkamsstyrk til sigurs? - Úr því verður
skorið í dag klukkan 17.15.
-SÖE
Gísli Gíslason lögfræðingur
um ákvöröun KKI:
„Brýtur gegn
anda jaf n-
— má hnekkja ákvörðuninni
með dómi?
■ „Ég tel að þessi ákvörðun Körfu-
knattleikssambands íslands brjóti
gegn anda allra jafnréttislaga, og
brjóti beinlínis gegn öllum samning-
um milli Norðurlandaþjóða, því
Norðurlandabúar sem flytjast milli
Norðurlandanna hljóta að uppfyllt-
um búsetuskilyrðuugnær öll réttindi
sem Islendingar hafa,“ sagði Gísli
Gíslason lögfræðingur og körfu-
knattleiksmaður í samtali við Tím-
ann í gær, en Gísli gerði það fyrir
beiðni blaðamanns að glugga dálítið
í lagabálka sem snert gæti þá ákvörð-
un Körfuknattleikssambands íslands
að banna öllum öðrum að keppa hér
á landi í íslands-og meistaramótum í
körfubolta en íslenskum ríkisborgur-
um.
„Það er eðlilegt að sett séu viss
mörk í sambandi við keppnisrétt,
varðandi aldursflokka t.d. og gagn-
vart atvinnu og áhugamennsku, en
þetta með ríkisborgararéttinn er
óeðlilegt. Þetta opnar Körfuknatt-
leikssambandinu, og raunar hverjum
sem er í þeirra sporum að takmarka
þátttöku í íslandsmótum við þá
ríkisborgara sem nota vinstri hendina
eða eru rauðhærðir. - Ef þeir hjá
KKÍ telja sig hafa óskoraða heimild
til að þrengja þátttakendahópinn,
þá verða þeir að benda á heimild til
slíks, en ekki öfugt. -Þaðerspurning
hvort ekki er hægt að hnekkja svona
ákvæði með dómi, maður getur að
vísu aldrei kveðið upp úr með slíkt,
dómari yrði að ákveða það, en mér
þætti fróðlegt að sjá slíkt mál rekið
fyrir rétti“, sagði Gísli Gíslason lög-
fræðingur.
-SÖE
YFIRBURÐIR FH GEGN ÞRÓTTI
■ „Á meðan við höldum andstæðingn-
um undir 20 mörkum eruni við ánægðir.
Það hefur gengið hingað til og sóknar-
leikurinn er ekkert vandamál“, sagði
línumaðurínn snyrtilegi í FH-iiðinu,
Þorgils Óttar Mathiesen eftir leik Hafn-
arfjarðarliðsins og Þróttar í 1. deildinni
í handknattleik í Höllinni í gærkveldi.
Skemmst er frá því að segja að Þróttarar
voru sem statistar í leiknum og sem böm
í höndum FH-inganna sem léku við
hvem sinn fingur. Lauk leiknum með 13
marka sigri FH, 31-18.
„Við ætlum okkur aðeins að hugsa um
einn leik í einu og munum taka á sem
mest við getum í hverjum leik“, sagði
Óttar. „Auðvitað stefnum við í úrslita-
keppnina“, sagði hann og strauk sér um
skeggið netta sem hann bar í þessum
Þróttarar skoruðu fyrsta mark leiksins
og gerði það gamli refurinn, Páll Björg-
vinsson. FH-ingar jöfnuðu strax og eftir
5 mínútna leik var allt í jafnvægi, 3-3.
En þá fór að draga sundur með liðunum
og það ekkert smáræði. Kristján, Óttar
og Hans ásamt Atla Hilmarssyni voru of
sterkir fyrir Sæviðarsundsliðið og þegar
10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var
staðan orðin 12-7 fyrir FH. Enn jókst
bilið og í hálfleik var staðan 18-8 fyrir
FH.
Hafnfirðingar héldu áfram upptekn-
um hætti í síðari hálfleik og bara skoruðu
og skoruðu og skoruðu. Frammistaða
Þróttar í síðari hálfleik var þó öllu skárri
en í þeim fyrri og munurinn jókst ekkert
ofboðslega í hálfleiknum. Munaði þar
mestu um að Ásgeir markvörður Þróttar
varði stöku sinnum.
Áður en yfir lauk höfðu FH-ingar
skorað 31 mark gegn 18 mörkum Þrótt-
ara. Yfirburðasigur.
FH-ingar spiluðu mjög vel í þessum
leik, en þess ber þó að geta að mótstaðan
var sama sem engin. Erfitt er að tína út
bestu leikmenn en upp í hugann koma
þeir Kristján Arason og Þorgils Óttar.
Markverðirnir Sverrir og Haraldur áttu
báðir skínandi gott kvöld og vörðu sem
óðir Labrador-hundar væru(?). Þróttar-
ar voru hörmulegir og ekki hvarflar að
mér að hrósa neinum leikmanna nema
þá helst Halldóri Bragasyni sem er löngu
hættur. Mörk FH: Kristján 11 (6v),
Hans 5, Atli 5, Óttar 4, Pálmi 4, Dadú
1, Eggert 1. Mörk Þróttar: Konráð 4,
Páll Ó 4, Páll B. 4 (lv), Magnús 3, Jens
2 og Gísli 1 úr vítakasti. -Jól
Skagamenn og
Eyjamenn leika
í dag
■ í kvöld er leikið í Evrópukeppnum í
knattspyrnu um alla Evrópu. Auk leiks
Víkings við Raba hér heima, leika
Eyjamenn síðari leik sinn við Carl Zeiss
Jena í Austur-Þýskalandi í kvöld, og
Skagamenn mæta Evrópumeisturum
Aberdeen í Aberdeen.
-SÖE
URSKURÐUR AGANEFNDAR
K.S.Í. VEGNA MÁLS Í.B.V. OG
ÞÓRÐAR HALLGRÍMSSONAR:
Á fundi Aganefndar K.S.Í. hinn 13.
sept. s.L, var Þórður Hallgrímsson,
Í.B.V., úrskurðaður í þriggja leika
bann.:
a) 1 leikur vegna 10 refsistiga
b) 2 leikir vegna brottvísunar af leik-
velli (ítrekun).
Þessi úrskurður Aganefndar var til-
kynntur Í.B.V. með skeyti sama dag, kl.
18.30, skeyti nr. 11/143, stílað á Ólaf
Jónsson, Ásbyrgi, Vestmannaeyjum.
Vegna fjarveru Ólafs Jónssonar, var
skeytið afhent Jóhanni Ólafssyni, vara-
form. knattspyrnuráðs Í.B.V., hinn 15.
sept. kl. 18.50, samkvæmt beiðni starfs-
manns Aganefndar. Skeytið var svo-
hljóðandi.:
Í.B.V.,
C/O Ólafur Jónsson,
Ásbyrgi,
Vm.
Þórður Hallgrímsson er dæmdur í eins
leiks bann vegna tíu refsistiga og tveggja
leikja bann vegna brottvísunar af leik-
velli (ítrekun). Samtals þrír leikir.
Aganefnd.
Aganefnd hefur borist Ijósrit leik-
skýrslu frá leik Í.B.V. og U.B.K., afrit
skeytis Aganefndar til I.B.V. frá 13.
sept., staðfestingu Ritsímastöðvarinnar
í Reykjavík að skeytið haFi verið afhent
í Vestmannaeyjum. Einnig hefur Aga-
nefnd borist greinagerð, með upprifjun
atburða, frá Í.B.V., vegna máisins. Þá
hefur nefndin fengið yfirlýsingu frá
Ingva Guðmundssyni, starfsmanni
nefndarínnar. Samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum er Ijóst, að Í.B.V. hefur notað,
í leik Í.B.V. og U.B.K., 23. sept. s.L,
leikmann sem var í leikbanni. Sam-
kvæmt 6. gr. 8. tl. starfsreglna Aga-
nefndar K.S.I., ber að vísa því félagi,
sem slíkt gerir, úr keppni og sekta um
kr. 5000.00.
Úrskurðarorð.:
Í.B. V. er vísað úr keppni 1. deildar árið
1983 og gert að greiða sekt til K.S.Í., að
fjárhæð kr. 5000.00
Aganefnd K.S.Í.
„Rökrétt að byrja í 4. deild“
„Ég skil þetta þannig, að lið sem vísað
er úr keppni, verði að byrja í keppninni
að nýju með því að sækja um að fá að
taka þátt í 4. dcildinni", sagði Þór S.
Ragnarsson í laga og reglugerðanefnd
KSÍ í samtali við Tímann í gær. „Hér er
hins vegar um mál að ræða sem aldrei
hefur komið upp, og engin ákvæði sem
kveða beint á um þetta. Það eru ýmis
túlkunaratriði í lögum um knattspyrnu-
mót sem þarna koma til, og ekki gott um
þetta að segja.“
Þór sagði að þar sem aganefnd KSÍ
hefði ekkert annað til að fara eftir í
málinu, væri úrskurður hehnar eðlilegur,
enda væri skýrt kveðið á um þetta í
starfsreglum aganefndar.
Óljóst er, hvað felst í þvt að liði er
vísað úr keppni fyrstu deildar árið 1983,
eins og sagt er í úrskurði aganefndarinn-
ar. Ekkert er sagt um hvort þessi brott-
vísun er úr íslandsmótinu almennt, eða
bara úr fyrstu deild. Málið verður vænt-
anlega tekið fyrir á stjórnarfundi KSÍ
næst, og má að því er virðist túlka
úrskurð aganefndar á þann hátt, að ÍBV
sé í fyrstu, annarri eða fjórðu deild að
ári. -SÖE
■ Bjarni Friðriksson er í finu formi um þessar mundir, sigraði á Opna Sænska
meistaramótinu í sínum þyngdarflokki.
■ Bjarni Friðriksson, besti júdómaður
íslendinga nældi í eina fegurstu skraut-
fjöður sína á júdóferlinum um síð-
ustu helgi, en þá sigraði Bjami í 95 kg
flokki á Opna Sænska Meistaramótinu í
jódó. Bjarni sigraði glæsilega í
flokknum, vann fullnaðarsigur á öllum
sínum keppendum (Ippon), síðast á
Englendingnum Kokoltaylo í úrslita-
glímu. Margir af sterkustu júdómönnum
Evrópu tóku þátt í mótinu, og mótið
talið mjög sterkt.
Bretinn Kokoltaylo lenti því í öðru
sæti í 95 kg flokknum, en í þriðja til
fjórða sæti urðu Svíinn Lopez og Holl-
endingurinn Joorse. Annar tslendingur,
Níels Hermannsson tók einnig þátt í
mótinu, og keppti hann í 78 kg flokki.
Níels komst ekki í úrslit.
Bretar voru sigursælastir á þessu móti,
fengu fjögurgullverðlaun, en íslending-
ar, Norðmenn, og Austur-Þjóðverjar
fengu eitt gull hver þjóð.
Bjarni Friðriksson virðist í góðu formi
í júdóinu, fyrir átök vetrarins. Bjarni
gerði garðinn frægan í fyrravetur, stóð
sig vel á Opna Hollenska mótinu, og
náði silfurverðlaunum á Opna Breska
Meistaramótinu. Bjarni hlaut styrk í
fyrra frá Ólympíunefnd íslands, til
undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í
Los Angeles næsta surnar, og virðist
Bjarni heldur betur hafa átt hann skilið.
- SÖE
■ Þorgils Óttar Mathiesen baunar í netið einu skoti af mörgum slíkum i leik FH og
Þróttar í gær. Tímamynd Ámi Sæberg
Píþróttaskór / úrva/i
V
HÉR ER
AÐEINS SMÁ
SÝNISHORN
lb*ria
Utur: hvítt/baig*
fré nr. 3 1/2-12
PÓSTSENDUM V.rðkr.847,-
j H.ynckM Star
J Litur: blátt rúakinn
Jfrénr. 4 1/2-12
j VarO kr. 962,-
Bamaaaflngaakór
. Staarflir: fré 26
Varfl fré kr. 646,-
Sportvöruvorzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR,
Laugavegi 89, sfmi 11783 — Klapparstfg 44, sími 10330.