Tíminn - 11.10.1983, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983
12
13
íþróttirí
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
ÍR vann
Njarðvík
- í fyrstu deild kvenna í körfu
■ ÍR vann Njarðvík í fyrstu dcild
kvenna í körfubolta á sunnudag 4341.
Leikurinn var slappur framan af, svo
tóku stúlkurnar sig á og léku betur þegar
á lcið. IR hafði hcldur frumkvæðið í
leiknum, ef upphaftð er undanskilið og
höfðu yfir 21-17 í hálfleik, en spenna var
mikil í lokin.
Þóra Steffensen og Guðrún Gunnars-
dóttir voru atkvæðamestar í liði ÍR í
leiknum, skoruðu 12 stig hvor, en Katrín
Eiríksdóttir ver stigahæst Njarðvíkur-
stúlkna með 13 stig. María Jóhannsdóttir
kom næst með 11 stig. - SÖE
Sovétmenn
efstir
í 2. riðli eftir 2-0 sigur á
Pólverjum
■ Sovétmenn eru nú efstir í 2. riðli
undankeppni Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu, eftir sigur á Pólverjum 2-0
í Moskvu. Portúgalar eiga enn mögu-
leika á sigri í riðlinum, en Sovétmenn
standa með pálmann í höndum. Dem-
yanenko og Oleg Blokhin skoruðu mörk
Sovétmanna. - SÖE
Kristinn
leikur með
Stúdentum
- Fram vann ÍS og Laugdælir
Skallagrím í 1. deild í körfu
■ Kristinn Jörundsson lék með Stúd-
entum á laugardag gegn Fram ■ fyrstu
deild karla í körfuknattleik, en leikinn
vann Fram 56-54. Kristinn sem leikið
hefur með ÍR um margra ára skeið,
hefur þjálfað ÍS síðan í fyrra. Þá þjálfar
Kristinn kvennalið ÍR í körfunni. Ekki
er að efa að Kristinn kemur til með að
styrkja lið Stúdenta.
Um helgina var annar leikur ■ fyrstu
deild karla, Laugdælir sigruðu Skalla-
grím frá Borgamesi 7345. - SÖE
Sigruðu sitt
hvorn leikinn
■ KR og Njarðvík sigraðu sitt hvorn
leikinn, þegar félögin mættust í fyrsta og
öðrum flokki karla í körfuknattleik um
helgina. KR sigraði í 1. flokki 69-55, en
Njarðvík vann í 2. flokki 77-75.
Þá sigruðu Haukar Kefflavík í 1.
flokki karla 72-68. - SÖE
Dusseldorf lá
fyrir Duisburg
■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
Nokkrir vináttuleikir voru spilaðir hér
í Þýskalandi um helgina, til að halda
þeim liðum sem eru fallin úr bikarnum,
við efnið. Fortuna Dússeldorf tapaði
fyrir Duisburg 1-2, en Duisburg leikur í
annarri deild. Atli Eðvaldsson og Pétur
Ormslev léku allan leikinn. Leikgleði
Fortunamanna var í lágmarki, og aðeins
þeir Atli og Bockenfeld börðust eins og
vera ber.
Belgíska liðið RSC Seraing sigraði
Leverkusen örugglega 3-0 í vináttuleik,
og eiga Þjóðverjarnir í crfiðleikum um
þessar mundir. Það hentar Fortuna
Dússeldorf reyndar ágætlega, því um
næstu helgi kemur Leverkusen í heim-
sókn. - MÓ/SÖE
VtKINGUR GETUR
MKKAB DÓMURUNUM
— fyrir 20-19 sigur á Þrótti um helgina - undarlega
dæmt á lokamínútunni
■ Víkingar geta þakkað dómurunum
fyrir að hafa ekki glopraö gjörunnum
leik niður í jafntefli á sunnudag, þegar
þeir léku við Þrótt í fyrstu deild karla í
handknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla.
Eftir að Gísli Oskarsson hafði bætt
stöðu Þróttara úr 18-20 í 19-20 úr
hraðaupphlaupi og tæp mínúta var eftir
af leiknum léku Þróttarar maður á
mannvörn.
Þróttarar náðu boltanum, og við að
koma boltanum fram var einn þeirra
hindraður. Hann kom þó boltanum
áfram og tveir leikmenn Þróttar voru
komnir einir og óvaldaðir af stað í
hraðaupphlaup. Þá flautuðu þeir félagar
Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arnar-
son, dæmdu Þrótti aukakast á eigin
vallarhelmingi, tíminn tifaði út og Þrótt-
arar sátu uppi með aukakastið eitt af 30
metra færi. Greinileg mistök dómara,
því sá sem braut hagnaðist verulega á
brotinu.
Leikurinn var fremur jafn allt fram í
miðjan síðari hálfleik. Þróttarar höfðu
yfir 11-10 í hálfleik, og síðan vr jafnt á
öllum tölum upp í 14-14. Þá hrökk
Víkingsmaskínan í gang, kerfin gengu
Haukarnir
jarðaðir
— í fyrri hálfleik 18-7, svo slógu
Valsmenn af og unnu 31-24
■ Eftir algera jarðarför í fyrri hálfleik
náðu Haukar að klóra töluvert í bakkann
í síðari hálfleik gegn varaliði Vals, er
liðin mættust í fyrstu deild karla í
handknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla á
sunnudag. Það að staðan var 18-7 í
hálfleik Val í hag segir meira en mörg
orð um gang leiksins, en honum lauk
31-24 Val í hag.
Valsmenn byrjuðu með lið sterkra
varnarmanna, og var reyndar rólegt hjá
þeim að gera framan af. Lið Hauka, sem
ekki virðist neitt afburðalið, var væng-
stfft í byrjun, þar sem langbesti maður
þess, Ingimar Haraldsson byrjaði útaf.
Valsmenn komust í 5-0, og Haukar áttu
ekki eitt skot á mark, fyrr en Ingimar
kom þá inná og fiskaði víti. Hörður
Sigmarsson vippaði yfir Einar Þorvarð-
arson, en í slána, og það var ekki fyrr en
Ingimar var búinn að fiska annað víti, að
Haukar komust á blað. Svo var jarðað
áfram fram að hálfleik.
I síðari hálfleik komu Haukar hressir
til leiks, til að bjarga því sem bjargað
varð. Þeir söxuðu á foskotið nokkuð,
enda allir varamenn Vals með. Leikur-
inn snerist upp í létt grín, þar sem Jón
Pétur tók vítakast með sleggjukasts-
snúningi og markvörður Haukanna skor-
aði, eftir að hafa tekið virkan þátt í
sókninni.
Mörkin skoruðu: Valur: Valdimar
Grímsson, Björn Björnsson, Steindór
Gunnarsson og Jakob Sigurðsson 5 hver,
Jón Pétur Jónsson 4 (3), Þorbjörn Jens-
son 3, Stefán Halldórsson 2 og Brynjar
Harðarson 1. Haukar: ÞórirGísla5, Jón
Hauks 5 (3), Helgi Harðar 4, Pétur
Guðna 4, Ingimar 2, Hörður 2, Sigurjón
Sigurðsson 1, og Jóhann Halldórsson
markvörður 1.
Leikurinn var ekkert fyrir áhorfendur
sem komu til að sjá handbolta, til þess voru
Haukar of lélegir í fyrri hálfleik. Stjórn
liðsins virtist líka í molum, því þegar lið
sem hrynur svo gersamlega án nokkurs
sjáanlegs tilefnis er stillt upp án manna
eins og Ingimars Haraldssonar, er eitt-
hvað að. Liðið lagaðist í síðari hálfleik,
enda þá skár stillt upp. - Betur má þó
hjá Haukum ef duga skal í vetur.
Valsmenn voru sterkir fyrst, með Þor-
björn Jensson sem besta mann, þó hann
léki ekki nema í fyrri hálfleik. Þar virðist
nógur efniviður, í yngri og eldri leik-
mönnum, og náist upp sterkari heild í
liðinu getur það gert stóra hluti.
Dómarar vo'ru Þorgeir Pálsson og
Guðmundur Kolbeinsson, og sóttu sig
þegar á leikinn leið„
upp og Sigurður Gunnarsson og Guð-
mundur Guðmundsson skoruðu tvö
mörk hvor og Steinar eitt, áður en
Þróttarar gátu svarað, 19-14. Á meðan
varði Ellert Vigfússon eins og berserkur.
Þegar þarna var komið taldi maður
Víkingssigur bókaðan.
En veður skipast fljótt. Þrátt fyrir að
Ellert verði áfram á heimsmælikvarða í
Víkingsmarkinu, skoruðu ekki Víking-
ar, og Þróttarar smásöxuðu, í 18-19.
Viggó kom þá inná hjá Víkingi og
skoraði 20-18, og lokamínútan gekk
fyrir sig eins og áður er sagt.
Ellert Vigfússon var bestur Víkinga,
og Ásgeir kollegi hans í Þróttarmarkinu
varði líka vel. Sigurður Gunnarsson og
Guðmundur voru frískir í Víkingsliðinu,
en nafnarnir Páll Björgvinsson og Ólafs-
son bestir Þróttara.
Mörkin: Víkingur: Sigurður 6(1),
Guðmundur fyrirliði 4, Viggó 3(1),
Steinar 3, Hörður Harðar 2, Hilmar
Sigurgíslason 1 og Karl Þráinsson 1.
Þróttur: Páll Ól. 6 (1), Páll Bj. 4, Gísli
3, Konráð Jónsson 3, Magnús Margeirs-
son 2, og Lárus 1.
Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arn-
arson dæmdu leikinn, og fór þeim heldur
hnignandi er á leið leikinn. Mistökin
örlagarík í lokin. Þess ber þó að gæta,
að leikklukka í Seljaskólanum er ekki
traustvekjandi.
-SÖE
■ Þegar íslandsmótið í körfuknattleik hófst á fimmtudag, var leikmönnum þjálfurum og dómurum aflient rós, til
hátiðabrigða. Ekki er að sjá annað en athöfnin hafi mælst vel fyrir hjá þeim sem tóku þátt í henni. Síðan hófst íslandsmótið,
að sjálfsögðu á kvennaleik, en kvenréttindastefnan er mjög í hávegum höfð í starfsemi Körfuknattleikssambandsins.
-SÖE/Tímamynd Róbert.
TIL ALLS VÍSIR
NJARDVÍKINGAR
— sigruðu Hauka
úrvalsdeildinni
■ Gunnar Þorvarðarson og félagar
hans í Njarðvík lögðu nýliða Hauka að
velli í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er
liðin mættust í íþróttahúsinu í Hafnar-
firðr á laugardag. Eftir snarpa og fjöruga
viðureign, sem einkenndist af ungum
efnisleikmönnum beggja liða, sigruðu
Njarðvíkingar 88-73, en staðan var 44-32
Njarðvík í hag í hálfleik.
Haukar byrjuðu af krafti, og höfðu 5
stiga forystu fram í miðjan fyrri hálfleik.
Þá breyttu Njarðvíkingar stöðunni úr
21-26 í 33-26, meðgóðum spretti. Njarð-
víkingar smájuku svo við fram að leik-
hléi.
Haukar komu frískir í síðari hálfleik,
Iéku við hvern sinn fingur, og brátt var
staðan 49-50 Njarðvík í hag. Pálmar
Sigurðsson fór fremstur í flokki Hauka
þennan kafla, en svo dró af honum og
öðrum Haukum. Við bættist að Kristinn
VALSMENN YFIRBUGUÐU
MJÖG SLAKA KR-INGA!
Torfi Magnússon og lærisveinar hans í Val unnu öruggan sigur á KR.
■ Valsmenn sigruðu slaka KR-inga í
úrvaisdeildarkeppninni í körfuknattleik
í íþróttahúsi Seljaskóla á sunnudags-
kvöld. Sigruðu þeir með 20 stiga mun og
ef satt skal segja var sigur þeirra aldrei í
hættu. Staðan í hálfleik var 39-29 fyrir
Valsmenn.
Rauðliðarnir hófu leikinn af fitons-
krafti og eftir stuttan tíma var staðan
orðin 12-2 þeim í hag. Greinilegt var að
Valsmenn voru sterkari á öllum sviðum
körfuboltans, tóku fleiri fráköst, skot-
nýtingin miklu betri og allt eftir þessu.
Um miðjan fyrri hálfleik var staðan svo
orðin >6.
Sem fyrr sagði var staðan í hálfleik
39-29 fyrir Valsmenn og var það sízt of
mikill munur.
Síðari hálfleikur var einstefna eins og
hinn fyrri. Hvað eftir annað „klikkuðu"
sebradýrin í dauðafærum, nema Jón
Sigurðsson sem var mjög góður og án
hans hefðu leikslok orðið enn verri fyrir
KR-inga.
Áður en yfirlauk stóðu svo Valsmenn
uppi sem sigurvegarar, og 20 stiga munur
varð staðreynd.
Ár og dagar eru síðan KR-ingar hafa
verið jafn- lélegir, ekkert gekk né rak
hjá þeim. En þeir eru með marga unga
stráka efnilega sem eiga eftir að verða
betri. Fyrir utan Jón Sigurðsson fannst
mér Guðni Ólafur Guðnason sýna ágæta
takta, efnilegur piltur. Jón var stigahæst-
ur með 20 stig.
Valsmenn verða erfiðir yiðureignar í
vetur og verða pottþétt í toppbaráttunni.
Liðið er samblanda af ungum og efni-
legum leikmönnum og reyndumjöxlum
sem bregðast sjaldan.
Bestur Valsara að þessu sinni var Jón
Steingrímsson, bakvörðurinn skemmti-
legi og skoraði hann ein 24 stig. Torfi var
einnig mjög góður með sín 22 stig. Mikla
athygli vakti Einar nokkur Ólafsson í
liði Vals, piltur með feiknagóða bolta-
meðferð og stráksi skoraði 8 stig. - Jól.
IR velgdi
Fram vel
undir uggum
— Framarar tóku sig saman
í andlitinu í síðari hálfleik og
unnu 20-17
Hið nýja íþróttahús Seljaskóla:
GLÆSILEGT MANNVIRKI
— Það verdur stíll á því þegar klukkan kemur
■ Um helgina voru leiknir fyrstu
leikimir t íslandsmótunum í körfuknatt-
leik og handknattleik í hinu nýja og
glæsilega íþróttahúsi Seljaskóla. Hér er
um mikið mannvirki að ræða, sem leysir
mikinn vanda íþróttahreyfingarinnar, að
ógleymdum vanda Scljaskólans. Að-
staða fyrir bæði keppendur og áhorfend-
ur virðist tii fyrirmyndar, og aðeins fátt
vantar á að húsið sé eins gott keppnishús
og mögulegt er af slíku húsi.
Eitt rak þó blm. augun í, sem vantar
í húsið, en það er klukkan sem er á vegg,
og áhorfendur og keppendur geta fylgst
með tímanum á. Hún er ekki til staðar,
og er það bagalegt í leikjum.
Sjálfsagt er klukkan á leiðinni í gegnum
kerfið, og þangað til verða áhorfendur
og keppendur að sjá keppnisklukkuna í
formi eldhúsklukku á vegg. Það er bara
vonandi að hún strandi ekki ( kerfinu,
slíkt væri til baga svo glæsilegu mann-
virki sem íþróttahús Seljaskólans er. -
íþróttahreyfingin getur öll fagnað til-
komu þessa húss, og fleiri slíkra, sem
gera það klcift að öflugt íþróttastarf
getur blómgast í landinu. - SÖE
IRsotti
sigraði ÍA 18-11 í 1. deild kvenna
■ ÍR sótti tvö stig í greipar ÍA á
laugardag í fyrstu deild kvenna í hand-
knattleik. Lauk þar leik 18-11, eftir að
staðan hafði verið 10-6 í hálfleik. Sigur
ÍR-stúlknanna var nokkuð öruggur, þær
náðu fljótlega þriggja marka forskoti,
sem varö að fjögurra til sex marka mun
þegar lcið á.
Ingunn Bernódusdóttir var langat-
kvæðamest IR-stúlkna, skoraði 7 mörk,
en Erla Rafnsdóttir og Svanlaug Skúla-
dóttir skoruðu 3 hvor. Ásta Óskarsdóttir
og Katrín Friðriksdóttir gerðu 2 mörk
hvor, og Ásta Sveinsdóttir 1. í liði
Skagastúlknanna varð Ragnhildur Sig-
urðardóttir markahæst með 3 mörk.
Ragnheiður Jónasdóttir, Hrefna Guð-
jónsdóttir og Ágústa Friðriksdóttir
skoruðu 2 mörk hver og Líney Símonar-
dóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir gerðu
eitt mark hvor.
Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari ÍR
sagði í samtali við Tímann í gær, að
Skagastúlkurnar væru harðar í horn að
taka, og þá sérstaklega erfiðar heim að
sækja.
- SÖE
■ ÍR vclgdi Fram vel undir uggum í
annarri deild karla í handknattlcik á
laugardaginn. Framarar vanmátu IR-lið-
ið verulega, og lentu í verulegu basli.
Staðan var 9-7 í hálfleik, og 20-17 þegar
upp var staðið.
Framarar mættu ekki ákveðnir til
leiks, töldu mótherjann auðveldan
viðfangs, enda hafa ekki farið frægðar-
sögur af ÍR-liðinu það sem af er móti.
Nú small ÍR-liðið aftur á móti saman, og
úr varð hörkuleikur. Framarar náðu
loks 6 marka forskoti í síðari hálfleik,
19-13, en ÍR-ingar gerðu harða hríð að
Frammarkinu undir lokin, lokatölur 20-
17.
Dagur Jónasson og Gústaf Björnsson
voru atkvæðamestir Framara, Dagur
skoraði 5 mörk og Gústaf 4. Ágúst
Guðmundsson og Þórarinn Tyrfingsson
voru drýgstir ÍR-inga, skoruðu 4 mörk
hvor.
- SÖE
örugglega í
88-73
Kristinsson, aðalmiðherji Hauka og
þeirra öflugasti í varnarfráköstum, fékk
sína fimmtu villu, og náðu þá Njarðvík-
ingar yfirhönd á ný. Gunnar Þorvarðar-
son og Valur Ingimundarson fóru á
kostum, og munurinn smájókst upp í
lokatöluna, 88-73.
Leikurinn var leikur hinna ungu
manna. Ekkert lát virðist á endurnýjun-
inni í Njarðvíkurliðinu, og léku þar
ungu mennirnir hver öðrum betur.
Gunnar þjálfari Þorvarðarson kom bara
inn á öðru hvoru, tók þá góða sprctti, en
gat hvílt sig vel á milli. Sturla Órlygsson
er orðinn burðarás í liðinu, og leikni Árna
Lárussonar er mikil, Ekki má gleyma
besta manni liðsins, Val Ingi-
mundarsyni, sem þrátt fyrir að vera
dálítið villtur leikmaður enn, sýnir æ
agaðri leik, og er virkilega sterkur.
I liði Hauka eru allt ungir strákar
einnig. Þar ber mest á Pálmari í sókn-
inni, og þeim Hálfdáni Markússyni og
Kristni í vörninni. Hálfdán skorar þó
ótrúlega drjúgt orðið.
Stigin: Njarðvík: Valur 25, Árni 18,
Sturla 14, Gunnar 13, Kristinn Einarsson
6, Ástþór Ingason, Júlíus Valgeirsson og
ísak Tómasson 4 hver.
Haukar: Pálmar 24, Hálfdán 22, Ólaf-
ur Rafnsson 13, Henning. Kristinn og
Reynir 4 hvor og Sveinn 2.
Dómarar Jón Otti Ólafsson og Hörður
Túliníus, og dæmdu þokkalega.
- SÖE
Gústaf Björasson skoraði fjögur
mörk Fram gegn IR.
ÍS vann
KR r
döprum
leik
■ ÍS vann KR í fyrsta leik fyrstu
deildar kvenna í körfuknattleik á
fimmtudag 45-38. Leikurinn var fremur
dapur, hittni og boltameðferð slæm
lengst af. Sýnir best um sannleik þeirra
orða að staðan í hálfleik var 16-12 IS í
hag.
Kolbrún Leifsdóttir var atkvæðamest
ÍS-stúlknanna, skoraði 17 stig, og Vigdís
Þórisdóttir skoraði 14. Cora Barker var
stigahæst KR-stúlknanna, skoraði 11
stig, og Erna Jónsdóttir skoraði 10.
KR-liðið fór mjögseint af stað í haust,
og er að auki hálfvængbrotið. Linda
Jónsdóttir, burðarás úr liðinu dvelst í
Svíþjóð í vetur, og Emilía Sigurðardóttir
hefur ekki getað leikið vegna meiðsla.
- SÖE
Dundee Utd.
efstá ný
- í skosku úrvalsdeildinni
■ Dundee United komst á ný á topp tírvals-
deildarinnar í Skotlandi um helgina, með sigri
á Celtic 2-1. Aberdeen komsl í annað sætið
með góðum sigri, 5-0 á St. Mirren, en ásamt
Aberdeen eru í öðru sæti Celtic og Hearts.
Hearts gerði markalaust jafntefli við
Motherwell, lið Jóhannesar Eðvaldssonar,
sem nú situr næst neðst í deildinni, og næðir
um það fallgjóstur.
Billy Kirkwood og Richard Gouch skoruðu
fyrir Dundee United gegn Celtic, en Jim
Melrose lagaði stöðuna í lokin fyrir Celtic.
Billy Stark með tvö, Mark McGee, Willie
Falconer og Willie Miller skoruðu fyrir
Aberdeen gegn St. Mirren. Steve Clark, St.
Mirren var rekinn útaf fyrir slæmt brot á
Peter Weir i leiknum.
Motherwell gerði markalaust jafntefli við
Hcarts, í miklum rigningaricik, Nicky Walker,
markvörður Motherwell var í miklu stuði í
lciknum, varði eins og berserkur og Hearts,
sem sótti mun meira og átti fleiri færi varð að
sætta sig við jafntcfli.
Dundee United er nú efst í úrvalsdeildinni
skosku með 12 stig, Aberdeen, Celtic og
Hearts hafa 11 stig, Rangers hafa 7 stig,
Hibernian 6, Dundee 5, St. Mirren 4 stig,
Motherwell 3 og St. Johnstone hafa ekki
fcngið stig enn. -SÖE
Fylkir í sínum fyrsta leik í 1. deild
kvenna
Vann Víking!
■ Fylkir vann góðan sigur í fyrsta leik
sínum í fyrstu deild kvenna í ár á
Víkingi, 15-12, en leikið var í íþróttahúsi
Seljaskóla á sunnudag. Þessi leikur var
jafnframt hinn fyrsti í sögu félagsins í
fyrstu deild kvenna. Leikurinn var mikill
baráttuleikur, og gerði gæfumuninn
stórleikur Höllu Geirsdóttur í marki
Fylkis, en hún varði á lokamínútunum
tvö vítaköst og auk þess fjölda skota í
leiknum.
Eva Baldursdóttir landsliðsmarkvörð-
ur í knattspyrnú var markahæst Fylkis-
stúlkna í leiknum, skoraði 4 mörk,
tvíburasystir hennar, Rut, ásamt Mar-
gréti Hjartardóttur og Arnheiði Berg-
þórsdóttur skoruðu 3 mörk hver og
Helga Sigvaldadóttir skoraði 2 mörk.
Hildur Arnardóttir og Eirika Ásgrims-
dóttir vora markhæstar Víkingsstúlkn-
anna, skoruðu fjögur mörk hvor, Dýrleif
Guðmundsdóttir skoraði 2 og Jóna
Bjarnadóttir og Inga Þórisdóttir skoruðu
1 mark hvor. -SÖE
Norman varð
heimsmeistari
- sigraði á „World Match Play“ í
golfi um helgina
■ Ástralíumaðurinn Greg Norman sigruði
um helgina á heimsmeistaramótinu í golfi,
sem haldið var í Wentworth í Englandi.
Norman sigraði Englendinginn Nick Faldo í
36 holu úrslitaleik. Spánverjinn Ballcsteros
varð þriðji í keppninni, sigraði Bob Charles
frá Nýja Sjálandi í úrslitulcik um þriðja
sætið. Norman sigraði Ballestcros í undan-
úrslitum, en Faldo lagði að vclli Nýsjálcnd-
inginn Charles.
Fram í
1. deild
í blaki - vann Víking 3-1
■ Framarar tryggðu sér um helgina sæti í
fyrstu dcild karla í blaki, er þeir sigruðu
Viking í aukakeppninni um lausu sætin tvö,
sem losnuðu við uppgjöf UMSE og Bjarma.
Framarar voru heUsteyptara liðið í leiknum,
og sigruðu í þremur hrinum eftir aö hafa
tapað í einni. Úrslitin urðu 7-15,15-5,15-11
og 15-13.
Fram hafði áður unnið Samhygð í keppni
um annað sætið í annarri deild. Nú sigruðu
Framarar Víkinga í keppni um sæti í fyrstu
deild, en Víkingar verða að keppa við
Samhygð um hitt lausa sætið. Sá leikur er í
Hagaskólanum klukkan 19.40 á morgun.
-SÖE i
HH
\
RBH
aHDBUnHnHBBBI