Tíminn - 11.10.1983, Side 4

Tíminn - 11.10.1983, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 SKORAN TVð wmsjón: Samúei Öm ErKngsson BflS HH ■ Kcvin Keegan er kominn í lands- liðsform, segja breskir íþróttafrétta- menn. Hann undirstrikaði þetta um ihelgina með tveimur skallamörkum, sem færðu Newcastle sigurinn. Ekki er þó víst að kappinn mundi segja já takk, ef hann yrði valinn í landsliðið, því hann sagðist ekki mundu leika fyrir England framar, þá hann var fyrirliði og settur út úr hópnum. - SÖE og Newcastle Wed. enn efst Urslit ■ Úrslit í annarri deild ensku knatt- spyrnunnar um helgina urðu þessi: Brighton-Portsmouth . Cambridge-C. Palace . Cardiff-Carlisle..... Derby-Barnsley....... Fulham-Chelsea .... Huddersneld-Grimsby Man. City-Swansea . . Middlesb.-Blackburn . Newcastle-Charlton . . Shcff.Wed.-Leeds . . . Shrewsbury-Oldham . . Sheff. Wed. .. . 9 7 2 0 18-7 23 Man. City ... . 9 7 1 1 20-8 22 Chelsea . 8 5 2 1 18-9 17 Newcastle ... . 9 5 2 2 17-10 17 Shrewsbury . . 9 5 2 2 15-10 17 Barnsley .... . 9 4 1 4 17-12 13 Huddersfield . . 8 3 4 1 10-6 13 Portsmouth .. . 9 4 1 4 13-11 13 Charlton .... . 9 3 4 2 8-12 13 Middlesbro .. . 9 3 3 3 12-12 12 Blackburn ... . 9 3 3 3 14-18 12 Brighton .... . 9 3 2 4 17-11 11 C. Palace .... . 8 3 2 3 12-12 11 Fulham . 9 3 2 4 14-15 11 Grimsby .... . 9 2 4 3 10-12 10 Cardiff . 8 3 1 4 7-9 10 Carlisle . 9 2 3 4 6-8 9 Cambridge .. . 8 2 2 4 9-11 8 Leeds . 9 2 1 6 10-19 7 Oldham . 9 1 3 5 5-15 6 Derby . 9 1 2 6 7-22 5 Swansea .... . 8 1 1 6 5-14 4 sigraði — Sheffield — Man City á sigurbraut — Fulham tapadi 3-5 heima fyrir Chelsea ■ ShefTield Wednesday er enn efst í annarri deild ensku knattspyrnunnar, sigraði um helgina Leeds United 3-1 heima. Manchester City er einnig enn á sigurbraut, sigraði Swansea 2-1 heima, Fulham tapaði 3-5 fyrir Chel- sea, þar sem Gordon Davies Fulham gerði þrennu, og Kerry Dixon marka- skorari Chelsea tvö, og Kevin Keegan skoraði tvö skallamörk fyrir Newcastle gegn Charlton í Newcastle. - Ekkert var leikið í fyrstu deildinni á Englandi um helgina, vegna yfirvofandi leiks Englendinga og Ungverja vikudaginn. Það voru 26 þúsund manns á Hills- brough í rigningunni að horfa á leik ShefField Wednesday og Leeds. Sigur Sheffield Wednesday í leiknum var öruggur allan tímann, ef frá er skilinn tíu mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks. Leeds, sem hafði verið undir allan tímann, og gert fátt af viti, náði þá að skora fyrsta mark liðsins, og Wednesday hafði ekki nema 2-1 for- ystu. Það var Frankie Gray sem skor- aði úr vítaspyrnunni fyrir Leeds. Leeds sótti svo stíft, en þar kom að bakvörðurinn gallharði í liði Wednes- day Mel Sterland, rauk svo upp kant- inn sex mínútum síðar, gaf fyrir, og Chris Morris stakk sér og skallaði inn frábæra sendinguna, 3-1. Þetta var tuttugu mínútuiji fyrir leikslok, og eftir þetta hafði Wednesday tögl og hagldir. - Wednesday sótti stíft frá upphafi leiksins, en stórleikur Davids : -'f; 'í.'í T Harvey í markinu hélt Leeds á floti. Gary Shelton skoraði fyrsta markið eftir þvögu á 30. mínútu, og John Pearson bætti öðru við í upphafi síðari hálfleiks aleinn eftir hornspyrnu. Derek Parlane skoraði fyrsta markið fyrir Manchester City á Maine Road eftir 12 mínútur gegn Swansea. Bob Latchford jafnaði, en Ian Dixon vara- maður skoraði sigurmark City einni mínútu fyrir leikslok. Það var nóg af mörkum á Craven Cottage, þar sem Fulham fékk Chelsea í heimsókn. Kerry Dixon, miðfram- herji Chelsea kynnti sig þokkalega á Craven Cottage, skoraði tvö mörk, sem voru hans þrettánda og fjórtánda á keppnistímabilinu. Joey Jones, Pat Nevin og Colin Lee skoruðu hin fyrir Chelsea, en Gordon Davies gerði öll þrjú mörk Fulham. Þulurinn í BBC taldi að þessi þrenna Davies ætti eitt- hvað að bæta úr fyrir Davies, en hann hefur átt í deilum við stjórn Fulham að undanförnu. Kevin Keegan er nú í landsliðsformi að áliti breskra fréttamanna. Hann var hetja Newcastle á laugardag gegn Charlton, skoraði tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum, mörk sem gerðu út um leikinn. -Charlton hafði foryst- una í leiknum þar til á 77. mínútu. Paul Curtis skoraði með fallegu vipp- skoti á 30. mínútu. En Keegan var á ferð, hann skoraði fyrst eftir að Ryan hafði gefið fyrir, Keegan stakk sér og skallaði beint í netið sérlega glæsilega, og annan skalla sendi Keegan stuttu síðar í netið, nú eftir hornspyrnu og skallaði hann milli tveggja varnar- manna í netið. -Keegan brosti út að eyrum það sem eftir var leiks, mátti líka vera ánægður, skallamörk eru ekki auðveldasta verkefni sem stuttir strákar velja sér. Micky Morgan skoraði eina mark leiksins fyrir Portsmouth gegn Bright- on í Brighton, þar gekk heimamönnum ekki að skora. Þrátt fyrir að hafa skorað 11 mörk á síðustu þremur leikjum vildu Brightonmenn skora og skora mikið, en það fór allt í vaskinn, og leikurinn tapaðist. Brighton hefði þó verðskuldað annað stigið. -SÖE ■ Ásgeir Sigurvinsson, stjórnar en skorar litið. Stuttgart auðveldlega áfram: 8 mörk gegn Kölnarbúum ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Það var lítið gaman að horfa á Ásgeir Sigurvinsson og VFB Stuttgart mala áhugamennina frá Köln 8-1. Til þess var Kölnarliðið allt of lélegt. VFB Stuttgart lék þennan leik mjög rólega, lét boltann vinna fyrir sig, og forðaðist einstaklingseinvígi til að koma í veg fyrir hugsanleg meiðsli. Og til að gleðja hina 4500 áhorfendur á nær troðfullum vellinum skoruðu þeir líka 8 mörk, og sum ansi snotur. Ásgeir Sigurvinsson var reyndar ekki meðal markaskoraranna að þessu sinni, en hann gladdi þó íslendingana á vellinum með því að vera bestur sinna manna ásamt Allgöwcr. Atvinnumaðurinn Reiff, sem lék með Köln í Stuttgart um síðustu helgi var bcstur áhugamannanna. - MÓ/SÖE Dregið í 3. umf erð þýsku bikarkeppninnar: STUTTGflRT FÉKK HAMBURGER SV.! — Toppliöin drógust saman — engin óvænt úrslit í 2. umferð — áhugalið í undanúrslit? ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Önnur umferð þýsku bikarkeppn- innar var leikin um helgina, og komst VFB Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvins- sonar, örugglega áfram og fær HSV í heimsókn í þriðju umferð keppninnar sem verður leikin 14. janúar nk. Úrslitin í annarri umferð voru: Gladbach-Bielefeld ........... 3-0 Köln-Offenbach ............... 6-2 Braunschweig-Osnabruck ....... 2-1 Aachen-Mannheim .............. 1-0 Freiburg-HSV.................. 1-4 Karlsruher-Kaiserslautern .... 5-4 Augsburg-Bayern Munchen ...... 0-6 Burglengenfeld-Bremen ........ 0-3 Kiel-Uerdingen ............... 1-2 Köln(áhugam,)-Stuttgart ...... 1-8 Charlottenburg-Schalke 04 ..... 0-3 Hcidingsfeld-Hannover 96 ...... 1-3 Bochholt-Stuttgarter Kickers .... 3-1 Neuhaus-Hertha Berlin ......... 0-2 Furth-Ludenscheid.............. 1-0 Isenburg-Göttingen 05 ......... 0-1 Eins og lesendur sjá, voru engin óvænt úrslit í umferðinni. Karlsruher, efsta liðið í annarri deildinni sigraði fyrstu deildarliðið Kaiserslautern 5-4 eftir framlengingu í hörkuspennandi leik. Sigurmarkið var skorað á síðustu sekúndum leiksins. Um helgina var einnig dregið í 8 liða úrslit bikarkeppninnar. og er það at- hyglisvert að fjögur efstu lið Búndes- lígunnar eiga innbyrðis hörkuleiki. VFB Stuttgart var mjög heppið fjár- hagslega. Leikirnir næstu untferð: Stuttgart-Hamburger Sportverein Uerdingen-Bayern Munchen Hannover 96-Köln Aachen-Werder Bremen Schalke 04-Karlsruher FC Fúrth-„Gladbach“ Bocholt-Braunschweig Göttingen 05-Hertha Berlin Áhugamannaliðin þrjú, Furth, Boc- holt og Göttingen 05, eiga öll heima- leiki og ekki mjög sterka andstæðinga, þannig að hugsanlega kemst áhuga- mannalið í fjögurra liða úrslit. - MÓ/SÖE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.