Tíminn - 04.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.11.1983, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 • \ \* * **T T ' i' w Verslanir - Fyrirtæki Póstkröfu- handbók kemur út með Tímanum 1. desember n.k. Þeir sem hafa hug á að minna á vörur vegna póst- kröfusendinga, vinsamlega hafi samband í síma 72250 kl. 9-20 eða 18300 kl. 9-17. lar Nýjung Leiga á traktorum, sturtuvögnum og dráttar- vögnum í lengri eöa skemmri tíma Reynið viðskiptin. Við erum samningsliprir. Vélaborg hf. sími 86680 JOKER skrifborðin eftirsóttu eru komin aftur Óbreytt verð kr. 3.650. (Með yfirhillu) Húsgögn og . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900 molar.. ísland vann Grænland - fyrsti landsleikur Grænlend- inga í borðtennis ■ Islendingar sigruðu Grænlendinga ör- ugglega í landsleik í borðtennis í fyrra- kvöld. Þella var fyrsti landsleikur Græn- lendinga í greininni, þeim Tómasi Guð- jónssyni KR, Hjálmtý Hafsteinssyni KR, og Kristjáni Jónassyni Víkingi. Kristján tók sæti Tómasar Sölvasonar KR, scm var sjúkur og gat ekki ieikið. -SÖE kvenna- blakinu ■ Einn leikur er í kvöld í fyrstu dcild kvonna í blaki. Mætast þar Breiðablik og ,Völsungur, oger leikið nyrðra, á Hafralæk. Húsavíkurstúlkurnar leika á Hafralæk, þar eð íþróttahúsið á Húsavík er of lítið. Breiðabliksstúlkurnar sigruðu nýlega Þrótt. íslandsmeistarana frá í fyrra örugg- lega, og verða örugglega meðNí slagnum um titilinn. Völsungsstúlkurnar hWa mörgunt knáum blakkonum á að skipa, og ætti að sjást í kvöld hvar þær standa. Fyrirfrant hefur verið talið að þessi tvö lið ásamt Stúdentum scnt ekki hafa enn tapað hrinu í íslandsmótinu, séu þau sem berjast um titilinn. " -SÖE Tuttugu mannsá spítala! - eflir leik Feyenoord og Tottenham - Frá Magnúsi Ólafssyni, íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Yfir tuttugu manns voru fluttir á spítala í Rotterdam, eftirólæti á áhorfendapöllum í leik Feyenoord við Tottenham Hotspur frá Englandi. Margir þessara fórnarlamba höfðu fengið hnífsstungur. Tugir manna voru handtcknir eftir ólæt- in. og fannst Hollcndingum mikið vesen hljótast af komu þrjú þúsund Breta á lcikinn. • Mól/SÖE Aðalfundur á Esju..., ■ Aðalfundur frjálsíþróttadeildar ÍR er á Hótel Esju nk. fimmtudagskvöld, cn ekki á Sögu eins og sagt var í blaðihu í gær. - Fundurinn hefst klukkan 20.30. -SÖE Staðan - í fyrstu deild í handboKanum. ■Staðan í fyrstu deild karla í handknatt- leiknum er nú þcssi: FH.............. 4 4 0 0 115-74 8 Valur .......... 5 3 1 1 108-97 7 KR............. 5 2 1 2 88-80 5 Víkingur.........3 2 0 1 69-67 4 Haukar.......... 4 1 1 2 78-92 3 Þróttur ....... 5 1 1 3 96-110 3 KA............. 3 0 1 2 57-68 1 Stjarnan ....... 3 0 1 2 47-70 1 „ÞElTfl VAR REHMRSLAG’ ■ „Þetta var agalegt reiðarslag, Frakk- arnir komust í 1-0 á fyrsta korterinu, með því að skjóta í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið“, sagði Pétur Pétursson í spjalli við Tímann í gær, er Portó vann ■ Tveimur leikjum var ólokið í Evrópu- keppnunum í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar Tíminn fórT prentun, báðir voru léiknir í Portúgal, þar sem leikið er mun seinna en annars staðar. Oporto sigraði Glasgow Rangers frá Skot- landi 1-0, og kemst áfram því liðin gerðu markalaust jafntefli í Glasgow fyrir hálfum mánuði. Það var markakóngurinn Gomes sem skoraði markið. Hið forfræga félag, Benfica Lissabon sigr- aði Olympiakos frá Grikklandi 3-0, og fara Portúgalirnir áfram, en þeir töpuðu 0-1 í Grikklandi fyrir hálfum mánuði. Þar með eru fulltrúar Portúgals áfram með í Evrópukeppnum meistaraliða og bikarhafa, en þriðja portúgalska liðið, sem lék í annarri umferð Evrópukeppnanna í fyrrakvöld, steinlá eins og kunnugt er fyrir Celtic í Glasgow, í UEFA-keppninni, og er þvf úr leik. -SÖE sagdi Pétur Pétursson um tapið gegn Lens hann var spurður unt leik Antwerpen við Lens frá Frakklandi í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. „Þegar þetta mark kom, höfðum við skotið í stöng marks þeirra, og þeir brunuðu upp og skoruðu svona niðurdrepandi mark. - Við komumst eiginlega aldrei í gang“, sagði Pétur Pétursson. „Það var allt á móti okkur í þessum leik, við fengum á okkur annað mark í fyrri hálfíeik, og á fyrstu mínútu síðari hálfleiks skoruðu þeir þriðja markið, sem var endurtekning á fyrsta markinu. Okkur tókst síðan að klóra í bakkann, og skora hjá þeim tvö mörk áður en yfir lauk. Það var bara allt orðið svo von- laust, því að eftir að þeir komust í 3-0, þurftum við að skora fjögur mörk til að komast áfram. Gangur leiksins bauð bara ekki upp á svoleiðis grettistak", sagði Pétur. Pétur sagði, að gengi Antwerpen hefði verið afskaplega rykkjótt. Hann sagði að heimaleikir væru frekar höfuðverkur liðsins, og þá virtist allt fara í hund og kött. Þá sagði Pétur, að þjálfaraskipti hjá félaginu síðastliðið sumar hefðu ekki verið til góðs, þrátt fyrir að þjálfari þessi hefði ekki reynst sér illa persónulega. „En við eigum ennþá möguleika í deildinni og bikarnum, þrátt fyrir að efsta liðið, Beveren, hafði sex stiga forskot á okkur, er það fljótt að breytast, ef þeir tapa einhverjum leikjum, og okkur ferað ganga í samræmi við það sem mannskapurinn býður uppá. Við eigum að geta gert mun betur en við höfum gert, og þetta hlýtur að koma. Það eru margir leikir eftir“ sagði Pétur. ■ Sævar Geir Gunnleifsson, á leið úr Breiðabliki. ■ Sævar Geir Gunnleifsson, hinn ungi framherji Breiðabliksliðsins síðastliðið sumar, mun að öllum líkindum skipta um félag fyrir vorið. Sævar, sem vann sér sæti í Breiðabliksliðinu fyrst haustið 1982, þá leikmaður með 2. flokki, var í fastaliði Breiðabliks framan af sumri. Honum gekk þó ekki sem skyldi, og var meira á bekknum þegar leið á. Týr vann ■ Týr í Vestmannaeyjum vann Selfoss í 3. deild karla í handbolta í Eyjum í fyrrakvöld 16-13 ísveiflukenndum leik. Staðan íhálfleik var 7-5 Selfossi í hag. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, t.d. komust heimamenn í 3-0, en gestirnir skoruðu síðan næstu 6 mörk. Sigurlás Þorleifsson,. hinn spilandi þjálfari Týrara skoraði mest þeirra, 5 mörk, en Guðmundur Jónsson var atkvæðamestur Selfyssinga, skoraði 7 mörk. Fyrr í vikunni sigruðu Skagamenn Ögra 29-18 í þriðju deildinni. Staðan í deildinni er nú þessi: Týr.......... 5 4 1 0 128-81 90 Afturelding... 4 3 1 1 101-68 6 Þór AK........ 3 3 0 0 80-48 6 Keflavík......430 1 103-72 6 Ármann........4 3 0 1 103-87 6 Akranes.......5 2 1 2 115-89 5 Selfoss.......4004 52-88 0 Skallagrímur.. 4 0 0 4 62-113 0 Ögri ......... 5 0 0 5 67-167 0 SGG/SÖE íKR „Ég mun að öllum líkindum skipta um félag“, sagði Sævar í samtali við Tímann í gær. Ég er að flytjast í Vesturbæinn, og það liggur beinast við að æfa með félagi sem er nær manni. Hvort það verður KR eða Valur, eða jafnvel eitthvert annað félag veit ég ekki, hef ekki ákveðið mig“, sagði Sævar Geir Gunnleifsson. -SÖE W m sagði Karl Þórðarson - sem nú er kominn á fulla ferð með Laval ■ Karl Þórðarson - kominn á fulla ferð með Laval að nýju. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða. V # Tímamynd Róbert. Handboltinn í kvöld: Botnbaráttari í algleymingi — toppslagur 2. deildar ■ í kvöld er botnbaráttan í fyrstu deild karla á íslandsmótinu i handknattleik í algleymingi, og toppbaráttan í annarri deild að sama skapi. í kvöld eru tveir leikir í fyrstu deild, Haukar fá Stjörnuna í heimsókn, og Víkingar taka á móti KA frá Akureyri. I annarri deild mætast tvö cfstu liðin, bæði taplaus, Fram og Þór frá Vestmannaeyjum, í Eyjum. Heyrst hefur, að leikur Víkings og KA í Seljaskóla hefjist klukkan 19.00, en samkvæmt mótaskrá er hann settur á klukkan 20.00. Haukar og Stjarnan hefja leik í Hafnarftrði klukkan 21.15, á eftir leik Hauka og Sclfoss í annarri deild kvenna, sem hefst klukkan 20.00 í Firðinum. í annarri deild kvenna eru tveir aðrir leikir í kvöld, Þór Akureyri og Stjarnan klukkan 20.00 á Akureyri, og Keflavík og HK klukkan 21.15 í Keflavík. -' Leikur Þórs og Fram í Eyjum Ttefst klukkan 20.00 í Eyjum, og hætt er við að hart verði barist, ungir Framarar með fyrstu deildarrcynslu f gegn Þorbergi Aðalsteinssyni og ^æri- sveinum hans. í annarri déild eru tveir aðrir leikir, Reynir og Fylkir Sandgerði, - og Grótta og ÍR á Seltjarnamesi, báðir klukkan 20.00. ■ „Þeir tóku okkur í síðari hálfleik, Austurríkismennirnir, leikurinn skiptist alveg í tvennt. Við vorum 3-0 yfir í hálfleik, og réðum þá gangi leiksins, en þeir tóku svo völdin í síðari hálfleik og svöruðu með sama skammti. Þar með var Evrópudraumurinn úti að þessu sinni", sagði Karl Þórðarson atvinnu- maður í knattspyrnu með Laval í Frakk- landi í samtali við Tímann í gær. Karl lék með Laval í UEFA-keppninni gegn Austria Wien frá Austurríki, og komust Austurríkismennirnir áfram, sigruðu 2-0 á heimavelli í fyrri leiknum, en jafntefli varð 3-3 í fyrrakvöld. Karl lék allan leikinn, hefur nú náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann stóran hluta keppnistímabilsins. „Ég er búinn að spila núna þrjá síðustu leiki“, sagði Karl, „tvo síðustu deildarleiki og þennan Evrópuleik. Ég lék síðasta korterið í fyrri leiknum við Wien, en það var fyrsti leikurinn sem ég komst í hópinn aftur.“ - Meiðsli byrjuðu að herja á Kalla í febrúar síðastliðnum, hin algengu nára- meiðsli knattspyrnumanna. - „Eg þurfti sem betur fer ekki að fara undir hnífinn, þeir læknuðu mig aðallega með náttúru- lækningum", sagði Karl. „Svo lék ég 5 leiki með Laval í byrjun tímabilsins, og meiddist þá illa í hné. Nú er ég loks búinn að yfirstíga það, og nú er allt á upplcið", sagði Karl. Karl sagðist ekki vera kominn á fulla ferð, sig vantaði leikæfingu. Hann sagð- ist þó vera nokkuð öruggur með stöðu sína í bili, og nú væri bara að fara að safna stigum. - Laval er nú í 7. sæti í fyrstu deildinni frönsku, ásamt þremur öðrum liðum. Karl sagði að líklega næði Laval ekki UEFA-sæti í vor, en áherslan I I I I I I I I I I I I I I I I ■ Marteinn, þjálfar Víði? Marteinn með Vídi? ■ Víöismenn í Garði hafa nú mikinn áhuga á að fá Martein Geirsson fyrrum fyrirliða Fram og landsliðsins til liðs við sig sem leikmann og þjálfara næsta sumar. Marteinn mun ætla að leika og þjálfa einhvers staöar næsta sumar, og hefur Víðir haft óformlegt samband við hann um málið. Víðisntenn funduðu í gærkvöld, og þar var rnikill og alntennur áhugi fyrir því að ráða Martein. Gefl Marteinn ekki kost á sér til starfans, hefur Kjartan Másson, sem þjálfaöi Grindavík í fyrra, verið orðaður við liðið. - Það er enginn vafi á að Marteinn Geirsson yrði Víði mikill happadráttur, margreynd- ur fyrirliði og stjórnandi sem er afskaplega vinsæll af sínum fé- lögum. -SÖE I I I I I I I I I I I I I I I I I l I I I I I I Þróttur stofnar borðtennisdeild ■ Borðtennisdeild Knattspyrnufélags- ins Þróttar. var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Þróttur mun tefla fram borð- tennisliði í vetur, og hefur þjálfari verið ráðinn. Ekki er sá af verri endanum, Björgvin Hólm Jóhannesson landsliðs- þjálfari, og hann mun einnig leika með liðinu. Þróttarar benda þeim sem kynnast vilja íþróttinni, á Norðurlandamótið í borðtennisum helgina, íLaugardalshöll, þar sem margir sterkustu borðtennis- leikarar Norðurlanda verða meðal þátt- takenda, sem gullið tækifæri til að kynna sér íþróttina. Þeir sem hafa áhuga á að stunda borðtennis með borðtennisdeild Þróttar, geta haft samband við Björgvin í síma 39640 eftir hádegi alla virka daga. -SÖE Valsmenn á vit „Ijóna” ■ Föstudagsleikur úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik er viðurcign Keflvíkinga við Valsmenn. Hætt er við að sterkt lið Valsmanna fái að finna fyrir Keflvíking- um, eins og öll lið sem heimsækja Suðurnesin fá reyndar að gera, og áreið- anlega hörkuleikur. Það er heimaleikur á Suðurnesjum á hverju föstudagskvöldi. Annað hvort Keflvíkingar, eða Njarðvíkingar leika þá ætíð í úrvalsdeildinni, nema í þau skipti sem bæði leika, gegn hvoru öðru. Sagan segir að mikið fjör sé á áhorfenda- pöllum á Suðurnesjum, og gerist þó aldrei meira en á föstudagskvöldum, þegar dyggir stuðningsmenn mæta með söngolíu. Keflvíkingar mega búast við mundi verða lögð á bikarkeppnina. „Það er bara að þctta sé búið með meiðslin, þá er allt á uppleið" sagði Karl og var bjartsýnn. -SÖE Stóratburdur hjá bordtennismönnum: NORMIRUNM- MÓTIfl HEFST í Laugardalshöll ■ Norðurlandamótið í borðtennis hefst í kvöld í Laugardalshöll. Verður hafin keppni í svcitakeppni mótsins, og verða sex landsleikir. Islendingar leika við Dani í sínum fyrsta leik, Svíar við Finna og Norömenn við Færeyinga, klukkan 19.00, og klukkan 21.00 verður leikin önnur umferð, þá leika Svíar og Norðmenn, Færeyingar og Danir og Islendingar og Finnar. Sveitakeppni kvenna hefst einnig í kvöld, og leika íslensku stúlkurnar við þær finnsku klukkan 19.00, og sænsku við norsku, klukkan 21.090 keppa Danir og Islendingar og Norðmenn og Finnar. Sveitakeppnum lýkur á rhorgun, en þá hefst einstaklingskeppnin. Einstakl- ingskeppni kvenna og karla lýkur á sunnudag, og þá lýkur einnig tvíliða- leiknum, hann hefst á sunnudag í kvennaflokki, en á laugardag í karla- flokki. Ástæða er til að hvetja alla til að mæta í Laugardalshöllina, og sjá knáa kappa leika. Sérstaklega má benda á Svíann Waldner, sem er einn besti bort'ennis- leikari heims. Þá eru margir sterkir aðrir, svo sem Svíinn Jörgen Person, Daninn Claus Petersen og finnska stúlk- an Sonja Grefberg. Ekki er síðra fyrir í kvöld þá senr langar að sjá góðan borðtennis að vita, að ókeypis aðgangur er á keppnina, alla leiki ncma úrslitaleikina á sunnudaginn. -SÖE Létt hjá Anderíecht ■ Það var léttur sigur hjá Anderlecht, liði Arnórs Guðjohnsen samanlagt í UEFA-keppninni í fyrrakvöld, eins og við sögðum frá í gær, sló liðið Banik Ostrava frá Tékkóslóvakíu út, gerði 2-2 jafntefli á útivelli, en lögðu upp með 2-0 sigur í pokahorninu. - Þeir tóku þetta létt“, sagði Pétur Pétursson um leikinn í samtali við Tímann. „Þeir komust yfir strax í byrjun, og höfðu undirtökin í þessu". Það voru Kenneth Brylle og Envin Van Der Bergh sem skoruöu mörk Anderlecht í fyrrakvöld, en Arnór Guð- johnsen lék ekki með - er enn meiddur. -Þetta er alvarlegt hjá Arnóri, hann er virkilega slæmur núna, sagði Pétur Pét- ursson. -SÖE húsfylli í kvöld, þö fjörið nálgist ekki alveg eins og á „local derby“ leikjum þegar nágrannarnir kljást. Er ekki skrýt- ið þó íþróttahúsin í Keflavík og Njarðvík séu af körfuboltamönnum kölluð „ljóna- gryfj ur“. Til upprifjunar er staðan hér: Njarðvík.......... 4 4 0 325-291 8 Valur............. 4 3 1 336-267 6 Keflavík.......... 4 2 2 288-290 4 KR ............... 4 2 2 270-290 4 Haukar............ 4 1 3 287-300 2 ÍR................ 4 0 4 267-299 0 í kvöld er einnig leikur í annarri deild karla í körfunni, Bréiðablik og Akranes mætast í nýja íþróttahúsinu í Kópavogi. -SÖE ■ Tómas Guðjónsson verður í fremstu víglínu með íslenska landsliðinu í borðtennis í Laugardalshöllinni í kvöld. Keppnin hefst í kvöld, en hætt er við að ísland eigi við ofurcfli að etja, þar sem „stærri" Norðurlandaþjóðirnar eru. FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.