Tíminn - 18.11.1983, Síða 2

Tíminn - 18.11.1983, Síða 2
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Stórmarkad- urinn Mikligarður opnaður: ■ Gífurleg örtröð var í nýja stórmark- aðnum Miklagarði í allan gærdag. Þegar opnað var í fyrsta sinn kl. 10.00 í gærmorgun biðu milli þrjú og fjögur hundruð manns við dyrnar og bílastæði fylltust á svipstundu. Þegar blaðamenn bar þar að garði eftir hádegið var sömu sögu að segja. Hundruð manna var statt innan dyra og langar biðraðir við alla kassa. „Þetta hefur verið hreint æðislegt," sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs, þegar við hittum hann í ösinni. „Planið hér fyrir utan fylltist á fyrstu 10-20 mínútunum í morgun og síðan hefur ekkert lát verið á örtröðinni. Ég hef verið að ræða við viðskiptavinina og hef ekki heyrt neina óánægjurödd.“ Eru þið með nógu margt fólk til að sinna þessum fjölda? „Varla. Það er alveg í það tæpasta. Það er óvant fólk á kössunum, duglegar stúlkur, en þær vantarennþáþjálfun. En viðskiptavinirnir hafa sýnt mikla þolin- mæði. Jón sagðist hafa verið að alla fyrrinótt við að undirbúa fyrir opnunina og lítið hefði verið um svefn. Þegar við ræddum saman um hálf þrjúleytið var kjöt í kjötborðinu að verða búið og Jón sagðist hafa orðið að kalla út neyðarhjálp í að skera og pakka meira kjöti. Ýmsar algengar vörur ódýrari „Þetta er óneitanlega stórkostlegt og óvenjulegt yfir að líta. Ég sagði við konuna áðan að það eina sem vantaði upp á að þetta væri eins og í stórmörkuð- um erlendis væri áfengið,“ sagði Guð- mundur Jóhannsson þegar við stöðvuðum, hann með hlaðna innkaupakerru. Ég veit ekki hvort maður kemur til með að versla hér að staðaldri, maður sér til. „Já, ég hef tekið eftir að ýmsar algengar vörur eru ódýrari, en maður á að venjast. Ég sá til dæmis áðan kaffi- könnu sem var helmingi ódýrari en svipuð kanna sem ég er nýbúinn að kaupa. En auðvitað get ég ekki sagt um það hvort það er um að ræða sömu gæðin. Þessi ferð er nú aðallega farin fyrir forvitnissakir, en ég ætla að fylgjast með framhaldinu, það verður fróðlegt að vita hvernig þetta þróast," sagði Guðmundur Jóhannsson. Synd ef þetta kemur niður á hverfaverslunun- um „Nei, við höfum ekki farið yfir helm- inginn af verslunarplássinu,“ sögðu Jón- ína Erlendsdóttir og Hanna Helgason, þegar við tókum þær tali við kassann. „Mér líst vel á þetta,“ sagði Jónína og það er óneitanlega þægilegt að geta gengið svona að öllum hlutum á einum stað. Ég ég er svolítið nervös út af kaupmanninum mínum. Það væri mikil synd ef þetta kæmi niður á litlu hverfa- verslununum." Þær Jónína og Hanna sögðust ekki geta gert sér grein fyrir því hvernig verðið í Miklagarði kæmi út, miðað við smærri verslanir, þar sem þær hefðu skoðað virtist þeim vera á svipuðu verði. Hvort þær hugsuðu sér að versla að staðaldri í Miklagarði? Það er of snemmt að segja til um það. Kannski stærri innkaup, en ætli við verslum ekki til daglegra þarfa áfram á sama stað. Viö erum í vettvangskönnun „Við erum svona að bera þetta saman við stórmarkaðina í nágrenni við okkur, Kostakaup og Fjarðarkaup. Þetta er svona vettvangskönnun hjá okkur," sögðu Sverrir Jónsson og Guð- rún Ólafsdóttir, en þau búa í Faxatúni 18 í Garðabæ. Og hvernig kemur samanburðurinn út? „Við erum nú ekki búin að fara mikið um,“ sagði Guðrún, „en ég er ánægð með verðið á t.d. sykri og hveiti, mér virðist það ódýrara en ég á að venjast.“ GIFURLEG 0RTR0D Komið þið til með að sækja hingað alla leið úr Garðabæ til að versla? „Ef verðið er hagstætt þá er það ekkert mál að koma hingað. Þetta liggur ágætlega við.“ Vona að það verði eitthvað eftir handa okkur Við útgöngudyrnar hittum við Hrein Sumarliðason kaupmann í kjörbúðinni Laugarás, sem er matvöruverslun við Austurbrún. Við spyrjum hann hvernig* honum lítist á að fá svona stórmarkað rétt við bæjardyrnar hjá sér. „Þetta hlýtur auðvitað að taka frá einhverjum, varla aukast viðskiptin að marki þótt verslunum fjölgi. Spurningin er bara frá hverjum þetta tekur viðskipt- in,“ sagði Hreinn. Heldur ekki fólk tryggð við sinn kaupmann, gegnum þykkt og þunnt? „Ég veit það ekki. En það hefur verið sagt að það sé þegar búið að taka allt sem hægt er að taka af hverfakaupmönnun- um með fyrri stórmörkuðum og að þegar nýr stórmarkaður bætist við þá þýði það aðeins að risarnir bítist og dragi tennurn- ar hver úr öðrum. Ég vona að það sé eitthvað til í þessu. Ég sagði við Jón framkvæmdastjóra hérna áðan þegar ég hitti hann að ég óskaði honum alls velfarnaðar, en ég vonaði að það yrði eitthvað eftir handa okkur smærri kaup- mönnunum.“ - JGK „Óneitanlcga þægilegt að geta gengið svona að öllum hlutum á einum stað,“ sögðu þær Jónína og Hanna. , Tímamyndir Árni Sæberg ■ „Verðið virðist lægra en við eigum að venjast", sögðu þau Guðrún Ólafsdóttir og Sverrir Jónsson. ■ ...„Sagði við konuna áðan að það eina sem vantaði upp á að þetta væri eins og í stórmörkuðum erlendis væri áfeng- ið“, sagði Guðmundur Jóhannsson. ■ „Þýðir aðeins að risamir bítast um og draga tennurnar hver úr öðrum“, segir Hreinn Sumarliðason.í kjörbúðinni við Laugarás. Biðraðir við alla kassana 14 að tölu og mikið álag á afgreiðslustúlkunum. ■ Að minnsta kosti einu sinni meðan blaðamaður staldraði við var kallað upp og tilkynnt að lítil stúlka hefði týnt mömmu sinni í þrönginni. Það er ekkert fyrir smáfólkið að finna fylgdarfólk sitt í víðáttunni ef það hefúr misst af því. En hér er bamahom þar sem hægt er að una við spil og shjónvarp meðan þeir full- orðnu vcrsla. Tímamyndir Ámi Sæberg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.