Tíminn - 18.11.1983, Qupperneq 5

Tíminn - 18.11.1983, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR18. NÓVEMBER 1983 WWStWH 5 ■ FreðHskmarkaðir okkar íslendinga kunna að vera í stórri hættu um þessa mundir, og er þar um tvær meginorsakir að ræða: önnur þeirra er stöðug aukning markaðshlutdeildar Kanadamanna, hin er í því fólgin að ekki er um samræmingu á markaðsmálum okkar íslendinga að ræða, og meira að segja er sú staða komin upp nú, að Iceland Seafood, dótturfyrirtæki Sambandsins í Banda- ríkjunum vantar aliar þorskpakkningar einkum þó fimm punda flök, en Cold- water, sölufyrirtæki Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna situr uppi með ársbirgðir, og vill ekki láta af hendi við Iceland Seafood fimm punda flökin þó að Iceland Seafood geti selt þau. Tíminn hefur undanfarið rætt við menn sem eru í frystihúsarekstri hér á landi, menn sem starfa við útflutning á fiski, stjómmálamenn sem fylgjast grannt með þróun þessara mála og starfsmenn fyrirtækjanna vestra. Er Ijóst af þeim viðbrögðum sem spurningar blaðamanns hafa fengið að ekki eru allir á eitt sáttir í þessu máli, og virðast sumir viðmælenda Tímans ekki sjá lengra en nef þeirra nær í þessum efnum, og harðneita því að einhver hætta sé á því að íslendingar missi enn meira af markaðshlutdeild sinni til Kan- adamanna en þeir hafa gert hingað til. Kanadamenn samræma framleiðslu og markaðs- mál með miðstýringu Pegar þessum málum er velt upp, sem vekur að vísu mjög litla hrifningu sumra ■ Flskurinn sem aUt snýst um - þorskurinn ríkjamarkaði og töpuðum þar með mörkuðum til Kanadamanna. Þá eru þeir margir sem telja það stórhættulegt íslenskum hagsmunum hvernig íslenskir aðilar veðja aðeins á einn hest, Long John Silver. Hingað til hafi það gengið nokkuð vel, þar sem Long John Silver þurfi á svo miklu magni að halda, að þeir hafi ekki þorað að stóla á framleiðslu Kanadamanna hingað til, en það sé hins vegar að breytast núna, því Kanadamenn séu stöðugt að auka sitt framboð. Til að mynda veiddu Kanadamenn ekki nema um 250 þúsund lestir af þorski fyrir nokkrum árum, en eru nú nálægt 500 þúsund lestum og stefna að því að vera komnir í 670 þúsund lestir 1985. Er ljóst af þessu að hér er um stórmál að ræða, sem getur hæglega stórskaðað íslenska hagsmuni ef ekkert verður að gert. Það er því alls ekki að ástæðulausu sem stjórnvöld hér á landi fylgjast mjög náið með þróun mála og hvað er að gerast í markaðs- og verðlagningarmál- um okkar í Bandaríkjunum. Coldwater liggur með árs- birgðir og neitar að lækka verðið Þótt S.H. menn bregðist næstum ó- kvæða við, þegar blaðamaður Tímans hringir í þá og spyr þá álits á birgðamál- um hjá Coldwater, þá má lesa það út úr svörum sumra, að þeir eru síður en svo ánægðir með þessa stöðu. Til að mynda sagði einn þeirra: „Menn eru náttúrlega ekkert kátir þegar birgðir safnast upp, en það er ekki bara um birgðasöfnun að ræða í þessari einu vörutegund." Rétt er að geta þess, að Tíminn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að tals- verðar óeiningar gæti innan S.H. um þessi mál, og er um mikla samskiptaörð- ugleika að ræða á milli forystumanna S.H. hér heima og Coldwater, og hafa ófáir viðmælendur blaðsins í því sam- bandi fullyrt að ekki væri hægt að bæta ástandið á þessum vígstöðvum, nema í kjölfar einhverra mannabreytinga. Annar sagði: „Það gefur náttúrlega auga leið, að Sölumiðstöðin er miklu stærri aðili en Sambandið. Hennar hús framleiða mörgum sinnum meira magn og það er því ekki óeðlilegt að þegar eitthvað dregst saman á markaðnum, að sá söluaðili sem er með miklu meira á milli handanna, safni meiri birgðum en hinn.Aukþessmábendaáað Coldwater er söluaðili fyrir Föreyja Fiskasala, og þar hefur verið óvenjumikill þorskafli þetta árið.“ Sá þriðji sagði: „Það er ekkert ánægju- efni að vita til þess að miklar birgðir hafi safnast upp hjá okkar fyrirtæki, á sama tíma og Iceland Seafood vantar fisk.“ Hins vegar þurfum við ekkert að vera að láta Iceland Seafood selja á lægra verði. Það getum við gert sjálfir, ef við viljum lækka verðið." Aðrir S.H. menn neituðu með öllu að ræða þessi mál við blaðamann Tímans og sögðu að hagsmunum þjóðarinnar og framleiðenda væri best þjónað með því að láta framleiðenduma sjálfa um þessi mál, þegar væri búið að skrifa of mikið um þau í fjölmiðlum. „Okkur vantar meira af öllum þorskpakkningum“ Nú hefur Tíminn það eftir fleiri en einni heimild hér heima að Iceland Seafood FREÐflSKMARKflDIR ISlENPINGfl KUNNA AB VERA í STÓRRI HÆTTU — vegna stöðugt aukinnar markaðshlutdeildar Kanadamanna og skorts á samræmingu í markaðsmálum okkar viðmælenda Tímans, þá er gagnlegt að byrja á því að skoða hver þróunin hefur verið á freðfiskvinnslu Kanadamanna undanfarin ár. Kanadamenn stefna nú að því að samræma fyrirtæki sín og sameina þau í þremur stórfyrirtækjum þar sem Kanadastjórn eigi meirihluta. Þeir hafa tekið mjög skipulega á stjórnun þessara fyrirtækja og markaðsmálunum öllum, og það gera þeir með miðstýr- ingu. Þeir vinna markvisst að því að ná betra tangarhaidi á Bandaríkjamark- aði enda er þeim að takast það: Þeir eru komnir með nokkur frystihús sem fram- ieiða fyrsta flokks fisk, og selja hann 16 centum ódýrari en Iceland Seafood og 26 centum ódýrari en Coldwater. þeir sem þekkja vel til markaðsmála í Banda- ríkjunum telja útilokað að íslensku fyrir- tækjunum takist að halda áfram því háa fiskverði sem þau eru með núna, einkum Coldwater, en Coldwater hefur hins vegar ákveðið að þorskverð verði óbreytt til áramóta, a.m.k. sém mun hafa verið málamiðlunarlausn stjómar Coldwater, eftir að allt var komið í bál og brand þar, vegna verðlagningar- stefnu. Mun þetta vera ein meginástæða þess að Coldwater lætur ekki fisk af hendi við Iceland Seafood, því Iceland Seafood býður að sjálfsögðu ekki hærra verð fyrir fiskinn en fyrirtækið selur hann á til Long John Silver. Þróunin er því sú, að á meðan að Kanadamenn vinna markvisst að því að samræma alla sína fiskvinnslu, bæta hana undir miðstýringu og auka í alla staði, þá er engin samræming í markaðs- málum fslendinga, hvorki á Bandaríkja- markaði né annars staðar. Til dæmis telja margir að gífurleg skreiðarfram- leiðsla á árinu 1982, og þar af leiðandi skortur á þorski hafi orðið til þess að við gátum ekki annað eftirspurn á Banda- ■ Iceland Seafood ■ Coldwater vanti fimm punda flök, en Coldwater liggi hins vegar á eins árs birgðum, og neiti að láta af hendi við Iceland Sea- food. Tíminn snéri sér til Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Iceland Seafood og spurði hann hvort hann hefði farið þess á leit við Coldwater, að Coldwater seldi Iceland Seafood fimm punda flök: „Það er algjört prinsipmál hjá mér að ræða ekki samskipti mín, eða fyrirtækis- ins við aðra viðskiptaaðila. Slíkt geri ég ekki, enda ætlast ég til hins sama af viðskiptaaðilum mínurn," sagði Guðjón. Aðspurður hvort Iceland Seafood vantaði fimm punda flök, sagði Guðjón hinsvegar: „Okkur vantar raunverulega meira af öllum þorskpakkningum, allt frá fimm punda flökum niður í blokk. Það er engin þorskpakkning í dag, sem okkur vantar ekki mun meira af, en við höfum og ég segi það alveg hreinskiln- innilega, að við vildum gjarnan geta framleitt meira en við getum í dag.“ Tíminn reyndi ítrekað bæði í gær og fyrradag að ná sambandi við Þorstein Gíslason forstjóra Coldwater, en án árangurs. Af viðtölum blaðamanns við ofan- greinda menn mátti ráða að þeir eru margir hverjir uggandi um framtíð mark- aðsmála okkar íslendinga í Bandaríkj- unum og telja að stjórn þeirra mála væri betur komin í einni hendi, þannig að um samræmda heildarstefnu væri að ræða, þó að sjálfsögðu ætti að vera áfram innbyrðis samkeppni á milli þessara tveggja fyrirtækja. Sú samkeppni mætti hins vegar ekki vera svo hatrömm að hún stórskaðaði íslenska hagsmuni, heldur ætti heilbrigð samkeppni að bæta gæðin og auka framleiðsluna, sem gæti ekki gert annað en þjóna íslenskum hagsmunum á jákvæðan veg. -AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.