Tíminn - 18.11.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 18.11.1983, Qupperneq 6
6______________ í spegli timans FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 IEKFANGASAFND í ZflGORSK ■ Hin forna rússncska borg Zagorsk, sem áður hét Sergijev Posad, er skammt fyrir norðan Moskvu. Þangað ieggja ferða- menn oft leið sína til að sjá frægar byggingar, Troits-Sergie- vaja Lavra (lavra= munka- klaustur), sem reistar voru á miðöldum og eru álitnar meðal mestu og bestu minja um húsa- gerðarlist og sögu þeirra tíma í Rússlandi. En það er fleira for- vitnilegt að sjá í Zagorsk en þessar frægu byggingar. Þar er líka að finna einstakt safn þar sem sýnd eru leikföng barna. Leikfangagerð á sér langa hefð í héraðinu í kringum Zagorsk. Sagnfræðingar telja, að hana megi rekja allt til 10.-12. aldar. Á síðustu öld var Sergijev Posad miðstöð leikfangagerðar í land- inu. Hundruð handverksmanna bjuggu til alls konar leikföng, útskorin, úr málmi, tuskum og leir. Urvalið var feikilegt og leikföngin litskrúðug og falleg. Enn þann dag í dag er við lýði þjóðleg leikfangahefð í Zagorsk. Meistarar nútímans halda henni áfram. Matrojskan frá Zagorsk hefur farið sigurför um heiminn og hafa bæði börn og fullorðnir gaman af henni. Þjóðlega klædd- ar brúður og rugguhcstar. Þegar togað er í beislið gefur hesturinn frá sér hljóð. Þessi hefðbundnu leikföng fela í sér lifandi þjóð- lega list. Iðnaðurinn tók við af hand- verksmönnum. Zagorsk varð miðstöð nýrrar leikfangasmíði - Ijöldafrainleiðslu. Frá 1932 hef- ur starfað hér eina Vísinda- og rannsóknastofnun leikfanga- gerðar, sem er í landinu. Lista- mcnnirnir taka tillit til ráðlegg- inga og krafna uppeldisfræðinga þegar þeir hanna leikföngin. I hönnun hvers leikfangs tekur þátt fólk, sem vinnur við ýmsar greinar, s.s. listamenn, verk- fræðingar og fatahönnuðir. Módel af því fer í gegnum margar hendur áður en það fer út í verksmiðjuna í framleiðslu. Og það er skiljanlegt, þar sem leik- fangið er ekki aðeins til skemm- tunar, heldur tæki til uppeldis. Frá því árið 1933 hefur starfað í Zagorsk list- og iðnaðartækni- skóli, sem útskrifar meistara í leikfangagerð. Og þar við hliðina er Leikfangasafn Uppcldisfræði- akademíu Sovétríkjanna. Saga safnsins er afar merk. Það var stofnað í Moskvu á árum horgarastyrjaldarinnar (1918- 1920). Það var Nikolaj Bartram, uppeldisfræðingur, sem skipu- lagði og stjórnaði safninu. Hann safnaði afar góðum munum með aðstoð samstarfsmanna sinna. Sýningarmunir komu frá höllum, verslunum, frá söfnurum og úr öðrum söfnum. Þegar þá á þriðja tug aldarinnar varð safnið menningar leg og vísindaleg mið- stöð leikfangagerðar. Hér lærðu fyrstu sovésku lcikfangafræðing- CUFF r ■■ AÞONUM ■ Enginn verður of gamall til að syngja rokk. Og það er stórkostlegt að þegar ég er á hljómleikaferðalagi vill fólk enn heyra gömlu slagarana eins og Living Doll ott. Þetta segir hinn fjörutíu og þriggja ára gamii Cliff Richard, sem einmitt núna er að hefja margra vikna hljómieikaferðalag í heimalandi sínu Bretlandi. Hann er að halda upp á 25 ára afmæli sitt í músíkbransanum. (í starfskynningu: ÁÞ og JBB) ■ Leikfang frá Dymkovo á sýningu í Leikfangasafni Uppeld isfræðiakademíu Sovétríkjanna. arnir og í rannsóknastofunni hér voru búin til fyrstu leikföngin fyrír fjöldaframleiðslu. Fyrir næstum 50 árum var safnið flutt til Zagorsk. I sölum safnsins eru munir, sem eru orðnir ævafomir og sýna sögu og menningu annarra landa. Leikföngin í safninu era 30.000 og hvert og eitt á sér sína sögu. Leikföng, sem foraleifa- fræðingar hafa fundið era mörg hver orðin fora og hin elstu eru frá því 2000 f. Kr. Leikföng frá þeim tímum höfðu það markmið að varðveita barnið fyrir illum öndum. Fornar fugla- og dýramyndir hafa varðveist lengi í barnaleik- föngum. Alls konar flautur: hestar, birnir, hreindýr, geitur hafa verið við lýði hjá Rússum, Úkraínubúum, Tékkum, Þjóð- verjum og Frökkum... Þessi leik- föng eiga margt sameiginlegt, sem sérhver maður skilur. Jafn- framt eru þau svo ólík að formi, Iit og lögun. Þjóðleg einkenni koma skýrt fram í þeim, svo nátengd eru þau hinum þjóðlegu málsháttum, söngvunum og ævintýrinu. Rússnesk leikföng eru mjög Ijölbreytt. Meistarar um allt land hafa búið til leikföng - í þorpum, borgum og héruðum. Brúður úr hálmi, sem börnin léku sér með fyrir 100 áram, útskorin leik- föng, litskrúðug leikföng úr leir. Safn erlendra leikfanga er mjög mikið. Verk meistara frá Japan og Kína skera sig úr vegna þess hve haglega þau eru gerð og nákvæmlega unnin. Þar er sérhvert leikfang tján- ingarríkt dæmi um þjóðlegar hefðir Austurlanda. Þá eru leikföngin frá Evrópu- löndunum ekki síður áhugaverð. Þar era franskar og þýskar bruður með postulínshöfuð í tískukjólum frá síðustu öld. Þeim fylgja kistur með mildum útbúnaði: Höttum, skóm, regn- hlífum, blævængjum og kjólum. Þær eiga jafnvel hús með öllum útbúnaði, húsgögnum og leirtaui úr postúlíni og silfri. Þar vantar ekkert. Þar era Ijósakrónur, kertastjakar, Ijósasöx og jafnvel einvígisbyssur. Öll leikföngin eru haglega gerð og smekldeg. Meðal leikfanga þeirra, sem leik- fangasmiðir gerðu hér áður fyrr voru tindátar, sem allar kynslóð- ir höfðu gaman af og spiladósir. I dag er hér um sjaldgæfa sýning- armuni að ræða, verðmætar menningarminjar. Það eru ekki aðeins leikföng í safninu í Zagorsk. Þar er einnig að finna húsgögn fyrir böra og málverk af böraum eftir erlenda og innlenda listamenn og starf- rófskver frá því á 18. öld. B Gamalt leikfang úr tré frá Bogorodskaja til sýnis Sovétríkjanna. Leikfangasafni Uppeldisfræðiakademiu viðtal dagsins „SNPU- LAGS- KFEPPA" ■ „Ég ætla að fjalla um það i erindi mínu, hvort mannskepn- an sé yfir .Uoíuð til þcss fallin að búa í þettbýli/' sagði Þorbjor-’ Broddason dósent m.a, er Tím- inn spurði hann um hvað erindi hans „Skipulagskreppa" sem hánn flytur á ráðstefnu Lffs og Tíminn ræðir við Þorbjörn Broddason dósent um erindi hans um skipu- lagskreppu þjóðfelagsins, sem hann flytur á ráð* stefnu Lífs og lands á morgun lands á Hótel Borg á morgun. Þorbjörn sagði jafnframt: ’ „Ég ætla að ræða þetta, út frá þeirri foríendu, að maðurinn hefur verið á ferðinni í 100 þúsund ár, ugglaust, og nánast allan þann tíma í næstum óend- anlegu dreifbýli, því það voru ekki nema örfáar milljónir manna sem byggðu jörðina þar til fyrir svona 5-6 þúsund árum, en síðan hefur maðurinn fjölgað sér svo gífurlega að nú byggja jörðina um 4 milljarðar, en talið er að mannfjöldi hafi þúsund- faldast á síðustu 6 til 7 þúsund árum. Ég set því vandamálið upp á þann veg, hvort þessi skipulagskreppa sem við búum nú við, eigi rætur sínar í því að maðurinn sé dreifbýlisskepna. Jafnvel ef við lítum á íslendinga alveg fram á allra síðustu aldir, þá bjuggu þeir í miklu dreifbýli. Reykjavík taldi um 300 íbúa í byrjun 19. aldar og í byrjun þessarar aldar um 6 þrúsund íbúa. Núna eru íbúarnir á milli 80 og 90 þúsund. Það hefur því orðið grundvallarbreyting á þessu sviði, án þess að fólkið hafi breyst nokkurn skapaðan hlut. Úr því að nienn lifðu lífinu með góðum árangri í svona miklu dreifbýli, þá er það bara spurn- ingin hvort þéttbýlisformið hent- ar þeim nokkuð. Ég spyr því ■ Þorbjöra Broddason lektor. Tímamynd - G.E.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.