Tíminn - 18.11.1983, Page 8

Tíminn - 18.11.1983, Page 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Reglugerðar- valdið ■ Umræður þær, sem hafa orðið um kennslumál að undanförnu og þó einkum sögukennsluna, rifja það upp að mikil breyting hefur orðið á verkaskiptingu löggjafar- valds og framkvæmdavalds á síðustu áratugum. Valdið hefur færzt frá löggjafarvaldinu til framkvæmdavaldsins með ýmsum hætti. Þetta stafar ekki sízt af því, að alþingi hefur kastað til höndunum við margs konar lagasetningu og vikið sér undan að fjalla um ýmsa mikilvægustu þættina með því að láta sér nægja eina stutta en áhrifamikla setningu, að viðkomandi atriði skuli nánar ákveðið með reglugerð. Þannig hefur valdið til að móta og ákveða viðkomandi atriði færzt í hendur þess ráðuneytis, sem málið hefur heyrt undir. Oft hefur það orðið hlutverk einhvers embættismanns í ráðuneytinu að taka ákvörðun um það, sem Alþingi átti að ákveða, en vék sér undan að gera vegna slælegra vinnubragða, sem m.a. hafa falizt í því að það hefur eytt alltof miklu af tíma sínum í gagnslausa málfundi utan dagskrár. Huldumenn í ráðuneytum hafa þannig fengið mikil völd, sem stjórnarskipunin ætlar þingmönnum. Þannig hefur valdsvið framkvæmdavaldsins færzt út, en löggjafar- valdið orðið valdminna að sama skapi. Þetta hefur ekki gerzt nema að litlu leyti vegna þess að framkvæmdavaldið hafi sótzt eftir þessu, heldur hefur hér fyrst og fremst verið um að ræða uppgjöf af hálfu Alþingis. Framkvæmd kennslumála byggist þannig orðið að miklu leyti á reglugerðum,. sem oft hafa þróazt á annan veg en Alþingi ætlaðist til. Hvað margir alþingismenn skyldu hafa gert sér grein fyrir því, þegar þeir voru að samþykkja grunnskólalögin, að það myndi m.a. leiða til þess, að íslandssagan yrði felld niður sem sérstök námsgrein? Það er vissulega kominn tími til þess, að Alþingi bæti hér stórlega vinnubrögð sín og dragi verulega úr reglugerð- arvaldi ráðuneytanna, en tæpast er hægt að afnema það með öllu. Hæglega ætti líka að mega komast hjá því, að í reglugerðunum felist sitthvað, sem er andstætt vilja Alþingis. Þeirri lausn hefur veirð hreyft, að engin reglugerð fáist staðfest fyrr en hún hefur verið borin undir viðkomandi þingnefndir. Þannig hlytu reglugerðir um kennslumál ekki staðfestingu, nema menntamálanefndir þingdeildanna væru búnar að fjalla um þær. Þetta myndi að vísu auka starf þingnefndanna. En það þarf líka að aukast. Alþingi á ekki aðeins að setja lög. Það á að fylgjast vel með störfum framkvæmdavaldsins og þá framar öðru með framkvæmd þeirra laga, sem það hefur samþykkt. Það á að skera niður málæðið utan dagskrár og um fyrirspurnir og þingsályktunartillögur. í staðinn á Alþingi að gefa sér betri tíma til að sinna löggjafarstarfinu, jafnt lagasetningu og framkvæmd laga. Það starf hlýtur fyrst og fremst að falla undir nefndirnar. Nefndirnar eiga að starfa utan þingtíma. Vel kæmi til mála að stytta þingtímann, svo að þingnefndir fengju rýmri tíma til eftirlits og aðhaldsstarfa. Alþingi verður að snúast gegn hinu mikla reglugerðar- valdi, sem það hefur búið til með slælegum vinnubrögðum. Alþingismenn eru til þess kosnir að þeir setji raunverulega lögin, en það verði ekki verkefni huldumanna í ráðuneyt- unum. Fyrir dyrum stendur að endurskoða lögin um þingsköp, m.a. með tilliti til þeirra fyrirætlana, að þingið verði ein málstofa. í sambandi við þessa endurskoðun þarf að reisa skorður við notkun á reglugerðum eins mikið og hægt er. Þ.Þ. Mmrnm FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 skrifað og skrafað Baggi? Finnur Ingólfsson formað- ur SUF og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra skrifar í nýútkomið tölublað af Sýn um gæðamál í sjávarútvegi. Hann segir m.a.: íslenska þjóðin er ein fá- mennasta þjóð heims og landið er staðsett á fnörkum hins byggilega heims. A.m.k. var það almenn skoðun hér fyrr á árum, þótt minna hafi heyrst um það upp á síðkast- ið. Vegna legu landsins er einhæfni í atvinnulífi hér mjög mikil. Höfuðatvinnuvegirnir, landbúnaður og þó sérstak- lega sjávarútvegur^hafa verið þær atvinnugreinar, sem staðið hafa undir því velferð- arþjóðfélagi, sem hér hefur verið byggt upp á ótrúlega skömmum tíma. Pær fullyrð- ingar sem nú eru algengar í fjölmiðlum, að landbúnaður og sjávarútvegur séu að verða baggi á þjóðinni, eru ákaflega vanhugsaðar og í mörgum tilfellum stórhættu- legar. Slík bábiljagetur orðið til þess að rýra svo traust almennings á þessum höfuð- atvinnugreinum íslensku þjóðarinnar að erfitt geti reynst að fá fólk til starfa í þeim. Hættulega bábilja Hvernig er hægt að halda því fram, að atvinnugrein eins og sjávarútvegur sem er með 13% af vinnuaflinu í sinni þjónustu sé baggi á þjóðinni? Hvernig er hægt að halda því fram að atvinnu- grein eins og sjávarútvegur sem er með 17% af verð- mætasköpun þjóðarfram- leiðslunnar sé baggi á þjóð- inni? Hvernig er hægt að halda því fram, að atvinnu- grein sem er með 75% af útflutningstekjum þjóðarinn- ar eins og sjávarútvegur er sé baggi á þjóðinni? Slíkar full- yrðingar hæfa ekki fjölmiðl- um, sem vilja láta taka mark á sér. Við íslendingar höfum nýtt okkur auðlindir hafsins allt frá landnámstíð. Þó fyrst framan af eingöngu til eigin þarfa. Það er ekki fyrr en á þessari öld, sem fiskveiðar verða atvinnugrein, sem lyft- ir undir efnahagslegt sjálf- stæði okkar. Til skamms tíma var það mat manna að fiskurinn væri ótakmörkuð auðlind og það eitt skipti máli að hafa sókn- argetuna sem mesta, þannig að hægt væri að róta sem mestum fiski á land. Upp á síðkastið hafa hins vegar hug- myndir manna færst frá magnhugtakinu yfir í verð- mætahugtakið. Þannig að ekki skiptir lengur höfuðmáli sá tonnafjöldi sem á land berst heldur verðmæti þess afla sem á land kemur. í íslenskum sjávarútvegi má segja, að tveir þættir séu gefnar stærðir. Annars vegar afrakstursgeta fiskistofnanna og hins vegar verðlag á mörkuðum. Þessa tvo þætti verðum við að sætta okkur við að geta ekki breytt. Öllu framleiðslukerfinu, sem ligg- ur þama á milli er hins vegar á okkar valdi að breyta. Við ráðum því hvaða fiskur er veiddur, hvar, hvenær, hvernig, hvað mikið og hversu miklu við kostum til og hvernig við skilum hráefn- inu að landi. Við ráðum því hvaða afurðir við framleiðum og með hvaða aðferðum. Við ráðum því fjárhagskerfi sem byggt er upp í kringum sjáv- arútveginn. Við ráðum því hvaða þjónustumiðstöðvar eru byggðar upp og hvert er hlutverk þeirra. Baráttan fyrir auknum gæðum Eitt þeirra verkefna sem nú er unnið að á Vegum sjávarútvegsráðuneytisins er aukin fræðslu- og kynningar- starfsemi fyrir gæðum ís- lenskra sjávarafurða. íslend- ingar keppa við aðrar fisk- veiðiþjóðir um markaði fyrir þær sjávarafurðir, sem þær framleiða. Velgengni okkar á erlendum mörkuðum bygg- ist á gæðum afurðanna og því markaðsskipulagi, sem við höfum yfir að ráða í hverju landi fyrir sig. Það er flestum Ijóst að söluskipulag á frystum sjávarafurðum og uppbygging íslenskra fyrir- tækja t.d. í Bandaríkjunum hefur skilað þjóðinni mikils- verðum árangri. Þessi fyrir- tæki verða ætíð að treysta því að íslenskar sjávarafurðir séu í hæsta gæðaflokki sem skapar þeim möguleika á að selja þær á hærra verði en samkeppnisaðilar okkar geta fengið fyrir sínar afurðir. Það er líka mikilvægt að hlutfalls- lega meira af sjávarafla fari í hærri gæðaflokk, enda er það hagsmunamál allrar þjóðar- innar. Með minnkandi afla- magni er það brýn nauðsyn að allir leggist á eitt við að skapa sem mest verðmæti í sjávarútvegi og er það ekki síst hagsmunamál sjómanna og starfsfólks í fiskvinnsl- unni. Lífíð er fískur Því miður er sú skoðun að verða almenn að ekki sé lengur fínt að vinna í fiski og þeir sem það geri séu annars flokks fólk. Staðreyndin er þó sú, að þeir sem vinna í sjávarútvegi eru þeir sem leggja grunninn að lífsaf- komu þjóðarinnar. Aukin gæði íslenskra sjávarafurða’ eru ekkert sérhagsmunamál fyrir aðila sem í sjávarútvegi starfa. Það er ekki síður hags- munamál allrar þjóðarinnar. Auknar tekjur af betri afurð- um eru nauðsynlegar útgerð- inni, sjómönnum, fiskvinnsl- unni og ekki síst þjóðinni. Tandri skrifar Tfmamót f verslunarsögu ■ Það sem íhaldskaupmcnn í Reykjavík óttuðust hvað mest hefur nú orðið að veruleika. Og hvað var nú það, kann einhver að spyrja. Jú, samvinnumenn hafa opnað stærstu og glæsileg- ustu verslun landsins. Nú neyðast kaupmenn til að lækka vöruverðið, svo þeir verði ekki skildir eftir úti á gaddinum. Að sjálfsögðu minnkar gróðinn í réttu hlutfalli við lækkunina og vel má vera að veltan hjá Bensumboðinu minnki eitthvað. Mikligarður - markaður við Sund - opnaði í gær. Þúsundir Reykvíkinga og nágranna komu í Mildagarð og er það mál manna að hann marki tímamót í verslunarsögu Reykjavíkur og þó víðar væri leitað. Þarna getur fóik valið úr 7000 matvörutegundum og við 10 metra langt kjötborð verða framreiddar flestar tegundir kjötmetis. í stuttu máli er innan veggja Miklagarðs að vinna flest - ef ekki allt - það sem neytendum kann að vanhaga um. Vöruverð er ótrúlega lágt, enda hafa forráðamenn Miklagarðs leitað samstarfs við aðila í Skandinaviu um innkaup. Einn viðmælanda Tandra komst svo að orði að vöruverðið í Miklagarði minnti sig einna helst á stórgóða útsölu og hann spurði sjálfan sig um leið hvernig útsölurnar yrðu í Miklagarði. íhaldsmenn í Reykjavík hafa löngum barist gegn því að samvinnumenn fengju leyfi fyrir verslunarrekstri í Reykjavík. Oft hefur baráttan verið hörð enda eiga íhaldskaupmenn sterk ítök í því apparati sem lengst af hefur farið með stjóm borgarinnar. Og hefði það apparat haft töglin og hagldimar í stað vinstri meirihlutans hér um árið, er næsta öruggt að Mikligarður hefði ekki verið innan borgarmarkanna. Þetta leiðir hugann að öðro - nefnilega því að íhaldspostularnir hafa hag fjöldans ekki í fyrirrúmi eins og þeir lýsa gjarnan yfir rétt fyrir kosningar. Þeir vilja fremur að fámennur hópur kaup- manna, sem svarið hefur ævilanga tryggð við Sjálfstæðisflokk- inn, hafi með höndum alla verslun í Reykjavík. Án efa hafa íhaldskaupmennirnir lagt drjúgan skref í flokkssjóði Sjálf- stæðisflokksins og minni gróði getur þýtt lægri upphæð. Það er ekki oft sem trúa má því sem stendur í Þjóðviljanum, en svo mikið er víst að hann brá út af vananum og sagði satt og rétt frá þegar hann gat þess á forsíðu í gær að þeir Miklagarðsmenn hefðu séð sig tilneydda til að hafa verði við útgöngudyr verslunarinnar. Ástæðan var sú að Hagkaup og Vörumarkaðurinn sendu „njósnara" af stað til að kanna vöruverðið í Miklagarði. Ljóst er að það fer hroðalega í taugarnar á umræddum aðilum - og fleirum - og nú má allt eins búast við verðstríði og „sérstökum tilboðum“ í íhalds- verslunum borgarinnar. Spyrja má af hverju þessi tilboð komu ekki fyrr til sögunnar. Og sú spurning vaknar líka hvort umrædd tvö fyrirtæki og önnur hafi gert hvað þau hafa getað fram að þessu til að ná umtalsverðum magnafslætti. Máski höfðu kaupmenn ekki sérlega mikinn áhuga á lágu verði - hver veit. Mikligarður á án efa eftir að njóta mikilla vinsælda meðal almennings. Loks getur fólk átt þess kost að kaupa vömr á viðráðanlegu verði og nú mun hlutdeild samvinnuhreyfingar- innar í verslun í Reykjavík aukast til muna frá því sem áður var. En það er jafn víst að íhaldsmenn, með Morgunblaðið og DV í broddi fylkingar, munu gera hvað þeir geta til að sverta Mildagarð í augum almennings. Það mun ekki takast því að sjálfsögðu mun fólk fara þangað sem hagstæðast er að versla. Þvi geta hvorki Styrmir eða Ellert breytt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.