Tíminn - 18.11.1983, Síða 9

Tíminn - 18.11.1983, Síða 9
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 9 Látið flóðljós vinna gegn vetrardimmunni ■ Sumariðeraðkveðjaaðþessusinni, sólarlítið sumar og úrkomusamt víðast hvar. Utigróður leggst brátt í dvala, bæði af völdum kulda og myrkurs. En inniblómin búa í húshlýjunni og hægt er að bæta þeim upp sólarleysið, a.m.k. að nokkru leyti, og lengja bæði vaxtartíma og blómgun á ódýran hátt. Hér á ég aðeins við stofublómin, en gróðurhúsamenn margir lengja og vaxtartíma sinna plantna með stórtækari aðgerðum. f>að getið þið séð í gróður- skálum Garðyrkjuskólans og ýmsum gróðrarstöðvum og söluskálum (Blóma- val, Eden o.fl.). Birta frá hvaða lampa sem er getur örvað vöxtinn, en fylgja þarf þó vissum reglum ef vel á að takast. Þó gerviljós sé veikara en sólarbirta, framleiðir það talsverðan hita og getur sviðið plönt- urnar. Handhægasti birtugjafinn er alla- jafna flóðljós, einkum flóðljósrör með samsetningunni" dagsljós og svalt hvítt ljós“. Til eru sérstök Ijósrör, sem nota má bæði fyrir blaðjurtir og ræktun, allt frá sáningu og fyrir græðlinga. En venju- leg flóðljósrör eru mjög vel nothæf. Flóðljósrör í hillu, t.d. venjulegri bókahillu Ljósrörin eru hengd yfir hverja hillu þannig að birtan falli niður á blómin. Hafa má tvær raðir Ijósröra ef hillan er mjög breið. Rörin er hægt að festa með trélista. Best er að hillumar eða Ijósa- skápurinn sé hvítmálaður. Blómapott- arnir em látnir standa á hillunum (sjá mynd) Lágar, breiðvaxnar jurtir njóta birt- unnar best, ljósið skín þar á allan blaðflötinn. Best er að velja saman í hilluna álíka háar tegundir, annars er hætta á að þær háu skyggi á hinar lægri. Háu jurtirnar fá þá mesta birtu, og þeim er jafnframt hættast við að sviðna af Ijósunum. í hinum jafna hita og birtu fá jurtirnar enga vetarhvíld. Vaxtarhæðin verður oft allmikil, svo klipping getur orðið nauðsynleg. Hægt er að taka græðlinga og fjölga jurtunum oftar en ella í ljósahillu. Hvenær eru ljósin notuð? Vitanlega að vetrinum aðallega, en byrja má allsnemma á haustin, þegar sólar- birta dvínar. Kveikt er á morgnana og ljósin látin loga á daginn. Slökkt seint á kvöldin. Jurtirnar eiga að fá hvíld á nóttunni eins og úti í náttúrunni. Nefnd skulu dæmi um jurtir hentugar í ljósahillu. í blómahillu undirritaðs ber t.d. Pálsjurt (Sankt Paulia) blóm allan veturinn. Hún er sérlega blómsæl og af henni eru til fjöldi afbrigða með blá, hvít, bleik eða rauð blóm í ýmsum tilbrigðum. Sæstjömublóm (Staphelia) o.fl. bera einnig blóm allan veturinn. Ýmsir kaktusar og þykkblöðungar þríf- ast vel í ljósaskáp, en sumar þurfa vetrarhvíld. Verður reynslan hér sem oftar besti kennarinn. Ýmsum laukjurt- um, t.d. riddarastjörnu, páska- og hvíta- sunnuliljum hæfa stórar hillur. Þetta voru aðeins fáein dæmi. Miklu fleiri tegundir dafna vel í ljósahillu, Reynið sjálf, þið munuð hafa ánægju af því. Og ljósahilla er ekki dýr, margir geta smíðað hana sjálfir. Vaxtar- tíminn lengist mikið í ljósahillu, Oft þarf að vökva i ljósahillu Athuga þarf að oft þarf að vökva í ljósahillu, því að birtan þar og hitinn örva uppgufun. Moldin á helst að vera þannig, að vatnið hripi ekki alltof fljótt niður. Þykir ögn leirborin mold og mómold hæfa vel. Þegar velja skal jurt í flóðljósskáp er ■ Blóm í Ijósahillu að vetrarlagi. nauðsynlegt að vita dálítið um hve langur birtutími á sólarhring hæfir hverri tegund eða afbrigði best. Blaðaplöntum nægir allmisjöfn birta til venjulegs vaxtar, en jurtum, sem bera blóm er skipt í þrjáflokka efti rþví hve langur birtutími á sólarhring hæfir best til að bera blóm. Sumar tegundir bera aðeins blóm þegar birtutíminn er langur, t.d. yfir 12 tíma (mismikið yfir það) og kallast þau langdegisjurtir. Þær eru lang- algengastar hér á norðurslóðum, enda bjart allan sólarhringinn um hásumarið. Langdegisjurtir meðal stofublóma eru t.d. hnúðbegónía, aster og frúarskór' (Calceolaria). Þær þurfa 12-16 tíma birtu á sólarhring. Skammdegisjurtir bera aftur á móti blóm þegar birtutíminn á sólarhring er stuttur, 12 tímar eða öllu minna. Til skammdegisjurta teljast t.d. ýmsar Chrysanthemum - tegundir, jólakaktus- ar, jólastjarna, kóraltoppur (Kalanc- hoe), vörtumjólk (Euphorbia) ofl., enda ættaðar langt sunnar úr löndum. Þriðji flokkurinn er „dagsónæmar" tegundir, þ.e. lítt næmar fyrir lengd birtutíma á sólarhring, svo sem haugarfi og varpasveifgras hér á landi. Og af (Mynd Gunnar Valberg) ræktuðum tegundum t.d. Pálsjurt fyrr- nefnda, ýmsar rósir, tómatar o.fl. Stöðugt er verið að gera tilraunir á þessu sviði og reyna nýjar gerðir Ijós- gjafa. Er sumt komið á markað. En vel má notast við ódýrar, einfaldar aðgerðir, eins og að framan er sagt frá. Lítum á myndina. Hún sýnir ljósa- hillu, einfalda að gerð, en prýðilega nothæfa, reynda í Akurgerði 38 í tvo vetur með ýmsum tegundum. Ofan á hillunni standa myndir og blómvöndur og kertastjaki, myndir á vegg yfir. Hönd er eitthvað að forvitnast! Myndin er tekin í miðjum janúar 1983. Ingólfur Daviðsson, skrifar í Ijósahillu Blóm í byggt og búið ■ Kláus jólasveinn, eða Gamli-Nói þreyttur eftir arkarsiplinpiinn? Gengið á vit þjóð- sagna í skammdeginu Lag: „Gamli Nói, gamli Nói” Er ég álfur, eða ég sjálfur, eða jólasveinn; tröll í háum helli, hrímþurs undir felli, hagur dvergur, djöflamergur, eða Gilitrutt? Jólasveinar einn og átta, ég sá þá í gær. Ofan úr hamrahlíðum hraða för á skíðum. Kvíðablandin komu þeirra væntir borg og bær. Gáttaþefur sjaldan sefur, sveittan haus rak inn. Gapir gufu yfir, greyið á því lifir. Leppalúði og gamla Grýla greiða strý frá kinn. Kertasníkir, Kertasníkir kallar hárri raust, og sig allan sperrti, ég vil ná í kerti. Tröllin átu, tröllin átu tólkinn upp í haust. Pottasleikir, Pottasleikir púar í sítt skegg. Nærri á nasir dottinn niður í grautarpottinn. Felmtri slegin gamla Grýla grét og sýpur hregg. Giljagaurinn, giljagaurinn gólar tungli mót. Ritar rún á þili, reimt í mínu gili. Þó að vindur þjóti í gljúfri hræðast þarft ei hót! Stekkjastaurinn, Stekkjastaurinn styður fast á hurð. Efldur er hans armur, eyrun fróar jarmur. Grýla kelling, Grýla kelling grefur sauð í urð. Æði krangur lotalangur líst mér þessi sveinn, sem í kjötið krækir, kumrar við og skrækir. Löngum þykir, löngum þykir langur ófrómsteinn. Bjúgnakrækir, brúnu hrækir, beit í sperðilinn. Ekki er það að efa, átta stýfði úr hnefa. Feitan magál Leppalúði lét í pokann sinn. Gluggagægir glyrnur fægir, nef í rúðu rak. Kláus, gamli góinn, gjöfum smeygði í skóinn. Gjafapokinn, gjafapokinn beygir nú hans bak. Slettu skyri, slettu skyri út í nýársnótt. Gleypir það hann Gámur, gelti að honum Sámur. Huldar vættir, álfaættir eru á stjái í nótt. Sumir telja, sumir telja ýmsa sveina enn: Hurðaskelli harðan, hlut sá ber ei skarðan. Hurðum skella, froðufella, frá ég reiðir menn! Þvörusleikir, Þvöruslcikir þiggur grautarskóf. Stúfur kann að steppa, stefnir austur í Hreppa. Hörkunaggur, hörkunaggur hreppti frost og kóf. Askasleikir, Faldafeykir feta mæddir þeim. Ekkert gott í aski.allt í sápu og vaski! Pilsin þrengjast, pilsin þrengjast, lítið loft í þeim! Jólasveina, einn og átta, ég læt lönd og leið. Kláus tek ég tali, trítla með um sali ísleif veit ég utangátta, eflum nýjan seið! Vefinn slær í holum hóli harðleit Gilitrutt. Hún er ferleg flenna, freisting latra kvenna. Ef þú nafns míns greitt ei getur ertu ambátt mín! Tröll í fjöllum, töfrahöllum troða freðna jörð. Lifir margt í leyni, dvergur smíðar í steini. Álfar dansa, gullmen glansa, geislar opið fell. Ingólfur Davíðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.