Tíminn - 20.11.1983, Síða 8

Tíminn - 20.11.1983, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Enn lætur verð- bólgan undan ■ Seðlabankinn hefur tilkynnt þriðju vaxtalækkunina á tveggja mánaða tímabili. Þetta er eitt áþreifanlegasta dæmi um öra hjöðnun verðbólgunar og sýnir betur en flest annað hverju efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru að koma til leiðar. Vextir munu nú lækka um 4.5% af heildarmeðaltali, og er ákvörðunin tekin með hliðsjón af ákvæðum laga um að vaxtaá- kvarðanir taki mið af verðbólgustigi á hverjum tíma. Er þessi vaxtalækkun þriðja skrefið í aðlögun vaxta að hjaðnandi verð- bólgu. Samanlagt hefur meðaltal ársvöxtunar lækkað um 13.7% frá 21. september s.l. Vaxtalækkunin er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að ná efnahagslegu jafnvægi, en slíkt er allt fyrir löngu úr skoðrum gengið vegna verðbólguþróunar undangenginna ára. Verðbólgan hefur nú hjaðnað í um það bil 30%, og er það jafnvel betri árangur en menn þorðu að vona þegar efnahagsráð- stafanirnar voru lögfestar s.l. vor, en þá var stefnt að því að- verðbólguhraðinn yrði kominn niður í 30% um næstu áramót. Að vísu er ekki langt að þeim tímamótum en eigi að síður er þessu markmiði náð fyrr en búist var við og vekur vonir um að því takmarki verði náð, að koma verðbólgunni niður á það stig á næsta ári sem algengast er í nágrannalöndunum. f>að hefur ekki gengið þrautalaust að ná tilskildu marki og hafa launþegar svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að það mætti takast. Hins vegar verður ávallt að hafa í huga að ráðstafanirnar hafa einnig komið launafólki til góða með því að bægja frá hruni fyrirtækja og atvinnuleysis. Það er ekkert umtalsmál, að sá kostur var og er miklu betri, að tryggja öllum atvinnu með því að skerða laun allra vinnandi manna en að bæta kjör einhverra á kostnað þeirra sem misst hefðu vinnu. Hin mikla vaxtalækkun og hraðhjaðnandi verðbótaþáttur á lán koma íbúðaskuldurum til góða og vega vel á móti þeirri skerðingu launa sem þeir hafa orðið fyrir. En sérstaklega kemur vaxtalækk- unin sér vel fyrir atvinnufyrirtæki og þá ekki síst verslunina. Mjög hefur verið yfir því kvartað, og ekki að ástæðulausu, að verð á vöru og þjónustu virðist ekki hafa lækkað í samræmi við verðbólguna. Á þessu hlýtur að verða breyting, því að þeir sem framleiða og selja vöru verða að gjöra svo vel að haga verðlagningu samkvæmt hraðminnkandi verðbólgu og mun minni tilkostnaði vegna lægri launagreiðslna og lækkandi vaxta. Það er ekki endalaust hægt að treysta á ruglað verðskyn almennings vegna verðbólguóáranar til að okra á vöruverði og seldri þjónustu. Pað er heldur ekki meiningin að almenningur borgi fjárfestingarævintýri þeirra sem enn halda að steinsteypan sé eina tryggingin gegn eignarýrnun. En það sem mestu varðar er að sýnt er að hjöðnun verðbólgunn- ar nær til fleiri þátta en launanna einna. Meðbyr Þótt um 80% vinnandi manna séu launþegar, sem orðið hafa fyrir barðinu á efnahagsstefnunni, þarf ríkisstjórnin ekki að kvarta yfir að hún hafi ekki meðbyr og traust almennings í baráttunni við að ná jafnvægi í efnahagsmálum. í skoðanakönnun sem Hagvang- ur gerði og náði til úrtaka um allt land kemur í ljós að 53% spurðra hafa trú á því að hægt verði að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum á næsta ári. 34.7% eru ekki trúaðir á þetta og 12.3% tóku ekki afstöðu. Spurningin sem lögð var fyrir hljóðar svo: Trúir þú því að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum á árinu 1984? Þegar tekið er tillit til þess að eingöngu er spurt um endanlegt takmark en ekki minnst á áfangaárangur, eru það furðu margir, eða góður helmingur allra sem spurðir voru, sem svara játandi. Auðsætt er að ríkisstjórninni hefur tekist að vekja tiltrú fólksins í landinu á stefnu sinni og er það hvatning til að láta ekki deigan síga og stefna áfram að settu marki. OÓ mennin P. C. Jersild: Eftir flóðið Njörður P. Njarðvík íslenskaði 252 bls. Mál og menning 1983 ■ Allar aldir hafa átt sínar hörmungar, ógnir, en okkar mun vera hin fyrsta getur horft fram á algera útrýmingu, dauða alls lífs, ef svo ber undir. Að sjálfsögðu er fjallað um þetta í bók- menntum; heimsendalitteratúr er að verða vænn stafli í bókaskápnum og á ósköp lítið skylt við science-fiction, en því meira við steinaldarsögur. Raunarer hængur á. Til þess að hægt sé að lýsa hinni algeru útrýmingu má hún ekki vera alger. Einhver verður að lifa af svo hægt sé að skrifa um hann bók; annars enginn litteratúr, eða hvað? Og svo byrjar yfirleitt allt upp á nýtt; þá fremur í anda frásagnarinnar um Nóa og dætur hans en Adam ogspúsu hans í aldingarðinum. A íslensku eigum við fáar bókmenntir af þessu tagi - í fljótu bragði man ég aðeins eftir smásögunni Tvennum tímum í safni Þorsteins Antonssonar, Draumum um framtíð. Hér höfum við versjón Jersilds hins sænska, þess er ritaði Barnaeyjuna. Eftir flóðið gerist vissulega á eyju en það er önnur eyja en Barnaeyjan; öllu harð- býlli. Slapp ísland? Einhvem tíma um aldamótin 2000, skilst mér, var háð kjarnorkustyrjöld á Barnlaus eyja — „Eftir flóðið” eftir P. C. Jersild Jörðinni. Vitanlega fór allt í rúst. Flóð- bylgjur lömdu strendur, gróður jaðar var ekki með hýrri há, ægilegir sjúkdóm- ar gerðu sig heimakomna - þær fáu mannskepnur sem komust af áttu við hungur og óteljandi hremmingar að etja. (Hér má skjóta því að, lesendum til uppörvunar, að í bókinni kemur fram að kannski, bara kannski, hafi ísland sloppið við eyðinguna. Aftur á móti leikur vafi á því hvort Afríka er til.) Altént: eftirlifendur bregðast við með eðlislægri villimennsku mannsins; hver fyrir sig reynir að halda í líftóruna. Sagan gerist rúmum þrjátíu árum eftir Dómsdag á eylandi úti fyrir ströndum Svíþjóðar; þar hjara sem sé enn fáeinar manneskjur en útdauðinn sleikir á þeim nefbroddinn; raunar er öllum fóstrum eytt enda ekki að vita nema þau fæðist með tvö andlit. Söguhetjan, Auðun, er 33 ára og sá eini sem vitað er að hafi fæðst eftir Stríðið, eftir Flóðið; hann þykir vera unglingur og eF hafður sem Ijúflingur sjóræningja. Svo lendir hann á eynni og verður að bjarga sér. Lífið er kalt; brútalt; hinn sterkasti lifir en sá veikari gæti, ef hann hugsaði út í það, huggað sig við að sigurvegarinn mun hvort eð er ekki lifa lengi. Og það er nú það. Allir virðast ganga út frá því að með þeim sé lífið á endastöð, maðurinn alla vega, og enginn viðleitni er höfð í þá átt að byrja upp á nýtt. Auðun verður ástfanginn af konu og vill halda lífinu áfram og það er í raun og veru skandall. Eftir flóðið er nefni- lega karlmannasamfélag við lýði og þeir taka hver annan; líta varla við konum nema í einhverju bríaríi. Þetta eiga karlmenn Jersilds sem sé sameiginlegt með The Wilds Boys sem William S. Burroughs (sá gamli klámhundur!) færði á bók fyrir allnokkrum árum, og þetta veit lesari ekki hvort hann sættir sig fyllilega við. Látum lækninn Petsamo vera, en hann eyðir fóstrum til að mannkynið geti blessunarlega dáið út og þurfi ekki að hefja alla sorgarsöguna upp á nýtt, en hvað með hóp Ronalds? Þeir búa yfir þeirri frumstæðu hvöt að lifa, hvað sem það kostar, og því er þá eins og þeir séu beinlínis og meðvitað á móti því að finna konur og fjölga sér? Vita þeir innan í sér að þeir eru menn en ekki hver önnur villidýr; vita þeir að þeir hafa ofboðið náttúrunni og eiga ekki rétt á að vera til? Eða hafa þeir andúð á konunni vegna þess að hún er Eva og kom þessu öllu af stað? Tökum þetta gott oggilt; þettaersannarlegaannarlegt samfélag. Aðrir hópar eiga sér engu meiri von; sjóræningjarnir hverfa, mennirnir úr norðri hverfa - og hafa þeir þó fullan hug á áframhaldi - konunnar úr klaustrinu dansa þegar einhver þeirra deyr, og svo eru hinir holdsveiku sem taka á sig allar syndir. Óburðug Adamogeva En Auðun vill sem sé halda lífinu áfram með henni Finnu sinni. Þau eru giska óburðug Adamogeva en gera sitt besta og Auðun deilir við Petsamo; leyfist honum ekki að hafa tilfinningar og jafnvel finna til sorgar þó svo hann sé fæddur eftir stríð og þekki ekki til menningarinnar eins og hún var áður? Kannski einmitt þess vegna, ha? Sagan er sannfærandi smíð þegar á heildina er litið, og Jersild forðast listilega allar gildrur á vegi hans; ekkert er útskýrt THÖGER BIRKELAND LASSI í BARÁTTU SIGURÐUR HELGASON ÞÝDDI ÆSKAN 1983. ■ Ýmislegt gengur úr skorðum og mislánast í uppeldismálum samtíðarinn- ar. Svo er það víða um lönd. Danir hafa ekki farið varhluta af þeirri ógæfu. Þeir hafa orðið að sjá á bak mörgum æsku- manni sem ekki aðalagaðist þjóðlífinu og háttum heilbrigðra og farsælla manna. Þessi ógæfa nær til íslands svo sem flest það sem gengur yfir grannlöndin. Thöger Birkeland er kunnur og vel metinn höfundur í Danmörku. Hér segir hann frá ungum manni sem flytur með móður sinni til stórborgar úr þorpi úti á landi. Foreldrarnir hafa slitið sambúð. En hér segir jöfnum höndum frá því sem gerist í borginni og því sem áður var. Kannske segir sagan fremur frá tog- streitu en baráttu, togstreitu milli betra og verra gætum við sagt eða milli þess sem stefnir farsæla leið í sátt við mann- félagið og í öndverða átt í trássi við lífsreglur þær sem liggja til grundvallar löglegu samfélagi. Þar er þetta sönn saga og nærfærin. Þetta er ein þeirra barnabóka sem nema það sem Auðun sjálfur upplifir á einn eða annan hátt, og mikið er ég feginn að hafa ekki fengið að vita neitt meira um skeytasendingar Halvars veðurathugunarmanns, þrátt fyrir for- vitnina um það. Eins konar eftirmáli þykir mér að vísu undarlega mikill óþarfi - ónauðsynlegt smiðshögg? Eftir flóðið er spennandi bók og, að ég hygg, áhrifarík á sinn hátt. Skyldi manninum vera áskapað líf? Njörður Njarðvík hefur þýtt verkið svo að til fyrirmyndar er. Ég veit að vísu ekki hvernig bókin hljómar á sænsku, en íslenska hennar er vandað mál, án þess að sniðganga þann klúrskap sem auðvit- að kemur fram í þessu harðneskjulega lífi eftir flóðið. IUugi Jökulsson eiga erindi við fullorðna engu síður en börn. Svo framarlega sem fullorðið fólk ætlar sér að annast uppeldi þarf það að skilja börn. Hafi fullorðnir einhverjar skyldur við börnin - böm sjálfra sín eða annarra - þá er margt hægt að læra þar sem satt og vel er sagt frá börnum. Ég tel að þetta sé ein þeirra bóka sem það gildir um. Lassi er ósköp venjulegur krakki. Heimilið hefur brugðist honum að verulegu leyti og félagarnir togast á um hann. Það horfir ekki sem best fyrir honum í bókarlok - en framtíð okkar allra er alltaf óvissa. Og sjálfsagt fáum við meira að heyra. Þýðandi hefur bersýnilega gert sér far um að fá eðlilegt unglingamál á frásögn- ina. Um það er auðvitað misjafn smekkur. Samt hygg ég að hinir eldri sem ekki hafa lært tungutakið síðustu 10 ár finni fátt sem þeim þyki til verulegra lýta í bókinni og má þá segja að hófsamlega sé á haldið. Að þessu sinni verða ekki fleiri orð höfð um þessa bók. En það mætti leggja einstaka þætti hennar til grundvallar langrar umræðu við fullorðna um örlaga- ríka þætti uppeldismála jafnt á íslandi sem í Danmörku. - H.Kr. Hversdagsleg örlagaglíma

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.