Tíminn - 20.11.1983, Síða 23
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
23
umsjón: Friðrik Indriðason
ÞARMAGUSTUR VANN
í FYRSTU UMFERÐ
■ Þarmagustur sigraði í fyrstu umferð. Nú-Tímamynd Árni Sæberg
■ Það var hljómsveitin Þarmagustur
sem vann í furstú umferð Músíktilrauna
SATT og Tónabæjar sem haldin var s.l.
fimmtudagskvöld en í tveimur næstu
sætum komu svo 3/4 og Tídon, raunar
mættu ekki fleiri hljómsveitir til leiks en
þessar þrjár. „69 á salerninu" og sextán-
manna bræðslusveitin „Afsakið" létu
sig vanta. Kannski hafa þeir fyrmefndu
ekki komist út vegna þrengsla.
Ef marka má þetta fyrsta kvöld virðist
þungarokkið, eða bárujárnsrokkið vera
nokkuð vinsælt meðal ungmenna í
bransanum, Þarmagustur og 3/4 voru
allavega á þeirri línu en hvorug var með
söngvara og instrúmental þungarokk er
ekki það allra traustasta sem maður
getur heyrt.
Tappi tíkarrass var gestur kvöldsins
og komu þeir fram fyrstir, hlutur sem
kynna hefði mátt betur en manni skilst
að þannig verði formið á þessu. Raunar
luku þeir þessum tónleikum einnig, þ.e.
léku á undan tilkynningunni um úrslit.
Undirritaður mætti á svæðið þegar
Tídon var að ljúka leik sínum, nokkuð
þungmelt rokk með „fjútúrístískum"
(erfttt orð) pælingum sem aðallega komu
fram í mikilli og háværri keyrslu á
hlóðgerfli.
Þarmagustur var næst og sögðust þeir
leika fönk, reagge og kuldarokk, þeir
hefðu alveg eins getað kallað þetta
þarmarokk, allavega voru meðlimir
sveitarinnar kynntir sem þarmur eitt,
þarmur tvö o.sv. frv., út að endaþarmi
sem lék á hljóðgerfil. Raunarvil ég kalla
allt gumsið þungarokk en það sem háði
þeim allverulega var skortur á söngvara.
Ef þeir fá sér söngvara í yfirviktarflokki
(Meatloaf-flokknum) með hrjúfa, grófa
viskýrödd er hérna komið vel í meðallagi
gott þungarokksband en þeir reyndu að
bjarga þessu með því að láta gítarinn
„væla“ röddina og tókst oft á tíðum vel
til.
Hljómsveitin 3/4 sögðust leika alls-
kyns rokk en þeir voru að mestu á
svipuðum nótum og gusturinn, með
meiri keyrslu að vísu og söngvara sem
var veikasti punkturinn hjá þeim, hefur
alltof veika rökk í þetta og fellur ekki að
tónlistinni nema rétt í öskrunum.
Ásgeir Tómasson var kynnir kvöldsins
og það kom m.a. fram hjá honum að
hugsanlega verður úrslitakvöld þessarar
keppni haldið á Kjarvalsstöðum.. er
þessi tónlist á uppleið?...
Svo er eitt atriði sem ástæða er að
gagnrýna við þessa keppni og það er að
maður frétti að enginn af þátttökuhljóm-
sveitunum hefði fengið hjjómprófun
(það er sándtékk á fagmálinu strákar) og
ættu forsvarsmenn keppninnar að sjá til
þess að það breyttist hið snarasta.
FRI
Síðbúin
kveðja
Rúnars
■ Hljómplötuútgáfan Geimsteinn
gefur út nýja hljómplötu um þessar
mundir með G Rúnari Júlíussyni, og
bcr hún nafnið Síðbúin kveðja.
Hljómplata þessi hefur nokkra sér-
stöðu vegna þcss að hún er gerð í
minningu erlends tón og textaskálds
að nafni Tim Hardin og eru öll lög og
Ijóð á plötunni samin af honum og öll
sungin á frumntálinu.
Tim Hardin fæddist í Ameríku 23.
des. 1940 og lést 29. des. 1980 í íbúð
sinni í Hollywood, aðcins 40 ára
gamall, vegna ofneyslu eiturlyfja.
Hann cr og var þekktur fyrir stórgóð
lög og ljóð um ástina og flcira. En
markmið mcð útgáfu þessari er að
varðveita og viðhalda ycrkum þcss-
um sem mörg hver eiga eftir að verða
sígild, eins og öll göð verk. Þetta cr
önnur sólóplata G Rúnars Júlíusson-
ar, sú fyrsta kom út 1976 og hét Hvað
dreymdi sveininn.
G Rúnar sér að mestu leyti um
allan hljóðfæraleik og söng á skífu
þessari fyrir utan aðstoð nokkurra
valinkunnra manna cins og Þóris
Baldurssonar, Vignis Bcrmann og
Lec, guitar, Griffins.
í næsta
Nútíma
■ 1 næsta Nútíma verður stjórn-
laust viðtal við jazzhljömsveitina
Gammana en þeir Björn Thoroddsen
og félagar.bíða nú eftir bráð-
inni...“ eins og það er orðað í
viðtalinu...
Við munum að sjálfsögðu mæta á
„athyglisverðustu“ tónleika. ársins
sem verða þann 23. þessa mánaðar í
MH þar scm Dularfulla sjónvarpið
mætir auk hljómsveitarinnar Kukl,
með söngvarann Einar Örn á video-
skjá gegnum gerfihnött frá London.
Dularfulla sjónvarpið var raun statt
hér fyrir nokkru aö hlaða batteríin úr
íslenskum orkustöðvum og hafa iof-
að mögnuðum tónleikum...
INNRÁS
■ Nakið ofbeldi - KISS gerir árás án
andlitsfarða. Tif að koma í veg fyrir
áformaða yfirtöku rauðskinna, studda
af Kúbustjórn, sendu forseti U.S.A.
og rokkumboðsmaðurinn Ronald
„Hrukkur“ Raygun lOlstu KISS
bryndeildina stormandi til Neasden
Granada. Fyrstu myndimar bárust
skömmu áður en við fórum í prentun
og sú hér fyrir ofan sýnir KISS ná
tangarhaldi á ströndinni skammt frá
Norður-hringnum.
Árás þcirra var hrottaleg, gekk gegn
Genfarsáttmálanum um notkun augn-
skugga en mannfall var talið í lág-
marki, tveir dyraverðir og ein miðavél.
Með útvarpssendingum Radio Free
Willesden, á þaki Granada, trufluðu
byltingarmenn bardagann með stöðu-
gum flutningi á þjóðsöng Albaníu og
gömlum Mekong-hit lögum. Þetta
hafði lítið mannfall í för með sér en þó
nokkuð tap á heyrn. Með tilfinningarn-
ar á suðupúnkti gaf Ronald Raygun
eftirfarandi yfirlýsingu: Rússar reyna
við stráka með sæta rassa“.
Er nóttin færðist yfir Granada skipt-
ust útverðir enn á skotum og ábending-
um um hárgreiðslu.
UR ERLENDU POPP-
PRESSUNNI:
• Sting fór fyrir skömmu í upptökup-
rófanir fyrir hlutverk Pontíusar Pf-
latusar í kvikmynd Martins Scorsese
um Jesú...
• Söngvari Pere Ubu, David Thomas
scm hér tróð upp fyrir nokkru var
nýiega með tónleika í Hollywood þar
sem’hann kom fram ásamt segulbandi
og sern fyrr söng hann og hélt fyrir-
lestra um hvc feitir hlutir eins og feitt
fólk eru ekki teknir alvarlega...
• Yoko Ono heldur að sonurinn
Sean sé Kristur endurkominn. Skrýtið.
Við töldum að Þorsteinn Pálsson væri
það...
• John Travolta mun ekki leika hlut-
verk Jim Morrison í kvikmynd um
þann kappa en hefur hinsvegar fengið
aðalhlutverk í myndinni Fire (eins og
í Light My..) sem byggirá lífiogdauða
Rimbaud elskandi rokkhetju, sem
lætur It'fið við dularfullar kringumstæð-
ur. Giorgio Moroder mun semja tón-
listina en á meðan er „Revolting" að
breyta allskonar fólki í samskonar
heilsuræktarfrík með persónulegri
undirskrift sinni á leikfimisbúninga -
skínandi, sleipa, s\'arta gaila með JT
stöfunum fyrir ofan vinstri geirvörtu-
na...
• Ýmislegt slúður cr að komast í
hámæli um að Rolling Stones ætli að
koma fram við opnunarathöfnina á
næstu Olympíuleikum í Los Angeles...
• Kvikmyndaleikstjórinn Larry Buc-
hanan er með mynd í bígerð sent á að
sýna að andlát Jimi Hendrix og Janis
Joplin voru í rauninni politísk morð til
að koma í veg fyrir áhrif þeirra á
hugsanir ungra hippa en ekki eins og
áður hefur verið gefið í skyn vegna
ofncyslu eiturlyfja...
BYGGT Á NME OG SOUNDS
Útgáfu-
tónleikar
Frakkanna
■ Það gengur ekki þrautalaust að Frakkanna út, iíkur eru á að hún komi
koma fyrstu lp plötu hljómsveitarinnar ekki á göturnar fyrr en einhverntímann
■ Frakkamir... Nú-Tímamynd Ámi Sæberg
eftir næstu helgi. En hvað um það þeir
héldu útgáfutónleika engu að síður í
Safari s.l. fimmtudagskvöld, fyrir fullu
húsi og eru þeir raunar að leika þar í
kvöld einnig en það eru eigendur
Safari sem gefa plötuna út.
Gestir Frakkanna þetta kvöld voru
þeir Björgvin Gíslason, gítarleikari og
Ásgeir Óskarsson á ásláttarhljóðfæri
en báðir eru þeir með í nokkrum
lögum á hinni nýju plötu sem hlotið
hefur nafnið 1984 og er hugmynd
þeirra um nánustu framtíð mjög í
dekkri kantinum, enda varla ástæða til
annars ef marka má persónulega
reynslu eins og meðlimum hljómsveit-
arinnar nýlega.
Tónlist Frakkanna er, eins og áður
hefur komið fram, nokkuð gamalt
rokk með fönkívafi á köflum og öðrum
bútum og bitum héðan og þaðan,
ekkert byltingarkennt eða í sjálfu sér
nýtt, en á heildina litið ætti enginn að
vera leiður á að láta það sulla aðeins í
hlustum sínum.
-FRI