Tíminn - 02.12.1983, Síða 4

Tíminn - 02.12.1983, Síða 4
4_____ fréttir Póstur og sími hefur látid dómkveðja matsmenn: „jSIFIIRLEGT TJON EF UMTREÐ I BURÐABITUM ER ÖNÝTT’ — segir Jón Skúlason um nýbyggingu stofnunarinnar við Suðurlandsbraut ■ Póstur og sími hefur óskað eftir því að fá dómkvadda menn til þess að meta tjón það sem stofnunin telur sig verða fyrir, sökum þess að límtré sem er í loftbitum nýbyggingar stofnunarinnar við Suðurlandsbraut, eru öll að gliðna, og virðast eftir fyrstu athugun vera stórgölluð ef ekki alveg ónýt. Dómkvöddu matsmennirnir hafa nú þegar tekið til starfa við sýnatökur o.þ.h., en ekki er vitað hvenær úrskurð- ar þeirra er að vænta. „Þetta er nýtilkom- ið,“ sagði. Jón Skúlason, póst- og síma- málastjóri er Tíminn spurði hann í gær, hvenær starfsmenn hefðu orðið varir við þennan galla Jón var spurður hvort framkvæmdir við bygginguna væru stöðvaðar á meðan að matsmennirnir væru að störfum og sagði hann þá: „Nei, Lagarfossmálid: Nýr úrskurd- aður í 45 daga gæslu- varðhald ■ Maður var úrskurðaður í 45 daga gæsluvarðhald hjá Sakadómi í ávana- ekki er það nú. Við reynum að ganga frá því sem hægt er, svo sem málningu og þess háttar, en auðvitað er hér um ákaflega erfitt mál að ræða.“ Jón vildi ekkert um það segja hversu mikið tjón hér gæti verið um að ræða, og vísaði í því sambandi á dómkvöddu matsmennina. Aðspurður sagði Jón að hér væri um erlend límtré að ræða, en eins og kunnugt er, þá er límtré einnig framleitt hér á landi. Ljóst er, ef þessir burðarbitar í lofti nýbyggingarinnar eru gjörónýtir, eins og allt virðist benda til, þá er hér um gífurlegt tjón að ræða, og að öllum líkindum, væri erlendi framleiðandi bótaskyldur, ef svo fer að matsmennirnir úrskurði límtréð ónýtt. - AB. og fíkniefnamálum á þriðjudag en talið er að hann tengist málinu sem kom upp þcgar skipverji á Lagarfossi varð uppvís að því að reyna að smygla allmiklu magni af hassi og kókaíni til landsins. Sá skipverji hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi þar scm hans þáttur í málinu er talinn upplýstur. Starfsmenn fíkniefnadeildar verjast frétta af þessu máli og cinnig Karlsefn- ismálinu svonefnda sem kom upp þeg- ar skipverji reyndi að smygla 11,3 kílóum af hassi til landsins. GSH ■ Þessi mynd af loftbitunurn úr límtrénu var tekin í gær, í nýbyggingu Póst og síma við Suðurlandsbraut 28, en það eru einmitt þessi límtré, sem eru nú að gliðna í sundur, án þess að nokkur viti hvers vegna. Tímamynd G.E. Islenska óperan frumsýnir tvær óperur f kvöld: Símann og Midilinn — eftir Menotti Áfengis- varnarrád gegn þjód- aratkvæði um bjór! ■ „Þjóðaratkvæðagreiðsla um mál, þar sem jafnntiklir hagsmunir eru í húfi og varðandi sölu áfcngs öls, er enn vafasamari nú en var fyrr á öldinni. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) vörðu íramleiðendur öls og annara áfengra drykkja árið 1981 jafn- virði 60 milljarða íslcnskra króna til auglýsinga og áróðurs. Mikinn barna- skap þarf tii að ætla að ekkert af því fé sé notað hérlendis og verði óspart notað í hagsmunabaráttu þessara afla ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kentur“ segir í frétt frá Áfcngisvarnarráði. í fréttinni segir einnig að misnotkun unglinga í Danmörku á áfengu öli og pillum sé nú að nálgast faraldur um leið og meðalaldur neytenda kannabis- efna fari hækkandi. Einnig cr bent á að þegar gefin var út reglugerð um heim- ildir ferðamanna til að flytja inn áfengt öl hafi rannsóknir á lögntæti slíkra heimilda leitt í Ijós að þær væru brot á íslenskunt lögunt. - GSH. ■ íslenska óperan frumsýnir í kvöld tvær stuttar óperur eftir ítalska höfund- inn Gian Carlo Menotti, Símann og Miðilinn. Menotti er einn af þekktari óperuskáldum þessarar aldar og margir munu enn minnast sýningar á Miðlinum í Iðnó árið 1952 og önnur ópera hans, Amahl og næturgestirnir er vel þekkt á íslandi. Síminn er í einum þætti og þar koma aðeins fram tvær persónur sem sungnar eru af þeim Elínu Sigurvinsdóttur og John Speight. Þetta er gamanópera þar sem maður kemur til stúlkunnar sem hugur hans stendur til og vill bera upp bónorð, en síminn kemur stöðugt í veg fyrir að hann nái að stynja upp erindinu. Honum hugkvæmist loks það snjallræði að hringja til stúlkunnar og biðja hennar í gegnum símann og þá gengur allt upp. Miðillinn er harmsögulegs eðlis og er í tveim þáttum. Þar greinir frá svika- miðli, sem notar sér trúgirni fólks sem vili komast í samband við látna ástvini. Hún flækist að lokum í eigin blekkinga- vef og tekur út sinn dóm. Þuríður Pálsdóttir fer með hlutverk Böbu svika- miðils, Katrín Sigurðardóttir með hlut- verk dóttur hennar Móníku og Viðar Eggertsson með hlutverk mállauss síg- aunastráks sem býr á heimili miðilsins. JGK JAFNTEFLI ■ Kasparov tók sér frí s.l. þriðjudag til að bæta byrjunartaflmennsku sina og bjuggust menn þess vegna við cndur- bættri og kraftmeirí taflmennsku, þegar 5. skákin var tefld í gær. Kasparov tefldi Katalónska byrjun, en þá byrjun þckkir Kortsnoj mjög vel. í framhaldinu komst Kasparov ekkert áleiðis og var jafntefli samið eftir 21 tilþrifalítinn leik. Kortsnoj hefur greinilega náð góðu sálrænu taki á andstæðingnum með sigri sínum í fyrstu skákinni og ræður algjör- lega ferðinni í einvíginu. Hinn geysilegi sóknarkraftur, sem venjulega einkennir taflmepnsku Kasparovs er horfinn, en eftir er óöryggi. Kasparov verður nú að skoða hug sinn vandlega. Algjört skipbrot hans í skákum, þar sem hann hefur haft hvítt, vekur þá spurningu, hvort hann hafi efni á að geyma hvassar uppáhaldsbyrjanir, eins og Ben-Oni og Kóngsindverska vörn öllu lengur? 5. skákin. Hvítt: Kasparov Svart: Kortsnoj Katalónsk byrjun. I.d4 Rfó 2.c4 eó 3.g3 - Kasparov er ef til vill undir áhrifum frá einum aðstoðarmanna sinna, stór- meistaranum Timoschenko, þegar hann velurþessa byrjun. Framhaldskákarinn- ar sýnir Ijóslega, að hún hentar varla hvössum sóknarstíl Kasparovs, en að auki er Kortsnoj vanur að tefla þessar stöður bæði með hvítu og svörtu. 3. - d5 4. Bg2 dxc4 5. RI3 c5 6. 0-0 - Hvítur þarf ekki að flýta sér að ná aftur peðinu á c4. 6. - Rbd7 7. Ra3 Rb6 í skákinni Timoschenko-Holmoc, Sovétríkjunum 1982, varð framhaldið: 7. - cxd4 8. Rxc4 Be7 9. Rxd4 0-0 10. Rb5 Rc5 11. Rbd6 með betra tafli fyrir hvít. Leikur Kortsnojs, 7. - Rb6 er hins vegar miklu beíri en 7. - cxd4. 8. Rxc4 Rxc4 9. Da4t Bd7 10. Dxc4 b5 11. Dc2 Hc8 12. dxc5 Bxc5 13. Db3 0-0 14. Re5 - Erfitt er að benda á betri leik fyrir hvít. 14. Bg5 væri svarað með 14. - h6 og 14. Hdl með 14..- Rg4. 14. - Db6 15. Bg5 Hfd8 16. Df3 - Hvítur græðir ekkert á 16. Bxf6 gxf6 17. Rg4 Be7 ásamt 18. - f5. 16. - Be717. Rxd7 Hxd718. Hacl Hcd8 19. Dc6 Da5 20. a3 b4 21. Bf4 Rd5 og keppendur sömdu um jafntefli. Staða Kortsnojs er síst lakari eftir 22. Bxd5 Dxd5 eða 22. Bd2 Hc7 23. axb4 Bxb4 o.s.frv. Eftir þessa litlausu skák verður fróð- legt að sjá teflmennsku Kasparovs næsta sunnudag, þegar 6. skákin verður tefld. Staðan: Kortsnoj 3 Kasparov 2 Bragi Krístjánsson. ■ Kasparov ■ Korsnoj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.