Tíminn - 02.12.1983, Síða 7

Tíminn - 02.12.1983, Síða 7
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 umsjón: B.St. og K.L. Systurdóttir Diönu skírð — en prinsessan lét ekki sjá sig Deilurnar um það verða sífellt háværari ■ Gleðilegur atburður átti sér nýlega stað í fjölskyldu Diönu prinsessu, en þó brá þar aðeins skugga á. Diana lét nefnilega (ekki sjá sig til að samgleðjast fjölskyldu sinni. Tilefni ijölskyldusamkomunn- ar var skírn dóttur systur Díönu, lafði Sarah Spencer. Hlaut sú litla nafnið Emily Jane. Allri fjölskyldunni var boðið til at- hafnarinnar, en heiðursgestur- inn sjálfur mætti ekki. I staðinn barst símskeyti og smágjöf. I símskeytinu stóð ein- faldlega: - Verð aðfara til Balm- oral tU Williams litla. Illgjarnar tungur segja, að Di- ana hafi satt að segja ekkert kært sig um að hitta fólkið sitt, sem hún hefur reyndar ekki séð lengi. Sagt er, að helsta umræðuefni föður hennar þessa dagana sé peningavandræði og hafi hún lítið gaman af, auk þess, sem það sé alls ekki á hennar valdi að leysa þann vanda hans. ■ Faðir Diönu og stjúpa létu sig ekki vanta, þegar systurdótt- ir prinsessunnar var skírð. Hvað leynist í graf- reit Elvis Presley? ■ Nú eru yfirvöld Memphis- borgar búnir að fá núg. Ekki linnir tilkynningum til þeirra um, að hinir og þessir hafi hitt sjálfan rokkkónginn Elvis Presley kátan og hressan einhvers staðar. Því er bætt við, að hinn stórbrotni og virðulegi lcgstaður söngvarans hafi ekkert að geyma, en þó tók fyrst steininn úr, þegar bandarísk kona kom með þær fréttir frá Mexíkú, að þar hefði hún heyrt Elvis syngja á sviði texta þess efnis, að nú væri tími til kominn að binda enda á ósómann! - Nú ætlum við að sanna í eitt skipti fyrir öll, að Elvis er látinn, sagði borgarstjóri Memphis, yggldur á brún. - Það er kominn tími til að opna gröf hans, svo að allir geti séð, að meistarinn er á sínum stað. Þá kannski fáum við frið fyrir þessum vitleysingum, sem alltaf eru að láta til sín heyra. En borgarstjórinn er ekki einn í ráðum. Þó að söfnuðurínn sé honum sammála um, að tími sé kominn til að leysa þetta vand- ræðamál í eitt skipti fyrir öll, er það ekkja Elvis, Priscilla, og dóttir þeirra, Liza, sem hafa endanlegt úrskurðarvald. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir yfirvalda í 1 Memphis hafa þær mæðgur hing- að til verið ófáanlegar til að raska grafarró Elvis Presley. vandamál þar við að etja, það veit enginn hvað má lána og hvað ekki, höfundarlöggjöfin er í rusli ennþá. I Danmörku til dæmis hafa bókasöfnin ekki get- að tekið upp vídeóleigur þótt það hafi lengi verið á döfinni. En það er gert ráð fyrir vídeóleigu þegar til kemur. Síðan er ágætur lestrarsalur og sérstök bama- deild. Er aðstaða til samkomu- og fyrirlestrahalds? „Það er tónlistasalur hérna við hliðina á okkur sem einnig er notaður til messugjörða á sunnu- dögum og þess utan er svo mikið pláss hérna í sjálfu safnhúsnæð- inu og ekkert mál að safna saman stólum ef til stendur að vera með upplestra eða annað samkomuhald. Hvað eru mörg bindi á safn- inu? Við gerum ráð fyrir að á safninu séu um 80 þúsund bindi bóka, megnið af þeim eru til útlána auk þess sem ýmsar hand- bækur eru auðvitað á lestrarsal. Sumt er komið hér upp í hillur og sumt er í bandi eins og gengur. En ástandið var þannig í gamla safnhúsnæðinu að við gætum varla komist að bókunum til að búa þær undir útlán, þetta hefur verið í kössum og eymsl- um. En þrátt fyrir það hefur safnið verið með einna hæstu útlánatölu allra safna á landinu, við höfum verið með þetta um og yfir 20 bindi á íbúa.“ Hvað vinna margir við safnið? „Við erum nú ekki nema tvö í fullu starfi, það hefur nú komið til af því að það hefur einfaldlega ekki verið pláss fyrir fleiri.“ Það er þá nóg að gera hjá ykkur núna? Já, já, en reyndar er það nú svo að desember er ekki mikill útlánamánuður. Það held ég að gildi um öll bókasöfn. Menn leggja inn sínar bækur í byrjun mánaðarins og segja sem svo, „nú ætla ég ekki að fá fleiri bækur fyrir jól, ég ætla að bíða og sjá hvað ég fæ í jólagjöf. Nóvember og janúar-febrúar eru mestu útlánamánuðirnir. En við þurfum að taka upp nýjar bækur, plasta þær og styrkja og skrá þærf það er yfrin vinna við það í jólamánuðinum. Svo býst ég við að verði fjölgað starfsfólki eftir áramótin. - JGK erlent yfirlit ■ HINN 10. maí 1981 fóru fram sögulegar borgarstjórnar- kosningar í Vestur-Berlín. Sós- íaldemókratar höfðu þá farið með stjórn borgarinnar frá því, að styrjöldinni lauk. Fyrst höfðu þeir haft meirihluta í borgar- stjórninni, en síðustu 12 árin höfðu þeir stjórnað í samvinnu við Frjálslynda flokkinn. Úrslit borgarstjórnarkosning- anna 1979 höfðu bent til þess, að sósíaldemókratar væru að missa tökin. Kristilegir demókratar urðu þá stærri flokkur en sósíald- emókratar. Þeir fengu 63 borg- arfulltrúa kosna, en sósíal- demókratar 61. Frjálslyndi flokkurinn fékk 11 fulltrúa kjörna og nægði það til að tryggja samstjórn hans og sós- íaldemókrata áfram. Margt var það, sem studdi að þessum ósigri sósíaldemókrata, en þó sennilega mest það, að þeir voru búnir að fara lengi með stjórn og nær öll óánægja bitnaði á þeim. Hlutur þeirra átti þó eftir að versna. Á næsta ári varð uppvíst um mikið hneykslismál, sem borgarstjóranum var kennt um beint og óbeint. Hann varð ekki ■ Richard Freiherr von Weizsácker. Weizsácker hefur átt sæti í mörgum meiriháttar nefndum, sem fjallað hafa um lögfræðileg málefni, m.a. stjórnarskrármál. Weizsácker er sagður bæði virðulegur og viðfeldinn í fram- göngu. Hann er kvæntur og eiga þau hjón fjögur börn. Á VORI komanda rennur út kjörtímabil núverandi forseta Vestur-Þýzkalands. Forsetinn er valinn á sameiginlegum fundi þingdeildanna í Bonn. Allt útlit þykir nú fyrir, að Weizsácker verði valinn einróma, þó kunna græningjar að tefla fram mót- frambjóðanda. Sá orðrómur var á kreiki íj sumar, að Franz Josef Straussi sæktist eftir forsetaembættinu, enda þótt það sé valdalítið, nema sérstakan vanda beri að höndum. Hann mun hins vegar hafa dregið sig í hlé, þegar nafn Weizsáckers kom til sögunnar. Kristilegu flokkarnir og Frjáls- lyndi flokkurinn hafa nú lýst stuðningi við framboð hans. Sósíaldemókratar biðu álengdar og ákváðu að tilncfna forsetaefni ekki fyrr en stjórnar- flokkarnir hefðu ákveðið for- Weizsácker nýtur trausts samherja og andstæðinga Hann verður næsti forseti Vestur-Þyzkalands aðeins að segja af sér, heldur varð að efna til borgarstjórnar- kosninga tveimur árum fyrr en ella. Kosningadagurinn var 10. maí. Helmut Schmidt ákvað að grípa til þess ráðs, sem vænlegast þótti til að bjarga flokknum í Vestur-Berlín. Vinsælasti maður flokksins, Hans Jochen-Vogel dómsmálaráðherra, var látinn segja af sér og sendur til Vestur- Berlínar, þar sem hann tók við borgarstjóraembættinu. Hann reyndi í borgarstjórnarkosning- unum að bjarga því, sem bjargað varð. Þetta dugði þó ekki. Atkvæða- tala sósíaldemókrata lækkaði í 38.4% úr 42.7% í kosningunum 1979. Frjálslyndir biðu ekki minni ósigur, en atkvæðatala þeirra lækkaði í 5.6% úr 8.1%. Sósíaldemókratar og frjáls- lyndir misstu þannig meirihlut- ann í borgarstjórninni. Kristilegi flokkurinn græddi þó ekki nema takmarkað á ósigri þeirra. Fylgi hans jókst úr 44.4% í 47.9%. Hann náði því ekki hreinum meirihluta. Það var flokkur eins konar græningja, sem fékk odda- stöðuna. Hann fékk 7.2% og 9 fulltrúa kjörna. Samvinna við Græningja- flokkinn þótti útilokuð. Frjáls- lyndir höfðu því ekki nema tvo kosti. Annar var samvinna við kristilega demókrata. Hinn varað efna til nýrra kosninga, sem litlu eða engu hefðu breytt. Frjálslyndir völdu fyrri kostinn. ÞANNIG atvikaðist það, að Richard von Weizsácker varð borgarstjóri í V'estur-Berlín. Yfirleitt kemur mönnum sam- an um, að hann væri vel að sigrinum kominn. Hann hafði tekið við forustu Kristilega flokksins í Vestur-Berlín fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1979, og flokkurinn þá unnið verulega á undir leiðsögn hans. Skoðanakannanir sýndu að vísu, að í kosningabaráttunni vorið 1981 naut hann ekki sömu persónuhylli og Vogel, sem þótti litríkari persónuleiki. Þetta breytti ekki því, að Weizsácker naut trausts. Það reið baggamun- inn. Flestum kemur saman um, að Weizsácker hafi unnið sér traust sem borgarstjóri. Hann hefur þótt stefnufastur, en jafnframt ■ Kohl kanslari og Weizsácker að sýna George Bush varaforseta Berlínarmúrinn. setaefni. Þeir létu það jafnframt berast út að þeir myndu ekki bjóða fram á móti Weizsácker. Þetta hafa þeir nú staðfest. Einhverju kann það að hafa ráðið um ákvörðun þeirra, að þeim er ekki óljúft að hann fari frá Vestur-Berlín. Meiru hefur það vafalaust ráðið, að þeir bera traust til hans. Weizsácker hefur jafnan lagt áherzlu á nánara samstarf þýzku ríkjanna, einkum á sviði menn- ingarmála, vísinda og efnahags- mála. í bók, sem fjallar um þetta ■efni og kom út í haust, skrifar Weizsácker formálann og kemst m.a. svo að orði, að efst á dagskrá utanríkismála sé að vinna að bættri sambúð við Sovétríkin. Geta má þess, að afi Weiz- sackers var forsætisráðherra í Wurttemberg 1906-1918. Faðir hans var í utanríkisþjónustunni á valdaárum nazista og dróst því inn í réttarhöldin 1949. Hann var dæmdur í 7 ára fangelsi, en var náðaður ári síðar. Weizsáck- er var einn af verjendum hans, en það segir nokkuð um ástand mála í Þýzkalandi þá, að Weiz- sácker fór á milli Stuttgart og Núrnberg, þar sem réttarhöldin fóru fram, á hjóli og gerði það stundum daglega. leitað samvinnu við andstæðinga sfna. Skoðunumhanshefurverið lýst þannig, að hann væri íhalds- samur miðjumaður, sem ætti auðvelt með að skilja skoðanir annarrra og taka tillit tii þeirra. Stjórnmáladeilur hafa minnk- að að mun í Vestur-Berlín síðan hann varð borgarstjóri. Richard von Weizsácker er fæddur 15. apríl 1920 í Stuttgart, kominn af þekktum ættum í Wúrttenberg, þar sem ættfeður hans höfðu flestir hverjir verið lögfræðingar eða guðfræðingar, sem höfðu tekið mikinn þátt í kirkjustarfi mótmælenda. Weiz- sácker hefur erft barónstitil fra forfeðrum sínum og notar hann að sjálfsögðu, eins og góðum Þjóðverja sæmir. Hann var 18 ára gamall, þegar hann var kvaddur í herinn og gegndi hann herþjónustu öll stríðsárin. Að þeim loknum stundaði hann laganám og sögu- nám og starfaði síðan við ýms fyrirtæki, þar sem hann gegndi stjórnarstörfum. Eftir 1965 vann hann aðallega sem lögfræðilegur ráðunautur ýmissa fyrirtækja. Weizsácker fylgdi því fordæmi forfeðra sinna að ganga í þjón- ustu mótmælendakirkjunnar og hófst hann þar fljótt til trúnaðar- starfa. Á árunum 1964-1970 gegndi hann formennsku í sam- tökum mótmælenda í Vestur- Þýzkalandi. Jiann var kjörinn í stjórn Alþjóðakirkjuráðsins (World Council of Churches) 1968. Weizsácker gekk eftir síðari heimsstyrjöldina í flokk kristi- legra demókrata og var kosinn á Sambandsþingið í Bonn 1969. Þar hefur hann átt sæti síðan. Hann var um skeið varaforseti á sameiginlegum þingflokksfund- um kristilegu flokkanna. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.