Tíminn - 02.12.1983, Síða 8

Tíminn - 02.12.1983, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:- Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Útsvarsbyrðin má ekki þyngjast ■ Það er fyrirsjáanlegt vegna nýrra og óvæntra efnahags- legra erfiðleika, þar sem samdráttur þorskaflans vegur þyngst, að kaupmáttur launatekna muni frekar rýrna en hið gagnstæða á næsta ári. Engar kauphækkanir í krónutölu gætu bætt úr þessu, því að þær yrðu óhjákvæmilega að fara strax út í verðlagið og verða að engu á örstuttum tíma. Undir þessum kringumstæðum verður að gæta þess vel, að til viðbótar þessari kjaraskerðingu komi ekki stóraukin skattabyrði, sem leggst á heimilin. Þau geta velflest ekki þolað meiri kjaraskerðingu en orðin er. Því mega skattarnir, sem leggjast á þau, ekki hækka. í þessu sambandi verður að gæta þess, að útsvörin vegi ekki mjög þungt á þeim, sem eru með lágar tekjur eða miðlungs tekjur. Þar verður sem betur fer svigrúm til nokkurrar lækkunar, eins og Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar hefur bent á réttilega. Takist að ná þeim markmiðum í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin stefnir að, er engin þörf á að nota til fulls þá 11% útsvarsálagningu, sem sveitarfélög yfirleitt nota. Ef 11% álagningarreglan er notuð, mun útsvarsbyrðin á næsta ári aukast um 40% miðað við árið í ár, en ekki er gert ráð fyrir, að launakostnaður aukist um meira en rúm 20% á næsta ári. Hér er því um að ræða miklu meiri hækkun útsvaranna en þörf er á. Það sjá allir hversu stórlega það myndi þyngja byrðar heimilanna, miðað við það, sem gilt hefur á þessu ári, ef útsvörin hækka um 40%, en launin um 20%. Þetta yrði óhæfileg byrði fyrir allt láglaunafólk og raunar einnig fyrir fólk með miðlungstekjur. Það má náttúrlega færa rök að því, að sveitarfélögin þurfi á 11% útsvarsálagningu að halda. Margt er ógert hjá þeim, eins og annars staðar. Þau verða hins vegar að sætta sig við það, eins og aðrir aðilar, að sníða framkvæmdum sínum og eyðslu stakk eftir vexti. Á erfiðleikatímum, eins og þeim, sem nú eru, verða sveitarfélögin að taka tillit til greiðslugetu skattþegnanna, einkum þegar láglaunafólk á í hlut. Ef vel væri, þyrfti útsvarsálagningin að læka í 8-9% ef skattabyrðin ætti að vera svipuð á næsta ári og þessu ári. Mjög hlýtur að koma til mála að framkvæma útsvarslækk- unina þannig, að fella alveg niður útsvör á láglaunafólki. Hjá því gæti það svarað til 10% kauphækkunar. Eigi að bæta kjör þess með lækkun beinna skatta, koma útsvörin fyrst og fremst til greina, því að láglaunafólk greiðir yfirleitt ekki tekjuskatt að neinu ráði. Niðurfelling sölu- skatts á rafmagni ■ Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hefur réttilega bent á, að lækkun tekjuskattsins sé ekki kjarabót fyrir láglaunafólk. Hann hefur bent á, að betri leið væri að fella niður vörugjaldið, sem lagt var á fyrir nokkrum árum. Aðrir telja þá annmarka á þessu, að það myndi ekki skila sér nema takmarkað í lækkun vöruverðs. Sömu rök eru færð gegn lækkun söluskatts á flestum vörum. Það er hins vegar ótvírætt, að afnám söluskatts á rafmagni myndi skila sér til fulls. Það hefur þótt rétt að leggja ekki söluskatt á helztu lífsnauðsynjar, eins og kjöt, mjólk, fisk og heitt vatn. Rafmagnið er ekki minni lífsnauðsyn. Rafmagnsverðið er nú orðið geysilega hátt. Það væri ekki sízt mikilvægt fyrir láglaunafólk að fella niður söluskatt á rafmagni. Vissulega er hér um að ræða úrræði, sem vel ber að athuga. skrifað og skrafað Staðhæfingar og útúrsnúningar Ólafur Ragnar Grímsson staðhæfir í Þjóðviljanum s.l. miðvikudag, að sjávarútvegs- ráðherra hafi flutt þann boðskap, að hann ætli að leggja þriðjungi togaraflot- ans og senda fólk til vinnu í álverinu í Straumsvík þegar ríkisstjórnin hefur orðið við þeirri kröfu Alusuisse að fá að stækka það um helming. Út af þessu er lagt með venjulegri staðhæfingagleði. Daginn áður en hugvekja birtist í málgagninu hóf Ólaf- ur Ragnar máls á þessum hugrenningum sínum utan dagskrár á Alþingi og fór á kostum. Þar vitnaði hann í ræðu Halldórs Asgrímssonar á Fiskiþingi og lagði út af henni eftir sömu reglu og þegar skratinn les Biblíuna. Útlegging eigin útúrsnúninga á orðum annarra er þing- manninum einkar lagin og gefst á að hlýða þegar þessu er ausið út í mærðarlegu mælskuflóði. Halldór Ásgrímsson leið- rétti missagnirnar og fór m.a. með þann kafla ræðunnar sem einna mest er vitnað til. Sjávarútvegsráðherra sagðist m.a. aldrei hafa nefnt ákveðna tölu skipa, þegar um er að ræða að draga úr sókn í þverrandi fiskistofna. Hins vegar hafa margir aðrir nefnt 30 togara í þessu sam- bandi, en vera þeirrar skoðunar að það sé allsendis fráleitt að það geti tekist að leggja 30 skipum með skipu- legum hætti. Nú er unnið að mörkun fiskveiðistefnu fyrir næsta ár og tillaga Hafrannsóknar- stofnunar um veiðina í heild þarf að vera tilbúin áður en ákvarðanir verða teknar. Að þeim fengnum verða gerðar tillögur um veiðiskipulag fyr- ir næsta ár. Sjávarútvegsráðherra sagðist hvorki hafa né sæktist eftir að fá vald til þess að leggja ákveðnum skipum, en vildi hins vegar að menn gerðu sér grein fyrir hve slíkt tandri skrifar fram, að hann hafi verið að gera tillögu um að leggja togurum á suðvesturhorninu, og flytja sjómenn og verka- fólk einhvers konar nauðung- arflutningum í álverið í Straumsvík. í ræðunni á Fiskiþingi minntist hann á að ef til þess kæmi að skipum yrði lagt, yrði tekið tillit til hvaða aðrir atvinnumögu- leikar væru fyrir hendi og að vert væri að taka tillit til þessa. Þar á meðal minntist hann á að rætt væri um að stækka álverið, en ekki séu neinar hugmyndir uppi um að byggja orkufrekan iðnað á Vestfjörðum. Byggðirnar á Vestfjörðum þurfa að sjálf- sögðu að dafna og vaxa eins og aðrar byggðir og það geta þær ekki gert nema halda hlutdeild sinni í fiskilögnun- um. Hér eru engin einföld mál á ferðinni og erfitt getur reynst að fækka skipum með skipulegum hætti vegna þess hve mörg byggðarlög eru háð fáum skipum. Mörg dæmi eru til, að eitt togveiðiskip stendur í reynd undir allri verðmætasköpun í viðkom- andi byggðarlagi. Ef þessu skipi er lagt er grundvöllur- inn í raun hruninn undan allri atvinnustarfsemi í byggðalaginu. Eftirfarandi er úr ræðu sjávarútvegsráðherra á Fiski- þingi: „Þar sem þéttbýli er meira eru almennt fleiri möguleikar fyrir hendi, að byggja upp aðrar og nýjar atvinnugrein- ar. Það er í reynd það sem um er að ræða þegar sjávar- aflinn minnkar, að finna nýja möguleika á atvinnu. Þetta vil ég segja vegna þeirrar umr., sem hefur orðið um fækkun fiskiskipa. Ég segi það ekki vegna þess, að ég hafi áhuga fyrir þvf, að einu skipi sé lagt fremur en öðru, heldur vegna þess, að ég tel mikilvægara en flest annað, að ekki komi til atvinnuleysis í landinu. Það aðkomaí veg fyrir atvinnuleysi krefst skipulegra vinnubragða". er alvarlegt mál. Sér hefði skilist á margskonarummæl- um, að það væri svo sem ekki meira mál að leggja eins og 30 togurum en að skreppa út í mjólkurbúð. En það væri öðru nær. Ef skipum verður lagt mun það skapa mikla atvinnuerfið- leika í þeim byggðarlögum sem verða fyrir barðinu á slíkum ráðstöfunum. Því er nauðsynlegt þegar að kreppir, að umræðan byggist á einhverri skynsemi og að menn geri sér grein fyrir afleiðingunum. Halldór sagði, að hann teldi það enga goðgá, þótt hann hefði nefnt, að ef slíkt á að gerast með skipulegum hætti, þá sé nauðsynlegt að hyggja að því að fólk missi ekki atvinnu og að hugað verði að nýjum atvinnutækifærum í staðinn. Það að missa úr veiðar á 200 þúsund tonnum af þorski hlýtur að leiða til minnkandi atvinnu. Ekki áhugi á að leggja einu skipi fremur öðru Sjávarútvegsráðherra sagði það ekki annað en út- úrsnúninga að halda því Hvers eiga bænd ur að gjalda? ■ Það mun leitun að þeirri þjóð, þar sem látið hefur verið eins illa við einn af grundvallaratvinnuvegum og gert hefur veriö við landbúnað hér á landi af ýmsum og oft mjög áberandi öflum. Þetta gæti vcrið merkilegt rannsóknarefni fyrir félagsfræð- inga eða þá sálfræðinga, því hver veit nema þeir ættu auðveldara með að skýra mörg af þeim fyrirbærum, sem mest hefur borið á í þessu sambandi. Flest og reyndar nær öll erum við Islendingar komin af sveitamönnum í fyrsta, annan eða þriðja lið. Menningararfur okkar sem við öll erum stolt af er allur úr sveitum, öðru var ekki til að dreifa. Sveitamenningin var í milliliðalausum tengslum við crlenda menningarstrauma í gegnum presta og aðra lærða menn, sem bjuggu með fólkinu og deildu oft með því kjörum. Það var landið og iandbúnaðurinn sem hélt lífínu í þjóðinni gegnum langar aldir, og enn leggur bændafólkið fyllilega sinn skerf á þjóðarborðið með því að framleiða um heiming matvælanna sem neytt er og leggja til mikilvægt iðnaðarhrá- efni. Nú er talið að nokkuð innan við 7% af vinnuafli þjóðarinnar stundi landbúnaðarstörf og stendur það á endum að heiidarverðmæti landbúnaðarvara er um eða yfir 7% af verðmæti þjóðarframleiðslunnar. I.andbúnaðurinn er grundvöllur byggða hvarvetna í kring- um landið og veitir ótrúlega mörgum atvinnu við úrvinnslu og þjónustustörf. Þannig mætti telja fjölda bæja og þorpa sem alfarið eiga tilvcru sína undir landbúnaði, svo sem Selfoss, Hellu, Hvolsvöll, Vík og Kirkjubæjarklaustur á Suðurlandi. Egilsstaði á Austurlandi og hlutfallslega sama þátt á landbún- aðurinn í þéttbýli annarra landshluta. Ekki geta andstæðingar eða gagnrýnendur landbúnaðarins sýnt fram á að landbúnaður sé hér illa rekinn, afköstin lítil á inann eða framleiðslan óhagkvæm miðað við það sem gerist við sambærilegar aðstæður erlendis. Við búum í köldu landi, sem ekki er falliðtil akuryrkju, en hér er hagstætt að stunda búfjárframleiðslu og til hennar kunnum við vel. Arásarmönnum á landbúnaðinn má sennilega skipta í nokkra flokka eftir þeim hvötum sem liggja að baki. Árásir Alþýðuflokksmanna á landbúnaðinn eru augljóslega tilkomnar vegna vonar um pólitískan ávinning. Flokkur, sem lítið eða ekkert fylgi átti í sveitum stóðst ekki freistinguna að níða eina stétt til að reyna að afla sér fylgis hjá öðrum. Æ fleiri flokksbrot og deildir virðast nú í seinni tíð feta þessa gömlu krataslóð og fiska á gruggugum miðum. Árásir Vísis-Dagblaðs-aflanna liggur beinast við að skýra með því að þar ráða sölusjónarmið mestu. Þeir sem „fram- leiða“ blöð verða að selja þau. Til þess geta menn vaiið mismunandi leiðir. Ein er sú að vanda þau í hvívetna og láta þau flytja sem best efni, hún er erfið. Hin er auðveldari að hirða lítt eða ekki um það sem sannara reynist og notfæra sér ótæpilega það að „fýsir eyru illt að heyra“. Út á það hafa þessi blöð fyrst og fremst verið seld, og stöðugt gripið til einhvers níðs um landbúnaðinn þegar annað berst þeim ekki í hendur. Hitt geta menn svo undrað sig yfir hvers vegna landbúnaðurinn varð fyrir valinu sem allsherjar syndahafur. Liggja þar einhver dulin rök að baki? Hvers vegna velja þessi öfl landbúnaðinn fyrir skotmark? Liggur hann betur við höggi en aðrir atvinnuvegir eða aðrar stéttir? Það er tæplega tilfellið. Hann hefur fyllilega staðið sína plikt, fólkinu sem að honum vinnur hefur jafnt og þétt fækkað en afköstin aukist og afkastaaukn- ingin fyllilega komið neytendum tii góða í lækkuðu vöruverði. Hefur þróunin orðið sú sama hjá öðrum stéttum t.d. bankamönnum? Þeim fjögar stöðugt þrátt fyrir aukna tækni og ekki verðum við vör við að þjónusta þeirra verði ódýrari. Kannski lagast þetta þegar bankamenn verða orðnir fleiri en bændur? En þess virðist skammt að bíða. Tandri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.