Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 9
FÖSTUÐAGUR 2. DESEMBER 1983 Eggjad reif i ngarstöd — hagur raeytenda og framleiðenda ■ Háværar deilur hafa staöið undan- farnar vikur um söluskipulag eggja. Deilur þessar eru á margan hátt athyglis- verðar og um margt einkennandi fyrir umræður um almenn þjóðfélagsmálefni á íslandi um þessar mundir. Hér er fyrst og fremst um áróðursstríð að ræða, skynsemi og málefnalegar rökræður komast þar lítið að. Sá sem fyrstur kemur fram með fullyrðingu, hversu fjárstæðukennd og órökstudd sem hún er, hann er líklegastur til að verða ofaná. Dæmi um þetta er frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins snemma í haust. Þar var það haft eftir eggjabónda að tilkoma eggjadreifingarstöðvar myndi leiða til hækkunar á eggjaverði um allt að 80%. Þar með virðist málið hafa verið afgreitt í hugum mjög margra neytenda. Tekist hafði að gera hugmyndina um eggjadreifingarstöð að vondu máli enda þótt ekki væru færð hin minnstu rök fyrir þessari fullyrðingu. En hvað er þarna í raun og veruð að gerast? Hvaða hagsmuni er verið að takast á um:? Er veriðað verja hagsmuni neytenda eða er eitthvað allt annað sem undir býr? Eggjaframleiðslan. Til þess að átta sig á forsendum málsins er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir stöðu eggjaframleiðslunnar. Nú eru í landinu 290 þúsund varphæn- ur. Langmest af þeim er á um 60 búum og eru þau mjög mismunandi að stærð. Samkvæmt ásetningsskýrslum árið 1982 eru 44 þúsund hænur á stærsta hænsna- búinu, eitt bú er með 35 þúsund hænur, á tveimurbúum eru 10-20 þúsund hænur. Á sjö búum eru 5-10 þúsund, 16 bú hafa 2-5 þúsund og 34 bú hafa 500 til 2000 hænur. Hver framleiðandi sér um að koma framleiðslu sinni á markað. Þessu fyrlgir mikill kostnaður og tíma- eyðsla. Algengt er að hjá meðalframleið- anda fari einn dagur í viku hverri í dreifingu eggjanna. Þetta er ein megin ástæðan fyrir því að eggjaframleiðendur eru nú að reyna að ná samstöðu um sölumál sín. Þeirra eigið frumkvæði. Það er ríkjandi misskilningur að Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stétt- arsamband bænda hafi haft forgöngu í þessu máli og beiti þar óeðlilegum þrýstingi. Hið sanna er að allt frumkvæði er frá framleiðendum sjálfum komið, einkum þeim smærri, en fyrir þá er kostnaðurinn af skipulagsleysinu tilfinn- anlegastur. Það er sjálfsögð skylda bændasamtak- anna að aðstoða þessa framleiðendur eins og aðra búvöruframleiðendur við að skipuleggja sölumál sín þegar eftir því er leitað. Fundur Sambands eggjaframleiðenda sem haldinn var 12. nóvember sl. sátu 74 eggjabændur. Á fundinum var lögð fram tillaga sem fól það í sér að stofnuð yrði eggjadreifingarstöð á vegum samlagsins. Fram kom frávísunartillaga undirrituð af 25 framleiðendum sem mér telst til að eigi 130 þúsund hænsni. Málinu var frestað til fundar sem haldinn verður í næsta mánuði. Ljóst virðist af þessu að tillagan um stofnun eggjadreifingar- stöðvar er studd miklum meirihluta framleiðenda. sem hafa yfir að ráða rúmum helmingi framleiðslunnar. Einokunargrýlan. Því er haldið fram að með stofnun eggjadreifingarstöðvar eigi að hneppa alla verslun með egg í einokunarfjötra og taka upp opinbera verðskráningu á eggjum. Hvorugt þetta á við rök að styðjast. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur veitt sambandi eggjaframleiðenda heild- söluleyfi sem tekur gildi þegar og ef eggjadreifingarstöð verði stofnuð. Komi í ljós að einhverjir framleiðendur vilji ekki vera með í því samstarfi geta þeir sótt um sams konar leyfi. Að því er verðskráninguna varðareru engin áform um það, hvorki hjá Framleiðsluráði né Sexmannanefnd, að verðskrá egg. Flest bendir þó til þess að það yrði til hags fyrir neytendur. Stjórn Sambands eggja- framleiðenda mun því væntanlega ann- ast verðskráninguna eins og verið hefur. Hvað er eggjadreifingarstöð? Eins og áður segir sér nú hver fram- leiðandi um að koma framleiðslu sinni á markað. Verði af stofnun dreifingar- stöðvar er gert ráð fyrir að eggin verði sótt heim til framleiðenda einu sinni í viku. I stöðinni verða eggin flokkuð í stærðarflokka, vegin og merkt. Eggin verða gegnumlýst og tekin frá blóð- hlaupin, brotin, sprungin og á annan hátt gölluð egg. Gegnumlýsing er mjög mikilvæg í þessu sambandi því að gallar bæði í skurn eggsins og innihaldi koma ekki í Ijós við venjulega skoðun. Með gegnumlýsingu er auk þess hægt að sannreyna hvort eggin eru ný eða ekki. Eggjum sem standast gæðakröfur, er síðan pakkað í mismunandi pakkningar eftir fjölda eggja og stærð og á þær skráð þyngd og verð, pökkunardagur og upp- lýsingar um geymsluþol. Stöðin sér svo um að dreifa eggjunum í verslanir. Unnið er úr þeim eggjum sem ekki standast kröfur almcnna markaðarins. Núverandi ástand. Ekkert heilbrigðis- eða gæðaeftirlit er nú á eggjum hér á landi. Aðcins eitt hænsabú hefur eggjapökkunarvél, ann- ars staðar er eggjunum handpakkað. Ekkert hænsnabúanna hcfur búnað til þess að gegnumlýsa egg. Neytendur vita nú í raun ekkert um ástand eggjanna og aldur fyrr en þeir opna þau. í sama bakkanum kaupum við allt frá minnstu og upp í stærstu egg. Verði af stofnun eggjadreifingar- stöðvar er gert ráð fyrir að settar verði opinberar reglur um heilbrigðis- og gæðaeftirlit á eggjum, líkt og tíðkast í öðrum löndum og sjálfsagt þykir um aðrar matvörur hér á landi. I því verði sem nú er skráð á eggjum e'r gert ráð fyrir 10% dreifingar og pökkunarkostnaði. Samkvæmt athugun sem ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur hef- ur gert ætti þessi kostnaður að geta lækkað niður í 3% við stofnun dreifing- arstöðvarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir að ýmis önnur hagræðing fylgi í kjölfarið. Framleiðendur verða ekki lengur bundnir við að sjá sjálfir um pökkun og dreifingu eggjanna og geta betur sinnt búskapnum. Hörð samkepp- ni hefur ríkt á eggjamarkaðnum og undirboð hafa valdið miklum sveiflum á verði. Þetta verðstríð hefur farið illa Minningar frá morgni aldar ■ Nýkominerútbókávegum Vikurút- gáfunnar. sem nefnist „Minningar frá morgni aldar". Höfundur bókarinnar er Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Geir er Dalamaður að ætt og uppruna. Hann stundaði öll algeng sveitastörf í æsku, var síðan bóndi um langt skeið og var kosinn til fjölmargra trúnaðarstarfa í sveit sinni. Síðar varð hann barnakennari um tíu ára skeið. Áðurnefnd bók er að miklu leyti ævisaga höfundar. Bókin er um margt eftirtektarverð. Málið er kjarnmikið og vandað. Nafnið á bókinni er táknrænt og segir mikið um innihaldið. I bókinni er lýst á nákvæman hátt lífi og starfi alþýðufólks eins og það gerðist á ísl. sveitaheimilum á fyrstu tugum þessarar aldar. Vinnubrögðum er nákvæmlega lýst, mörgum störfum sem nú heyra fortíðinni til, svo sem fráfærum, fjár- gæslu, fjallaheyskap og fjölmörgu öðru. Hann lýsir einnig trúarlífi og trúarsiðum og hinum fábreyttu skemmtunum þeirra tíma. í bókinni er góð frásögn og lýsing á því andrúmslofti cr ríkti á fyrstu tugum aldarinnar og áhrifum Ungmennafélags- hreyfingarinnar. Menn voru fullir af bjartsýni og trú á framtíðina og störfuðu ótrauðir undir kjörorðinu fræga: „ís- landi allt" Þá fá fræðslumálin sinn skammt, sem einkum eru tengd Hjarðarholtsskólan- um. Geir minnist með mikilli hlýju skólastjórans Björns H. Jónssonar. Sá kafli heitir: „Maöur á miðri leið". Annar kafli sem mér finnst eftirtektar- verður nefnist: „Foringi í fjórtán ár". Þar er sagt frá sr. Kjartani Helgasyni, sem var prestur í Hvammi í fjórtán ár. Það leynir sér ekki að Dalamenn hafa dáð þann mann. Samkvæmt lýsingu GeirS hefur hann verið snjall predikari og mikill menningarfrömuður, sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og studdi ótrauður að framförum. Þá er ekki síöur eftirtektarverð frásögn, sem nefnist „Máttur mannúðar- innar." Það reyndust oft nærri óyfirstíg- anlegir örðugleikar að koma sjúkling til læknis um hávetur í svo að segja vega: lausu landi og engar samgöngur á sjó. „I þessari frásögn er lýst á glöggan hátt hjálpfýsi nágrannanna, sem fúsir voru að leggja á sig ótrúlegt erfiði og hættur til að hjálpa bágstöddum sjúklingi. Unga fólkið hefði gott af því að lesa þessa bók, það mundi þá skilja betur við hvaða skilyrði afi og amma áttu við að búa, og hvað aldamótakynslóðin lagði á sig til að brcyta okkar þjóðfélagi í það velferðarríki, sem við höfum búið við að undanförnu. Lesið þessa bók og þið munuð verða fróðari um þá veröld, sem var. Ágúst Vigfússon. með fjárhag framleiðenda og á sinn þátt í að eggjaverð er hér hærra en í nálægum löndum. Með bættu skipulagi sölumál- anna ætti að komast festa á verðlag eggja og það fara lækkandi til samræmis við það sem annars staðar gerist. Andstaða storframleiðenda Eins og áður segir er hópur framleið- enda andsnúinn hugmyndinni unt stofn- un eggjadreifingarstöðvar. Þareru frem- stir í flokki 2-3 stærstu framleiðendur og nokkrir minnni framleiðendur fylgja þeim að málum. Fyrir stærri framleið- endurna er kostnaðurinn vegna skipu- lagsleysis í dreifingu ekki jafn tilfinnan- legur og hinna minni, því að hjá þeini dreifist kostnaðurinn á meira magn. Þeim er þess vegna vel Ijóst að takist smærri framleiðendunum að sameinast um sölumálin verða þeir um leið sam- keppnisfærari um verð. Hinirstóru telja því að það sé þeirra hagur að sundrungin haldist áfram og almenningur fái ekki að kynnast alvöru þjónustu á þessu sviði matvælaframleiðslunnar. Ég er þess hins vegar fullviss að þegar frá líður muni þessir menn átta sig á því að hag þeirra er einnig bcst borgið í samstarfi við aðra framleiðendur. Viðbrögð verslunarinnar Samtök kaupmanna hafa lýst sterkri andstöðu við stofnun eggjadrcifingar- stöðvar. Þessi viðbrögð eru að vissu leyti skiljanleg því verslunin hefur á ýmsan hátt hagnast á undirboðunum á eggja- markaðnum. Kaupmenn hafa notfært sér þau til að skapa samkeppni sín á milli. Þetta er að vísu jákvætt, en það er ekki sanngjarnt að láta framleiðendur standa undir kostnaði við samkeppni innan verslunarinnar. Þann kostnað verður hún sjálf að bera. Viðbrögð kaupmanna nú eru ekki ósvipuð því sem var fyrir 25 árum þegar mjólkurbúin stofnuðu Osta- og smjör- söluna. Þá var að mörgu leyti svipað ástatt á osta- og smjörmarkaðnum og nú er á eggjamarkaðnum. Hvert mjólkur- bú hafði sinn umboðsmann hér í Reykja- vík sem flestir voru kaupmenn, umboðs- laun voru há og undirboð algeng. Þegar Osta- og smjörsalan tók til starfa misstu því margir spón úr aski sínum, undirboðin hurfu og festa komst á verð þessara vara. Neytendasamtökin Afstaða stórframleiðendanna er skýranleg, afstaða kaupmanna er vel skiljanleg en afstaða neytendasamtak- anna er mér með öllu óskiljanleg. Þau hafa skorið upp herör gegn stofn- un eggjadreifingarstöðvarinnar og halda því fram að stofnun hennar muni skaða hagsmuni neytenda. Ekki hefur þó örlað á neinni sjálfstæðri athugun samtakanna eftir Hákon Sigurgrímsson, f ramkvæmda- stjóra í þessu máli. hvorki í hagkvæmnishliö- inni né því hvernig ástandið er á eggjamarkaðnum. Væri þó full þörf á því. Samtökin virðast forðast að kynna sér hvernig skipulagi þessara mála er háttað crlendis en bergmála í sífellu órökstudd- ar fullyrðingar annarra um málið. Hvar annars staðar gæti það gerst að neytendasamtök byndu trúss sitt við kaupmcnn og stórframleiðendur? Tví- skinnungur samtakanna er einnig aug- Ijós. Þau beita sér fyrir því að gerðar eru hinar ströngustu kröfur um meðferð ýmissa annarra vara svo sem mjólkur og kjöts, en leggjast gegn fyrirætlunum eggjaframleiðenda um að trygga gæði vöru sinnar og bæta þjónustu við neyt- endur. Ekkert viröist þó eðlilegra en að matvara sem er jafn rúmfrck í daglegri neyslu okkar (u.þ.b. 200 egg á ári á mann) lúti hliðstæðum reglum um með- ferð og önnur matvara. Fullyrðingar um að undirboð á mark- aðnum þjóni hagsmunum neytenda eru fráleitar. Það þjónar ekki heildarhags- munum neytenda í landinu þótt það leiði til tímabundinnar Iækkunar á eggjaverði í einhverri verslun, að framleiðandi selur á undirverði nokkur tonn af eggjum scm safnast hafa upp og eru um það bil að -verða ónýt. Stöðugt framboð og vcrðlag er mcira virði fyrir ncytendur en stundar hagnaður vegna slíkra undir- hoða. Grundvallarrettur. Það er gundvallarréttur allra manna að inega bindast samtökum um hags- munamál sín. Við teljum það einn megin kost okkar þjóðfélagsskipunar hversu vel þetta frelsi okkar og þessi réttur yfirleitt er varinn. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar einstaklingar og jafnvel heil samtök hafa í hótunum ef eggjabændur taki upp samvinnu um sölumál sín. Jafnvel á þingum tveggja stjórnmálaflokka gerist það að þetta sjálfsagða máJ verður að stórmáli sem sett er á bekk með helstu þjóðmálum að því er virðist í þeim tilgangi að spila fyrir því að samstaða náist meðal eggja- bænda. í þjóðfélgi okkar má þó benda á fjölmörg dæmi hliðstæðrar samvinnu sem enginn sér ástæðu til að gera athugasemd við. Gott dæmi um smá- atvinnurekendur sem sameinast hafa um sölumál sín eru leigubílstjórar. Þeir hafa skipulagt nokkur sölufyrirtæki og hafa komið sér saman um verðskrá. Ekki ber á öðru en neytendur séu tiltölulega sáttir við þetta fyrirkomulag. Hollt væri fyrir menn að velta fyrir sér 'hinu gangnstæða t.d. ef leigubílstjórar „hörkuðu" í samkeppni her við annan, undirbyðu aksturinn þegar lítið væri að gera en krefðust hárrar greiðslu á mesta annatímanum. Halda menn að hag neyt- enda væri betur borgið með slíku fyrir- komulagi? Mér finnst vera kominn tími til að almenningur í þessu landi fari að kynna sér málin sjálfstætt og hætti að láta öfgamenn og pólitíska skottulækna scgja sér fyrir verkum. Hákon Sigurgrímsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.