Tíminn - 02.12.1983, Side 14

Tíminn - 02.12.1983, Side 14
Fram tíðin ■ Við lifum mikla tíma í tónlistinni, konsert nær því á hverjum degi, og stundum tvo, og óvenjulegan fjölda ungra listamanna sem em mjög efnilegir og eiga vafalaust eftir að gera garðinn frægan á komandi árum. Einn þeirra er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, sem hélt tónleika í Austur- bæjarbíói mánudagskvöldið 28. nóv. við undirleik Snorra Sigfusar Birgissonar, og voru tónleikamir hluti af einleikaraprófi hennar fráTónlistarskólanum. Snorri Sigfús er raunar annar ungur listamaður, sem hefur látið mikið til sín taka, bæði sem píanóleikari og ekki síður sem tónskáld, og kann svo að fara að hann verði innan tíðar talin einna fremstur okkar píanóleikara í kammermúsík og sem undirleikari, jafinvíg- ur á nýja tónlist sem gamla. Og hin unga Sigrún Eðvaldsdóttir virðist vera undrabam í fiðluleik - allt frá því við heyrðum hana fyrst í Félagsstofiiun stúd- enta á Listahátíð um árið, þar sem hún lék einleik með Strengjasveit Tónlistarskólans, hefur verið Ijóst að hún var „sérstök" - nú mun hún vera á fömm til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og við óskum henni góðs gengis. Það em margir fiðluleikarar í heiminum á öllum aldri, en Sigrún hefur alla burði til þess að verða í hópi hinna fremstu. Fyrst lék Sigrún Sónötu nr. 2 í a-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Bach, síðan „Teikn“ fyrir einleiksfiðlu eftir Áskel Másson, og loks Sónötu nr. 3 fyrir einleiksfiðlu eftir Eugéne Ysaye, Af þessum þremur ólíku verkum virtist Bach eiga verst við Sigrúnu - þótt hún spilaði mjög vel var auðveldlega hægt að hugsa sér það betra , en í Teiknum Askels Mássonar sótti hún sig mjög, en var undragóð í hinum ógurlega-erfiða Ysaye. Raunar virðist Sigrún Eðvaldsdóttir njóta sín best í þmnginni tónlist eða æsilegri. Eftir hlé lék hún og Snorri Birgir Sónötu í A-dúr óp. 13 fyrir fiðlu og píanó, og loks Tzigane eftir Ravel - æsilegt verk sem hún „brillieraði" í. Það er ekkert annað að gera en óska Sigrúnu til hamingju með þessa tónleika, ogTónlistarskólanum og Guðnýju Guðmundsdóttur, kennara Sigrúnar, með nemandann. 30.11 Sig.St. Orð þrýtur Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist í heimi heyrenda Joanne Greenberg: FINGRAMÁL Þýðandi Bryndís Víglundsdóttir Bjallan. ■ Þessi saga greinir frá mállausum karlmanni og kvenmanni vestur í Amer- íku. Þau eru fædd í byrjun aldarinnar. Þeim er kennt fingramál og þau bindast tryggðum á uriga aldri og fylgjast síðan að. En margt er í heimi heyrenda sem þau þekkja ekki og kunna því ekki að varast. Abel og Jenna eru manndómsfólk. Hann lærir prentiðn og er vandvirkur og nákvæmur, handlaginn mörgum fremur. Jenna er dugandi saumakona. En vegna þess að þau eru að vissu leyti útilokuð frá mörgu í heimi þeirra sem heyra verða þau á ýmsan hátt barnaleg og fávís. Ævisaga þeirra verður baráttusaga en með þrautseigju sigra þau þó. Þau eignast tvö börn sem heyra og dóttirin lifir og vex upp með þeim og sonur hennar kemur talsvert við sögu afa og ömmu. Þannig fjallar þessi saga um mannleg kjör og ef til vill má segja að hún sé fyrst og fremst mannleg. Auðvitað túlkar hún erfiðleika þeirra sem standa utan við heim heyrenda - um þá er hún. En hún sýnir líka hvað hægt er að gera til þess að minnka bilið milli hinna fötluðu og þeirra venjulegu. Baksvið sögunnar er þjóðlíf Banda- ríkjanna 1920 og fram undir síðustu ár. Það er trúverðuglega dregið svo að lesandinn hefur á tilfinningu að hér sé rétt farið með sanna sögu einstaklinga með hinni stóru þjóð. Út á þýðinguna held ég að ekki sé neitt að setja. Einstaklingar og ýmis samtök vinna að því að beina athygli „venjulegs fólks" að kjörum og högum þeirra sem höllum fæti standa utan við alfaraveg. Þessi bók er einn af ávöxtum þeirrar starfsemi. - H.Kr. Halldór Krist- jánsson skrifar Kannski í og með vegna áhrifa frá sænskum gagnrýnendum, sem lýsa ís- lensku hljómsveitinni með lýsingarorð- um sem við hefðum hér áður notað um Berlínarfílharmoníuna, og íslenskum einleikurum eins og þeir væru Sviatoslav Richeter eða Gideon Kramer, er komin verðbólga í stílinn hjá þessum „gagnrýn- anda“ - stór, stærri, stærstur er orðinn gríðarstór, tröllaukinn og risavaxinn. Og hvað á þá að gera þegar Judith Blegen syngur hér í Háskólabíói fárviðr- iskvöldið 29. nóvember? Á venjulegu máli er Judith Blegen mjög góð söng- kona, jafnvíg á Ijóðasöng og óperu, því hún er einnig prýðilegur leikari, eins og gerla kom fram í flutningi hennar nú. Tónleikarnir voru á egum Fulbright- stofnunarinnar á fslandi og Háskólans, í tilefni af 25 ára starfsafmæli Fulbright á íslandi. Á þessum 25 árum hafa 345 íslendingar fengið Fulbright-styrk til Bandaríkjanna, og um 150 Bandaríkja- menn verið styrktir til að koma hingað, en auk þess er Judith Blegen gamall Fulbright-styrkþegi - hún var víst styrkt til að læra að syngja á Ítalíu. Og hvað er það svo sem prýða má hinar fremstu söngkonur? Judith Blegen hefur háa sópranrödd, sem er jafntær og hrein hvort sem sungið er hátt eða lágt, sterkt eða veikt. Hún „flytur“ lögin samkvæmt efni textanna, bæði með söng og leikrænni tjáningu. Textaframburður hennar er mjög góður, eftir því mér heyrist út frá minni litlu kunnáttu á því sviði. Og öll tækni hennar, öndun og raddtækni, er fullkomin. Mér fannst hún ennþá betri en Elly Ameling, og er þá stórt upp í sig tekið. Efnisskráin var þannig, að fyrst söng Judith Blegen tvær aríur úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mózart - hún er víst víðkunn Mózart-söngkona, þá fimm sönglög eftir Mendelssohn og síðan 10 sönglög úr ítölsku ljóðabók Hugo Wolfs. Þá fjögur sönglög eftir Debussy, tvö gömul ensk þjóðlög, Vals Móniku úr VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKYRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLOÐ FYRIR TOLVUR. TOLVUPAPPIR A LAGER. NY, FULLKOMIN LEISER-LJOSSETNINGARVEL OG PRENTVELASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRE NTSMIÐJAN (^JcJíl H.F. Smiðjuvégi 3, 200 Kópavogur, sími 45000 óperunni „The Medium“ eftir Menotti, sem frumsýnd verður hjá íslensku óper- unni á föstudaginn, og loks fjögur söng- lög eftir Milhaud. Síðasta aukalagið var Söngur Sólveigar, og hefur sá söngur tæplega heyrst svo fagur hér á landi áður. Undirleikari Judith Biegen var Doug- las Fisher; bæði hann og Maurizio Bar- bacini, sem „var við píanóið“ hjá Dorriét Kavanna og Kristjáni Jóhannssyni, spila mjög temprað og létt, og hygg ég að margir íslenskir undirleikarar eða með- flytjendur gætu talsvert af þeim lært. 30.11. Sig.St. LA TRAVIATA ■ Ung bandarísk söngkona, Jean Bennett, syngur um þessar mundir hlut- verk Víólettu í uppfærslu íslensku óper- unnar á La Traviata, en Ólöf Harðar- dóttir er komin til Berlínar til að skemmta á íslenskum menningardögum þar. Maður frá Tímanum fór að sjá frumsýninguna með hinni nýju söng- konu, á föstudaginn 25. nóvember. Sagt var að Jean Bennett hefði ekki fengið tækifæri til að æfa hlutverki með íslensku óperunni, en það var þó ekki að sjá, því hún féll fullkomlega inn í myndina. Þannig mun það raunar vera með hin stóru óperuhús erlendis, að hóað er saman listamönnum úr öllum áttum í hverja sýningu, og hinir meiri háttar söngvarar syngja kannski eitt hlutverk í New York í kvöld, annað í London eftir tvo daga, og hið þriðja í París á mánudaginn. Ólöf Kolbrún er orðin svo mikil „prímadonna" (í velviljaðri merkingu þess orð) að við lá að hún skyggði á alla aðra í óperunni - það lá við að manni fyndist óperan hvíla öll á hennar herðum; hin nýja Víóletta fellur meira inn í hópinn, og nú er það Garðar Cortes sem skyndilega ljómar sem tungl í fyllingu með mjög glæsilegum söng og leik. Jean Bennett fór annars létt með þetta viðamikla hlutverk, nema hún virtist ögn „stressuð" í síðari hluta fyrsta þáttar, en sótti mjög í sig veðrið í hinum tveimur. Hún er mjög efnileg og geð- þekk söngkona, og gaman að heyra hana og sjá hér á landi. Jean Bennett starfar annars á Ítalíu, þar sem hún hlaut menntun sína að verulegu leyti hjá sömu kennurum og leiðbeint hafa bæði Ólöfu Harðardóttur og Garðari Cortes að einhverju leyti. Garðar Cortes er sýnilega mjög vax- andi söngvari um þessar mundir; hann hefur alltaf verið mjög öruggur, afburða músíkalskur og viðfeldinn, en á þessari sýningu jaðraði við „stórsöng". Almennt er La Traviata íslensku óper- unnar mjög skemmtileg og vel heppnuð sýning og full ástæða til að hvetja menn til að sjá hana - þar ætti engum að leiðast nema daufum. 30.11. Sigurður Steinþórsson v

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.