Tíminn - 02.12.1983, Side 17

Tíminn - 02.12.1983, Side 17
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 17 heim ilistím in n umsjón B.St. og K.L. í TÍMAHRAKI MEÐ SMÍÐI TRU- LOFU NARH Rl NGA — parid þurfti ad ná í flugvél eftir hálftíma! Dagur f llfi Leifs Jónsso j gullsmlðs og skartgripasala f Gullhöllinni vekjaraklukka né tölvuúr, því að sonur minn, sem er 5 mánaða, vaknaði með miklum látum klukkan 7 og skipti það hann engu þó að mamma og pabbi vildu sofa aðeins lengur. Ég lét mig því hafa það að drífa mig fram úr, þó að ég gæti varla opnað augun (fór seint að sofa kvöldið áður) og dreif mig í sturtu til að vakna betur. Þar sem ég var nú kominn á kreik frekar tímanlega, mið- að við hið venjulega, gat ég drukkið morgunkaffið og lesið morgunblöðin í mestu makindum áður en ég lagði af stað í vinnuna. Um klukkan 8.30 ók ég af stað til vinnu, en það tekur mig venjulega um 15 mínútur að aka úr Breiðholtinu, þar sem ég bý, og niður á Laugaveg á vinnustað. Þennan morgunn tók það mig þó helmingi lengri tíma, því að ég stoppaði í raðhúsi sem við hjónin erum að byggja í Breiðholtinu. Ég var að athuga hvort þar væri ekki allt í lagi, og hvort vantaði nokkurt efni eða annað fyrir þá sem þar eru að vinna, en svo var ekki. Ég var mættur í vinnuna rétt rúm- lega 9, en þar sem ég er svo heppinn að hafa afgreiðslustúlku, sem er mjög stundvís, þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af því að búðin verði ekki opnuð þó að ég mæti svolítið of seint. Mitt fyrsta verk þennan morgun í vinnunni var að fara í gluggaþvott. Það hafði einhver haft þörf fyrir að klína einhverjum óþverra á glugga verslun- arinnar og ég varð að byrja á að reyna að þvo það af, því þetta var verulega sóðalegt að sjá. Ég lenti í hinu mesta basli með að hreinsa gluggana, en það hafðist þó að lokum. Skartgripatískan í dag er fínleg Eftir gluggaþvottinn fór ég að skipu- leggja vinnudaginn. Fyrst var að at- huga hvort það væru einhverjar við- gerðir, sem lofað hefði verið að ljúka við fyrir þennan dag, en síðan að athuga með greiðslur á reikningum, hvort ekki þyrfti að fara á pósthúsið og fleira í þeim dúr. Þar sem ekkert sérstakt lá fyrir, hvorki að borga reikninga né annað, ákvað ég að byrja á smíði gullhringa fyrir konur, - fínlegra hringja með pínulitlum steinum. í dag virðist skart- gripatískan ganga mest út á það, að allir hlutir séu sem fínlegastir, og af þeim sökum hafa erlendir, verk- smiðjuframleiddir skartgripir, bæði dýrir og ódýrir, orðið mjög vinsælir á íslandi nú síðustu árin. Gullsmiðir hér á landi hafa samt sem áður aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum og smíða nú orðið verulega fínlega og vandaða skartgripi, sem gefa þeim innfluttu ekkert eftir í gæðum, en eru samt yfirleitt aðeins dýrari, þar sem þeir eru ekki fjöldaframleiddir. Aður en ég vissi af var klukkan orðin 12 á hádegi. Þessi morgunn hafði verið frekar rólegur hjá mér, lítið um truflanir, en oft fer mikill tími hjá okkur gullsmiðum í það að ræða við viðskiptavini, sem eru að koma með skartgripi í viðgerð. Yfirleitt vilja þeir leita ráða hjá gullsmiðnum um hvað þurfi að gera, og hvað viðgerðin komi til með að kosta. Ég tek mér aldrei neinn sérstakan matartíma, en borða bara eitthvað sem ég kaupi úti í búð. Ég fór út í Sláturfélag og keypti mér flatkökur og hangikjöt og smurði sjálfur og borðaði með bestu lyst. Nýju auglýsingarnar á Rás 2 Klukkan eitt fór ég í upptökustúdíó til að hlusta á auglýsingar, - sem verið var að búa til fyrir mig á Rás 2. Þessar auglýsingar eru mjög ólíkar þeim, sem nú eru fluttar hjá Ríkisútvarpinu og kallast tilkynningar, en þær eru frekar þurr upplestur, að mér finnst. Maður hefur það á tilfinningunni, að enginn nenni að hlusta á þennan lestur, en samt sem áður er það staðreynd, að reyndar hlustar fullt af fólki á tilkynm- ingarnar og fer töluvert eftir þeim. Það hef ég rekið mig á í verslun minni. Ég var mjög ánægður með þær auglýsingar, sem þarna höfðu verið gerðar fyrir mig og nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvert auglýsingagildi þeirra verður. Unga fólkinu lá á að fá hringana Ég var kominn aftur upp í búð klukkan tvö, og var farinn að hlakka til að halda áfram með að smíða hringana, sem ég hafði byrjað á um morguninn. En meðan ég var fjarver- andi hafði ungt par utan af landi komið til að kaupa sér trúlofunarhringa, en þá varð ég að smíða, því að sýnishornin sem eru í búðinni eru ekki úr gulli. Hringarnir urðu að vera tilbúnir klukk- an 5 í síðasta lagi, því að unga parið þurfti að ná flugvél klukkan 5.30. Ég settist því niður og smíðaði með fullum afköstum. Þar sem ég átti ekki tilbúið efni í hringana varð ég að byrja á því að bræða gullið í litla stöng sem ég valsaði út. Þessir hringar, sem ég var að smt'ða, voru frekar mjóir, eða 3 mm kúptir. Það hefur orðið mikil breyting á breidd trúlofunarhringa nú síðustu árin. Fyrir um það bil 10 árum voru hringarnir oft 10-12 mm á breidd og enginn vildi mjórri hringa en 6 mm. En í dag vill varla nokkur breiðari hringa en eins og 6 mm og alveg niður í 2 mm á breidd. Ég náði að ljúka við hringana rétt fyrir klukkan 5, en þá var hið ástfangna par farið að bíða. Létti öllum mikið þegar kom á daginn að hringarnir pössuðu alveg. En nú var annað par búið að koma og panta hringa, og þurftu þau endi- lega að fá þá fyrir kvöldið, því að þá ætluðu þau að setja upp hringana. Þar sem þau völdu sömu gerð af hringum og parið á undan, þá losnaði ég við alla undirbúningsvinnu, því að ég átti efnið tilbúið. Parið kom aftur í búðina um klukkan 6, en þá átti ég enn eftir um 20 mín. vinnu við hringana, en þau féllust á að bíða þar til hringasmíðinni lauk. að skreppa á Brauðbæ, sem er rétt hjá skrifstofu F.l.G. og fengum okkur léttan kvöldverð, góðan fisk og agnar- lítið hvítvín með. Nærri 15 tíma vinnudegi lokið Ég var kominn heim um klukkan 11 og hafði þá verið 14 'A tíma að heiman, án þess að sjá konu og börn. Sonurinn var sofnaður, en konan og dóttir mín voru vakandi og biðu eftir mér. Ég endaði svo þennan ágæta en annasama dag með því að horfa á Dallas, sem konan mín hafði tekið upp á vídeóið fyrir mig. Ég virðist vera einn af þeim fáu, sem ég þekki, sem hafa gaman að Dallas. Það var kominn nýr dagur þegar Dallasþátturinn var búinn. Það er alveg makalaust hvað maður fer orðið seint að sofa eftir að við fengum okkur vídeó. Áður fórum við yfirleitt að sofa ekki seinna en klukkan 11.30, en nú orðið er aldrei farið að sofa fyrr en eftir miðnætti. Mér finnst þetta vera einn versti ókosturinn við vídeóið, - en það hefur samt marga góða kosti. Þegar ég var kominn í rúmið um klukkan hálf- eitt leit ég í huganum yfir liðinn dag og sá að hann hafði verið ósköp venju- legur vinnudagur. - nema að ég var í lengra lagi að heiman vegna funda- halda um kvöldið n flesta virka daga vikunnar er ég 'kominn heim ekki seinna en klukkao 7. Þannig leið þe; dagur í Iífi gull- smiðs við vinnu og félagsstörf og rólega miðnætursi ind til hvíldar eftir langan vinnudag. ■ í dag ætlar Leifur Jónsson, gull- smiður og skartgripasaU að segja okkur frá einum degi í lífi gullsmiðs í Reykja- vík. Hann kynnir sig sjálfur þannig: „Ég heiti Leifur Jónsson, 31 árs, fæddur í Reykjavík. Konan mín heitir Anna Arndís Árnadóttir, 28 ára, og eigum við 2 böm. Ingiríður Helga dóttir okkar er 7 ára og sonurinn, Hreiðar Pétur, er 5 mánaða. Ég byrjaði að læra guUsmíði hjá Jóhannesi Leifssyni 1969 og útskrifað- ist sem gulismiður í desember 1973. Ég hef rekið mína eigin verslun síðan 1976 og heitir sú búð Gullhöllin. Hún er að Laugavegi 72. Þar hef ég vinnustofu og þar sel ég allar gerðir af skartgripum, svo sem demantsskartgripi, víravirki og margt fleira. Þegar ég var beðinn um að skrifa um einn dag í lífi mínu tók ég strax vel í það, - en ég hafði varia lagt símann á aftur, þegar ég fékk bakþanka. Hvað gerist svo sem á degi hverjum annað en þessi venjulcgi hversdagsleiki, en þegar grannt er skoðað eru uuövitað ótal atriði sem ske hvern dag en koma aldrei aftur. Ég ætla því að reyna að segja frá lífi mínu dag éinn núna fyrir stuttu. Dagurinn varmiðvikudagur". Sonurinn er besta vekjaraklukkan Ég stilli vekjaraklukkuna mína alltaf á 7.40 en tölvuúrið stilli ég svo á 8, - svona til vonar og vara, því að stundum kemur það fyrir að maður leggur sig aftur eftir að vekjaraklukkan hringir, og þá er gott að hafa varaklukku svo maður sofi ekki alveg yfir sig. En þennan morgunn vakti mig engin Stjórnarfundur hjá F.Í.G. Ég átti að mæta á stjórnarfundi hjá Félagi íslenskra gullsmiða klukkan 6.30, þar sem ég er formaður. Ég reyndi að flýta mér eins mikið og ég mögulega gat, en ég var þó ekki mættur á fundinn fyrr en kortéri of seint, en allir stjórnarmeðlimir voru mjög skilningsríkir vegna þessarar óstundvísi minnar. Aðalmálið á dagskrá fundarins var útgáfa Gull- smiðablaðsins 2. tbl. 2. árg. Þó að þetta sé ekki stórt blað og komi aðeins út í 100 eintökum, þá er mikil vinna við að gefa út svona blað. Á þéssum fundi vorum við að leggja síðustu hönd á blaðið fyrir prófarkalestur og prentun. Við erum að vonast til að blaðið komi út um mánaðamótin nóvember/ desember. Stjórnarfundinum lauk klukkan 7.45, en klukkan 8 átti að byrja annar fundur, sem ég þurfti líka að mæta á. Það var fundur skemmti- nefndar Félags íslenskra gullsmiða, þar sem ég er einnig formaður. Verk- efni þess fundar var að ljúka undirbún- ingi okkar fyrir vetrarfagnað gullsmiða, sem halda átti næsta laugardág. Við hringdum í alla félagsmenn, en í félaginu eru um 70 manns, til að kanna þátttöku. Það virtist stefna í metaðsókn að vetrarfagnaðinum, enda er mikið lagt í þessa skemmtun, sem haldin verður í „Kvosinni" (Rósen- berg-kjallaranum) sem virðist vera al- veg sérstaklega skemmtilegur staður fyrir svona fagnað. Klukkan 9.30 lauk fundi skemmtinefndar og vorum við öll þrjú, sem erum í nefndinni, orðin ansi svöng og þyrst, svo við ákváðum (Tímamynd GE) ■ Leifur Jónsson, gullsmiður, við vinnu sína

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.