Tíminn - 02.12.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 02.12.1983, Blaðsíða 22
'ffirnthvn FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Tilboð óskast í sanddæluskipið Sandey II í því ástandi sem það er nú í og liggur á rifi við Engey. ( tilboði skal gera ráð fyrir því, að kaupandi fjarlægi skipið af staðnum. Tilboð sendist Tryggingamiðstöðinni h/f eigi síðar en kl. 16:00 föstudaginn 9. desember 1983. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tryggingamiðstöðin h/f Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Rangæingar - Skaftfellingar Skemmtikvöld Félagsvist, söngur og dans. Kór Rangæingafélagsins og Söngfélag Skaftfellinga halda sameigin- lega skemmtun í Ártúni laugardaginn 3. des. kl. 20.00. Stjórnirnar Sfmi 44566 RAFLAGNIR Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóla í Noregi Norsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa erlendum ung- mennum til námsdvalar viö norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaáriö 1984-85. Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut íslendinga. Styrkfjárhæðin á aö nægja fyrir fæöi, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjend- ur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir aö ööru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. - Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. janúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 28. nóvember 1983. Útboð Tilboð óskast í fasteignina nr. 14 við Grjótagötu, hér í borg. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu borgarritara, Austurstræti 16, og má vitja þeirra á venjulegum skrifstofutíma. Húsið verður til sýnis mánudag 5. desember og miövikudag 7. desember kl. 13-15 hvorn daginn. Skilafrestur tilboða er til og með 14. desember n.k. Borgarritarinn í Reykjavík 29. nóvember 1983 Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr- verandi ráðherrar verða í búðinni á morgun laugardag 3. des. kl. 2-4 og árita bók sína „Eysteinn í eldlínu stjórnmál- anna“. Getum sent bókina áritaða í póstkröfu. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 sími 24242 bækur Vilhjálmur G. Skúlason: Lyfjafræði Þctta er 13. bindi í Alfræðum Menningar- sjóðs og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfjaflokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönnum og dýrum. Þá er í mörgum tilvikum minnst á helstu hjáverk- anir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð í. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vísindamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. Höfundur, dr. Vilhjálmur G. Skúlason prófessor, rekur í eftirmála tilurð bókarinnar í meginatriðum. Lyfjafræðifjallarum hlutað- eigandi efni undir uppflettiorðum í stafrófs- röð líkt og önnur rit í flokki þessum. Bókin er 242 blaðsíður að stærð, sett, prentuð og bundin í prentsmiðju Odda. Lyljafræði er prýdd mörgum myndum eins og önnur rit í Alfræðum Menningarsjóðs. 0 Utilegumenn ogauðar tóttir Ólafur Briem: Útiiegumenn og auðar tóttir Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út í annarri útgáfu endurskoðaðri og aukinni rit Ólafs Briems Útilegumenn og auðar tóttir, en frumútgáfan frá 1959 er löngu þrotin. Segir svo á kápu um höfundinn, bókina og hina nýju útgáfu hennar: Bók þessi lýsir útilegumannabyggðum sem frá greinir í íslenskum heimildum fornum og nýjum og telst því fræðileg rannsókn. Jafn- framt lýkur höfundur upp hulduheimi þjóð- sagna og þjóðtrúar og ber saman við stað- reyndir. Mun lesendum þykja sá fróðleikur skemmtilegur og markverður enda um hann fjallað af vandvirkni og hugkvæmni. Bókina prýða fjölmargar ljósmyndir, flest- ar eftir Gísla Gestsson fyrrum safnvörð sem einnig hefur samið þrjá kafla hennar og stjórnað þeim fornleifarannsóknum er gerðar voru. Ólafur Briem fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni er bæði mikilhæfur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Bækur hans aðraren Útilegumenn og auöar tóttir eru:Norræn goðafræði (1940), Heiðinn siður á íslandi (1945, Vanir og Æsir (1963) og íslendinga sögur og nútíminn (1972). Útilegumenn og auðar tóttir er 188 blað- síður að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðju Hafnarfjarðar. Kápu gerði Sigurður Örn Brynjólfsson. PC JersilolI EFTIR FIÓDID Áhrifamikið listaverk um afleiðingar gereyðingarstyrjaldar Skáldsagan Eftir flóðið kom út fyrir rúmu ári og hefur þegar verið þýdd og gefin út víða um heim. Hefur hún hvarvetna vakið mikla eftirtekt og skapað háværar umræður. Þessi magnaða skáldsaga gerist rúmlega 30 árum eftir gereyðingarstyrjöld. Söguhetjan er ungur maður, fæddur skömmu eftir tortíminguna. Lesandinn fylgist með iífsbaráttu hans í óbyggilegum heimi og fjörbrotum deyjandi mannkyns. Eftir flóðið er óhugnanleg framtíðarsýn en jafnframt ógleymanlegt listaverk og áreiðanlega ein brýnasta skáldsaga síðari ára í okkar heimshluta. Njörður P. Njarðvík þýddi. PC Jersiid er læknir að mennt og meðal merkustu og mest lesnu rithöfunda á Norðurlöndunum. í fyrra kom út eftir hann hjá Máli og menningu skáldsagan Barnaeyjan. cjefumgóðarbœkur . og menning Kvikmyndir SALUR1 Frumsýnir stórmyndina La Traviata A FRANCOZITFIREIU HLM La Traviata vTERESA STRATAS PLACIDO IXJMINGO f CORNELL MACNEIL lAMISI.EVINF..... ......TARAK Bt.N AMMAR ................FRANC'OZlJ-FIREIXI 'Heimsfræg og splunkuný stór- mynd um hina Irægu óperu Verdis, La Traviata. Myndin hefur farið sigurför hvar sem hún hefur verið sýnd. Meistari Zeffireili sýnir hér enn hvað í honum býr. Ógleymanleg skemmtun fyrir þá sem una góðum og vel gerðum myndum. Aðelhlutverk: Placido Domingo, Teresa Stratas, Cornell MacNeil, Allan Monk Leikstjóri: Franco Zeffirelli Myndin er tekin I dolby stereo Sýnd kl. 5,7,9.10 Zorroog hýrasverðið (Zorro, the gay blade) Sýndkl. 11.15 SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikkamús Einhver sú alfrægasta grínmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR3 Herra mamma (Mr. Mom) C^rirlbii'VArnJitflcttxiNÍM'. .ixkjwt k-t M»>ili. Aníi'. poti^riilMM' iii lúiin íriKn ilk' »».N iiKimp. Splunkuný og jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknar-' mesta myndin i Bandarikjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grínmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr því.. ■ Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýndkl. 5,7,9 og 11 SALUR4 Porkys , Sýndkl.5 Ungulæknanemamir Sýnd kl. 7,9 og 11 Dvergarnir Sýnd kl. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.