Tíminn - 14.02.1984, Page 4

Tíminn - 14.02.1984, Page 4
14 enska knattspyrnan ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1984 umsjón: Samúel Örn Erlingsson Nottinsham Forest — Öll toppliðin unnu - Parkes átti stórleik - Sunderland stal stigi - Manchester City sigraði ■ Nottingham Forest er enn á uppleið í Englandi. Liðið er nú í öðru sæti í 1. deild, þremur stigum á eftir Liverpool. Einu stigi aftar en Manchester United, og þar á eftir kemur West Ham, einu stigi á eftir United, og því fimm stigum á eftir toppliðinu Livcrpool. Öll þessi lið áttu það sameiginlegt að sigra um helgina. Eina liðið sem vann með glæsibrag var Manchester Unitcd, vann Luton 5-0. Liverpool lagði Arsenal að velli 2-1, og Nottingham Forest og West Ham voru fremur hcppin að sleppa með sigur, Forest lék vörnina vel gegn QPR, og Phil Parkes vann lcikinn fyrir West Ham gegn Coventry með frábærri markvörslu. Það var mikil markasúpa í Nottingham, þar sem Watford vann Notts County 5-3, og í annarri deild gerðist margt skemmtilegt. Brian Robson landsliðsfyrirliði Eng- lands átti stórleik með liði sínu, Man- chester United gegn Luton, og Robson og félagar unnu stórt, 5-0. Eftir jafna og góða byrjun, þar sem bæði lið skiptust á að sækja og áttu góða kafla, skoraði Brian Robson fyrsta markið, á 37. mínútu. Norman Whiteside bætti öðru við fyrir leikhlé með skalla, og síðan skoraði Robson aftur, nú með glæsiskoti. Frank Stapleton skoraði 4-0 tíu mínútum fyrir leikslok, og Norman Whiteside skoraði fimmta markið. Leikurinn var fjörlegur, og hefðu mörkin getað orðið fleiri, báðu megin. Phil Neal tryggði Liverpool þrjú stig, og þar með áfram trygga stöðu á toppnum, þegar hann skallaði inn sigurmarki liðs síns gegn Arsenal á Anfield Road á laugardag. Neal skor- aði á 77. mínútu, eftir að Craig John- stonc tók aukáspyrnu vinstra megin, og Neal skallaði föstum bolta framhjá Pat Jcnnings í marki Arsenal. Þar með voru þrjú stig í húsi, stigsem Liverpool átti skilið, þrátt fyrir töluvert kæruleysi á köflum í leiknum. - Liverpool náði forystunni í leiknum einnig eftir auka- spyrnu. Sammy Lee tók aukaspyrnu hægra megin á 38. mínútu, og með viðkomu hjá Phil Ncal kom boltinn á höfuð Alans Kenncdy sem stýrði bolt- anunt vel í netið. Pat Jennings þurfti síðan að verja tvisvar af snilld frá Johnstone, uns Arsenal jafnaði öllum á óvart fyrir leikhlé. Varnarmistök voru frumorsökin, eins og í leiknum gegn Walsall í deildarbikarkeppninni í síöustu viku. Alan Hansen missti af Brian Talbot á hægri kantinum, og fyrirgjöf Talbots var send í netið af stuttu færi, Graham Rix þar að verki. - I heild var Arsenal fremur til von- brigða að sögn fréttamanns BBC, vörnin góð að vísu og miðjan þokka- leg, en sóknin afar bitlaus, og Charlie Nicholas gat ekkert. - Liverpool var betra liðið, en saknar illa stöðugleika og styrks þeirra Graeme Souness og Kenny Dalglish, og mundi ekki veita af liðsstyrk þeirra gegn Walsall annað kvöld. Fréttir herma þó að Souness verði orðinn heill þá. Nottingham Forest náði í þrjú stig á Loftus Road. Pað var síður en svo átakalaust, Queens Park Rangers sóttu stíft, léku hratt og vel, en Nottingham Forest barðist vel, lokaði á samspil heimamanna, settu upp varnarveggi og baktryggðu hver annan. Um það bil þremur mínútum fyrir hálfleik kom eina mark leiksins, og Forest tryggði sér sigurinn. Colin Walsh gaf vel á Stevc Hodge, þannig að hann hafði bæði rúm og tíma. Hodge sendi yfir- vegaðan bolta á höfuðið á Gary Birties, sem hamraði inn sitt þrettánda mark á tímabilinu. Þrátt fyrir mikla pressu Rangers eftir þetta kom það ekki að haldi, John Gregory stjórnaði og Simon Stainrod pressaði á vörn Forest, allir gerðu eins og þeir gátu en Forest hékk á sínu með öruggri og sterkri spilamennsku. West Ham getur svo sannarlega þakkað manni að nafni Phil Parkes fyrir stigin þrjú sem liöið náði í til Coventry. Þeir eru sjálfsagt enn að spá í það í Coventry hvað þeir gerðu rangt í leiknum, úr því þeir ekki sigruðu, og þeír spá sjálfsagt í það lengi enn. Þeir gerðu allt sem þurfti til að vinna venjulegan leik, en það var ekki nóg í þessu tilfelli. Það var einfaldlega ekki nóg, því frammistaða Phil Parkes var langt fyrir ofan það sem venjulegt getur talist, hver einasti bolti sem að markinu kom lenti í hanskaklæddum hrömmum hans. - Þrátt fyrir að West Ham hafi komist fram úr með sjálfs- marki Dave Bamberá21. mínútu, var Coventry mun betra, enda kannske ekki skrýtið, meiðsli mikil í liði West Ham. Hjólhestaspyrna Terry Gibson lenti í hrömmum Parkes eins og allt annað, og eftir 30 mínútna leik í síðari hálfleik skoraði West Ham í fyrstu góðu sókn sinni í leiknum. Dave Swindlehurst tók fyrirgjöf niður, og renndi á Tony Cottee alfrían, og Cottee skoraði auðveldlega. Þannig komst West Ham 2-0 yfir, án þess að gera margt til að eiga það skilið. Steve Hunt hafði það af að sigra Parkes í lokin, en það var alltof seint. Fyrsta deildarmark Lee Chapmans fyrir Sunderland var dýrmætt fyrir félagið. Hann jafnaði á útivelli 8 mínútum fyrir leikslok, og Sunderland hélt heim frá Southampton með annað stigið í pokahorninu. Southampton átti allan leikinn, réði lögum og lofum. Liðið virkar mjög skemmtilegt, góð blanda eldri og yngri leikmanna, og stórkostlega stjórnað af Steve Will- iams. „Ef England á þrjá betri miðvall- arleikmenn en Williams, þá hef 'ég örugglega ekki séð þá“, sagði frétta- maður BBC á leiknum, lan Dark. Williams stjórnaði leiknum, en það var þó brot Shaun Elliotts á Danny Wallace sem gaf Southampton foryst- una eftir 30 mínútur. Steve Moran skoraði úr vítaspyrnunni, hans' 10. mark í 8 leikjum. En mörk Southamp- ton hefðu átt að vera fleiri, Sunderland varði á línu frá Frank Worthington, og Chris Turner varði tvisvar vel frá Steve Moran, og einu sinni frá Mick Mills. Sunderland, með 9 menn í vörn, hékk þó áfram í leiknum, og sóknir þeirra sem jafnan voru eins og létt súld á gæs, bar árangur í lokin öllum á óvart, sennilega ekki síst þeim sjálfum. Bracewell gaf vel fyrir, og lymskulega stefndur bolti af kolli Chapmans fór yfir Peter Shilton í marki Southamp- ton. „Rán um hábjartan dag“, sagði lan Dark. Ohcppnasti maðurinn á Bretlands- eyjum á laugardag hefur að líkindum verið hinn 18 ára gamli varnarmaður WBA, Mick Forsythe, sem var borinn útaf eftir aðeins 18 sekúndna leik, meiddur í leik WBA og Everton á the Hawthorns. Derek Mountfield kom Everton yfir í leiknum, en annar unglingur, Mick Perry jafnaði fyrir West Bromwich Albion úr vítaspyrnu. - Everton hefur nú leikið 12 leiki án taps, og þykir það bara góður kafli hjá liðinu. Stoke vann mikilvægan sigur á Ipswich, heima á Victoria Ground í Stoke on Trent. Þessi sigur lyfti liðinu upp fyrir Notts County í botnbarátt- unni. Ipswich hélt jöfnu í aðeins 5 mínútur, þá skoraði Ian Painter sigur- mark Stoke. Keith Bertschin hcfur áreiðanlega óskað þess að hafa ekki verið með í ■ Markverðir voru mjög í sviðsljósinu síðastliðinn laugardag í ensku knattspyrnunni. Chris Woods, markvörður Norwich hélt liði sínu algerlega á floti framan af í sigurleiknum gegn Aston Villa, og Phil Parkes, mgrkvörður West Ham (litla myndin) bjargaði algerlega þremur stigum gegn Coventry. leiknum, eftir fyrri hálfleik Norwich og Aston Villa. En Chris Woods sem var undir vökulu auga Bobby Robson landsliðseinvalds, hélt Norwich á floti meðan Bertschin brenndi af þremur dauðafærum hinu megin. I síðari hálf- leik stakk Norwich af, John Deehan, fyrrum leikmaður Villa (2), og gamli jaxlinn Mike Channon skoruðu þrjú mörk, svo Villa réði ekki lengur neitt við neitt. Það fóru ekki mjög mörg færi for- görðum í leik Notts County og Watford á Meadow Lane. Watford komst í 2-0 með mörkum Rachid Harkouk og Trevor Christie, en Watford náði for- ystunni með mörkum frá Kenny Jackett, George Reilley og tveimur frá Nigel Callachan. Trevor Christie minnkaði muninn í 3-4, en Maurice Johnston skoraði þá sitt 14. mark í 17 leikjum og Graham Taylor fram- kvæmdastjóri Watford hefur að líkind- um brosað breitt á laugardagskvöldið. „Þetta gengur miklu betur núna“, sagði hann eftir leikinn. Strákarnir fóru fremur illa af stað í haust, það var mjög mikil pressa á þeim. En nú eru hlutirnir komnir á rétt skrið“. Tottenham Hotspur var næstum fall- ið í sömu gryfju og Notts County, það er að komast tvö yfir og slappa svo af um of. Tottenham var yfir 2-0 á White Hart Lane gegn Leicester, eftir að Mark Falco og Tony Galvin höfðu skorað, en Glenn Hoddle stjórnaði spilinu. Gary Lineker gerði sér þá lítið fyrir og jafnaði með tveimur góðum mörkum, eftir varnarmistök hjá Tott- enham. En eins og oft áður, bjargaði Steve Arthibald andliti Tottenham með marki á lokamínútunni, hans 22. mark á tímabilinu. Önnur deild: Þegar Chelsea skoraði gegn Cam- bridge í háskólabænum eftir aðeins 6 mínútur varð mörgum á að hugsa, hve mörg mörk koma hjá þeim f viðbót? Þetta var fyrsta skotið sem hinn átján ára gamli markvörður Cambridge, Dean Grague fékk á sig í ensku meistarakeppninni. Ogþrátt fyrirgóða tilburði, réði hann ekki við skot Tony McAndrew. En Chelsea slappaði af eftir þetta, og ef sóknarmenn Cam- bridge hefðu verið ögn nákvæmari, hefðu úrslit getað orðið önnur. Enn varð hneyksli útaf áhorfendum sem elta Chelsealiðið, þeir stóðu fyrir slagsmálum á meðan á leiknum stóð og eftir hann. Manchester City stal sigrinum frá Portsmouth í orðsins fyllstu merkingu. Leikmenn Portsmouth og aðrir áhang- endur, gátu heldur ekki trúað því sem fyrir augu bar. Bakvörðurinn Nicky Reid skoraði sitt fyrsta mark í þessum leik, en hann hefur leikið 167 leiki fyrir liðið. Það sem meira var, Reid kom inn á sem varamaður, og skoraði sigurmark liðs síns á lokamínútu leiks- ins. Alan Knight markvörður Ports- mouth sló skot Bakers upp undir slána, boltinn kom niður, og Reid sem fylgdi vel á eftir, gat ekki annað en skorað. Tólf mínútum áður hafði verið dæmt víti á Portsmouth, Tate hafði handleikið boltann að mati dómarans inni í vítateig, en eitthvað þótti mörg- um þau atriði bæði vera vafasöm. Jim Tolme skoraði óaðfinnanlega úr víta- spyrnunni, og jafnaði þar með fyrir City, sem hafði aldrei átt glætu í leiknum fram að því. Portsmouth hafði átt allan leikinn, og Paul Wood hafði skorað á markamínútunni, þeirri 43. Það var hans fyrsta mark fyrir Ports- mouth í hans þriðja leik fyrir félagið. Grimsby lagði Newcastle að velli, reyndar ekki í fyrsta skipti hjá þeim piltum úr útgerðarbænum, þeir hafa lagt hvert stórliðið á fætur öðru undan- farnar vikur, þar á meðal Sheffield Wednesday. Kevin Drinkell skoraði fyrir Grimsby á 60. mínútu, og eftir það var Grimsby í vörn. Newcastle tókst ekki að jafna, þrátt fyrir stans- lausa sókn. Besta færi Newcastle var í fyrri hálfleik, þegar Kevin Keegan fann kollinn á Pearson en markvörður Grimsby, Nigel Batch varði mjög vel. Reyndar var Keegan heppinn að fá að leika leikinn til enda, hann hrinti dómaranum greinilega í vonsku eftir að mark hafði verið dæmt af Newcastle í leiknum, en það var látið líta út sem óviljaverk. Blackburn lenti 0-1 undir í Derby, þegar Archie Gemmill hafði skorað úr vítaspyrnu. Þannig virtist það ætla að vera áfram, þegar John Wallinson klúðraði vítaspyrnu fyrir Blackburn. En Glenn Keeley kom jafntefli í hús í lokin. Sheffield Wednesday vann stórt á Hillsborough, Bannister, Shirtliff, Cunningham og Varadi skoruðu fyrir Wednesday. Brian Cox markvörður Hudders- field var borinn útaf í leiknum gegn Oldham, eftir árekstur við félaga sinn í liðinu, David Burke. Mark Lillis fór í mark, en hann var sigraður af Mike Quinn skömmu síðar. -SÖE 1. deild: | Birmingham-Wolves 0-0 Coventry-West Ham 1-2 Liverpool-Arsenal 2-1 Norwich-Aston Villa 3-1 Notts. C-Watford 3-5 : Q.P.R.-Nott.For 0-1 i Southampton-Sunderland . . 1-1 Stoke-lpswich 1-0 Tottenham-Leicester 3-2 ; W.B.A.-Everton 1-1 : 2. deild: Brighton-Swansea 1-1 Camhridgc-Chelsea 0-1 Carditf-Leeds (1-1 Derby-Blackburn 1-1 Fulham-Crystal Palace . . . . 1-1 Huddersfield-Oldham 0-1 i Man City-Portsmoulh 2-1 Middlcsbro-Barnslev 2-1 Newcastle-Grimsby 0-1 Sheff. Wed-Charlton 4-1 Shrewsburv-Carlisle 0-0 3. deild: Scunthorpe-Newport . . . . . 3-3 Bradford-I’ort Vale 2-2 Bristol-Rovers-Orient 0-0 Burnley-Brentford 2-2 Gillingham-Bournemouth . . 2-1 Lincoln-Hull 1-3 Millwall-Oxford 2-1 Preslon-Plymouth 2-1 ! Rotherham-Bolton 1-1 Walsall-Southend 4-0 Wigan-Sheffield Utd 3-0 i Wimbledon-Exeter 2-1 4.deild: Bury-Doncaster 2-3 Colchester-Chcsterfield .. . , 2-0 Crew Alexandra-Blackpool , 2-1 Hartlepool-Halifax 3-0 Hereford-Tranmere 0-1 Mansfield-Peterborough . . . 0-0 Northampton-Rochdale . . , 1-1 Reading-Chester 1-0 Swindon-Stockport 2-1 Wrcxham-Aldershot 1-1 York-Darlington . . 2-0 STAÐAN 1. deild: Liverpool.... . 27 16 7 4 45-20 55 Nott. Forest.. . 27 16 4 7 53-31 52 Man.Utd. ... . 27 14 9 4 51-29 51 West Ham ... . 27 15 5 7 44-26 50 Q.P.R . 26 13 4 9 43-24 43 Southampton . 26 12 7 7 30-23 43 Tottenham .. . 27 11 7 9 46-44 40 Luton 12 3 11 41-41 39 Norwich . 27 10 9 8 33-30 39 Coventry .... . 26 10 8 8 35-33 38 Watford . 27 11 4 12 48-48 37 Aston Villa .. . 26 10 7 9 38-41 37 Everton . 26 9 8 9 21-27 35 Arsenal . 27 10 4 13 42-39 34 Ipswich . 26 9 5 12 36-35 32 Sunderland .. . 26 8 8 10 26-36 32 W.B.A . 27 9 4 14 30-45 31 Birmingham . . 27 8 6 13 27-33 30 Leicester .... . 27 7 8 12 42-49 29 Stoke . 27 5 8 14 23-47 23 Notts County . 26 5 5 16 36-57 20 Wolves . 26 4 6 16 21-53 18 2. deild: Chelsea 2á 16 a 4 60-32 57 Sheff. Wed. .. 27 16 7 4 53-25 55 Man. City ... 27 15 6 6 46-29 51 Grimsby .... 27 13 : 10 4 39-27 49 Newcastle ... 26 15 3 8 51-37 48 Blackburn ... 27 12 : 11 4 36-31 47 Carlisle 27 12 10 5 31-19 46 Charlton .... 28 13 7 8 38-37 46 Huddersfield . 27 10 9 8 37-35 39 Middlesbr. ... 27 9 8 10 30-29 35 Brighton .... 27 9 7 11 42-41 34 Leeds 25 9 6 10 34-35 33 Shresbury ... 26 8 9 9 30-34 33 Portsmouth .. 27 9 5 13 43-38 32 Cardiff 26 10 2 14 33-38 32 Oldham 27 9 5 13 30-45 32 C.Palace 26 8 6 12 28-34 30 Barnsley .... 26 8 5 13 37-38 29 Fulham 27 6 9 12 31-38 27 Derby 27 6 6 15 24-50 24 Swansea .... 27 3 6 18 23-54 15 Cambridge .. 27 2 8 17 20-50 14 Skotland ■ Úrslit urðu þessi t skosku úrvalsdeild- inni um helgina: Celtic-St Johnstone ........ 5-2 Dundee Utd-Hibemian ........ 2-0 Hearts-Rangers.............. 2-2 Motherwell-Aberdeen ........ 04 St Mirren-Dundee ........... 4-0 Staðan er nú þessi: Aberdeen ....22 17 Celtic ......22 12 Dundee Utd .... 20 12 Rangers......23 10 Hearts........22 7 2 57-12 37 4 51-25 31 4 38-18 28 8 35-30 25 7 25-31 22 St.Mirren.... 22 6 10 6 33-31 22 Hibernian.... 22 8 3 11 29-36 19 Dundee.......21 St. Johnst .. 23 Motherwell .... 23 2 12 29-43 16 1 17 22-62 11 7 15 17-48 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.