Tíminn - 21.02.1984, Page 4

Tíminn - 21.02.1984, Page 4
14 enska knattspyrnan Enska bikarkeppnin - fimmta umferð: ílílíís l ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 umsjón: Samúel Örn Erlingsson PLYMOUTH OG DERBY AFRAM West Ham Norwich og Brighton slegin út ■ Það stórlið, sem flestir höfðu spáð sigri í ensku bikarkeppninni í ár, að föllnum stórliðunum Manchester United, Liverpool, Nottingham Forest, Arsenal og svo framvegis (áhangendur fallinna stórliða geta hér bætt inn í cftir þörfum ), féll út á iaugardag í flmmtu umferð ensku bikarkeppninnar. West Ham féll í Birmingham. Nú eru eftir fímm lið úr 1. deild í bikarkcppninni, og Southampton er þeirra best sett í dcildinni, í 6. sæti. Hin eru Watford og Everton um miðbik deildarinnar, og Birmingham og Notts County í fallharáttunni. Óvæntustu úrslit keppninnar á laugardag voru óvæntir sigrar neðrideildarliða, þriðjudeildarliðs Plymouth Argyle á West Broinwich Albion á heimavelli þeirra síðarnefndu og sigur Derby á Norwich á Baseball Ground i Derby. Watford vann öruggan sigur á Brighton, bikarliðinu mikla, og Everton vann stóran sigur á Shrewsbury. Gömlu stjörnurnar, nýi fram- kvæmdastjórinn Johnny Giles, og að- stoðarmenn hans, Norman Hunter og Mobby Stiles, riðu ekki feitum hesti frá fyrstu viðureign West Bromwich Albion undir þeirra stjórn. Þriðju- deildarliðið Plymouth Argyle sigraði nefnilega fyrstudeildarliðiö á heima- velli þess, sannfærandi 1-0. Plymouth- liðið barðist vel, var betur skipulagt, ogskapaði sér betri tækifæri í leiknum. 23 þúsund áhorfendur, þar af 5 þúsund áhangendur þriðjudeildarliðsins voru mættir á the Hawtohorns. Gordon Stavenport leikmaður í Argyle-sókn- inni var maðurinn á bak við sigurinn, hann ógnaði oft markinu, og það var fyrir ódrepandi baráttudug hans sem sigurmarkið kom á 57. mínútu. Staven- port elti boltann inn í teig, vann hann þar og renndi inn á markteiginn til Tommy Tyman, sem skoraði af stuttu færi. Derby, 2. deildarliðið sem hímt hefur í skugganum allt frá því liðið féll í aðra deild árið 1980, komst áfram í bikarnum um helgina með fræknum sigri á fyrstudeildarliði Norwich. Leikurinn var á Baseball Ground, heimavelli Derby. Derby var betra liðið allan tímann, og sótti grimmt allt frá byrjun. Það var bara markvarslan sem hélt Norwich á floti, Chris Woods varði hvað eftir annað stórkostlega og þess vegna var jafnt í hálfleik. Gamli j jaxlinn Archie Gemmill skoraði fyrsta markið þegar 9 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik úr vítaspyrnu, eftir að John Robertson hafði verið brugðið innan vítateigs. 15 mínútum fyrir leiks- lok tókst svo Bobby Davieson að skora annað mark fyrir Derby, komst á auðan sjó og skoraði er hann var einn gegn Woods einum. Þremur mínútum fyrir leikslok tókst John Deehan að minnka muninn, potaði eftir horn- spyrnu. Úrslitin 2-1 fyrir Derby, sanngjarn sigur. Nú eru fyrstudeildarliðin Watford og Southampton talin sigurstrangleg- ust í ensku bikarkeppninni, en ómögu- legt er þó um að segja á þessu stigi, fimm fyrstu deildarlið cfti^tvö annarr- ar deildar og eitt þriðjudeildar. - ' Watford sló út bikarstjömurnar frá í fyrra, Brighton um helgina. Brighton, sem komst í úrslit í fyrra, og hélt sínu striki í fjórðu umferð nú og vann Liverpool, átti aldrei möguleika gegn Watford. Watford komst í 1-0 á Vicarage Road með marki George Reilly, og Maurice Johnstone bætti öðru við í fyrri hálfleik. Bæði þessi mörk voru skallamörk á nærstöng, tíunda mark Reillys, og fimmtánda hjá Johnstone í sautján leikjum, ótrú- lega traustur og góður leikmaður og mikið happ hjá Watford að fá hann í vetur, þegar allt var á niðurleið. Saman hafa þeir Johnstone og Reilly skorað 24 mörk á þremur mánuðum, sem eru grunnur þess að Watford er nú á góðu svæði í 1. deild, og vel á veg komið í bikarkeppninni. - En áfram með leik- inn, eini Ijósi punkturinn í leiknum fyrir Brighton var þegar Danny Wilson minnkaði muninn í 1-2 úr vítaspyrnu fyrir liðið, og Steve Penny fékk nafna sinn Sherwood til að verja eins og sjálfur Banks væri á ferð mínutu síðar. i Síðan fór allt í sama farið, Watford tók völdin og Kenny Jackett hamraði inn Iþriðja markið með miklu þrumuskoti. Southampton sigraði Blackburn í ■ Adrian Heath sannaði tilveru sína með Everton svo um munaði um helgina. Hann var maðurinn bak við sigur Everton á Shrewsbury, og lagði upp tvö mörk. Blackburn á föstudagskvöldið. Heima- liðið stóð sig vel í baráttunni, og gestirnir í raun heppnir að vinna. Dave Armstrong skoraði sigurmarkið eftir jfyrirgjöf markaskorarans mikla, Steve Moran í síðari hálfleik, en í fyrri hálfleik björguðu leikmenn „Dýrðling- anna“ tvisvar á marklínu. Sheffícld Wedncsday batt enda á góða frammistöðu Oxford í bikar- keppninni. Annarrardeildarliðið sigr- aði þriðjudeildarliðið örugglega 3-0 Wednesday var strax stórhættulegt í leiknum, og komst tvisvar í þrumufæri á fyrstu tíu mínútunum, þó án þess að { skora. Gary Megson tók síðan auka- spyrnu á 27. mínútu, á kollinn á Imre Varadi sem kom Wednesday í 1-0. Tíu mínútum síðar gaf Megson aftur fyrir, | Tony Cunningham skallaði til baka á | Gary Bannister sem skoraði 2-0. Bann- ister skoraði svo þriðja markið fimm- tán mínútum eftir leikhléið, eftir fyrir-, gjöf Gary Shelton. Oxford komst í raun aldrei ígangíþessum leik, til þess voru hamfarir Wednesday of miklar. Birmingham vann sanngjarnan sigur j á West Ham, 3-0 í Birmingham. Kom þessi stórsigur Birmingham á einu toppliða 1. deildar nokkuð á óvart. Orskökin var einföld, Birmingham gerði hlutina rétt, og hélt áfram aðl gera þá rétt, þó að áhangendur West Ham hefðu sig mjög í frammi. Robert Hopkins kom þeim yfir á 9. mínútu, og þremur mínútum síðar skoraði Tony Reece annað mark eftir fyrirgjöf Hopkins. Billy Wright innsiglaði sigur- inn 13 mínútum fyrir leikslok. Everton vann frækinn sigur á Shrewsbury á Goodison Park, og hefur nú ekki tapað leik í óratíma. Að viðstöddum 27 þúsund áhorfendum sannaði Adrian Heath loksins að hann hefði verið þeirra 750 þúsund punda virði sem gefin voru fyrir hann á sínum tíma. Alan Irvine skoraði fyrsta mark- ið fyrir Everton á 25. mínútu eftir góðan undirbúning Heaths. Heath var einnig á bak við annað markið, gaf vel á Irvine, sem renndi á Peter Reid sem skoraði. Þriðja markið var ekki eins glæsilegt, en það kom fimm mínútum fyrir leikslok. Griffin varnarmaður Shrewsbury, speglaði óvart inn skot frá Andy Gray. Leikurinn var vel leikinn, Everton voru betri og áttu sigurinn skilinn. Liðið hefur ekki feng- ið á sig mark í bikarkeppninni. Shrews- bury lék vel, og hélt uppi hraða og góðu spili, svo leikurinn var skemmti- legur. Fimmta fyrstudeildarliðið tii að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum, Notts County, lagði Middlesboro að velli í Nottingham. Nígeríumaðurinn John Chiedozie tryggði sínum mönnum sigur með góðu marki á 32. mínútu. Chiedozie stakk tvo varnar- menn „Boro“ af á ævintýralegum hraða, og skoraði með þrumuskoti. Annars var fyrstudeildarliðið oft í vandræðum með Middlesbro, sem er duglegt baráttulið. Þó átti Trevor Christie skot í stöng marks Middles- bro. -SÖE ■ Engin verulega óvænt úrslit urðu í 1. deild á Englandi á laugardaginn, en í annarri deild voru meiri sviptingar. Liverpool varð þó að sætta sig við jafntefli í Luton, og Manchester Unit- ed var heppið að komast heim með eitt stig frá Wolverhampton. Lítum á leikina: Bæði áhorfendur og leikmenn byrj- uðu á því að spyrja hvernig bikar- leikirnir hefðu farið, strax að loknum leik Luton og Liverpool á Kenilworth Road í Luton. Leikurinn var fullur af rangstöðudómum og bókunum. Luton lék vel í vörn, og það dugði til. Liverpool náði sér ekki á strik. Paul Walsh átti stórleik í Lutonsókninni, og hefur áreiðanlega fengið rós í hnappa- gatið út á það, Bobby Robson lands- liðsþjálfari horfði á. Leikurinn var í heild fremur leiðinlegur, úrslitin enda 0-0. Notthingham Forest og Sunderland skildu jöfn í Sunderland. Sunderland | Ekkert óvænt í Skotlandi Rl Ekkert óvænt gerðist í Skotlandi um helgina í bikarkeppninni, efri liðin unnu þau ncðri. Motherwell, lið Jó-1 hannesar Eðvaldssonar, sigraði Clyde- bank 3-1. Dregið var í 8 liða úrslitum skoska bikarsins um helgina, og fékk Motherwell leik við Glasgow Celtic, gamla liðið hans Búbba. Celtic og Rangers unnu stórsigra á neðrideildaliðum í keppninni um helg- ina, bæði 6-0. Önnur lið sem komust áfram voru Aberdeen, Dundee Utd. Morton, St. Mitren og Dundee. Þessi lið drógust saman, heimalið á undan: Motherwell-Celtic, . Aberdeen-Dundee United, St. Mirren-Morton, Dundee-Glasgow Rangers -SÖE átti tvö færi í fyrri hálfleik, þrumuskot frá Mike Chapman sem átti sinn besta j leik til þessa með Sunderland síðan hann kom frá Arsenal, og vippskot frá Leighton James, sem var varið í horn. Það var loks Gordon Chisholm sem náði forystunni fyrir Sunderland með góðu skallamarki á 72. mínútu. Viv Anderson jafnaði 16. mínútum fyrir leikslok fyrir Nottingham Forest. For- est gat þakkað sínu sæla fyrir jafn- teflið. John Burridge, markvörður Úlf- anna átti leik gegn Manchester United, sem sjálfur Peter Shilton hefði getað verið stoltur af. Burridge varði strax frá upphafi frábærlega, og ekkert komst framhjá. Sammy Trauten, hinn hávaxni fri í liði Wolves skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu, og Úlfarnir voru komnir yfir. Manchester United náði loksins að jafna skömmu fyrir leikslok, . Nurman Whiteside skaut | óvænt með vinstri fæti, það hefði ekkert nema eitthvað óvænt getað varið markið hjá Burridge. Skot Whitesides fór í markið rétt út við stöng, og úrslitin 1-1. Enn tapaði Coventry um helgina, nú fyrir Stoke sem er að hressast ótrúlega þessa dagana. Dave Bennett kom Coventry í 1-0 á Highfíeld Road, Örslit Enska bikarkeppnin 5 umferð Blackburn-Southampton Birmingham-West Ham Derby-Norwich........ Everton-Shrewsbury . . . Notts Countv-Middlesbro Oxford-Sheffíeld Wed . Watford-Brighton .... W.B.A.-Plymouth .... 1. deiid Arsenal-Aston Villa . Coventry-Stoke .... Luton-Liverpool . . . Sunderland-Nott.For. Wolwes-Man.Utd . . 2. deild Bamsley-Crystal Pal . . Carlisle-Oldham ..... Man.City-Newcastle Utd Portsmouth-Leeds .... 0-1 3-0 2-1 3-0 1-0 0-3 3-1 0-1 1-1 2-3 0-0 1-1 1-1 1-1 2-0 1-2 2-3 3. deild Boumemouth-Brentford............ 0-3 Bradford-Rotherham.............. 1-0 Xristol Rovers-Walsall ......... 4-2 Exeter-Orient................... 3-4 Lincoln-Preston ................ 2-1 Port Vale-Newport .............. 4-2 Wigan-Burnely................... 1-0 Wimbledon-Scunthorpe ........... 1-1 4. deild Aldershot-Halifax .............. 5-2 Bury-Hartlepool................. 3-0 Chester-Rochdale ................ 1-0 Crew Alexandra-Colchester....... 1-1 Darlington-Chesterfield ........ 2-1 Doncaster-Tranmere ............. 1-1 Mansfíeld-Hereford.............. 1-1 Pelerborough-Bristol City....... 4-1 Swindon-Reading ................ 1-1 Torquay-Wrexham.................. 1-0 York-Northampton ............... 3-0 Skoska bikarkeppnin: Clyde-Aberdeen................... 0-2 Dundee Utd-Hearts............... 2-1 Eátt Fife-Celtic................ 0-6 Invemess Caled-Rangers.......... 0-6 Motherwell-Clydebank.............3-1 Morton-Dunbarton ............... 2-1 St Mirren-Hamilton.............. 2-1 Skoska úrvalsdeildin: St Johnstone-Hibcmian .......... 1-0 Staðan: Abcrdecn ........22 17 Celtic...........22 12 Dundee Utd . . . . 20 12 Rangers..........23 10 Hearts...........22 7 St Mirren........22 6 Hibemian ... 23 8 llundee ......... 21 7 St Johnst.......24 6 Motherwell .... 23 1 2 57-12 37 4 51-25 31 4 38-18 28 8 35-30 25 7 25-31 22 6 33-31 22 12 29-37 19 12 29-43 16 1 17 23-62 13 7 15 17-48 9 MAHCHESTER UNITED f KLfPU rétt náði stigi í Wolverhamton - jafnt hjá Liverpool og Luton Peter Hampton jafnaði fyrir Stoke, en Terry Gibson náði forystunni fyrir Coventry að nýju, 2-1. Stoke yar ekki af baki dottið, Mark Chamberlain jafnaði, og Brendan O’Callaghan skor- aði sigurmarkið fyrir gestina seint í leiknum. Arsenal og Aston Villa skildu jöfn 1-1 á Highbury. Graham Rix skoraði fyrir Arsenal, en Allan Evans jafnaði fyrir Villa. Önnur deild: Margt gerðist óvænt í annarri deild. í aðaltoppslag helgarinnar sigraði Newcastle Manchester City í Man- chester 2-1, og eru nú liðin jöfn að stigum. Peter Beardsley og Kevin Keegan skoruðu mörk Newcastle, Steve Kinsey minnkaði muninn fyrir City í lokin. Keegan hefur nú skorað 19 mörk fyrir Newcastle í vetur. 42 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Leeds United vann frækinn sigur í Portsmouth. Nicky Morgan og Mark Hateley komu Portsmouth í 2-0, en Leeds náði sér á strik, Tommy Wright, Paul Watson og Peter Lorimer skoruðu, og gestirnir fóru með stigin. -SÖE 1. deild: West.Ham . QPR....... Southampt. Tottenham Coventry ... Aston VUla . WBA . Leicester 2. deild: Man.City ... Grimsby .... Blackburn ... Charlton .... Huddersfield . Leeds ....... Middlesbrougl Brighton ... Shrewsbury Portsmouth .. Barnsley .. Fulham ... Derby..... Swansea .. Cambridge 28 16 8 4 45-20 56 28 16 5 7 54-32 53 28 14 10 4 52-30 52 27 15 5 7 44-26 50 27 14 4 9 45-24 46 26 12 7 7 30-23 43 27 11 7 9 46-44 40 27 12 4 11 41-41 40 28 10 9 9 33-32 39 27 10 8 9 37-36 38 27 10 8 9 39-42 38 27 11 4 12 48-48 37 28 10 5 13 43-40 35 .26 9 b 9 21-27 35 27 8 9 10 27-37 33 26 9 5 12 36-35 32 27 9 4 14 30-45 31 27 8 6 13 27-33 30 27 7 8 12 42-49 29 28 6 8 14 26-49 26 26 5 5 16 36-57 20 27 4 7 16 22-54 19 29 16 9 4 60-32 52 27 16 7 4 53-25 55 28 15 6 7 47 31 51 27 16 3 8 53-38 51 28 13 10 5 33-19 49 27 13 10 4 39-27 49 27 12 11 4 36-31 47 28 13 7 8 38-37 46 27 10 9 8 37-35 39 27 11 6 10 38-37 39 i 27 9 8 10 30-29 35 27 9 7 11 42-41 34 26 8 9 9 30-34 33 28 9 5 14 45-41 32 26 10 2 14 33-38 32 28 9 5 14 30-47 32 27 8 7 12 29-35 31 27 8 6 13 38-39 30 27 6 9 12 31-38 27 27 6 6 15 24-50 24 28 3 6 19 23-55 15 27 2 8 17 20-50 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.