Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
13
FfutnlngaþiópÖsl<» — Jprdyjrjnuver>ttakaV
steinaselj'e -JPtVk. Slmar;'7?.005 og,á4Si00
Stöðugt unnið að endurbótum hjá Volvo:
„MARGAR NVJUNGAR
í 1984 LÍNUNNI”
— segir Árni Filippusson, sölustjóri hjá Velti
■ „Það eru margar nýjungar í 1984 árgerðunum af Volvo vörubíl-
um, þar má nefna vörubíl ársins 1984, Volvo F 10 Intercooler, og N
12 Intercooler, sem eru nýju bílarnir sem við nú kynnum. Þá má
nefna algjörlega nýtt fyrirkomulag dráttarvagna, nýtt hús á F
bílunum, og að auki nýr valkostur á FIO, Globetrotterhúsið," segir
Árni Filippusson sölustjóri hjá Velti hf., Volvoumboðinu á íslandi.
„Ein augljósasta nýjungin á Volvo FIO og F12 gerðunum nú er að
líkindum nýtiskuleg hönnun hússins. Húsið er 150 millimetrum
hærra en það áður var á þessum bílum, og þakið hallar örlítið. Þá
verður hægt að fá það 150 mm lengra en það hefur verið. í þessum
bílum er góð aðstaða til að sofa, sé þess þörf.
■ Nýtískuleg hönnun Volvo kemur berlega í Ijós þegar litið er á þennan bíl, F10 með vindkljúf ofan á húsinu. Vindkljúfurinn á að
geta sparað 2-4 lítra af eldsneyti á hundrað kílómetra þegar loftmótstaða er mikil. Eldsneytisgeymir bílsins er stór, tekur 650 lítra, og er úr áli.
Þessir bílar taka þar með mun meira eldsneyti en áður, þrátt fyrir að styttra sé milli hjóla.
■ Öryggisprófanir eru
drjúgur þáttur í framleið-
sluþróun Volvo. Hér er
verið að prófa styrk hús-
sins við högg beint framan
á.
Vélar með
Nýjar afkastameiri vélar frá O&K
Tri Power
Þær nota nýtt kerfi er kallast „ Tri-Poweru sem mætti þýða
„Þrí-Afl. “
Byggt á þessu kerfi afkasta nýju vélarnar 30% meira, en
aðrar sambærilegar vélarþegar miðað er við þyngd, og þær
nota minni brennsluolíu fyrir hverjaeiningu, semmokaðer.
Þessi mynd sýnir hvernig skóflan helst ávallt lárétt og þannig verður hún ávallt
með meiri fyllingu. Þessi ágæta skótta hefur líka alla þekkta eiginleika O&K
vélskóflanna, sem eru af margra ára reynslu kunnar flestum góðum vél-
skóflumönnum um land allt.
Geríð svo vel og talið við Sigurð Óla
á skrífstofu okkar, til að fá nánari upplýsingar
G. Þorsteinsson & Johnson Ármúia 1, sími 8-55-33
Ný kynslóð dráttarbíla
Volvo kynnti nú fyrir áramótin algerlega nýja
kynslóð dráttarbíla, FIO og F12. Þessir bílar taka
mjög mikið eldsneytismagn, jafnvel þó stutt sé milti
hjóla. Stöðluð gerð, Europa, sem er 3,4 metra
langur, er búinn álgeymi sem tekur 625 lítra af
eldsneyti. Að auki verða þessir bílar búnir 250
lítra aukageymi, sem samanlagt gerir 875 lítra.
Þessir bílar eru ákaflega sparneytnir, og þar með
gefa þessir geymar einstæða möguleika, til dæmis á
að taka eldsneyti þar sem það er hagstæðast, og auk
þess er hægt að fara langar og erfiðar ferðir án þess
að hafa áhyggjur af eldsneytisskorti, ef einhverra
hluta vegna er ekki hægt að nálgast slíkt.
FIO og F12 dráttarbifreiðarnar eru eins og ég
sagði áðan mjög sparneytnar. Öryggið í rekstri er
mikið, það hafa forverar þeirra sannað, og þær eru
sérlega þægilegar í akstri. Allur búnaður ökumanna
er eins góður og hægt er að hugsa sér, og þar sem
um mismunandi gerðir er að ræða, er þörfum hvers
og eins þjónað.
Undir bílunum er endurbætt fjöðrunarkerfi, og
hefur því verið líkt við loftpúðafjöðrun eins og hún
gerist best við bestu aðstæður. Notaðar hafa verið
gúmmíplötur milli endanna á blöðunum og aftan-
vert í tengingum. Þetta meðal annarra umbóta
mýkir bílana enn, og mælingar sýna, að titringur á
húsi verður nú 15% minni.
Með þessum bílum má fá alls kyns aukabúnað,
svo sem sérstaka verkfærakassa - ..lítil verkstæði"-
sérstaka flutningaramma á vagna til að auðvelda
gámaflutninga og svo frv.“
Bílar sem hæfa verkefninu
„Volvo framleiðir bíla sem hæfa flestum tegund-
um verkefna. Línan er frá léttum vörubifreiðum, F7
og N7, upp í sterka og geysilega aflmikla bíla, eins
og F12 Intercooler og N12 Intercooler. N-bílarnir
eru hannaðir fyrir erfiðari og grófari verkefni. Þeir
eru með vélina fyrir framan húsið. N12 Intercooler
er sterkbyggðastur þessara bíla, og er búinn stærstu
díselvél sem Volvo notar í vörubíla, TD101 F, sem
er með túrbínu og Intercooler. Hún skilar 385 DIN
hestöflum. Sama vél er í FIO Intercooler.
Alls konar sérhæfingar gilda í byggingu bílsins
sjálfs, öxla og drifa. í þyngsta flokki er fáanlegur
sérstakur afturöxull með niðurfærsludrifi. Slíkir
afturöxlar, með einföldu niðurfærsludrifi, færri
drifhjólum og því minna núningstapi, eru að
sjálfsögðu æskilegri þegar eldsneytissparnaður er
hafður í huga. Helsta nýjungin í þessu nú er EV 90
afturöxullinn, hann er með einföldu niðurfærslu-
drifi, sem nýtur sín vel í flutningum á þjóðvegum,
bæði hvað varðar léttleika og eldsneytissparnað."
Við bjóðum einnig nýjan valkost á F10. Það e
Globetrotterhúsið, hús sem býður mestu hugsanlej
þægindi, í upphafi var þetta hús hannað fyrir mem
sem þurfa að ferðast langar leiðir. Volvo hefu
reyndar boðið F12 með slíku húsi, sem hægt er ai
standa uppréttur í, hafa í vatnsgeymi, gas, ofn
peningaskáp eða hvað sem er. Nú, eftir að Volvt
F10 er boðinn með TD 101 F vél með Intercooler
þótti eðlilegt að bjóða F10 með Globetrotterhúsi
Volvo FIO Intercooler er sérstaklega hannaður ti
að þola mikið álag, og draga eða bera þungan farm
og kemur örugglega til með að fara mikið inn <
langar leiðir, eins og flutninga um þvera oj
endilanga Evrópu. Þá þarf að vera hægt að bjóða
hann með Globetrotterhúsi.“
■ ÁrniFilippussonsölustjórihjáVelIi
Brautryðjendur
með sjálfvirkt hitakerfi
„Volvo ruddi brautina á sínum tíma með því að
bjóða fyrstur algjörlega óskert loftræstikerfi. Þetta
var í F10 og F12. Nú stígur Volvo enn feti framar
og býður sjálfvirkt hitastýringarkerfi í þessum
bílum. Þetta kerfi viðheldur áður ákveðnum hita í
húsinu með mikilli nákvæmni.
Hvað varðar loftkælingu, er slíkum kröfum
fullnægt með sjálfvirka kerfinu í F bílunum, og í N
7, NIO og N12 fást. að sjálfsögðu með nýju
tækjunum líka.
Margir valkostir í yf irbyggingu
„Húsin á F bílunum hafa verið endurbætt. Stutta
húsið er nú 150 mm hærra og 150 mm lengra, og
fékkst sú breyting einungis með bættri nýtingu á því
rúmi sem húsið hvílir á. Langa svefnhúsið er einnig
með 150 mm hærra þaki, og útsýnier35% betra en
áður, með tilkomu stærri framrúðu. Sama máli
gegnir um Globetrotterhúsið.
Þarna eru þrjár megingerðir yfirbyggingar F
bílanna. Stutta húsið er hagkvæmur kostur þarsem
flytja þarf fyrirferðarmikinn varning langar leiðir, í
hann er hægt að fá koju sem hægt er að leggja saman
meðan bíllinn er í akstri. Svefnhúsið hentar vel
blandaðri vinnu, og svo Globetrotterhúsið fyrir þá
sem þurfa að flytja vörur langar leiðir.
Vindkljúfskerfið
Nýja húsið lýtur betur lögmálum loftaflfræðinnar
en eldri útgáfur Volvohúsanna. Auk þess hefur
Volvo nú hannað vindkljúfa fyrir F10 og F12 bílana.
Þessir vindkljúfar hafa orðið til eftir margra ára
rannsóknir, og fullnægja kröfum sem slík kerfi
þurfa að uppfylla. - Slík loftstreymikerfi verða, ef
þau eiga að auka hagkvæmni að vera aðlöguð
bifreiðunum sem þau eiga að notast á, og kljúfa
bæði mót- og hliðarvinda. Hliðarvindur er í
venjulegum akstri mjög algengur.“
Hörð samkeppni
— ný verksmiðja
„Volvofyrirtækið tók ekki alls fyrir löngu í
notkun nýja verksmiðju, Tuveverksmiðjuna í
Gautaborg. Þessi verksmiðja kostaði 135 milljónir
sænskra króna. og er eins og það bendir til afar
fullkomin. Verksmiðjan er búin öllu sem nýjast er
og best í vörubílaframleiðslu, og er enn ein aðferð
Volvo til að framleiða sífellt betri vöru og styrkja
stöðu sína í samkeppninni."
SCAMI
Framkvæmum hvers,-
konar {aröverktak og
þ u n g a vi n n u ve I a I e i g u
Seljum fyllingarefm. Önn
umst allar tegundir
þungaflutníngá meö
dráttarbifreiöum bæðj á
vinnuvélum og ö.örúm
þungbvárnírjgi um allt
Jand.