Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 22
"Vf tt fcfHi?- ■ --
AMIITTTIIVV
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
MF50D
mögnuð
hjólagrafa
Ný og mögnuð hjólagrafa
sem tekur við af MF 50 B
★ Fjórhjóladrif
★ Flothjól
★ Opnanleg skófla
★ Framlenging
Gott verð - uppítaka og greiðslukjör
jOAaffaAvé/g/t A/
SUDURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SIMI 86500
VÉLALEIGAN HAMAR
Auðbrekku 39, Kópavogi. Sími 36011
Leigjum út: Loftpressur - Gröfur -
Snjómoksturstæki.
Önnumst sprengingar.
Örugg og góð þjónusta
Góð tæki - Vanir menn
Vinnuvélar — hvað
á að vera í lagi?
— birt skrá yfir atriði sem skoðuð eru
við árlega skoðun vinnuvéla ásamt
regum um búnað rafmagnskrana og
lyftara
■ Það er margt að athuga, þegar
keypt er gamalt tæki. Þegar notuð
vinnuvél er keypt, er rétt að menn
athugi, hvað þarf að vera i lagi,
öryggisins vegna. Eins er gott
fyrir menn sem eiga tæki að vita
hvað þarf að vera í lagi, enda mest
þeim sjálfum i hag, að tækið stoppi
ekki í vinnu og valdi ekki öðrum
tjóni.
Hjá Vinnueftirliti Ríkisins feng-
ust eftirfarandi upplýsingar, fyrst
er reglugerð um öryggisbúnað og
frágang rafmagnskrana, þá yfirlit
yfir hvað skoðað er á þeim, þá eru
reglur fyrir lyftara og siðan listar
yfir hvað skoðað er á öðrum teg-
undum vinnuvéla. Ekki er þó slíkur
listi um dráttarvélar, enda kemur í
Ijós i viðtali við Eyjólf Sæmunds-
son forstjóra Vinnueftirlitsins hér
á siðunni, að ný reglugerð fyrir
dráttarvélar er i vinnslu.
Leiðbeiningar um öryggis
búnað og frágang
rafmagnskrana.
1. Aldrei skal slaðsetja krana á
undirstööu, sem þolir minna en 3
kp/cin'.
2. Trvggilega skal gengiö frá
brautarteinum eöa útleggjurum.
Brautartcinar skulu vera saman-
tengdir. láréttir og ekki hietta á að
þeir skriöi til.
3. Brautartcinar mega ekki standa
nær skurðbrún en 70 cm. og utan
■ Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Tímamynd G.E.
7
„Erum að endurskipuleggja
skoðun farandvinnuvéla"
— segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri
Vinnueftirlits ríkisins — ný reglugerð
um dráttarvélar í burðarliðnum — inn-
fluttar notaðar vélar oft mjög slitnar
■ „Það má búast við umtalsverðum
breytingum á reglugerð um dráttarvélar
og búnað þeirra, en ný reglugerð þar að
lútandi lítur dagsins Ijós á þessu ári”
sagði Eyjólfur Sæmundsson forstjóri
Vinnueftirlits ríkisins í samtali við
Tímann. „Vinnueftirlit ríkisins sér um
skoðun farandvinnuvéla, og við vinnum
nú að endurskipulagningu þeirra mála",
sagði Eyjólfur.
„Uppkast að reglugerð um dráttarvél-
ar og búnað þeirra eru þegar til og er á
leið til hagsmunaaðila til umsagnar”,
sagði Eyjólfur Sæmundsson. „Söluaðilar
dráttarvéla og samtök bærtda eiga eftir
að gera sínar tillögur um reglugerðina,
og fá hana til umfjöllunar nú næstu daga.
Það ér óhætt að segja, að verulegar
breytingar geti orðið á þeirri reglugerð
sem gildir. og um leið munum við efla
eftirlit með vélunum. Það er nú svo að
bændur eiga yfirleitt amk. þrjár dráttar-
vélar, þá er yfirleitt amk. ein sem er með
húsi og vel búin til að aka á vegum, og
af slíkum vélum verður að sjálfsögðu
krafist, að þær hafi allan nauðsynlegan
búnað til þjóðvegaaksturs, í samræmi
við umferðarlög, sem og aðrar dráttar-
vélar sem ekið er á vegum. En vélar sem
gera ekki annað en snúa blásurum.
færiböndum eða er eingöngu ekið utan
vega þurfa ekki allan þann útbúnað sem
hinar þurfa. - Það verður að segjast eins
og er, að eftirlit með dráttarvélum
hingað til hefur verið heldur bágborið,
en nú sendur til að bæta það verulega.
Vinnueftirlitið hefur leigt lóð við
Sundahöfn þar sent fara mun fram
skoðun á krönum og fleiri tækjum, í
samvinnu við Bifreiðaeftirlit ríkisins.
Við munum þar skoða kranann, ef um
kranaskoðun er að ræða, en þeir bílinn.
Þá eigum við ntjög gott samstarf við
Iðntæknistofnun íslands í kranaskoðun-
um. Okkar menn eru þjálfaðir í að gera
frumskoðun á krönum, og þeir ákveða
síðan hvort ástæða er til sprunguleitar.
Hana annast Iðntæknistofnun".
„Ástand oft bágborið
á innfluttum notuðum
vélum“
„Ástand er oft afar bágborið á inn-
fluttum notuðum vélum. Því miður eru
ekki til í dag nein ákvæði í lögum eða
reglugerðum, sem geta stöðvað hömlu-
lausan innflutning slíkra véla. Nauðsyn-
legt er að við getum skoðað þannig vélar
áður en þær eru teknar í notkun hér.
Menn kaupa oft vélar sem eru útslitnar
erlendis, og flytja síðan heim. Nú er
unnið að því að færa þessi atriði í lag,
enda tími kominn til.“
- Skoðun á vinnuvétum er ekki auð-
velt verk, það er ekki hægt að kalla öll
tæki til skoðunar einsogbíla, það verður
að skoða þau þar sem þau eru í vinnu.
Þetta þarnast mikillar skipulagningar og
mannafla. Við skoðuðum tvö til þrjú
þúsund vélar á síðasta ári. Við munum
áreiðanlega þurfa 2-3 ár til þess að
endurskoða eftirlit farandvinnuvéla, en þá
verður þetta vonandi komið í gott lag”,
sagði Eyjólfur Sæmundsson forstjóri
Vinnueftirlits ríkisins.
-SÖE.