Tíminn - 07.03.1984, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
3
fréttir
Stendur uppstokkun Lánasjóds námsmanna fyrir dyrum?
HLLOGUR UM AD BREYTA NAMS-
lAnunum í fjárfestingariAn
■ Mcnntamálaráðherra hcfur nú undir
höndum rekstrarútekt á vanda Lána-
sjóös íslenskra námsmanna þar sem gert
er ráð fyrir að kippa með öllu úr
sambandi því tekjutryggingakerfi sem
námsmenn hafi búið við undanfarið ár.
Samkvxmt áreiðanlegum upplýsingum
Tímans er gert ráð fyrir að ekkert tillit
verði tekið til félagslegra aðstæðna
námsmanna, engin lán verði til fyrsta árs
nema á haustmisseri, kröfur um náms-
afköst auknar og upphæð lánsins ekki
lengur miðuð við framfærslu heldur
einhvern ákveðinn tekjuhóp í landinu.
Ennfremur er áætlað að endurgreiðslur
lánanna verði eins varið og endur-
greiðslum venjulegra bankalána þannig
að lántakendur verði ekki aðrir en þeir
sem sjá fram á að námið borgi sig
fjárhagslega. Úttekt þessi er gerð að
beiðni ráðherra og er enn trúnaðarmál í
höndum embættismanna.
Þær breytingar sem í úttektinni er
talið að gera megi strax með breyttum
úthlutunarreglum og breytingu á túlkun
á lögum um námslán og námsstyrki eru
í fyrsta lagi að ekkert tillit verði tekið til
félagslegra aðstæðna. Þetta þýðir að
kröfum námsmanna um aukið lán vegna
barneigna, veikinda og þess háttar verð-
ur vísað til tryggingakerfisins í landinu.
Sömuleiðis yrði í engu slakað á kröfum
um endurgreiðslur lánanna þrátt fyrir
atvinnuleysi að námi loknu, né heldur
veikinda eða dauða lánþega, eins og nú
er gertv
Annað atriði er að kröfur um náms-
afköst verða auknar og engin lán veitt
þeim sem ekki skila fullum afköstum.
Jafnframt verði lokað fyrir víxillán til
fyrsta árs nema sem ekki hafa tekið
fyrstu próf. Þá er gert ráð fyrir að losna
við allar deilur um upphæð lánsins með
því að upphæð þess verði miðuð við
ákveðinn launataxta í landinu. Má í því
sambandi benda á að undanfarna mán-
uði hefur upphæð lánsins verið nokkru
ofan við lægstu laun.
Sem langtímalausn er meðal annars
gert ráð fyrir að lánin verði ekki lengur
niðurgreidd eins og það er orðað í
skýrslunni. Er þá átt við að lánin verði
að skila sér að fullu til baka auk vaxta
sem nægi fyrir kostnaði við lánveitinguna
og nokkurrar þóknunar til ríkissjóðs
fyrir veitingu lánsins.
Með því að í dag er tekið tillit til
félagslegra aðstæðna við endurgreiðslur
lánanna er ekki vitað við útlán hvers láns
hvenær það hefur að fullu skilað sér til
baka. Auk þess ber ríkissjóður allan
kostnað af rekstri lánasjóðsins sem er að
mati þeirrásem úttektina gera alltof dýr
og opinn möguleiki að bankakerfið taki
þann rekstur yfir.
Með þessum hertu kröfum um endur-
greiðslur lánanna er gert ráð fyrir að þeir
einir taki lán sem, eins og heimildamað-
ur okkar ber að standi í skýrslunni, eru
þess fullvissir að nám þeirra hafi það
gildi að geta borið kostnaðinn af náminu.
Könnun þessi er unnin af Könnunar-
stofunni hf. og var lokið í janúar. Síðan
hefur hún legið til umfjöllunar í mennta-
málaráðuneytinu en er nýfarin af stað
til forystumanna lánasjóðsins. í skýrsl-
unni er rakin þróun lánasjóðsins frá
1971 til ársbyrjunar 1984 og bent á
hvernig fjárþörf hans hel'ur vaxið hraðar
en sem nemur fjölgun lánþega.
Meginorsök þess er að fjárþörf ein-
stakra lánþega hefur vaxið án þess þó að
lög um útreikning fjarþarfar námsmanna
hafi breyst.
í lokakafla skýrslunnar er vikið að
þeim afleiðingum sem þessar breytingar
á rekstri sjóðsins gætu haft og talið að sá
stóri hópursem nýturfyrirgreiðslusjóðs-
ins geti verið „hávær" eins og heimilda-
maður okkar orðaði það.
■
Skæruverkföll Dagsbrúnarmanna:
„Getum ekki
unað slíkri
lögleysu”
— segir forstjóri VSI,
Magnús Gunnarsson
■ „Kaupkröfur Dagsbrún-
ar svara til útgjaldaauka sem
nemur tugum prósenta, mis-
munandi eftir starfsgreinum
en mest fyrir þá, sem hæstar
hafa tekjurnar. Jafnframt er
gerð krafa um samning til
tæpra þriggja mánaða. Þess-
um kröfum hefur verið fylgt
eftir með ólöglegum vinnu-
stöðvunum, sem beinast að
7 —-- yy,--
einstökum fyrirtækjum.
Þessi vinnubrögð eru ný-
lunda hér á landi þar sem
forysta Dagsbrúnar felur sig
á bak við óbreytta félags-
menn. Slíkri lögleysu getum
við ekki unað,“ sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, þegar Tíminn
ræddi við hann um verkföll
Dagsbrúnarmanna í Sunda-
höfn í gær.
Magnús benti á, að verkalýðsfélög
með yfir 30 þúsund félagsmönnum hefðu
þegar samþykkt kjarasamning ASÍ og
VSÍ, semgerðurvarfyrirtveimurvikum.
Dagsbrún hefði hins vegar hafnað þeirri
heildarlausn kjaramála sem í samningn-
um fólst og kom einkum þeim með
lökustu kjörin til góða.
í ályktun frá sambandsstjórn VSÍ,
sem samþykkt var á fundi hennar í gær,
segir meðal annars, að ekki geti komið
til samninga við einstök verkalýðsfélög
um hærri laun en ASÍ og VSÍ geri ráð
fyrir. Frávik væri ekki einasta svik við
þá 30 þúsund launþega er staðfest hafa
samninginn, heldur í beinni andstöðu
við meginmarkmið hans, að tryggja
aðstöðu þeirra, sem við kröppust kjör
búa. Slíkir samningar væru aðeins ávísun
á atvinnuleysi ogóðaverðbólgu. Þá segir
að sambandsstjórnin muni áfram vinna
að undirbúningi þeirra varnaraðgerða
sem tiltæk væru að lögum. -Sjó
■ F.vrarfoss beið fulllcstaður eftir hafnarverkamönnunum í gær. Útlit er fyrir að áætlun hans raskist nokkuð í kjölfar verkfallsins.
Dagsbrúnarmenn hjá Eimskip við Sundahöfn:
A ANNAÐ HUNDRAÐ VERKA-
MENN í SKÆRUVERKFALU
Tímamynd Árni Sæberg
■ Hátt í tvö hundruö hafnarverkamenn hjá
Eimskip vid Sundahöfn voru í verkfalli eftir
hádegi í gær. Verkamennirnir eru allir félagar í
Dagsbrún og eru þeir með þessum aðgerðum
meðal annars að mótmæla þeirri stefnu, sem
Vinnuveitendasambandið hefur tekið gagnvart
þeim stéttarfélögum, sem fellt hafa samkomulag
ASÍ og VSÍ.
Athafnasvæði Eimskipafélagsins var
nánast eins og dauðs manns gröf þegar
Tímamenn voru þar á ferð í gær. Enginn
verkamaður var sjáanlegur og lyftarar,
kranar og önnur verkfæri stóðu ónotuð
inni í skemmum. Á kaffistofu verka-
mannanna var heldur cngan niann að
finna svo að þátttakan í þessum verfalls-
aðgeröum virðist hafa verið algjör.
Aðeins eitt skip Eimskipafélagsins,
Eyrarfoss, var í höfninni, en það kom til
landsins rétt fyrir hádegi í gær fulllestað
gánium og stykkjavöru, meðal annars
cinum 30 farartækjum. Útlit er fyrir að
áætlun skipsins, sem er mjög nákvæm,
truflist eitthvað í kjölfar verkfallsins,
. sem þýðir að það verður ekki á tilsettum
tíma í höfnum erlendis, í næstu ferð og
jafnvel ferðum.
Eftir því sem næst varð komist átti
verkfallið aðeins að standa eftir hádegið
í dag og var búist við að verkamennirnir
hæfu vinnu að nýju á venjulegum tíma í
dag.
-Sjó
Læknar fá sömu
hlutfallshækk-
un og ASÍ-menn
■ Kjarasamningar fjármálaráðuneytisins
við lækna er samkvæmt heimildum T(mans
nú í burðarliðnum. og mun samkomulagið
mjög svo bera keim af ASl-VSÍ samkomu-
laginu. Fjármálaráðherra mun hafa kynnt
samkomulagsdrög á ríkisstjómarfundi í
gærmorgun, jafnframt því sem hann upp-
lýsti að læknar hefðu algjörlega hafnað því
að fá lægri prósentuhækkun en ASl sam-
komulagið gerir ráð fyrir. Fjármálaráð-
herra lagði þessi drög fyrir ríkisstjórnina til
samþykktar og var engin athugascmd gerð
■ við það, þar sem upplýst var að læknar
væru ekki til viðtals um lægri hækkanir en
ASÍ hefur samiö um, og cf reyna ælti þá
leiö, yrði henni mætt af fullri hörku af
læknum. -AB