Tíminn - 07.03.1984, Síða 5

Tíminn - 07.03.1984, Síða 5
MJÐV|KUDAGUR7.iMARS 1984 fréttir Ný könnun á þjónustufyrirtækjum og dagvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu: MEIRA EN ÞRIÐJUNGUR HÆTTI REKSTRINUM A TÆPUM ARATUG ■ Meira en þriðjungur af þjónustufyr- irtækjum (einkaþjónusta) og dagvöru- verslunum sem rekin voru á höfuöborg- arsvæðinu áriö 1974 höfðu hætt rekstri árið 1983, samkvæmt könnun sem gerð var á síðasta ári. Könnun þessi var gerð af iandfræði- nemum og frá henni skýrt í fréttabréfi Landfræðifélagsins. Hún náði til 500 fyrirtækja sem starfandi voru í Reykja- vík, Kópavogi og Seltjarnarnesi árið 1974, sem valin voru þá með tilviljana- kenndu úrtaki. Tíu árum síðar voru 112 (22,4%) þessara fyrirtækja hætt rekstri, 144 (28,8%) höfðu flutt, en 244 (48,8%) voru enn á sama stað. Hlutfallslega höfðu flest fyrírtæki hætt starfsemi í dagvöruverslun, tæp 39% og einkaþjón- ustu þar sem 29 af alls 87 fyrirtækjum höfðu hætt starfsemi, eða réttur þriðj- ungur. Mest var um brottflutning fyrirtækja úr eldri hverfum Reykjavíkur vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem fækkaði _ um 43 fyrirtæki samkvæmt úrtakinu. Gamli bærinn missti 18 verslunarfyrir- tæki og 9 þjónustufyrirtæki umfram þau er þangað lluttu. Mest aukning fyrir- tækja varð hins vegar í Ármúlahverfi, þar sem fyrirtækjum fjölgaði um 16 umfram aðflutt, í Ártúnshöfðahverfi og Smiðjuvegshverfi í Kópavogi. Athygl- isvert þótti að enginn aðflutningur fyrir- tækja varð aftur á móti í miðbæ Kópa- vogs. Það kom á óvart að jafn mörg iðnfyr: irtæki fluttu í gamla bæinn og þaðan' fluttu, öfugt við þjónustu- og verslunar- fyrirtæki, eins og áður er getið. Mest fækkun iðnfyrirtækja vegna flutninga var hins vegar úr Rauðarárholti. Bankar og tryggingafyrirtæki voru öll enn í starfi og stöðugust á sínum gömlu stöðum. Menningarstofnun Bandaríkjanna: Video- mynda dagar ■ í dag sýnir Menningarstofnun Bandaríkjanna tveggja klukkustunda þátt frá ABC sjónvarpsstöðinni um sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna næstliðin 50 ár. Er þetta þriðja sýningin í röð myndbandasýninga sem verða alla miðvikudaga klukkan 17:30 í húsi Menn- ingarstofnunarinnar, Nesvegi 16. Stefnt er að því að sýna þarna nýjar frétta- myndir sem þjónað geti fréttamönnum og öðrum þeim sem sérstakan áhuga hafa á alþjóðamálum. Sérstök áhersla verður lögð á efni skylt forsetakosning- unum í Bandaríkjunum sem verða síðar á þessu ári. -ð- Guðrún Jónsdóttir Ráðin til að vinna að skipulagi miðbæjarins ■ Guðrún Jónsdóttir, sem undanfar- in 5 ár hefur starfað sem forstöðumað- ur Borgarskipulags Reykjavíkur hefur verið ráðin til að vinna að gerð skipu- iags fyrir miðbæinn í Reykjavík, og er það starf hluti af þeirri endurskoðun á aðalskipulagi höfuðborgarinnar, sem stendur yfir og á að Ijúka árið 1986. Ráðning Guðrúnar í þetta starf varð staðfest í borgarráði í gær. Guðrún var ráðin til 5 ára sem forstöðumaður Borgarskipulagsins, og hafði lýst yfir því að hún væri fús tii að gegna starfinu áfram. Hins vegar var ákveðið að auglýsa stöðuna iausa tii umsóknar, enda hafa verið úfar með meirihluta borgarstjórnar og borgar- yfirvöldum, aðallega vegna hins um- deilda skipulags Skuggahverfís, sem lyktaði m.a. með því að Borgarskipu- lag var ekki látið auglýsa skipulagið, né fjalla um athugasemdir við það. JGK ■ Mikið af munum var boðið upp í verksfæðishúsi Kofra h.f., en vinnuvélar, bflar og ýmisskonar járnadót var boðið upp utandyra. Fólk lét snjó og kulda ekki aftra sér frá að fylgjast með og bjóða í góssið, enda væntanlega ýmsir gert góð kaup. Tímamyndir Finnbogi. ■ Uppboð virðast enn vera áhugaverð- ar „samkomur" ef marka má þann mikla mannfjölda sem sótti uppboð er fram fór tvo laugardaga í röð á ísafirði nú fyrir nokkru. Að sögn Péturs Hafstein, bæjar- fógeta á ísafirði var þar um að ræða lausafjáruppboð, þar sem m.a. voru seldar eignir úr þrotabúi Kofra h.f. - vinnuvélarfyrirtækis sem úrskurðað var gjaldþrota á síðasta vori. Auk þess var boðinn upp tollvarnjngur ýmisskonar og hinir og þessir lausamunir sem lög- fræðingar höfðu gert fjárnám í til ljúkn- ingjar skuldakröfum. Pétur sagði upp- boð þetta raunar hafa verið svo yfirgrips- mikið að fresta varð því fyrri daginn og tók þannig tvo laugardaga að Ijúka því. Allt seldist lík'a, sumt á sæmilegu verði, en annað fyrir lítið eins og gengur og gerist á uppboðum. _ jj£|_ ■ Sigurður Þóroddsson, fulltrúi bæjarfogeta á ísaflrði varð að grípa til gjallarhorns- ins til að mannfjöldinn sem uppboðið sótti heyrði til hans. ísfirðingar: FJÖLMENNA fl UPPBOÐ! Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna á morgun Konur efna til baráttuf undar og mótmælagöngu ■ Konur úr fjölda kvcnnasamtaka munu efna til mótmælagöngu og aðgerða í kjölfar þeirra á ntorgun 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, til að mótmæla því misrétti sem ríkt hefur og ríkir enn á kjörum karla og kvenna. Hvetja konurnar kynsystur sínar til að mæta á Hallærisplaninu fimmtudaginn 8. mars og taka þátt í þessum mótmæl- um. Um kvöldið verður síðan efnt til opins baráttufundar í Félagsstofnun stúdenta. Að fundinum standa: Kvennaframboðið í Reykjtivík, Kvennalistinn, Miðstöð kvenna í Alþýðubandalaginu, Lands- samband framsóknarkvenna, Samband alþýðuflokkskvenna, konur úr Banda- lagi jafnaðarmanna, Samtök kvenna á vinnumarkaðinum og Menningar- og friðarsamtök ísl. kvcnna. Dagskrá fundarins verður fjölbreytt: Fluttir verða söngvar eftir Bertold Brecht, Edga Velés frá Nicaraqua flytur ávarp, Guðfinna Friðriksdóttir verka- kona flytur ræðu, kvennahljómsveitin Dúkkulísur leikur og Kvennasönghóp- urinn leiðir fjöldasöng. Pá verður flutt brot úr leikriti Nínu Bjarkar „Súkkulaði handa Silju“ og Eddu Björgvinsdóttir og Helgu Thorberg koma í heimsókn í „afmæli Ella“. - HEI. Háskólatónleikar í dag Verk fyrir blásarakvintett ■ Sjöttu háskólatónleikarnir á vor- misseri verða haldnir í dag í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Að þcssu sinni verða flutt verk fyrir málmblásarakvintett eftir Arthur Fra- ckenpohl og Vaclav Nelhybel. Flytjend- ur eru Lárus Sveinsson, trompett, Jón Sigurðsson, trompett, Þorkell Jóelsson, horn, William Gregory, básúna og Bjarni Guðmundsson, túba. -JGK. Rauði kross íslands Merkjasala og barnaskemmtun á öskudaginn ■ Eins og veríð hefur er öskudagur merkjasöludagur Rauða kross Islands. I dag verður Rauði krossinn með uppá- komu fyrir börn í Reykjavík og Kópa- vogi og taka félagsmiðstöðvar sveitarfé- laganna þátt í henni. Skemmtun þessi ■ Á þessari mynd sjást skyndihjálpar- púðar sem Rauði kross íslands hefur látið gera sérstaklega til notkunar í bílum. Þessir púðar voru gerðir í tilefni af Norrænu umferðaröryggisárí og hefur þeim veríð dreift til deilda RKÍ víða um land. verður niður á Lækjartorgi og hefst kiukkan 10:30 og stendur eitthvað fram yfir hádegi. Þarna verður svo kölluð kamivalganga, köttur sleginn úr tunn- unni og farið verður í leiki. Af öðru sem á döfinni er hjá Rauða krossinum er helst að-nefna námskeið í skyndihjálp. Stendur eitt slíkt yfir hjá Reykjavíkurdeildinni um þessar mundir. Námskeið þessi verða sífellt veigameiri þáttur í starfi samtakanna. Þannig héldu heildarsamtökin 27 slík á síðasta ári auk fjölmargra sem haldin voru á vegum deilda félagsins um allt land. Fyrir tíu árum tók RKÍ að sér, með samningi við almannavarnir, forystu og umsjón með skyndihjálparnámskeiðum. Hefur félagið síðan séð til þess að ávallt sé á boðstólunum það nýjasta á sviði skyndihjálparkennslu og að full sam- ræming sé á kennslunni um allt land. í tilefni af Norrænu umferðaöryggisári bauð RKÍ fram aðstoð við skyndihjálp- arkennslu fyrir bílstjóra sem margir urðu til að notfæra sér. Með nýjum umferðalögum er gert ráð fyrir að þeir sem taka bílpróf kunni eitthvað fyrir sér í skyndihjálp og er í nýútkominni námskrá fyrir ökupróf birtur ítarlegur kafli úr kennslubók RKÍ um skyndi- hjálp.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.