Tíminn - 28.03.1984, Síða 5

Tíminn - 28.03.1984, Síða 5
Mermtamálaráðuneytið: f SKRfSIWUSnORAR ORBN- R 3 OG RAGNHUUR FÆR SÉRNÝJAN AÐSTOÐARMANN ■ Mikil orðasenna fór fram á Alþingi í gxr er Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráðherra svaraði fvrirspum frá Ragnari Amalds og Ingvari Gíslasyni um stöður skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu. Málið snérist að miklu leyti upp í umræður um skrif Þjóðviljans um þetta efni og var Ólafur Ragnar þar til varaar og gengu gagnkvæmar ásakanir um miður kurteisleg vinnubrögð á víxl. Menntamálaráðherra staðfesti að hinn 1. mars s.í. hafi hún skipað tvo skrif- stofustjóra í menntamálaráðuneytinu þau Sólrúnu Jensdóttur, sem starfað hefur sem aðstoðarmaður ráðherra, og Örlyg Geirsson. En fyrir er Árni Gunn- arsson skrifstofustjóri og mun hann áfram verða staðgengill ráðuneytisstjóra og verður m.a. tekið tillit til þess í launagreiðslum. Þá staðfesti Ragnhildur að hún hefði í hyggju að ráða sér nýjan aðstoðarmann. Fyrirspyrjendur báru brigður á að það samrýmdist lögum um Stjórnarráð ís- lands að ráðnir verði tveir skrifstofu- stjórar til viðbótar stöðu þess skrifstofu- stjóra sem fyrir var og að samkvæmt lögum bæri að skipa skrifstofustjóra úr röðum deildarstjóra ráðuneytisins. Menntamálaráðherra sagði að þessi tilhögun hafi verið samþykkt í ríkis- stjórninni. 1 ráðuneytinu starfa 80 manns og að þessi skipulagsbreyting sé gerð til að einfalda störf í ráðuneytinu og mundu skrifstofustjórarnir annast samræm- ingarstörf milli deilda. Ragnhildur kvað það ekki brjóta í bága við lög um Stjórnarráð íslands að ráða fleiri skrif- stofustjóra að ráðuneytinu þótt lög- skýringar gætu verið langsóttar. Ragnar Arnalds sagði lögskýringar menntamálaráðherra fjarri öllu lagi og til þess gerðar að breiða yfir lögbrot og taldi að hér væri um að ræða að pólitísk- ur skjólstæðingur væri ráðinn til að annast málefni allra grunnskóla, iðn- skóla og skólarannsókna. Ingvar Gíslason sagði að sú uppstokk- un sem verið væri að gera í ráðuneytinu væri byggð á mjög hæpnum forsendum og hann gæti ekki séð að þær skipulags- breytingar sem verið væri að gera gerði ráðuneytið starfhæfara eða ódýrara í rekstri. Hann kvað þetta hættulegt fordæmi sem ráðherra ætti að taka til rækilegrar endurskoðunar. Þetta gæti orðið til þess að ráðherrar færu í framtíðinni að ráðsk- ast með skipulag ráðuneyta, en það ætti ekki að gera nema með lagabreytingum. Ólafur Þ. Þórðarson stakk upp á að leitað yrði til dómstóla til að skera úr um lögmæti ráðninganna, en sér fyndist óviðkunnanlegt að lögfræðingar sem sitja á þingi væni hver annan um lögbrot og yrði að fá úr þessu skorið. Honum var bent á að máli sem þessu yrði þá að skjóta til Landsdóms og kvaðst Ingvar Gíslason ekki vera svo refsiglaður að hann mælti með þeirri málsmeðferð. ■ Einar Markússon Tímamynd Róbert EINAR MARKÚS- SONÁHÁSKÓLA- TÓNLEIKUM ■ Síðustu háskólatónleikarnir á þessu Háskólaári verða haldnir í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Einar Markússon píanóleikari kemur fram að þessu sinni og leikur verk eftir Chopin, Prókófév, Rosenthal og fleiri. JGK Árni Böðvarsson ráðinn til ríkisútvarpsins sem ráðunautur um málfar og málnotkun: „FÓLK VERDISJÁLFT HÆFTHLAÐDÆMAUM GOTTMÁLOGSLÆMT" ■ Það er öruggt, að eftir því sem starfsemi ríkisútvarpsins hefur vaxið, og fleiri komið þangað til starfa, hefur þörfin á stöðu eins og þessari vaxið,“ sagði Ámi Böðvarsson cand.mag. í samtali við blaðið í gær, en Árni hefúr verið ráðinn til útvarpsins sem ráðunautur um málfar og meðferð íslensks máls. „Ég hef ýmsar hugmyndir um það, hvernig ég geti best sinnt þessu verkefni, en það verður að fara eftir hugmyndum starfsfólksins, en þetta er nú svo nýlega ákveðið að ég hef ekki haft tækifæri til að ræða við yfirmenn eða starfsfólk hjá ríkisútvarpinu. En ég kem ekki til með að sitja og lesa yfir fréttatexta og strika í þá með rauðu, áður en þeir eru sendir út. Meginverkefnið er að vera fólki til ráðuneytis og kenna því málnotkun, þannig að það verði sjálft betur fært um :að meta hvað er betra mál en annað. Það hlýtur að vera takmarkið að fólk verði sjálft hæft til að dæma um það." Árni kvað ekki afráðið hvenær hann hefur vinnu hjá útvarpinu, en hann hefur fengið ársleyfi frá kennslu til að sinna starfmu. -JGK ■ Úr uppfærslu UMF Skallagríms á Dúfnaveislu Halldórs Laxness en leikritið er sýnt í Hóteli Borgamess um þessar mundir og helgarreisur undir yfirskriftinni „Nýlöguð borgfirsk blanda“ skipulagðar frá Reykjavík á sýningamar. Ungmennafélagid Skallagrímur: Dúf naveisla í Borgarnesi — helgarreisur frá Reykjavík ■ „Nýlöguð borgfirsk blanda“ er helg- arreisa frá Reykjavík upp í Borgarnes á sýningu Ungmennafélagsins Skallagríms á Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness. Það er leikdeildin sem býður upp á þennan ferðapakka en Ferðaskrifstofa ríkisins sér um sölu á „blöndunni". Dúfnaveislan hefur nú verið sýnd um nokkurt skeið í Hótel Borgarnes og er síðasta sýning á stykkinu á laugardag. Leikstjóri er Kári Halldór. Ekki verður farið með verkið til sýninga annarsstað- ar. -b. ■ Fundur fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldinn í Reykjavík fyrir helgi. Eins og við var að búast var rætt um mörg mál sem snerta sveitarfélög sérstaklega, til dæmis endurskoðun sveitarstjórnarlaga, skipulagsmál, samkaup á vörum og þjónustu, gæðahringi í opinberri þjónustu og sitthvað fleira. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, ávarpaði fund- inn og kynnti nokkur mál sem hann hefur verið með í undirbúningi í ráðuneytinu. Meðal þeirra vom nýtt frumvarp um vinnumiðlun, fmmvarp til skipulagslaga, nýtt frumvarp um umhverflsmál og fl. Tímamynd GE Alþingi: Fræðslukerfið verði aðlagað atvinnulífinu ■ Á síðustu áratugum hafa helstu at- vinnuvegir þjóðarinnar, svo sem sjávar- útvegur, landbúnaður, iðnaður, verslun og þjónusta tekið flókna véltækni í þjónustu sína, þ.á m. margbrotnar og vandmeðfarnar tölvur, og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. Því er augljóst að atvinnulífið kallar í vaxandi mæli á aukna starfskunnáttu og þekk- ingu á því er varðar meðferð, gæslu og viðhald hinna flóknustu véla og vélbún- aðar af ýmsu tagi. Því er eðlilegt aðspurt sé: Er þjóðin nægilega vel að sér í þessum greinum? Hefur fræðslukerfið fylgt þróuninni nægilega vel eftir? Eða er ástæða til að endurskoða tengslin milli fræðslukerfisins og þarfa atvinnulífsins? Er fræðslukerfið nægilega aðlagað brýn- ustu þjóðfélagsþörfum? Þessum spurn- ingum og mörgum fleiri þarf að svara. Því er það að sjö af þingmönnum Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um tengsl fræðslu- kerfis og atvinnulífs. Þar er svo gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að láta athuga hvernig unnt er að tengja fræðslu- kerfið, einkum Háskóla fslands, við atvinnulíf landsmanna framar því sem nú er. Fyrsti flutningsmaður er Tómas Árnason en meðflutningsmenn Ólafur Jóhannesson, Jón Sveinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjamason og Þórarinn Sig- urjónsson. í greinargerðinni segir ennfremur að reyndar sé þörf á að efla verkmenntun og starfskunnáttu á fleiri sviðum en þeim sem sérstaklega snerta vélbúnað og tækni. Margs konar önnur menntun og starfsþjálfun getur komið atvinnulífinu að gagni. Þar á meðal er brýnt að efla hönnunarmenningu, þjálfun sölumanna, stjórnunarfræði og fleiri greinar hagnýtr- ar verkmenningar. Og síst ber að van- meta nauðsyn skipulegrar þjálfunar starfsmanna í fyrirtækjum, enda nauð- synlegt að efla verkmenntun þjóðarinnar á öllum stigum starfsskiptingar atvinnu- lífsins, en ekki á hinum hærri þrepum einum saman. Slík rækt við almenna verkmenntun mun leiða af sér trausta verkmenningu þjóðarinnar og gera hana hæfari til stórra átaka í arðbærri fram- leiðslu af ýmsu tagi. Margt hefur verið vel gert í þessum efnum segir í greinargerðinni, en eigi að síður er nauðsynlegt að einbeita sér að því að kanna gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að tengja fræðslukerfið enn nánar beinum þörfúm atvinnulífsins og stuðla sem verða má að því að skólanemendur undirbúi sig beint til starfa hjá aðalat- vinnuvegum þjóðarinnar, en fjarlægist þá ekki. Víðtæk verkmenntun ergrund- völlur að efnalegri velferð þjóðarinnar og mikilvægt atriði í menningu hennar yfirleitt. Alkunna er að traust atvinnulíf er forsenda „gróandi þjóðlífs" og öflugr- ar menningarstarfsemi. OÓ 25 ára afmælis- hátíð Vogaskóla ■ Vogaskólihelduruppá25áraafmæli sitt um næstu helgi. Efnt verður til hátíðar laugardaginn 31. mars n.k. fyrir starfsfólk, fyrrverandi og núverandi auk boðsgesta. Þá verður skólasýning fyrir almenning sunnudaginn 1. apríl, opin frá kl. 13.00 til 18.00. Þann dag flytja nemendur skólans ýmis skemmtiatriði í samkomusalnum, og allir hverfisbúar og velunnarar skólans eru velkomnir til að sjá og heyra það sem á boðstólnum er hverju sinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.