Tíminn - 28.03.1984, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 1984
6
— sér til heilsubótar
■ Ósköp hefur okkur nú oft lciðst snjórinn í vetur og ekki alltaf
hugkvæmst, að hann er ekki bara til erfiðis og leiðinda, heldur má
líka hafa af honum nokkurt gagn og jafnvel heilsubót.
Suður í Þýskalandi heufr líka mátt sjá snjó, og þar tóku þessir karlar
á myndinni upp á því að notfæra sér hann í heilsuræktarskyni. Þeir
eru starfsmenn Siemens-verksmiðjanna, sem hann haft það á
stefnuskrá í 28 ár að bjóða starfsfólki sínu upp á heilsuræktarkúra,
sem standa alls í þrjár vikur. Þeir eru haldnir á eins konar
heilsuræktarhælum, sem fyrirtækið á. Rétt til þessara kúra eiga konur
á aldrinum 30-55 ára og karlar á aldrinum 35-65 ára, en skilyrði er,
að þau hali unnið hjá fyrirtækinu í a.m.k. 10 ár. Á þessum 28 árum
hafa 40.000 starfsmenn notað sér þessi hlunnindi.
Heilsuræktarkúra þessa hafa læknar og íþróttakennarar sett saman
í náinni samvinnu. Þeir hafa tekið mikluin breytingum á þessum langa
tíma, eins og eðlilegt er, en markmið þeirra hefur alltaf verið að aflétta
þeirri streitu, sem fólkið býr við endranær, og bæta heilsufar þess
almennt. I leiðinni er því kennt að meta hollt og heilsusamlegt líferni
og að fylgjast með heilsufari sínu. Til að auka þrek og úthald er það
látið stunda langhlaup, skíðagöngur og sund t.d. En þar fyrir utan má
oft bregða á ieik, eins og þeir gera herrarnir á myndinni, það bætir
líka heilsuna.
NYRA TEKH) UR
0G GRÆTT í AFTUR
Hvað er Paul
Newman að fela?
■ Paul Newman hefur til þessa ekki þótt sérlega
feiminn maður. Samt brá svo við hér um daginn, að
honum fannst ástæða til að hylja andlit sitt, þegar
honum fannst fréttaljósmyndarar einum um of
ágengir.
Hver var ástæðan? Var hann með glóðarauga,
eða kannski áblástur eða bólu, svona rétt eins og
venjulegt fólk á til að verða fyrir?
Skýringin fékkst von bráðar. Paul Newman er að
safna yfírskeggi og þótti víst árangurinn ekki
sýningarhæfur, þegar myndin var tekin. En kona
hans Joanne Woodward tekur ekki mjög alvarlega
á þessu mikla máli. Hún skellihlær að þeirri
klemmu, sem bóndi hennar hefur komið sér í.
Sennilega hefur bíllinn ekki verið á mikilli ferð,
annars hefði getað farið illa, og þá er ótrúlegt að
frúin hefði hlegið svona dátt.
■ Þessi einstæða skurðaðgerð
var framkvæmd í nýrnaígræðslu-
stöðinni í Minsk í Hvítarúss-
landi. Stóð hún yfír í sex klukku-
stundir.
Komið var með sjúklinginn,
sem var sex ára gömul stúlka,
Sasja L., til rannsóknar og með-
ferðar á þvagfærasjúkdómadeild
barna á sjúkrahúsi nr. 4 í Minsk,
en þar fara uppskurðir á vegum
stöðvarinnar fram.
Við greiningu sjúkdómsins
komust sérfræðingarnir að þeirri
niðurstöðu, að um væri að ræða
„pyelonephritis", sem veldur al-
varlegri óreglu á starfsemi nýrn-
anna. Ákveðið var að fram-
kvæma skurðaðgerð.
í fyrstu virtist skurðaðgerðin
ósköp venjuleg, en að því kom,
að hið sýkta nýra var fjarlægt úr
líkama litlu stúlkunnar og sett á
bakka skammt frá skurðarborð-
inu, þar sem sérfræðingarnir
söfnuðust saman umhverfis þetta
lifandi líffæri í því skyni að
lækna það og græða það aftur í
líkama stúlkunnar.
Lokaþáttur aðgerðarinnar
virtist einfaldur en var í reynd
erfiðasti hluti hennar, þ.e. þegar
dr. Izookas saumaði hið frá-
skilda nýra aftur í með ósyni-
legum þræði. En skurðlæknirinn
varð að sjá hann og það gerði
hann reyndar með hjálp smásjár.
Þegar hann hafði tekið síðasta
sporið í sauminn, voru klemm-
urnar á æðunum fjarlægðar, nýr-
að tengt öðrum líffærum að nýju
og það hóf að gegna sínu hlut-
verki.
Nú er litli sjúklingurinn kom-
inn heim til ssín aftur og líður
vel. Igræðslan tókst vel. Strax
daginn eftir aðgerðina gat Sasja
brosað framan í lífgjafa sína, dr.
Izookas Skobejus og Valerí Pil-
otovitsj en þeim nöfnum mun
hún aldrei gleyma.
■ Dr. Izookas Skobejus, í miðið, saumar nýrað í sjúklinginn aftur
og horfír á sauminn í gegnum smásjá.
■ Það er ekki vel sniðugt að keyra með
bendir svipurinn á Joanne Woodward.
fyrir augu, en hér er sennilega lítil hætta á ferðum. Til þess
■ Starfsfólk Siemens-verksmiðjanna á kost á heilsuræktarkúrum, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þeir standa alls í 3 vikur
og eiga að byggja upp bæði andlega og líkamlega hreysti. Þar er því bæði blandað saman gamni og erfiði, eða kannski má
segja, að erfíðið sé bara skemmtilegt.
ÞEIR LEIKfl SÉR í SNJÓNUM
e
;
viðtal dagsins
,Á ISLANDIER SÓLSKIN
06 HMBSAMA DAGINN”
- segir sovéski myndlistamaðurinn
og íslandsvinurinn Orest Vereiskl
■ „Ibókmenntumsínumstyðj-
ast íslendingar afskaplega mikið
við söguna og því má ekki gefa
ímyndunaraflinu of lausan taum-
inn við myndskreytingu ís-
lenskra bóka", segir rússneski
grafíklistamaðurinn Orest Ver-
eiskí sem hér er staddur í boði
Menningartengsla íslands og
Ráðstjórnarríkjanna. Orest
Vereiskí er viðurkenndur meist-
ari í sínu heimalandi og kunnast-
ur er hann fyrir myndskreytingar
sínar á bókmenntaverkum.
Meðal þeirra bóka sem hann
hefur myndskreytt eru rússnesk-
ar þýðingar á bókum Halldórs
Laxness og barnabókum Stefáns
Jónssonar. Þá er eitt binda af
Hjalta bókum Stefáns Jónssonar
á íslensku myndskreytt af Ver-
eiskí.
Þetta er fjórða heimsókn lista-
mannsins til íslands en eftir
fyrstu ferð sína hingað gaf hann
út bók um íslandsferðina sem
myndskreytt er með vatnslita-
myndum sem bera vott þeirrar
lífsglöðu fegurðar sem hann seg-
ist sjá í þessu landi andstæðn-
anna. A myndunum gefur að líta
brot úr þjóðlífi og landslagi
íslands.
„ísland er óvenjulegt Iand fyr-
ir Evrópubúa og kannski alveg
sérstaklega Rússa. Það er hafið.
fjallahringurinn og þessi mikla
nálægð náttúrunnar sem vekur
hrifningu mína á landinu", sagði
Orest Vereiski. „Þegar maður er
staddur í Reykjavík sér allstaðar
til hafs og hús og skip eru í
stöðugri nálægð hvert við annað.
Fjarlægðirnar í þessu landi og
byggingarnar eru svo litlar en
fólkið svo stórt. Samt eru þessar
miklu víðáttur og loftið er svo
tært að maður getur séð landslag
■ Orest Vereiskf með bókina Hjalti kemur heim eftir Stefán Jónsson en Vereiski
myndskreytti bókina. Tímamynd GE